Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1984, Síða 19
DV. LAUGARDAGUR 5. MAl 1984.
Að vera
ekki
Ahorfendur vita orðið á hver ju þeir
ciga von þegar Mel Brooks er annars
vcgar. Kvikmyndir á borð við The
Producers, Biazing Saddles, Silent
Movie, Young Frankenstein og The
History of the World, Part One hafa
aflað honum óteijandi aðdáenda.
Nýjasta mynd Mel Brooks, To Be Or
Not To Be, hefur á sér öll heistu vöru-
merki þessa fræga grinista. Hann cr
þekktur fyrir virðingarleysi við allt
og aiia og sumir scgja aö maðurinn
sé algcrlega smckklaus — sem betur
fer, því ella yrðu myndir hans ekkert
líkar því sem raun ber vitni. Brooks
er ekkert gcfinn fyrir fínan húmor,
hann er einfaldlega góður, gamal-
dags trúður. Og þó margir hafi
hreint ekki smekk fyrir grófa fyndni
þá viðurkenna þeir hinir sömu að
Mel Brooks gcfur lífinu óneitanlega
dálítinn aukaiit mcð myndum sínum.
To Be Or Not To Be er gerö eftir
samnefndri kvikmynd Ernst
Lubitsch frá árinu 1942. Atburðir
beggja myndanna gerast í Varsjá
árið 1939 og segja frá leikflokki þar í
borg sem tekst aö hjálpa pólsku
neðanjarðarhreyfingunni með þvi að
snúa á nasista. Við þessar aðgerðir
beitir flokkurinn einkum hverskyns
gamanleikjum og grínþáttum. I
mynd Lubitsch voru leikararnir
miklir og ágætir túlkendur Shake-
speares en til að lífga ögn upp á
mannskapinn ákvað Brooks og
samstarfsmenn hans viö handrits-
gerðina, Thomas Meeham og Ronny
Graham, aö tefla fram hópi sem
einkum fæst við grín- og söngleiki.
Leikhópurinn i mynd Mel Brooks er
þó ekki með öllu laus viö verk höfuö-
leikritaskálds Breta þvi einn af
þáttunum sem þeir flytja heitir
„Góðar glefsur úr Hamlet”.
Eiginkonan til liðs við
Brooks
Aðalleikaramir í To Be Or Not To
Be frá árinu 1942 voru Jack Benny og
Carole Lombard. Kvikmyndin var
raunar sú síöasta sem Lombard lék í
og hefur því fyrir þá sök nokkurt
sögulegt gildi, auk þess sem myndin
þykir mega teljast til klassískra
verka á sviði gamanmyndagerðar.
Mel Brooks fer sjálfur með aöallilut-
verkið sem Jack Benny haföi áöur
meö höndum og eiginkona Brooks,
Anne Bancroft leikur Anna Bronski,
eiginkonu Frederick Bronski, per-
sónunnar sem Mel Brooks túlkar. Af
öðrum þekktum leikurum sem
Brooks fékk til liðs við sig má nefna
Tim Matheson, sem leikur lautinant i
pólska flughernum. Foringi þessi
hefur geysilegan áhuga á nánum
kynnum við frú Bronski og telur
heppilegast að eiga stefnumót við
hana meöan eiginmaðurinn er
upptekinn við að túlka Hamlet Dana-
prins á sviðinu.
Charles Durning fer með aukahlut-
verk i To Be Or Not To Be og hlaut
fyrir vikið útnefningu til óskars-
verölauna sem Jack Nicholson
hreppti raunar.
Þráði að túlka Hitler
Sem túlkandi stærsta hlutverksins
í To Be Or Not To Be var Mel Brooks
of önnum kafinn til að geta annast
leikstjórn myndarinnar. Til þessa
verks fékk hann gamlan kunningja,
Alan Johnson, fyrrum danshöfund.
Þeir Johnson og Brooks hafa áður
unnið saman og sá fyrrnefndi sá
meðal annars um hiö fræga dans-
atriði „Springtime for Hitler” í
myndinni The Producers og dans
rannsóknarréttarins í The History of
thc World, Part One. Samstarf
þeirra félaganna skilaði góðum
árangri, nú sem fyrr, og bandariska
pressan geröi fræg ummæli Brooks
þegar Johnson sagði við hann i
upphafi vinnunnar viö nýju mynd-
ina: „Mér finnst rétt að segja þér frá
því, Mel, að ég er enginn Lubitsch.”
„Það er allt í lagi, Alan,” svaraöi
háöfuglinn að bragði, „það~ er
enginn.”
Handritshöfundarnir Meehan og
Graham gerðu auðvitað umtals-
veröar breytingar á handriti eldri
myndarinnar og umskrifuöu meðal
annars langan kafla til að Brooks
gæti fullnægt ákafri löngun sinni til
að leika Hitler. I mynd Lubitsch flýja
leikararnir að lokum tii Englands og
nota á flóttanum einkaflugvél for-
ingjans. Til aö komast um borð i
vélina þarf auðvitað foringjann sjálf-
an eöa góða eftirlíkingu af honum.
Brooks fær bæði að syngja og dansa í
gervi foringjans og flytur lagiö
vinsæla To Be Or Not To Be, The
Hitler Rap, sem nú er leikiö á diskó-
tekum og í útvarpsstöðvum vítt og
breitt um hnöttinn. Textinn við lagið
lýsir prýðilega kimnigáfu Mel
Brooks og því er hluti af honum
birtur hér á síöunni.
Lagið tekið á pólsku
Thc Hitler Rap er auövitað ekki
eina dans- og söngatriðið í myndinni
og hún byrjar raunar.í leikhúsi The
Bronski Theatrical Company á því
að hjónin Anna og Frederick Bronski
syngja Sweet Gcorgia Brown há-
störfum á pólsku. Leikararnir
ræðast svo góða stund við á pólsku
þar til rödd aö ofan tilkynnir að hér
eftir verði í myndinni töluð tunga
sem flestir eigi gott með að skilja —
og sjá og heyr, enskan rennur ljúf-
lega upp úr Pólverjunum.
(Jose
hægn ST* <Mel
sSt8ervt
Bancroft). a’ 0,l"» Bronski ,^
To Be Or Not To Be hefur fengið
nær einróma lof gagnrýnenda sem
viðurkenna aö myndin sé dæmigerö
Mel Brooks mynd af betri geröinni en
sumir bæta því raunar við að þeir
hafi nú fyrir sina parta ekki smekk
sem hæfi svona gríni. Neikvæðir
gagnrýnendur telja að Brooks hafi
seilst nokkuð langt er hann ákvað
að endurgera jafn prýðilega gaman-
mynd og To Be Or Not To Be eftir
Lubitsch var. Ekki hefur staðiö á
svari og Brooks segir að Hamlct með
Sir Laurence Olivier í aðalhlutverki
hafi ekki verið endurgerö á neinni
mynd þó þegar hafi verið til kvik-
myndin Hamlet með John
Barrymore í aðaihlutverki. Og
Brooks hefur hingaö til ekki lagt í
vana sinn aö endurtaka1 það sem
aörir hafa gert — svo ólíkur er hann
öllum öðrum þegar hann dregur
þjóðir og einstaklinga sundur og
saman á háðinu. -SKJ.
TO BE OR NOT TO BE
Well hi there people you know me
I used to run a little joint called Germany
I was number one the people's choice
And everyone listened to my mighty voice
My name is Adolf l'm on the mike
l'm gonna hip to you the story of the new third reich
It all Begun down in Munich town
And pretty soon the word started getting around
So I said to Martin Borman I said hey Marty
Why don't we throw a little Nazi party?
And before you knew it was hello new order
To all those mothers in the fatherland
I said achtung baby I got me a plan
Said whatya got Adolf whatcha gonna do
I said how about this one world war two
I drank wine from the Rhine with the finest ladies
And did it in the back of a black Mercedes
I was on a roll I couldn't lose then came D day
Yanks and the Brits started raisins cain
Those guys were picked' they drove me insane
People all around me started swallowing pills
Let’s face it folks we was going downhill
Berlin was crumbling we was under the gun
Time to look out for number one
So I grabbed a blonde and a case of beer
Said the Russians are coming let's get out of here
To be or not to be oh Honey can't you see
We had to take it to the top
You sure made history and it felt so good to me
Ooh Schutzy please don’t ever stop
Auf wiedersehen good to see ya got a oneway ticket to Argentina
To be or not to be oh Baby can't ya see
We gotta take it to the top.
það er gamanmyndm