Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1984, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1984, Page 22
22 DV. LAUGARDAGUR 28. APRIL1984. Bflar Bflar Bflar Bflar Bflar Safarirallið íKenya: Ein erfiðasta rallkeppni sem haldin er Á mánudaginn var, annan í páskum, lauk einu erfiöasta ralli sem haldiö er. Safarirallinu í Kenya. Vegalengdin sem ekin var er sam- tals 5.258 kílómetrar og stóö keppnin yfir í fimm daga. Fyrirfram var vitaö aö rigning og erfiðar akstursaöstæöur vegna leðju myndu veröa ökumönnum sérlega erfiðar aö þessu sinni. Vegna þess hve páskamir eru seint á árinu þá er regntíminn þegar hafinn í Kenya. Samtals tóku þátt í Safarirallinu að þessu sinni 76 keppnishópar. Að sögn Mike Doughty, stjómanda keppn- innar, voru nokkrir kaflar teknir burtu úr leiðinni sem fyrirhugaö var aö aka vegna þess hve aöstæður voru orðnar erfiöar. Atta bílaframleiöendur sendu sér- staka keppnishópa til þátttöku í| rallinu aö þessu sinni, sem er stærsta framlag þeirra í 32 ára sögu Safari- rallsins. Meðal þeirra sem mesta möguleika voru taldir eiga fyrirfram var Audi hópurinn en Quattro bílamir em í þremur efstu sætunum i hdmsmeistarakeppninni þegar þremur keppnum sem gefa stig til, heimsmeistara er lokið. Efstur að stigum i heimsmeistarakeppninni fyrir Safariralliö var Svíinn Stig Blomquist, sem nú tekur þátt í Safari rallinu i fyrsta sinn i þrettán ár. Síðast keppti hann 1971 og þá á Saab og náöi þá þrettánda sæti. Helsti keppinautur Stig og jafnframt félagi, þvi hann keppir einnig á Audi Quattro, er Hannu Mikkola frá Finnlandi. Hann er betur heima í Safarirailinu. Mikkola, sem varö heimsmeistari í fyrra, varð þá annar í Marlboro Safariraliinu. Aö þessu sinni leiddi Hannu Mikkola keppnina sem fyrsti bill viö upphaf keppninnar og er þaö bæöi kostur og galii i keppni sem þessari. „Það er gott aö Hannu fer á und- an, hann veröur fyrstur, hreinsar veginn og vonandi finnur hann fyrstur fyrir drullupyttunum,” segir hinn fimmfaldi sigurvegari í Safarirallinu Sekhar Mehta, en hann keppir á heimavelli þvi hann er Kenýamaður. Þriöja Audi Quattro bílnum ók franska stúlkan Michele Mouton. Hún varö í þriðja sæti í keppninni í fyrra og voru miklar vonir bundnar við hana í keppninni aö þessu sinni því hún hefur áöur sýnt og sannað aö hún kann vel við sig í Afríku. Vestur-Þjóöverjinn Walter Röhrl sem nú er í þriöja sæti i heimsmeist- arakeppninni tekur ekki þátt í Safarirallinu aö þessu sinni. Alls tóku þátt í Safarirallinu 13 ökumenn og aðstoðarmenn frá Noröurlöndunum að þessu sinni. Þeirra á meöal má finna Finnann Markku Alen, sem leiðir Lancia keppnishópinn, og frá Toyota þá Per Eklund og Björn Waldegaard. Bjöm Waldegaard vann Safarirailiö 1977 og meö sigri sínum í Marlboro Ivory Coast Rally síðasta haust sýndi hann og sannaði getu sina viö afrískar aöstæður og jafnframt aö aftur- drifnir bílar eiga enn möguleika á móti fjórhjóladrifnu rallbílunum. Því var honum fyrirfram spáð velgengni í keppninni nú. Staðan í heimsmeistarakeppninni í ralli var fyrir Safarirailið í Kenya þessi: Blomquist 35 stig, Mikkola 32, Röhrl 26, Alen, Bettega, Biasion 18, Michele Mouton 15, Eklund 12 og þeir Therier og Mats Jonsson 10 stig hvor. 1984$ SAFARI RALLY é 19th - 23rd April 1984 5254 km 1. ■■■ 1727.4 km 2. 1348.3 km 3. Jjf “-4 ^Sultan Hamud *** KENYA 2178.3 km ^íf KilimanjaroJ áS Buchuma.k — T-'*a HlllsN^**^*/ _ icæIMÉM ^fMl Mombasa Kortið sýnir leiðina sem ekin var í Saf arirallinu í Kenya nú um páskana. Audi leiðir keppni f ramleiðendanna Það eru ekki aöeins ökumenn sem etja kappi í rallkeppni. Bílafram- leiðendur heyja einnig keppni sín á 1. Audi milli og fá stig eftir því hvemig 2. Lancia bílum þeirra gengur hverju sinni.' 3. Toyota Staðan eftir aö SafariraUinu i sem samtals gefa bifreiðafram- 6. Opel leiöendunum stig. Keny a er lokið er þessi: 1. Audi 50 stig 2. Lancia 38 stig 3. Toyota 28 stig 4. Renault 22 stig 5. Volkswagen 21 stig 6. Opel 16 stig 7. Nissan 12 stig Toyota Celica bfll Björns Waldegard á fullri siglingu í rallinu á Filabeinsströnd- inni á liönu hausti en þar sigraöi hann með glæsibrag og skaut fjórhjóladrifnu Audi Quattro bílunum ref fyrir rass, en þar lentu Toyota Celica i fyrsta og þriöja sæti með Audi á milli sin. Norðurlanda- búar í efstu sætunumi Safarirallinu — Svfínn Björn Waldegaard á Toyota Celica sigraði glæsilega Þaö var Svíinn Bjöm Waldegaard sem ók Toyota Celica bíl sínum f yrstur i mark í SafariraUinu í Kenya annan dag páska eftir áfallalausan 5.258 kílómetra akstur ásamt félaga sínum, SvíanumHans Thorszelius. Fimm dögum eftir að hafa haldiö upp í þessa frægustu og erfiðustu rallkeppni sem haldin er komu þeir í mark í höfuöborg Kenya, Nairobi, meö 122 mínútur í refsistig og sögðu þeir félagar að aöeins hefði sprungið þrisvar á leiöinni og aöeins hefði orðið vart viö galla í ventli í for- þjöppunni aUa keppnina. Waldegaard, sem er fertugur, vann keppnina 1977, þá fyrir Ford. Nú tók hann forystuna 21 klukkustund eftir upphaf keppninnar og hélt henni aUa dagana þrátt fyrir haröa keppni frá Finnanum Rauno Aaltonen ta Opel Manta 400. Aaltonen, ásamt félaga sínum, Kenýamanninum Lofty Drews, stefndi nú að sigri eftir tuttugu og eina tilraun en enn einu sinni varð hann aö láta í minni pokann og láta sér nægja annaö sætið meö 133 refsi- minútur. Heimsmeistarinn, Hannu Mikkola frá Finnlandi, ásamt aðstoðarmanni sinum, Svíanum Ame Hertz, varð síðan í þriöja sæti á Audi Quattro meö 145 refsimínútur. Þriöja sætiö dugði Mikkola til þess að ná efsta sæti í heimsmeistarakeppninni i raUi og er hann nú með 44 stig, ofan viö Svíann Stig Blomquist sem nú er með 35 stig, en honum tókst ekki aö ljúka. keppninni i SafariraUinu aö þessu siiuiL „Viö höfum mikla reynslu í raUi á Toyota, einnig í Afriku, og við vorum vel búnir undir þetta rall,” sagöi Waldegaard eftir aö hafa sprautað yfir áhorfendur við lokamarkið úr hinni sjálfsögöu kampavinsflösku. „Við komum til þátttöku í Safari- raUinu til aö vinna, en með svo fáum vandamálum, það er ekki eöUIegt,” sagöi hann. Waldegaard sagöi einu vandamálin sem hann myndi eftir væru aö þrisvar heföi sprungið dekk, eitt á hverjum hinna þriggja áfanga keppninnar. „Við urðum aö skipta um ventil i forþjöppunni í þriðja á- fanga og þaö kostaði okkur fjórar mínútur.” Þetta var eitt af „þurrustu” SafariröUunum í 32 ára sögu keppn- innar og hitabeltisrigningamar, sem venjulegast eru ökumönnum erfiöar og fyrirfram voru ætlaöar sérlega erfiðar í ár, urðu hópunum 76, sem hófu keppnina á skírdag, lítill farar- tálmi. En þrátt fyrir þokkalegar aðstæður tók raUið sinn toll af bílunum og féUu meira en tveir þriðju keppenda úr keppninni og náðu aöeins 25 hópar tU loka- marksins. Einn af þeim fyrstu tU að faUa úr keppninni var franska stúlkan Michele Mouton, en Audi Quattro bUl hennar var dreginn burt úr fyrsta á- fanga eftir aö forþjappa sprakk. „Þaö er ekki hraöinn heldur úthaldiö sem gddir í þessu raUi,” sagði Mouton fýrir keppnina, en hún, á- samt félaga sínum, Fabrizia Pons frá Italíu, var talin meö þeim sem Á myndinni eru þeir Hans Thorszeliuz, Bjöm Waldegaard, Per Eklund og Ragnar Spjuth en þeir tveir síðasttöldu duttu út í fyrsta áfanga SafariraUsins. Heimsmeistarinn 1983, Hannu Mikkola, og félagi hans, Ame Hertz, urðu að iáta sér nægja þriðja sætið að þessu sinni. helst kæmi til greina sem sigurveg- ari i keppninni. „Það er ekki spurningin um að aka eins hratt og maður getur heldur annast vel um bUinn og komast í mark.” En aö þessu sinni brást sigurvon frönsku stúlkunnar í sprunginni forþjöppu. Annar tU að faUa úr keppninni var Svunn Per Eklund en Toyota Celica bUl hans lenti á brúarstólpa, einnig á fyrsta áfanga. Frakkinn Guy Frequelin féll úr keppninni á þriöja áfanga þegar vélin í Opel Manta 400 bíl hans sprakk snemma á þriöja áfanga og rétt áeftirfylgdi Svíinn Stig Blom- quist þegar kambásreim í Audi Quattro bU hans slitnaði og vélin gaf sig. Þar með var úti um frekari keppni hjá Svíanum. Blomquist hafði fram aö SafariraUinu leitt heims- meistarakeppnina í ár en varö aö gefa eftir fyrsta sætiö til Hannu Mikkola. Stjórnendur SafariraUsins sögöu þessa keppni vera eina þá hrööustu sem haldin hefði veriö. Fyrstu bílarnir náöu meöalhraða um 120 km á klukkustund vegna óvæntra þurra aöstæðna aö þessu sinni, þvert ofan i þaösemspáö var. CRSLITINISAFARIRALLINUIKENYA1984: 1. Bjöm Waldegaard/Hans Thorszelius, Sviþjóð Cltroen Visa ..732 stlg ToyotaCelica ...122 sUg 14. Frank Tundo/Quentin Thomson, Kenya 2. Rauno Altonen, Finnland/Lofti Drews, Kenya Subaru ..753 stlg OpelManta ...133 stig 15. Johnny Hellier/John Hope, Kenya 3. Hannu Mikkola, Finnland/Ame Hertz, Svíþjóð Peugeot 504 pickup ..764 stig Audi Quattro 16. YoshloTkaoka/AkiIzumi, Japan 4. Marrku Alen/UkkaKivlmakl, Flnnland Subaru Lancia Rallye ...188 stig 17. Harbhajan Salmbi/Rashpal Devgun, Kenya 5. Sekhar Mehta/Rob Combes, Kenya Opel Ascona 400 Nissan 240RS ...215 stig 18. Phillppe Wambergue, Frakkl./Ivan Smlth, Kenya 6. Vic Preston/John Lyall, Kenya Citroen Visa Lancia Raliye ...254 stig 19. Jonathan Ashman/Andy Milns, Bretlandi 7. Timo Salonen/Seppo Harjanne, Finnland Subaru . 1047 stig Nissan 240RS ...352 stig 20. Uwe Miersh/Tim Davles, Kenya 8. Franz Wittman, Austurriki/Peter Diekmann, Þýskai. ToyotaCeiica .1083 stlg Audi Quattro 21. Philip Morris/Keith Morris, Kenya 9. Yoshio Imashlta, Japan ToyotaCeiica . 1083 stig Nissan240RS ...476 stig 22. T. Hlrabayashi, Japan/I. Smlth, Kenya 10. Greg Crlticos, Kenya Daihatsu Charade .1183 stig Lancia Rallye 23. Gerald Miller/Dennis Mathews, Kenya 11. Bernd Strahl/Sukhy Soin, Kenya Range Rover .1187 stig Opel Ascona 400 24. Ashok Pattni/Zahid Mogul, Kenya 12. Tony Fowkes/Peter O’Gorman, Bretiandi Daihatsu Charade .1344 stig Subaru ...713 stig 25. T. Hoshida/T. Yokose, Japan 13. Maurice Chomat/Didier Breton, Frakklandi Subaru .1496 stlg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.