Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1984, Blaðsíða 15
DV. FÖSTUDAGUR 6. APRlL 1984.
15
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
SAUMASTOFAN - HLÉGARÐI
LEIKFÉLAG
MOSFELLSSVEITAR
EFTIR KJARTAN RAGNARSSON MOSFELLSSVEIT
SÝNINGAR: FIMMTUDAGA, FðSTUDAGA OG SUNNUDAGA KL. 21.00.
MIÐA- OG BORÐAPANTANIR í SÍMUM: 66822 - 66860 OG 66195.
Varðandi varnarliðið
Skautar eiga jaf n
mikinn rétt á
sér og skíði
H/ustandr er ánægður með rás 2.
ÁNÆGJA MEÐ
RÁS2
Hlustaudi skrifar:
Undanfariö hafa heyrst nokkrar
óánægjuraddir meö rás 2. Þegar spurt
er getur fólk samt einhvern veginn
ekki komið því út úr sér hvaö þaö er
óánægt meö. Þaö furöulegasta er líka
aö margir sem segjast óánægöir meö
rásina hlusta þó á hana í tíma og
ótima.
Ég segi eins og er aö ég er mjög
ánægö meö rás 2. Auðvitaö gerir hún
ekki öllum alltaf til hæfis enda ekki
hægt aö ætlast til þess. Það sem ég
vildi í viöbót væri helst aö fá út-
sendingar á kvöldin og síödegis um
helgar þegar rás 1 er sem leiðinlegust
þótt vissulega séu þar ýmsir góöir
þættir líka. En mér finnst rás 2 að
flestu leyti hafa farið vel af staö.
Poppþættirnir á daginn eru sumir
svolítiö innantómir og einhæfir en alls
ekki allir. Einstaka stjórnandi er svo
óskýr að þaö er ómögulegt að heyra
hvaö hann er að tauta. En þetta eru
undantekningar og málfarið yfirleitt
ekkert verra en gerist og gengur á
gömlu rásinni. Þjóölagaþátturinn er til
dæmis ágætur, róandi og afslappandi
og umsjónarmaöurinn ’ hefur mjög
þægilega rödd, finnst mér. Djassinnog
nýbylgjan eru ekki mín lína né heldur
rokk eða kántrý en ég veit aö margir
hlusta á þessa þætti og líkar vel. Arn-
þrúöur er meö mjög góðan þátt og
Pósthólfið er sérstaklega skemmtilegt.
Helgi Már er með prýöilegan þátt,
röddin góö og ágætt að blanda svona
rabbi um hitt og þetta inn á milli þess-
ara þægilegu laga. (Eg sakna samt
alltaf Fimmtudagsstúdiósins!) Ekki
má gleyma morgunþættinum sem mér
finnst mjög góöur og léttur fyrir utan
stjörnuspárnar sem eru ódýrar og
mega vel missa sig.
Eg ætla ekki aö hafa þetta lengra
þótt margir aðrir þættir á rás 2 séu líka
ágætir en aörir ekki eins spennandi.
En ég er sem sagt ánægö með rásina
og hún er fín fyrir okkur sem kunnum
ekki aö meta kvöldvökur og eilífar
sinfóníur og víð erum nefnilega býsna
mörg.
Meö kærri kveöju.
Ólafur I. Hrólfsson skrifar:
Sífellt kemur fleira upp á yfirborðið
sem rennir stoðum undir þá kröfu her-
stöðvaandstæðinga að herinn eigi
tafarlaust að fara úr landi! — eða
hvað?
Þaö síðasta er þaö aö forráðamenn
Eimskips og Hafskips lýsa því yfir aö
tapi þeir flutningunum til varnarliös-
ins ógni þaö öryggi og afkomu
íslenskra skipafélaga. Sú „ósvífni” aö
félögin skuli hafa leyft sér aö fá um 300
milljónir í tekjur af varnarliöinu á ári
hlýtur aö nægja til brottrekstrar liðs-
ins úr landi, eöa hvaö? önnur ástæöa
er sú yfirgengilega frekja Bandaríkja-
manna aö greiða ekki „nema” nokkur
hundruö milljónir fyrir hin stórkost-
legu húsakynni sem viö höfum notaö
fyrir flugstöö á Keflavíkurflugvelli.
Húsakynni sem hafa veitt okkur svo
mikla ánægju. Þar höfum viö getað
staöiö og drukkiö bjórinn okkar ánægö
yfir bjórnum og spennt aö vita hvort
rotta hlypi nú ekki yfir tærnar á okkur
eöa ef við erum meö viskíglas hvort
ekki komi nú vatn í glasið i gegnum
þakiö.
Þá eru enn ótaldir allir þeir aöilar
sem hafa lagt stund á þaö aö hafa tekj-
ur af veru varnarliðsins hér á landi.
Þessir aöilar hafa hagnast vel á því
athæfi og jafnvel getað í sumum tilfell-
um boðið okkur lægra vöruverö fyrir
vikiö.
Þá er nú komiö að hámarki svívirö-
unnar. Þessir andsk.. . hermenn
þarna suður á Miönesheiöi hafa um
áratugaskeiö sýnt af sér þá óþolandi
frekju og yfirgang aö bjarga mannslíf-
um hingaö og þangað út um allt landið
og miöin. Hefur þá ekki skipt máli
hverrar þjóöar þeir eru sem í hættu
eru staddir og hafa meira aö segja
nokkrir Rússar lent í því að Banda-
ríkjamenn þessir hafa bjargað lífi
þeirra. Mér er spurn — hvers konar af-
skiptasemi er þetta eiginlega í mönn-
unum ?Af hverju mega íslenskir sjó-
menn og aðrir ekki farast þar sem þeir
eru niöur komnir? Til hvers í ósköpun-
um eru þessir Kanar aö leggja líf sitt í
hættu meö því aö skipta sér af innan-
landsmálum okkar Islendinga?
Hvaða landráöamaöur í ráöherra-
stétt stóö fyrir þeirri svívirðu að
Kanarnir gátu vaðið um allt eins og
þeim sýndist þegar gosiö hófst í Vest-
mannaeyjum? Þeir fengu aö fljúga
eins og þá lysti til Eyja og bjarga fólki
og fé og frekjuðust meira að segja til
aö lána alls konar tæki til björgunar-
starfa.
Já, ágætu herstöðvaandstæðingar,
haldiö baráttunni áfram. Milljaröa
viöskipti viö varnarliðið skipta þjóöina
engu máli, viö eigum nóg af peningum!
Líf sjómanna og annarra lands-
manna eru heldur einskis virði, hvaö
er þaö þótt nokkrir farist, viö bara
fjölgum okkur meira. Og ef svo heppi-
lega vildi til aö Kaninn færi og Rússinn
kæmi þá getum viö hætt aö hugsa til
frambúöar því stóri bróðir myndi sjá
um alla slíka leikfimi fyrir okkur. Því-
lík sæla. Þvílíkt himnaríki fyrir and-
stæöinga vamarliðsins.
SÉRTILBOÐ
í tilefni opnunar stofunnar bjóðum við myndatökur með 12 prufum og 1 stækkun
(20 x 25 cm)á
Sigrún og Sigrún skrif a:
Þegar viö lásum lesendabréfiö um
skauta í blaðinu þann 9. mars síöast-
liðinn ákváðum viö aö láta í okkur
heyra.
Aö nokkrum manni skuli detta í hug
aö nota Melavöllinn undir bílastæöi!
Það er eini staðurinn sem viö í Reykja-
vík og nágrenni höfum til aö skauta á.
Hvílík dæmalaus frek ja!
I þau skipti sem svell var á Mela-
vellinum í vetur þyrptist fólk aö í
hrönnum og sýnist okkur það sýna
þann mikla skautaáhuga sem ríkir
meöal almennings.
Viö vonum eindregið að borgaryfir-
völd taki tillit til skautaáhugamanna
fyrir næsta vetur.
Skautar eiga jafnmikinn rétt á sér
ogskíöi.
Fjölmargir Reykvikingar stunda
skautaiþróttina. Nú á að fara að leggja
Melavöllinn undir biiastæði og þvi vilja
brófritarar ekki una.