Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1984, Blaðsíða 7
DV. FÖSTUDAGUR 6. APRlL 1984.
7
Útlönd Útlönd Útlönd
Kotanámumenn og lögregla iróstum við skrifstofur kolaráðs ríkisins.
Vilja ekki
taka þátt í
kolaverkfalli
Fulltrúar námamanna á næst-
stærsta kolasvæði Bretlands greiddu
atkvæði gegn því í gær að taka þátt í
kolanámuverkfallinu sem lokað hefur
tveim þriðju af kolanámum ríkisins í
nærfjórar vikur.
Verkfallssinnar gerðu óp aö fulltrú-
um kolanámumanna frá Nottingham-
shire sem með 186 atkvæðum gegn 72
höfðu fellt tillögu foringja sinna um aö
ekki skyldi gengið til starfa í gegnum
raðir verkfallsvarða.
1 Nottinghamshire eru um 34000
námamenn og höfðu þeir áöur greitt
atkvæði gegn verkfalli. — Verkfallið
hefur veriö róstursamt, og verkfalls-
verðir úr öörum héruðum hafa komið
til Nottinghamshire til þess aö hindra
starfandi kolanámumenn þar í að
mæta til starfa. Einn maður lést af
meiðslum sem hann hlaut í slíkum
ryskingum.
I gær handtók lögreglan fjóra verk-
fallssinna í róstum sem urðu áður en
gengið var til atkvæða. Aðrir 29 voru
teknir úr umferð í Port Talbot þar sem
um 600 námamenn efndu til kröfu-
göngu við stáliðjuver en stáliönaður-
menn hafa ekki viljað fara í samúðar-
verkfall meö námumönnum.
FærTreholt
eftirlaun?
Blaðafulltrúi utanríkis, Geir Grung,
hefur upplýst að Ame Treholt muni
þrátt fyrir uppsögn halda hluta af
launum sínum um einhvern óákveðinn
tíma. Þaö verður hins vegar stórþingið
sem tekur endanlega ákvöröun um
hvort honum beri eftirlaun.
Kari Storækre, eiginkona Treholts,
mun halda áfram störfum hjá norska
sjónvarpinu og hefur nú verið leyft að
koma fram á skjánum að nýju. Ráðn-
ingarsamningur hennar rennur út í
byrjun maí og um tíma leit út fyrir að
hún yrði ekki endurráðin. Nú hefur
hins vegar orðið samkomulag um að
Storækre haldi áfram.
—Pétur Ástvaldsson í Osló.
70 þúsund í
verkfall íNor-
egi á morgun
Um 70 þúsund manns í Noregi munu
að öllum líkindum fara í verkfall á
miðnætti í nótt. Eru það starfsmenn í
málmiðnaöi, starfsfólk á hótelum og í
veitingaiðnaði og fataiðnaði. Kröfur
þessara félaga snúast einkanlega um
styttingu vinnutíma og hækkun lág-
markslauna. Verkfallið mun hafa víð-;
tæk áhrif ef af því verður, fyrir utan
röskun á ýmiss konar þjónustu er
hætta á að útgáfa nokkurra dagblaða
stöðvist, svo • sem Aftenposten og
Verdens gang.
Tæknimenn útvarps og sjónvarps
hafa ennfremur átt í vinnudeilu við
norska ríkisútvarpið og er ekki taliö að
hún leysist fyrir páska. Horfur eru því
á að dagskrá ríkisfjölmiðlanna fari úr
skorðum á næstunni.
—Pétur Ástvaldsson í Osló.
Nýtt á Islandi
Hitamaskinn kominn aftur
Maski þessi hentar öllum húötegundum og hefur
náð stórkostlegum árangri í hreinsun og fegrun
húðarinnar. Snögg samlögun virkra efna í blóðinu
er framkölluð með augnablikshækkun hitastigs
húðarinnar og eykur þannig súrefni frumnanna í
gegnum háræðakerfið.
FRUMSÝNING
CORSA 2ja dyra ssáíssií ípmís CORSA 3ja dyra
Þetta er sá yngsti í Opel-fjölskyldunni — Corsa. Hann veröur frumsýndur á bílasýningunni Auto ’84. En
hann veröur ekki einmana, því aö viö sýnum líka Opel Kadett og Opel Ascona, Isuzu Piazza, Isuzu Trooper,
Izuzu KB Pickup, Chevrolet Pickup og Chevrolet Blazer. Þaö er sama hvers konar bíl þiö eruö aö hugsa um
— fjölskyldubíl, feröa- eöa vinnubíl — þeir bíöa ykkar allir á sýningarsvæöi okkar á Auto ’84. Komiö og
skoöiö. Viö bjóöum ykkur velkomin.
HOFÐABAKKA 9 SIMI 687300 GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐAVÖRUM