Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1984, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1984, Qupperneq 19
DV. tXUGÁflDArGUR 28. ÁfiRfiJ 1984.' 19 Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir «,iththeVítad GOn^Sstakvik- et vtas®t»s . myndta8 ^n. heíur ven&i8) varptau- Hollywood reyndi aö brydda upp á nýjungum eins og 3—D myndum til aö laða aö áhorfendur: The Creature from the Black Lagoon frá 1954 var ein þessara þrívíddarmynda. Líklega hefur enginn einn fjölmiöill átt eins mikinn þátt í því aö kynna kvikmyndir og kvikmyndamennt fyrir almenning eins og sjónvarpið. Víða erlendis má velja um f jölbreytt úrval kvikmynda í s jónvarpi þar sem sent er út á mörgum rásum. Þannig geta áhorfendur valiö á milli hryllings- mynda, ástarmynda, hamfaramynda og kúrekamynda svo eitthvaö sé nefnt; allt eftir smekk viðkomandi. Sumar sjónvarpsstöövamar sýna gamlar kvikmyndir allan sólarhringinn og á síðasta áratug hafa skotiö upp kollin- um lokaðar kapalsjónvarpsstöðvar sem sýna nýlegar myndir gegn vægu gjaldi. Þetta er mjög athyglisverð þróun, ekki síst ef haft er í huga að kvikmyndaverin háðu lengi vel grimmilegan bardaga við sjónvarps- stöðvarnar sem þau álitu sinn mesta óvin. Það var svo ekki fyrr en 1955 í desembermánuði eða fyrir aðeins tæp- um þrjátíu árum að RKO kvikmynda- verið, sem rambaði á barmi gjald- þrots, ákvað að selja General Tele- radio sjónvarpsstöðinni gömlu myndimar sínar sem voru um 750 aö tölu. Þannig hafði sjónvarpiö sigrað Hollywood a.m.k. í fyrstu umferð og innan tveggja ára höfðu flest stóm kvikmyndaveranna fetað í fótspor RKO og opnað kvikmyndageymslur sínar fyrir sjónvarpinu. Upphafið Fyrsta raunhæfa sjónvarpskerfið leit dagsins ljós í Bretlandi 1926 og er kennt við John Logie Baird. Þessi heiðursmaður braut einnig blað í sögu kvikmyndanna með því að verða fyrst- ur til að sjónvarpa kvikmynd með kerfinu sínu. Var þaö myndin The Bride sem hafði verið gerð 1929 en það var einmitt sama ár sem John Logie Baird sjónvarpaði þessari 6 mínútna mynd í tilraunaútsendingu frá upp- tökuverinu sínu í Long Arch, London. Annar merkilegur atburður gerðist svo tveimur árum síðar eða 1931 þegar De Forest Radio Corporation hóf að sjónvarpa kvikmyndum sem regluleg- um dagskrárlið. Var hér um að ræða stuttar ferða- og heimildarmyndir eins og People Who Live In The Desert og Lumbering In British Colombia. En John Logie Baird vildi ekki láta sitt ■eftir liggja og fimm dögum síðar sýndi hann stutta hnefaleikamynd. Þar með voru tveir aðilar famir að keppa inn- byröis um hvor sýndi betri og fleiri kvikmyndir í sjónvarpskerfinu sínu. Hápunkturinn í þessu kapphlaupi var liklega þegar John Logie Baird sýndi Chaplin gamanmynd meö Keystone Cops og þegar keppinauturinn sýndi 1931 fyrstu kvikmyndina í fullri lengd sem sýnd var í sjónvarpi. Var þaö bandaríska myndin Police Patrol og var hún sýnd í sex hlutum. Því miður er þessi mynd týnd eins og svo margar aðrar myndir frá þessum tíma. Breska sjónvarpið BBC hóf sjónvarpsútsendingar 1936 en það var þó ekki fyrr en að tveimur árum liðnum að sýnd var þar kvik- mynd í fullri lengd. Það var The Student Of Prague, þýsk mynd sem gerð var árið 1935 af bandaríska leik- stjóranum Arthur Robinson. Þetta var þriöja útgáfan af sögunni um fátæka stúdentinn sem seldi spegilmynd sína djöflinum en fékk í þess stað frægð, auð og ást. Þótt myndin væri endur- sýnd hjá BBC nokkrum vikum síðar tóku ráðamenn þar lífinu með ró og þangaö til sjónvarpsútsendingar voru felldar niður í síöari heimsstyrjöldinni voru aðeins sýndar stöku sinnum kvik- myndir í fullri lengd hjá BBC. Eftir að stríðinu lauk stóð kvik- myndaiðnaðurinn beggja vegna Atlantshafsins í miklum blóma. Fjöldi áhorfenda jókst ár frá ári og fleiri myndir voru framleiddar en nokkru sinni fyrr. En erfiðir tímar voru skammt undan. Árið 1941 hófust al- mennar sjónvarpsútsendingar í Bandarikjunum og upp úr 1945 fór að bera á að færri áhorfendur sóttu kvik- myndahúsin. Sjálfur kvikmynda- iðnaðurinn fékk tvö áföll á skömmum tíma. Annað var átta mánaöa verkfall sem skall á kvikmyndaverin vegna launadeilna viö starfsmenn. Hitt áfallið voru niðurstööur bandarískra dómstóla þess efnis að það bryti í bága við einokunarlögin að kvikmyndaverin væru bæði framleiöendur og seljendur þannig að MGM og Paramount kvik- myndaverin neyddust til að selja kvik- myndahúsakeðjur sínar. Þar með urðu myndir þeirra að standa og falla meö gæðum sínum því nú áttu kvikmynda- verin ekki lengur í sín eigin kvik- myndahús aö venda með lélegar myndir. Stríðsyfirlýsing Áriö 1948 var ástandiö orðið svo slæmt að stóru kvikmyndaverin lýstu yfir stríöi við sjónvarpið. Þau neituðu kvikmyndastjömum sínum að koma fram í sjónvarpi og einnig að nokkrar myndir frá þeim yrðu sýndar þar. En þetta dugði ekki til því að enn sat fólk heima og virtist frekar vilja horfa á breskar kvikmyndir í sjónvarpinu en stunda kvikmyndahúsin. Arið 1949 hafði tala kvikmyndahúsagesta fallið niður í 70 milljónir sem var 25% fækkun miðað við árið á undan. Þessi áhorfendafækkun hélt áfram og á árunum 1945—1955 féll aösóknin niður umhelming. Hollywood reyndi að spyrna á móti þessari þróun á ýmsan máta. Kvik- myndaframleiðslan féll um þriöjung sem svo aftur leiddi til þess að þúsund- ir kvikmyndahúsa urðu að loka. Stóru kvikmyndaverin urðu einna verst úti og varð t.d. MGM þegar árið 1949 að skerða laun, boða f jöldauppsagnir og láta samninga viö fjölmargar kvik- myndastjömur renna úr gildi. Upp úr 1950 voru kvikmyndaverin búin að gera sér grein fyrir því að þau uröu að bjóða áhorfendum upp á eitthvað, sem sjónvarpið gat ekki, til að lokka þá upp úr sjónvarpsstólunum yfir í kvik- myndasalinn. Breiðtjaldið kom fram á sjónarsviöið og gerði lukku, farið var að taka næstum allar myndir í lit og þrívíddar (3—D) myndimar voru settar á markaöinn. Ósigur viðurkenndur En allar þessar nýjungar dugðu skammt því nú var oröið ljóst að sjón- varpið hafði betur í kapphlaupinu um áhorfandann. Eins og áöur sagði reið RKO kvikmyndaverið á vaðið 1955 og seldi gömlu myndimar sínar, 740 að tölu, fyrir um 450—750 milljónir ísl. kr. Þar á meðal voru myndirnar Cltizen kane og Hringjarinn frá Notre Dame. Snemma árs 1956 var svo fyrsta mynd- in úr RKO-pakkanum sýnd í Wor-TV stöðinni í New York. Var þaö King Kong og var myndin sýnd tvisvar á dag hjá þeim í heila viku. Þvílíkar voru móttökur áhorfenda á gömlu myndunum. Paramount-kvikmyndaverið var síðast til aö selja gömlu myndirnar sínar. Kvikmyndaverin byrjuðu á aö selja, í fyrstu aöeins myndir eldri en frá 1949, en eftir verkfall leikara og handritahöfunda um 1960 fengu þessir aðilar inn í samningana að nýrri myndir voru seldar sjónvarpinu sem tryggði þeim hærri aukagreiðslur. I Bretlandi var sama upp á teningn- um nema hvað BBC sýndi kvikmynd- um enn lítinn áhuga. En þetta breyttist þegar sjónvarpsstöðin ITV hóf starf- semi sína í samkeppni við BBC. Áriö eftir opnunina hóf ITV að sýna breskar myndir frá 1930 og 1940. Síðan geröi ITV samning um að fá bandariskar myndir og var sú fyrsta þeirra, sem sýnd var, The Malterse Falcon frá 1941 með kempunni John Huston sem leikstjóra. Skömmu síðar keypti BBC kvikmyndasafn RKO og Paramount en ITV frá Warner Brothers. Miklar vinsældir Þessar gömlu kvikmyndir voru sem vítamínsprauta fyrir sjónvarps- stöövarnar. ITV setti nýtt met þegar 3/4 allra sjónvarpsáhorfenda fylgdust með myndinni Die Best Years of Our Lives sem var gerð af MGM árið 1946. Þegar bandaríska sjónvarpsstöðin ABC ákvað að sýna The Bridge over the River Kwai sunnudagskvöld eitt árið 1966 þá fylgdust hvorki meira né minna en 60 milljónir manna með. En líklega er Gone With the Wind vinsæl- asta kvikmyndin sem fyrr eða síðar hefur verið sýnd í sjónvarpi. Henni var sjónvarpað í tveimur hlutum í fyrstu viku nóvembermánaðar og talið er að 65% bandarísku þjóöarinnar hafi fylgst með. Þegar myndin var gerð 1939 kostaði hún rúmlega 120 milljónir ísl. kr. en CBS þurfti að borga 150 millj- ónir aöeins fyrir eina sýningu. Nokkr- um árum síöar var Guðfaðirinn eftir Coppola seldur á 300 miiljónir ísl. kr. fyrir eina sýningu í sjónvarpi. En fljótlega fór að bera á því að framboð af góðum kvikmyndum var að minnka. Æ fleiri B-myndir komu fram á sjónarsviðið svo sjónvarps- stöðvamar tóku upp á því að framleiða eða láta framleiða fyrir sig sjónvarpsmyndir, annaðhvort í styttri þáttum eða í fullri lengd. Einnig höföu ofbeldi og kynlífsatriði aukist svo mikið í nýiegri myndum að ekki var hægt að sýna þær, nema þá helst á kvöldin eftir að börnin væru gengin tU náða. Nýir þættir Þjóöverjar eru taldir eiga heiðurinn af fyrstu sjónvarpskvikmyndinni. Var það myndin Morgenstunde hat Gold im Munde. Voru aUar hreyfingar leikara ýktar í myndinni vegna þess aö á þessum tíma var þýska sjónvarps- kerfið þannig byggt upp að ekki náðist aDtaf að koma hreyfingum leikara eðlilega til skila. I BandarUcjunum var fyrsta sjónvarpskvikmyndin í fuUri lengd High Tor með Bing Crosby í aðal- hlutverki. Var hún sýnd stranda á mUli í Bandaríkjunum í mars 1956 og kost- aði ekki nema um 9 miUjón ísl. kr. fuUgerð. Kvikmyndaverin með Columbia í fararbroddi sáu sér leik á boröi fljótlega upp úr 1950. Þau gætu alveg eins framleitt kvikmyndir gerðar eingöngu fyrir sjónvarp og svo framhaldsþætti. Meö því móti gátu þau notaö oft gömlu leikarana frá guUald- artímabili HoUywood til að ýta við minningum gamaUa aðdáenda. Þótt meirUiluti þessara mynda sé algjört drasl hvað viðkemur gæðum, þá leynast aUtaf guUkorn inn á milli. Ekki má slá botninn í þennan greinarstúf án þess aö minnast á kapalsjónvarpiö. Seinni hluta áratug- arins 1970—1980 fór aö bera meira og meira á kapalsjónvarpsstöðvum þar sem áhorfandinn getur fengið að horfa á nýlegar kvikmyndir án þess að auglýsingar séu alltaf aö trufla, gegn vægu gjaldi. Eru í sumum tUvikum notuð gervitungl tU að flytja efni frá þessu kapalsjónvarpi tU neytandans. Virðist kapalsjónvarpið að auka út- breiðslu sína. -B.H. Á áruniim 1945tll 1955dró mjög úr aðsókn að kvikmyndahiisum í hinum vestræna heimi vegna tilkomu sjónvarpsins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.