Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1984, Blaðsíða 22
22
DV LÁUGARDAfeUR 5. MÁl l^tíí.
Heilbrigð sjónhimna.
Augn-
lækningar
meö leisergeislum
Hér er verið að meðhöndla sjúkling með
leisergeislaaðferðinni. Aðgerðin tekur
um hálftima og sjón sjúklingsins er borgið.
Hinn hárfíni og örgranni leisergeisli hefur
nú þegar sannaö notagildi sitt viö aögeröir
á auga og mun í náinni framtíð einnig
geta komiö aö liði í meöhöndlun á gláku.
Hér hefur blætt inn á sjónhimnuna.
Þessi sjónhimna hefur verið meðhöndluð með leisergeislaaðferðinni.
Vetrarmorgun einn vaknar ungur
maöur og kemst aö því aö þó svo hann
reyni aö nudda stírumar úr augum sér
þá fái hann ekkert séð meö hægra aug-
anu. . . A meðan hann svaf hefur oröiö
blæðing inn í sjónhimnu augans —
blæðing sem veldur því aö hann fær
ekkert séö meö auganu, ekki einu sinni
útlínur handar sinnar þó hann haldi
hendinni uppfyrirframanaugaö.
Í’.l'í.ur atburöur er ekki svo
óalgengur meöal fólks sem líkt og
ungi maðurinn hefur haldiö sykursýki í
fimm til sex ár og verið meðhöndlaö
meö insúlíngjöfum. Sjúkdómurinn og
meðfylgjandi breytingar á æðaveggj-
um í sjónhimnu augans geta orsakað
veiklun æöaveggjanna og leitt til blæö-
inga inn í vefinn.
Fyrir örfáum árum hefði slík blæö-
ing getaö valdiö varanlegri blindu því
þaö er þekkt staðreynd aö fyrstu blæö-
ingunni fylgja frekari blæöingar. Viö
hverja blæðingu veröur sjónin ógreini-
legri þar tU að lokum aö blóðmassinn
er oröinn svo mikiU að ljósið nær ekki
lengur í gegn og hverf ur þá sjónin.
Eftir aö augnlæknar hófu aö
meðhöndla sUkar blæöingar meö
leisergeislum hefur tekist að hjálpa
þúsundum manna.
Litarefni kemur upp
um veikluðu æðarnar
Læknamir geta einnig meðhöndlað
göt í sjónhimnunni — undanfara sjón-
himnulosunar — meö sömu leiser-
tegund, svokölluöum argonleiser.
Skandinaviskir læknar hafa einnig þró-
aö aöferöir sem beita má gegn ýmsum
sjónhimnubreytingum. En slíkar
breytingar heyra í flestum tilfellum til
alvarlegra augnsjúkdóma og geta leitt
til blindu ef ekki er gripið til meöhöndl-
unar í tíma.
En snúum okkur aftur til mannsins
sem skyndilega missti sjónina á ööru
auganu. Hann fer strax til augnlæknis
sem úrskurðar aö blæðingin sé enn of
mikil til þess aö hægt sé að beita við-
eigandi meðhöndlun. Að tveimur vik-
um liönum hefur blóöiö eyðst svo mikiö
að æöarnar eru sjáanlegar. Nú er
sjúklingnum gefiö litarefni í æð og
dreifist litarefnið um allan líkamann,
einnig augun. Læknirinn tekur svo ljós-
myndir af auganu til þess aö staösetja
veikluöu æðarnar en liturinn lekur úr
þeim inn í vefinn. En þaö eru einmitt
veikluöu æðamar sem leisemum
verður beitt á. Meö notkun sérstakrar
Iinsu sem lögö er beint á sjáaldrið má
fá 360 gráða mynd af sjónhimnunni.
Augnlæknirinn fær því greinilega séö
hvar hann þarf aö beita leisemum.
Leisermeðferðin hindrar
frekari blæðingar
Hvert skot frá leisemum er minna
en 1/2 mm í þvermál og varir í minna
en einn tíunda úr sekúndu. Aö hálfum
tíma liönum er aögeröinni lokiö og lek-
inn stöövaöur. Meöal annars hefur
leisergeislinn veriö notaöur til aö loka
einnig fyrir óeðlilegar æöar sem seinna
meir heföu kannski látiö undan.
Utkoman er því sú aö ekki er aö vænta
frekari blæöinga inn á augaö og sjón
mannsins því borgiö.
Argonleiserinn vinnur á þann hátt
að ljósið fer í gegnum sjáaldriö, augn-
steininn og augnknöttinn án þess að
hafa áhrif en rauðu blóðkomin drekka
ljósiö í sig, hitna og mynda blóðstorku.
einn slíkur punktur er samt svo lítill aö
þó hann hleypi ekki ljósi í gegn þá
veröur einstaklingurinn ekki var viö
hann en hafi sjúklingurinn fengið upp
undir 500 slík „skot” meö leisemum er
hætt við aö honum þykí sem hann horfi
í gegnum sigti. I flestum tilfellum eyö-
ast þessir storkublettir meö tímanum
og þó svo þeir hverfi ekki aliir þá lætur
heilinn sem þeir séu ekki lengur til.
Það er aö segja, einstaklingurinn
verður ekki var viö blettinn nema
athygli hans sá vakin á tilvist bletts-
ins.
Norrænir augnlæknar
framarlega
á sviði leisernotkunar
Danskir augnlæknar standa nokkuö
framarlega í notkun leiser viö meö-
höndlun á augnsjúkdómum og má þar
benda á nýlega aðferö sem þeir hafa
þróað til meöhöndlunar á sjónhimnu-
kölkun sem orsakast af minnkuðu
blóöflæði til augans eöa augnhlutanna.
Danski augnsérfræðingurinn Soren
Barner segir svo: — I slíku tilfelli
veröur aö vanda mjög til
athugunarinnar á litarefnisflæöinu.
Þaö er afgerandi aö komast aö því
hvort blóö berst enn til sýkta svæöisins
eða hvort um örvefsmyndun er orðiö
að ræða. Hafi örvefur myndast eru
frumurnar dauðar og leisermeðhöndl-
un til einskis gagns. En sé enn um blóö-
flæöi aö ræöa meðhöndlar læknirinn
svæöið í kringum kölkunina. Aöferöin
felst í því aö æöarnar í kringum sýkta
svæöið eru stíflaöar og blóðflæðið til
sýkta svæðisins þannig aukiö.
Barner leggur á þaö áherslu að
leisermeöhöndlunin getur ekki gert við
skemmd svæöi en hún getur hindrað
frekari skemmdir á þeim svæðum sem
kölkun hefur hafist á. Þaö er því mikil-
vægt aö meðhöndlun hefjist eins fljótt
og unnt er.
Sjónhimnan fest
með leiser
Danski augnsérfræöingurinn
greinir frá einu slíku tilfelli. — Fyrir
ári kom til míh ung kona og kvartaði
yfir truflun á sjón. Það kom í ljós aö
hún var meö gat á sjónhimnu en þaö
getur leitt til losnunar sjónhimnu frá
augnbotni. Þar sem hún var ófrísk
vildi ég ógjaman framkvæma á henni
skurðaðgerð líkt og gert er undir
venjulegum aðstæðum. Þess í staö
afmarkaöi ég gatiö með leiser — sauð
sjónhimnuna fasta niöur, í kringum
gatiö.
Soren Bamar hefur síðan meö-
höndlaö fleiri sjúklinga með gat á sjón-
himnu á sama máta og á þann hátt
hlíft þeim við óþægilegri aðgerö og
nokkurra daga vist á spítala.
— Eg er mjög ánægöur meö árangur
leisermeðhöndlunarinnar, sérstaklega
vegna þess að árangurinn sést strax að
lokinni aðgerð. Þar aö auki er aðgerðin
sársaukalaus og því óþarfi að nota
deyfimeðul. Þaö er hægt að fram-
kvæma hana á staðnum og sjúklingur-
inn getur haldiö heim á leiö aö aðgerð
lokinni.
— Þó er um eina áhættu aö ræöa. En
hún er ekki til staðar nema þegar gera
þarf aögerð þétt upp við augndíl
(macula lutea) en þar er sjónin skörp-
ust. En hættan á mistökum er svo
hverfandi lítil aö vart er tekið tillit til
hennar.
Seren Bamer leggur á þaö áherslu
aö öll leisermeðhöndlun þarf aö eiga
sér staö á framstigum sjúkdóms ef vel
áaðvera.
— Hjá okkur er þetta mögulegt
vegna stæröar stofnunarinnar. Gat í
sjónhimnu er meöhöndlað samdægurs
en biðtími eftir annarri meðhöndlun er
yfirleitt ekki nema ein til tvær vikur.
Glaucoma þarfnast
sterkari leisers
Augnlæknar í norrænum löndum
notast enn sem komiö er einungis viö
argonleiser. En hann hefur gefið góöa
raun viö meðhöndlun á blæöingum og
götum á sjónhimnu. En á hinn bóginn
hafa nýlegar rannsóknir í Danmörku
sýnt fram á aö hann sé ekki nægjan-
lega kraftmikill til aö koma aö fullum
notum í meöhöndlun á gláku.
I slíkri meöferö eru gerö göt í lit-
himnuna til aö eðlilegt flæði augn-
vökvans út í affallsgöng augn-
vökvans geti átt sér staö. En augn-
vökvinn er myndaður í brárlíki og
tæmdur út í gegnum canal of Schlemm
(affallsgöngin) í horni fremra augn-
hólfs. Augnvökvinn þarf því aö komast
úr glerlíki í aftari augnhólf og þaðan í
fremra augnhólf. Argonleiserinn ér of
veikur til þess aö mynda göt, einnig
skilur hann eftir sig ör og því er þaö
enn best aö framkvæma skurðaögerð
til meðhöndlunar á gláku.
Oröiö gláka (Glaucoma) er notaö
yfir sjúkdómstilfelli þar sem
þrýstingur inni í auganu vex nægjan-
lega til aö valda skemmdum á sjón-
himnu og sjóntaugardoppu. Orsökin er
yfirleitt sú aö lithimnan þrengir aö eða
lokar fyrir rennsli augnvökva í affalls-
göng (Canal of Schlemm), einnig getur
verið um stíflu í affallsgöngum aö
ræöa. Glaucomatilfellum má skipta í
þrjá flokka: 1) Frumglaucoma, ekki
afleiðing annarra breytinga. 2)
Glaucoma vegna erföafræöilegra
þátta. 3) Glaucoma sem afleiöing ann-
arra breytinga. Þessum þáttum er svo
hægt aö skipta niður í fleiri þætti.
I náinni framtíð má gera ráö fýrir
aö hægt veröi aö meðhöndla Glaucoma
með sterkari leiser. Einn slíkur er svo-
nefndur „Yagleiser” og kostar u.þ.b.
þrjár milljónir króna. Yagleiserinn
hefur veriö tekinn í notkun í Bandaríkj-
unum. Bylgjulengdir þær sem hann
vinnur meö gera hann nægjanlega
öflugan til þess aö skera í augað meö
þeim. Með honum er hægt aö skera
sundur örvefsstrengi og vef og því
hægt að nota hann í meðhöndlun á
gláku. Eini galli hans er aö hann er
kaldleiser og veldur því ekki storknun
blóös eins og argonleiserinn.
Framtíöarleiserinn má þó vænta aö
veröi koldíoxíðleiserinn. Það mark-
veröasta viö hann er aö hann er svo
öflugur aö vefurinn sem honum er
beint að, gufar hreinlega upp. Vanda-
máliö viö hann er að það er spurning
hvort þessi mikla orka valdi ekki eyö-
ingu á fleiri vefjum en til stendur. En
þess er aö vænta aö svar við þessari
spumingu fáist brátt.
I dag eru þaö aðallega sykursýkis-
sjúklingar sem meðhöndlaðir eru með
leisermeöferö, en brátt munu fleiri
augnsjúkdómar veröa meöhöndlaöir
meö leiser.
I 80% tilfella má rekja orsakii-
blindu til blóðrásartruflana í augum,
sykursýki eöa gláku. Sumir þessara
sjúkdóma eru nú þegar meöhöndlaðir
meö leisermeöferð og veröa væntan-
lega allir meðhöndlanlegir meö leiser
innan fárra ára.