Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1984, Page 8
8
DV.LAUGARDAGUR5.MAI 1984.
Viðburðarík
saga eyju á
krossgötum
Saga Kýpur er saga yfirráða hinna
og þessara smávelda og heimsvelda á
mismunandi tímabilum.
Grikkir fluttu til eyjarinnar á 15. öld
fyrir Krist og hafa byggt eyjuna síðan,
undir yfirráðum hinna og þessara.
Tyrkjaveldi náði eyjunni á sitt vald
áriö 1571, flutti inn nokkur þúsund
Tyrki frá Anatólíu og síðan hafa búið
þar tvö aðskilin samfélög sem bæöi
hafa gætt þess vel að blandast ekki
hinu.
Arið 1878 yfirtöku Bretar stjórn
Kýpur. Frá 1931 er grískir Kýpurbúar
brenndu niður bústað breska land-
stjórans, hafa hinir sömu heimtað
sameiningu Kýpur og Grikklands.
Baráttan fyrir sameiningu (ENOSIS)
jókst eftir síðari heimsstyrjöldina og
einn helsti leiðtogi þessarar samein-
ingar hreyfingar Grikkja var
Makaríos erkibiskup. Þegar Bretar
gáfu Kýpurbúum sjálfstæði 1960 var
Makaríos k jörinn forseti lýðveldisins.
Stjórnarskrá hins nýja ríkis bannaði
ENOSIS og samkvæmt samningi höfðu
Grikkland, Bretland og Tyrkland rétt
til íhlutunar væri sjálfstæði Kýpur í
hættu.
Árið 1964 sendu Sameinuðu þjóðimar
friðargæslusveitir til eyjarinnar eftir
óeirðir og ofsóknir gegn Tyrkjum.
Tíu árum síöar gerði þjóðvarðliöið,
undir stjóm grískra foringja frá
meginlandinu, byltingu gegn
Makaríosi. Makaríos slapp en fimm
dögum síðar réðst tyrkneski herinn inn
í landið, og hertók þannig nær 40
prósent eyjunnar. Ari síöar gerðu sam-
félögin tvö samning um fólksflutninga,
þannig að 200.000 Grikkja fluttu suður
og tugþúsundir Tyrkja fluttu norður.
Gríska stjórain í suðri er viðurkennd
sem lögleg stjóm eyjarinnar allrar, en
í nóvember í fyrra lýstu Tyrkir yfir
sjálfstæði ríkis þeirra. Tyrkland er
eina landiö sem viðurkennir þetta ríki
og þannig standa málin í dag.
Það að Grikkir á Kýpur kalla landa-
mærin á milli sín og Tyrkja Atlalínuna,
eftir Atla húnakóngi, gefur kannski
dálitla innsýn í hugarfarið sem hér rík-
ir. Hinir áköfustu meðal Grikkja líta á
sjálfa sig sem útverði hellenismans í
baráttunni gegn Tyrkjaveldi.
Fyrir þeim er þetta barátta vesturs-
ins gegn áhlaupi að austan. Barátta
milli siðmenningar Platós og Aladdins.
Þeir beri sverö og skjöld fyrir kristna
trú gegn hinum múhameðsku villu-
trúarmönnum.
Þaö er engin tilviljun aö hörðustu
raddir baráttunnar gegn Tyrkjum
koma frá grísku orþodox kirkjunni,
sem hér er mjög valdamikil.
Þjóðernisrembingur
En þó trúarbrögð séu mikilvæg hér
sem annars staðar þá er það fyrst og
fre'mst þjóðemisrembingurinn sem
hér skiptir máli. Tyrkir og Grikkir
hafa alltaf deilt hatrammlega. Frá
því Tyrkir sigruöu Býzantiska heims-
veldið á 15. öld og lögðu Grikkland
undir sig, með meiru, hafa þjóðirnar
hataðhvor aðra.
Grikkjum á meginlandinu og á Kýp-^
ur, finnst þeir lengi hafa þurft að sæta
áreitni Tyrkja. Þeim finnst sárt að sjá
þetta múhameðska veldi halda í
evrópskt land norðan Istanbul sem
þeir kalla stundum Konstantinopel
vegna þess að Tyrkir þola ekki það
heiti.
En Grikkir eru hreinlega ekki nógu
sterkir eða voldugir til að standa í
Tyrkjum.
Grikkjum á Kýpur finnst þeir þess
vegna vera komnir í feitt að vera
margfalt fleiri en Tyrkir á sömu eyju.
Þeir hafa síöan 1960, er Kýpur hlaut
sjálfstæði frá Bretum, haft næg tæki-
færi til aö skaprauna Tyrkjum og þeir
hafa notfært sér þau af einlægum
ákafa.
Þannig var að Tyrkir bjuggu mikið í
sínum eigin bæjum og þorpum vítt og
breitt um eyjuna. Þeim fannst visst
öryggi felast í því að halda þannig
saman, fýrir utan þaö að þjóðarbrotin
tvö töluöu mismunandi tungumál og
höfðu yfirleitt lítinn áhuga á að bland-
ast um of. En þetta leiddi einnig af sér
nokkurt óöryggi, eins og kom oft í ljós.
Grikkir áttu það nefnilega til að um-
kringja þessa bæi og banna aðflutn-
inga. Stundum sendu þeir jafnvel her-
menn inn í bæina í leit að „hryðju-
verkamönnum.”
I óeirðum árið 1963 voru hundruð
manna drepin, 103 tyrknesk þorp voru
algerlega eða aö mestu leyti eyöilögð á
ellefu ára tímabili til ársins 1974. Eftir 1963
var aðskilnaöur hinna tveggja samfélaga
fullkomnaður. Tyrkir sem unnu hjá hinu
opinbera voru reknir. Tyrkir voru barðir
til óbóta á götum-úti og jafnvel drepnir.
Eftir 1963 fengu Tyrkir ekki eyri af
fjárhagsáætlun stjómarinnar, sem þó átti
að heita stjóm Kýpur allrar.
Grikkir voru alltaf óánægðir með
stjórnarskrána sem þeim fannst
Bretar hafa þvingað upp á þá og sem
bannaði sameiningu viö Grikkland. Og
sérstaklega rann þeim til rifja
“
samningurinn sem fól Bretlandi,
Grikkiandi og Tyrklandi að ábyrgjast
sjálfstæði Kýpur og gaf þeim rétt til
ihlutunar væri þetta sjálfstæði í hættu.
Það var reyndar samkvæmt þessum
samningi sem Tyrkland réðst inn í
Kýpur undir því yfirskini að herir þess
væru að vama því að Grikkland
eignaði sér Kýpur með vilja her-
stjórnarinnar sem hafði bylt
Makaríosi erkibiskupi fimm dögum
áður.
Sjálfsákvörðunarréttur
Grikkir viröast aöhyllast þá undar-
legu kenningu aö þeir geti blygðunar-
laust vitnað í grundvallarreglu Sam-
einuðu þjóöanna um sjálfsákvörðunar-
rétt þjóða til að réttlæta ofsóknir á
hendur Tyrkj um á Kýpur.
Eg benti einum miöaldra, grískum
herramanni sem ég var að ræða við
yfir tebolla í höfuðborginni Níkosíu á
aö ástæðan fyrir því aö Tyrkir vildu
ekki sameiningu eyjunnar væri sú að
þeir vildu ekki láta drepa sig. Hann
vildi ómögulega viöurkenna það sem
góöa og gilda ástæöu til aö óviröa regl-
ur Sameinuðu þ jóöanna.
Að búa með Grikkjum í f jórar aldir
hefur sett sitt mark á Kýpurtyrki sem
nú búa í fyrsta sinn algerlega aöskildir
frá þessum erkióvinum sínum, meira aö
seg ja varðir af frændum sínum frá megin-
landinu. Þeir viröast meira að segja hafá
smitast nokkuð af þjóðemisrembingi
Grikkjanna. Maður nokkur vék sér að
mér á götu úti i Norður-Nikósíu og bað
mig (skipaði mér) aö taka mynd af sér.
Þegar myndatökunni var lokið barði hann
sér á brjóst og sagði stoltri röddu:
„Tuikish” — TYRKNESKUR.
Grikkjagrýla Tyrkjanna er verri en
jafnvel Rússagrýla Morgunblaðsins og
ég efast um að margir Tyrkir hafi hætt
sér yfir Atlalinuna til gríska hlutans
síðan 1974. En þeir viröast hafa ástæðu
til að vera varir um sig.
Gamall Týrki, Djemil Mehmet, sem
nú starfar hjá hinu opinbera í tyrk-
neska hluta Kýpur, sagði mér frá því
hvernig hann heföi naumlega bjargast
eftir byltinguna gegn Makaríosi 1974.
Vinir hans höfðu varað hann við, sagt
að von væri á vopnuöum Grikkjum
næstu nótt, og hann ákvaö aö flýja í
skyndi til nærliggjandi breskrar her-
stöövar. Um nóttina bönkuöu Grikkirn-
ir á dyr í nágrenninu og tóku þá Tyrki
sem þeir fundu.
„Þeir tóku Nahit, son hans og
Fahruk og fluttu þá til fjalla og siðan
hefur ekki heyrst til þeirra,” sagði
gamli maðurinn. Mennirnir þrír voru
nágrannar hans. Sjálfur dvaldi hann
næstu sjö mánuðina í tjaldi á bresku
herstööinni ásamt fleiri Tyrkjum.
ENOSIS
Tyrkir eru þess fullvissir að Grikkir
hafi enn ekki gefið upp vonina um að
einhvem tíma muni þeir gera Kýpur
aö grískri eyju. A meðan á baráttunni
gegn breskum yfirráðum stóð var það
helsta krafa Grikkja að eyjan yrði
sameinuð Grikklandi. Þeir kalla það
ENOSIS.
Þegar Makaríos var gerður að erki-
biskup sór hann eftirfarandi eið. „Eg
sver þess heilagan eið að ég mun vinna
að þjóðfrelsi okkar og mun aldrei hopa
frá þeirri stefnu okkar aö sameina
Kýpur móður Grikklandi.”
TYRKIR A KYPUR 1960-1974:
FJOLDAMORÐ OG OTTIVIÐ
NÁGRANNAIMA
Einn daginn sem ég dvaldi fyrir
norðan hjá Tyrkjunum voru mér
sýndar rústir þess sem áöur voru lítil
þorp tyrkneskra Kýpurbúa. Fyrir
aðeins 10 árum áttu heima í einu
þorpinu 89 manneskjur. Nú býr þar
enginn utan fjárhiröir sem heldur til
í húsi sem virðist nokkuð heillegt.
Arið 1974 voru allir ibúar þessa þorps
drepnir utan einn sem var á sjúkra-
húsi í Nikosíu þegar Grikkir frá
næsta bæ fóru morðhendi um staö-
inn. Kona og sjö böm þessa manns
voru öll myrt. Maðurinn er nú í
Nikosíu, geðveikur.
Rétt fyrir utan þetta þorp er fjölda-
gröf íbúanna. Þar er einnig minnis-
varði um atburðinn. I stein eru
greypt nöfn og aldur hinna myrtu. I
einni fjölskyldunni var sjötugur
iangafi og fjögurra mánaða gamalt
bamabarnabam hans.
Eins hafði farið fyrir næsta þorpi
sem'varöá leið okkar. Tvær. fjöl-
skyldur höfðu þó komist burt áöur en
Tyrki, sem bjó i þorpinu Murtasa á norðurhluta Kýpur árið 1974, við
fjöldagröf fjölskyldu sinnar og nágranna. Hann var sá eini hinna 89 ibúa
þorpsins sem komst iífs af.
þorpið var lagt í rúst. Þessi drauga-
þorp standa um alla Kýpur og eru
ógleymanlegir minnisvarðar um 11
ára líf í hræöslu og einangrun: iíf
stöðugs ótta við hefndaræði nágrann-
anna.
Skotið á börn
I hafnarborginni Famagústa sá ég
beinagrind húss sem áöur var
tyrkneskur barnaskóii. Þar voru 28
skólabörn drepin eftir innrás Tyrkja-
hers, en áður en sá her náði til Fama-
gústa. Holumar eftir byssuskotin og
stór göt eftir fallbyssuskotin bera vitni
harmleiknum sem þar hefur gerst, en
lið Grikkja hefur haldið uppi linnu-
lausri skothríð á inniiokuð bömin.
Næstum hver einasti maður sem ég
talaði við á norðurhluta Kýpur hafði
sögur að segja um ofbeldi sem hann
eða fjölskylda hans hafði orðið fyrir af
hendi Grikkja.
Tyrkjaher bjargvættur
Nágrannar eins höfðu verið drepnir.
Annar maöur að nafni Unal Ersoy,
hafði verið rekinn úr starfi hjá ríkis-
stjóminni. Enn annar hafði þurft að
flýja heimili sitt og búa sem flótta-
maður í tyrkneska hluta Nikosíu í 11 ár
eftir óeirðirnar 1963.
Þetta fólk hlær þegar það heyrir
Grikki tala um sameiningu eyjarinnar
og að leyfa flóttafólki að snúa til síns
heima.
Tyrkneskir Kýpurbúar líta á Tyrkja-
her sem bjargvætt sinn. Þeir telja
margir að ef herinn hefði ekki komiö
þeim til hjálpar væri Kýpur nú grísk og
þeir dauðir. Þeir benda á að í þau 10 ár
sem Tyrkir og Grikkir hafa búið á
mismunandi svæöum á Kýpur og
sveitir Sameinuðu þióöanna á milli
þeirra hefur ríkt friöur á eyjunni.
„Fyrir okkur er búið að leysa Kýpur-
vandamálið,” sagði starfsmaður
st jórnarinnar við mig. ÞóG