Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1984, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1984, Síða 17
DV.LAUGAEDAGUR5.MAl 1984. 17 Bílar Bílar Bílar Bílar Bflar JENATZY—C Jenatzy 1899 109,7 km/h BENZ—B Oldtield 1910 211,8 km/h SUNBEAM—H Segrave 1927 327,9 km/h BLUEBIRD—M Campbell 1932 408,7 km/h THUNDERBOLT—G Eyston 1938 502,2 km/h „Thrust 2” er alls 3.859 kíló aö þyngd meö ökumanni og elds- neyti. Hann er 8,28 m langur, 2,54 á breidd og 1,37 á hæð (stýriugg- amir aö aftan eru þó 2,18 m). Minnsta hæö frá jöröu er 13 sm. Bil milli hjóla er 6,35 m. Spor- breidd aö framan er 1,99 m og að aftan2,39m. Richard Noble sat vinstra megin viö tvítugan þotumótor- inn, Rolls Royee 302 Avon, sem gefur um 32 þúsund hestöfl. Þar stýröi hann eldsneytisinngjöfinni ásamt eftirbrennara fyrir mótor- inn ásamt hemlunum sem voru diskahemlar. Eldsneytiseyöslan var 227,5 lítrar á mínútu. Þessi risamótor úr Lightning orrustuþotu frá breska flughernum er hjartaö í þessum álklædda, grindarbyggöa bíl sem er meö sjálfstæöa f jöörun á öllum hjólum. Hratt, hraðara, hraðast... RAILTON—J Cobb 1947 634,4 km/h SPIRIT OF AMERICA—C Breedlove 1964 846,9 km/h BÚUE FLAME—G Gabellch 1970 1.01 4,7 km/h THRUST 2—R Noble 1983 1.019,0 km/h Draumurinn sem rættist THE BUUE HMflt I tæpar sex sekúndur sat hinn 37 ára gamli breski verslunarmaöur Richard Noble eins og límdur í stólnum á bak við öryggisbelti, geimfaraútbúnað og öryggishjálm. Líkaminn hristist og pressan var gífurleg vegna margfalds þyngdarálags. Augun þrýstust langt inn í höfuðið og táraflóðið var svo mikið að hann rétt sá sjóndeildarhringinn fram undan gegnum örlitla f ramrúöuna. Klukkan var þrjú þann fjórða októ- ber 1983. Staðurinn var Black Rock eyðimörkin í Nevada í Bandaríkj- unum, ekki langt frá spilaborginni Reno. Allt stóö þetta aðeins í nokkrar sekúndur, þá var leiksýningin búin. Þaö var meö reyk og ryki sem Richard Noble tókst að fá nafn sitt skráö í heimsmetabækur þegar honum tókst á risabíl sínum, „Thrust 2”, aö ná mestum hraöa sem nokkurn tíma haföi áöur náöst á jöröu niðri. Meö bíl sínum haföi honum tekist að fara ensku míluna (1609 metra) á meðalhraöanum 1019 km (hámarks- hraðinn varð 1046 km). World Land Speed Record var staö- réynd. Nokkur hundruö áhorfenda uröu vitni aö þessum atburði. England hafði á ný eignast meistarann, nokkuö sem þjóöin hafði átt i mönnum eins og Mal- colm Campell og John Cobb. Met Bandaríkjamannsins Gary Gabelichs, sem var 1014,53 km á klukkustund, á bílnum ,,Blue Flame” frá 1970 var þar með slegið. Þegar Richard Noble var hjálpaö upp úr ökumanns-„brunninum” á hinum 8,28 metra langa, 2,54 m breiða, 1,37 m háa (tveir stýriuggar að aftan eru 2,18 m háir) og fjögurra tonna þunga „Thrust 2” sagöi hann: „Draumur minn sem drengs er upp- fylltur.” Hann haföi náð því sem hann ætlaöi sér. ,,Thrust”-áætlunin, meö aðstoð 213 breskra fyrirtækja, haföi kostaö 53 milljónir króna á nokkrum árum. Nú er nóg komið! Hraðametin hafa verið sett aftur og aftur svo lengi sem bíllinn hefur veriö tu. „Hvaö mig varðar þá er mínum hlut lokið,” sagði Richard Noble, „ég hef náö lokamarkinu. Eitt sinn er nóg, ekki meira hættuspil fyrir mig.” Hjá honum stóðu konan hans Sally og dætumar Miranda, 4 ára, og Genevieve, 3 ára, og hlógu. Þær voru aö fagna deginum sem heimilisfaöir- inn var aö enda lífshættulega sókn sína aömetinu. Noble, sem lifði ævintýraríku lífi á unga aldri — fór í leiðangra bæði til Suður-Afríku, Afganistan og Indlands — byrjaði aö gera áætlun um hraða- metiö strax áriö 1974. Hann seldi Triumph TR6 bíl sinn og fékk þar meö upphafið aö „Thrust 1” sem nokkrir áhugamenn smíöuöu og hann keyröi í klessu á flugbrautinni í Fairford 1977. Þá læstist eitt hjólanna og bíllinn valt þrjá hringi. Þriggja ára vinna Honum tókst aö fá hálfs árs launaö leyfi frá því fyrirtæki sem hann vann hjá og leitaði hófanna hjá breskum iðn- fyrirtækjum sem lögðu sitt af mörkum til að hægt var aö byrja smíði „Thrust 2”. Eftir þriggja ára vinnu setti Noble breskt met í hraðakstri á þriggja kíló- metra flugbraut viö Greenham- Common herstööina áriö 1980. Richard Noble var á leiðinni aö láta Bretland endurvinna heimsmetið í hraöakstri þótt hann heföi ekki tök á besta mótornum né bestu tækninni. Undirbúningurinn átti sér staö á venjulegu bílaverkstæði, fjarri tækni- nýjungum geimferöanna. A saltsléttunum í Utah, þar sem gjarnan er kljáöst við hraöametin, setti hann enn nýtt breskt hraðamet 1981, 672,75 km á klst. Þrátt fyrir regn og bleytu tókst honum að komast upp í 950 km hraða í „Black Rock” eyöi- mörkinni skömmu seinna. Þotumótor á 40 kr. Noble hafði tekist aö telja breska flugherinn á aö selja sér 22 ára gamlan þotumótor úr Lightning orrustuflug- vél, sem gaf 32 þúsund hestöfl, og var greiðslan til málamynda í kringum 40 krónur. Bíllinn var endursmíöaöur og endur- bættur undir stjóm John Ackroyd sem er sérfræöingur í loftmótsstööu. Mótor- inn haföi ótrúlegt afl. En nú gilti aö fá ferlíkið til að vinna rétt og hanga kyrrt ábrautinni! Tilraunir í vindgöngum Þetta tókst allt meö því aö reyna bíl- inn í vindgöngum. Erfiöara var aö halda þeim sem styrktu málefniö viö efniö því þeir vildu draga sig í hlé eftir misheppnaöar tilraunirnar á undan. Það var því nánast sem efnahags- draugurinn væri farþegi með Noble þegar hann gaf stífbónuðum áldrek- anum í botn þann 4. október 1983. Eftir- brennarinn á vélinni gaf síöan kraftinn svo full ferö náöist á 20 kilómetra langri brautinni. Léttmálmshjólin skildu eftir sig bein strik i eyðimörk- inni þegar ferlíkiö þaut áfram, 13 sentí- metra yfir jörðu, og ,,RR 302 Avon” þotumótorinn drakk í sig 120 lítra á rníluna. „Thrust 2” fer nú á safn eftir aö hafa staðið við sitt: í gær metbíll, í dag úreltur og heyrir sögunni til. Daytona Beach í Florida, Bönneville Salt Flats í Utah og Black Rock í Nevada eru nokkrir þeirra staöa þar sem þeir sem hafa hraöann aö leikfangi spreyta sig. Meö 63,13 km hraöa á klukku- stund.var Frakkinn Chasseloup- Laubant fyrstur til aö setja hraöametáriö 1889. 1889 braut Camille Jenatzy 100 kmmúrinn. Það hefur veriö keppt á gufu- bílum, bensín-, þotu- og rakettu- drifnum bílum. Metiö er aöeins staðfest aö ekiö sé í báöar áttir. 1927 ók Henry Seagrave á 327,97 km hraöa á Sunbeam. Maícoim Campell komst áriö isjz upp í 408,3 km hraöa á „Bluebird”. George Eyston fékk 1937 sitt met skráö sem var 502,117 km á klst. John Cobb náöi síðan 634,405 km hraöa á „Railton-Mobil” bíl sínum árið 1947. Bandarikjamaðurinn Craig Breedlove náöi áriö 1964 846,97 km í bíl sínum, „Spirit of Amer- ica”. Ariö eftir ók Art Alfons „Green Monser” á 927,87 km hraöa og 1970 kom Gary Gabelich á „Blue Flame” og náöi þá 1.014,53 kmáklst. Met Stan Barrets frá 1979, sem var 1027 km, fæst ekki skráð því rakettubíll hans ók aöeins í aöra áttina. Bretinn Richard Noble er því hraöskreiðastur á landi á „Thrust 2” bíl sínum meö 1019 km á klst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.