Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1984, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1984, Qupperneq 6
6 DV. LAUGARDAGUR 9. JUNl 1984. Sumar göturnar á Arnarnesinu hafa orðið gró- ið yfirbragð. Við aðrar ríkir yfirbragð upp- byggingar, spýtur á víð og dreif og íbúarn- ir rétt ófluttir inn. Á einum stað yfir útilukt rákumst við á þröst sem þar hafði gert sér hreiður og kúrði í morgun- kyrrðinni. Hann gerði eins og hinir íbúarnir, byggði sitt skjól þótt hans væri það minnsta á Arn- arnesinu. DV-myndir: GVA. Arnar- nesid Hér áöur var nesiö yfirlætislaust, kúröi á milli Kársness og Álftaness, gerir það raunar enn, en á því hefur risiö fjölskrúöug byggð. Áður var þar búskapur og býlið hét eftir nesinu, Am- ames. Upp úr 1960 fór aö byggjast þar, fyrstu „nútíma landnemarnir” tóku sér þar bólfestu fjrir tæpum tuttugu árum. Þá vantaöi rafmagn í nýbygg- ingar sem margir „frumherjar” leystu meö rafinótor í bilskúrnum. „Þaö er xnjög gott aö búa á Amar- nesinu, eins og aö búa uppi í sveit. Fuglalíf er þarna mikið viö sjóinn og trjágróður og annar gróður dafnar vel,” sagöi einn íbúanna á Amarnes- inu viöblm. DV. Viö fórum þangað einn morguninn til aö virða fýrir okkur byggðina sem eins og fyrr segir er ákaflega fjölskrúðug. Þaö höföum viö líka heyrt á nokkrum sem búa þama að umferö, sem virka daga er lítil, eykst til muna á sunnu- dögum. Þá fer fólk í „sunnudagsbíltúr- inn” á Arnamesið til að viröa fyrir sér hýbýbn (og garðana á sumrin). Þarna munu búa um 600 til 650 manns eöa um 11 prósent íbúa í Garða- bæ. Um þessar mundir eru bæjaryfir- völd aö leggja síðustu hönd á lagningu síöustu götunnar og byggingar aö rísa viö hana. Amarnesið var í einkaeign, landeigandi var ábúandi á jörðinni. Lóöir hafa víst allar veriö seldar, en ekki hefur enn veriö byggt á þeim öll- um. Ein og ein óbyggö lóð er þar inni á milli glæsilegra húsa. Eftir því sem við komumst næst er lóöaverð þar hátt á aöra milljón króna. Á skipuiagsteikn- ingum má sjá smábátahöfn út í Kópa- voginn á norðanverðu nesinu. Höfnin er ekki komin en margir húseigendur hafa komið sér upp bátum og aöstööu fyrir þá. Húsin á Arnamesi eru æöi fjölbreytt að stærö og lögun, mikið frjálsræöi hef- ur ríkt og ekki kvaðir eöa höft á bygg- ingarskilmálum bæjaryfirvalda. Og þaö er víst rétt aö taka þaö fram aö þarna em ekki háhýsi, ekid raöhús, aö- eins einbýlishús. Eitt kúluhús í bygg- ingu, annaö hefur yfirbragð miðalda- kastala, torfþak á einu og svo mætti lengi telja. Engin verslun er á Amar- nesi, fyrstu árin var sölubifreiö ekið út á nesiö meö nauösynjavarningi en þaö er löngu liðin tíð.. Auk friösældar, fuglalifs og mannlífs í ömggri höfn er byggingarstíll hús- anna á Amarnesi glöggt dæmi um miklagrósku íslenskuefnahagslifi.-ÞG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.