Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1984, Blaðsíða 14
Tímarit fyrir alla rí^n l"n . Í/’JI" \ „ioIJ 'S J,kl"r" 7 ikylJ-,irk’ '• .Msit bjjr*jrru ; • ' j<í «./** jllt • ÓK’ .Vjt4N» Sí^ iUAMóA? «4. í>p JLrJ&' ER SAFN STUTTRA, AÐGENGILEGRA GREINA UM ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR, SETTAR ERU FRAM Á AÐGENGILEGAN OG AUÐSKILINN HÁTT. ER SAMBLAND AF SKEMMTUN OG FRÖÐLEIK OG HENTAR ÖLLUM ÞEIM SEM HAFA LÍTINN TlMA-TIL LESTRAR EN VILJA SAMT FYLGJAST MEÐ. jðl** pjð r e*l'* 6fr>f<‘ líio ,n*b**' hjo' iireit* J e"• Jait i unJ>n' hjö' KU h'*n' ,'ín,’‘ lílih r starf' .íSísa ,an *•*"' þrí ** ‘ ■jöbs,r £ V’A ‘V " fc 'J* ...w' avaOS’ ,>aóð» fei ER EKKI SÍÐUR KJÖRIÐ TlMARIT FYRIR LESTRAR- HESTINN, SEM FÆR HVERGI EINS MIKIÐ AÐ LESA FYRIR JAFN LlTIÐ VERÐ. ÞAÐ VIÐRAR ALLTAF VEL TIL AÐ LESA Á síðasta áratug eða svo hefur það æ færst í vöxt aö fólk leiti skýringa á hegðun sinni og tilfinningum í sjálfri þjóðfélagsgeröinni, samfélaginu sem við mótum sjálf og mótumst af. Sífellt oftar heyrast menn vísa til barnæsku sinnar og uppeldis er þeir telja sig knúna til að útskýra eitthvert athæfi eða hegðun. Fom ummæli Skarphéöins i Njálu um að fjórðungi bregði til fósturs, bera vott um að forfeöur okkar hafi vanmetiö áhrif umhverfis og upp- eldis stórlega. Ljóst þykir að sú mótun sem á sér stað snemma á mannsævinni — bæði innan veggja heimilisins sem og utan þess — sé mun umfangsmeiri en áður var talið. Eitt þeirra atriöa sem mikiö hefur verið rökrætt um er — snertingin. I grein þessari mun enginn sérfræðilegur dómur felldur um hve mikinn þátt þjóðfélagið á í að móta við- horf manna til þessa þáttar mannlegra samskipta heldur er hér fremur um nokkurs konar hugleiðingu að ræða. Þörf fyrir snertingu I Bandaríkjunum hafa veriö fram- kvæmdar merkar tilraunir og rann- sóknir á áhrifum snertingar — í hinu hversdagslega lífi. Til aö mynda var starfsfólki eins stórmarkaöarins vestan hafs gefin fyrirskipun um að snerta viðskiptavininn alls ekki eina vikuna en þá næstu var það beðið um að koma við kúnnann — þegar því var við komið. Snerting þessi átti sér stað t.d. þegar gefið var til baka, þegar fólki voru réttir pokarnir, o.s.frv. — nokkuð sem menn taka venjulega ekki eftir meðvitandi. Starfsfólkinu var ekki tjáö hvers vegna það mætti ekki snerta fólkið eina vikuna en var beðiö um það — svo lítið bæri á — þá næstu. Tryggöi þetta að þjónustan væri óbreytt að öllu öðru leyti. Menn voru svo spurðir álits á þjónustunni er þeir komu út. Niðurstööurnar leiddu ýmis- legt fróðlegt í ljós og enginn vafi lék á að þær voru algerlega marktækar. Þeir sem ekki höfðu notið snertingar- innar gáfu þjónustunni lélegan dóm meðan hinir kváðu starfsfólkið og af- greiösluna alveg til fyrirmyndar. Bendir þetta ótvírætt til þess aö fólk þarfnist snertingar og nálægðar við aðra — og kunni aö meta hana — jafnvel í dagsins önn, við ókunnuga. Margs konar snerting Snertingin sem slik er í rauninni stórmerkilegt fyrirbæri sem á sér ótal afbrigði. Henni beitum við bæði sem tæki til huggunar og ertingar, til aö auðsýna hluttekningu bæði í gleði og sorg annarra. Snerting er fyrst og fremst tilfinningalegs eðlis — vináttu og ástar. Vissulega byggist margs konar likamlegt ofbeldi einnig á snert- ingu — en hér mun athyglinni einungis beint að hinum jákvæöari hliðum þess- arar t jáskiptaaðf erðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.