Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1984, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1984, Page 8
DV' LAUGARDAGUR9. JUNI1984. '8 Frjálst.óháÖ dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aóstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 684611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla.áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11.SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 275 kr. Verð í lausasölu 25 kr. Helgarblað2Bkr. Hagvangi mistókst enn Hagvangi hefur enn einu sinni mistekizt skoöanakönn- un. Þjóöviljinn og Morgunblaöið hafa rifizt alla vikuna um tildrög þess, að Morgunblaðið lá á niðurstöðum Hag- vangskönnunar um fylgi flokka og ríkisstjórnar. Morgun- blaðið hafði keypt einkarétt á birtingu niðurstaðna þeirrar könnunar og hugöist ekki birta. Fyrst eftir að bæj- arfulltrúi Sjálfstæöisflokksins á Eskifirði krafðist opin- berlega, að niöurstööur yröu birtar, varð Morgunblaðið við því. Orsakir þess, að Morgunblaðiö vildi ekki kunn- gera þessar niðurstöður, voru ekki þær, að sjálfstæðis- menn færu illa út úr könnuninni. Orsökin hefur vafalaust veriö sú, að niöurstööur Hagvangskönnunarinnar voru lítið trúverðugar. Hagvangskönnunin um fylgi flokkanna er greinilega vitlaus. Þetta sést bezt á samanburði á síðustu skoöanakönnun DV um sama efni, Hagvangskönnuninni og úrslitum síö- ustu kosninga. Til einföldunar eru aðeins teknar niður- stöðutölur þeirra, sem afstöðu tóku. Alþýöuflokkurinn fékk í kosningunum í fyrra 11,7% at- kvæða. Framsókn fékk 19%. Bandalag jafnaðarmanna 7,3%. Sjálfstæðisflokkur ásamt aukalista hlaut 39,2%. Al- þýðubandalag fékk 17,3% og Samtök um kvennalista 5,5%. í síðustu skoðanakönnun DV fékk Alþýöuflokkur 8,4% þeirra, sem tóku afstöðu. Framsókn fékk 18,4%. Banda- lag jafnaðarmanna 3,7%. Sjálfstæðisflokkur hlaut 48,1%. Alþýðubandalag fékk 15,6% og Samtök um kvennalista 5,8%. Útkoma DV-könnunar í marz var ekki ýkja frá- brugðin þessu. Útkoma Hagvangskönnunarinnar fyrri hluta apríl varð hins vegar þessi: Alþýðuflokkur6,8%, Alþýðubanda- lag 9,3%, Bandalag jafnaðarmanna 3,7%, Framsóknar- flokkur 17,1%, Sjálfstæðisflokkur 52,1%, Samtök um kvennalista 9,2% og „aörir” 1,8%. Hagvangskönnunin er augljóslega röng. Til dæmis er áberandi, að Alþýðubandalagið ætti samkvæmt henni aö hafa tapað nær helmingi kjörfylgis síns. Þetta þætti mörgum kannski æskilegt, en engum mun koma í hug, aö neitt slíkt hafi átt sér stað. Aðrir flokkar eru því að sama skapi meö ranga útkomu hjá Hagvangi. Hagvangur hefur staðið fyrir rannsókn á „gildismati íslendinga” með sama úrtaki. Mesta athygli af þeim niö- urstöðum hefur líklega vakið afstaöa fólks til einka- rekstrar eða opinbers rekstrar samkvæmt könnuninni. Nú sýna niðurstöðurnar um flokkana, að mikið skortir á, að könnun Hagvangs nái til vinstri manna í landinu. Nið- urstöður annarra hluta þessarar könnunar eru því mikiö í vafa. Morgunblaðið hefur hampaö öllum niðurstöðum Hag- vangskönnunarinnar. Því er skiljanlegt, aö blaðið hafi í lengstu lög forðast að opinbera, hve vitlaus könnunin er. Hagvangur varð síðastliðið haust að athlægi fyrir moö- hausaspurningu um, hvort fólk styddi efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Spurningin braut flest lögmál við orðalag spurninga í skoðanakönnunum og var þannig: „Ef kjaraskerðing getur haft áhrif til lækkunar verö- bólgu, ertu þá sjálfur tilbúinn eða ekki tilbúinn, að launa- hækkanir verði ekki umfram það, sem ríkisstjórnin hefur boðað á næstu 12 mánuðum?” Með þessu rugli töldu for- göngumenn sig hafa fengið út mikinn stuðning viö stjórn- arstefnuna. Stjórnarstefnan naut stuðnings en ekki eins mikils og þessi leiðandi spurning gaf til kynna. HaukurHelgason. DV BARIST UM BOLTA KæriGeir. Eg skrifa þér þetta bréf í örvæntingu, oröinn alveg hreint ráö- þrota og vitandi vart mitt rjúkandi ráð, því ofsóknir nágranna minna á hendur mér hafa nú komist á þaö stig aö ég er nánast umsetinn á heimili mínu og óttast þaö aö fara út. Eg veit ekki hvert ég á aö snúa mér því enginn viröist geta hjálpaö mér og þú ert mín síöasta von. Svo þú vitir allt um forsögu málsins vii ég byrja á aö geta þess aö fyrir fimmtán árum spörkuöu nokkrir pörupiltar leöurknetti inn á grasflötina mína, mér til sárra leiöinda. Eg haföi þá þegar lagt mikla vinnu og kostnaö í garðinn minn og mér sárnaöi aö sjá gras- stönglana, sem ég hef nostrað svo við, og aldrei sparaö áburöinn og skarnann á, brotna og bögglast undir knettinum. Þess vegna hljóp ég út, tók knöttinn, sem var þar að auki skítugur! og fór með hann inn. Hann hefur verið í geymslunni minni síöan. Eg læröi einnig af þessu og setti upp vandaða og trausta giröingu um- hverfis garðinn minn svo ekkert þessu líkt kæmi fyrir aftur. En nú, fyrir viku síöan, gerðist þetta aftur! Aö vísu voru ekki sömu götustrákarnir á ferðinni aö þessu sinni heldur synir þeirra, en þaö gerir bara illt verra því ég óttast aö feöurnir hafi hvatt þá til óknyttanna, minnugir þess hvemig ég tók á sama broti þeirra fyrir fimmtán árum. Eg heyrði knöttinn skoppa eftir gras- flötinni minni, sem er ein sú sléttasta og gróskumesta í Reykjavík, og hljóp þá þegar út. Eg sá annan drenginn, fastan í um tveggja metra hæö, í gaddavírsgirðingunni, en hinn drengurinn reyndist hafa dottið ofan í gryf juna, sem ég lét grafa í hvarfi frá götunni, bak við hekkið. Eg tók boltann og fór meö hann inn, þar sem hann liggur nú viö hliðina á hinum í geymslunni og hjálpaöi síöan drengj- unum aö losa sig og rak þá burtu. En nú er eins og enginn viröi eignarréttinn lengur! Eg var auðvitað í mínum fulla rétti en engu að síður hafa nágrannar mínir síöan látiö dólgslega viö mig, lagt í stæöið mitt, svara ekki kveðjum mínum aö morgni og fyrir skemmstu kom til mín sendinefnd húseigenda í ná- grenninu og krafðist þess aö ég skilaði boltanum. Eg rak þá auövitað á brott því þeir komu til mín í garðinn og bældu grasið fyrir mér. Nú kem ég að bón minni. Eg biö þig þess nú aö þú fáir lögregluna til þess að hjálpa mér því þegar ég hef beðið þá um aö skipta sér af málinu hafa þeir verið afundnir og svarað mérútíhött. Eg er viss um aö ef þú sýnir mér stuðning í þessu máli munu mínir yfirgangssömu grannar renna af hólmi og böm þeirra láta blettinn minn í friði. Eg vona aö þú hafir þaö gott og skilaöu kveöju til fjölskyldunnar. Bestukveöjur. Poldi. Herra Geir Hallgrímsson. Eg fæ ekki oröa bundist yfir þeirri ókurteisi sem undirmenn þínir hafa sýnt mér. Enn hefur enginn lögreglu- þjónn tekið litlu skrattakollana í Úr ritvélinni Ólafur B. Guðnason karphúsið og feöur þeirra ganga enn lausir, þrátt fyrir brot þeirra gegn öllum lögum Guös og manna. Ég beiö dögum saman eftir svari frá ráðuneyti þínu, en til einskis og í gær þegar ég hringdi og spurðist fyrir um það hverju þessi ósvífni sætti svaraði fulltrúablók mér með óþolinmæði og dónaskap. Hann sagöi aö þar sem ég væri Islendingur kæmi þetta mál ráðuneytinu ekki við. En ég mun s já til þess aö þetta mál komi ráðuneytinu við. Mér hefur veriö boðin nafnbót ræðismanns, fyrir Swaziland! Að vísu mun þaö kosta mig hundrað þúsund krónur en ég læt mig ekki muna um þaö til aö verja grasið mitt. Sókn ná- grannanna gegn mér hefur heldur betur þyngst eftir aö þetta mál komst í blöðin, og nú hafa tuttugu húseigendur við götuna tekiö sig saman um þaö aö sparka hver um sig einum bolta á dag inn á flötina mína. Geymslan mín er löngu orðin full sem og stofan og lítiö pláss orðiö eftir í rúminu mínu. En ég mun ekki gefast upp og ég vona, þín vegna og þjóðarinnar, aö til einhverra aögeröa komi fljótlega, svo þetta mál verði leyst farsællega. Kveöjur. Leópold Nikulásson. Herra utanríkisráðherra. Eg hef þann heiöur aö bera fram kvörtun við yður vegna ágangs nokkurra íslenskra ríkisborgara á yfirráöasvæöi Swazilands, umhverfis ræðismannsskrifstofu ríkisins í Heykjavík. Daglega er tugum fót- bolta sparkaö inn á grassléttu, sem er óaðskiljanlegur hluti Swazilands, og unnin á sléttunni náttúruspjöll. Ekki veröur fulltrúi Swazilands sakaöur um aö hafa sýnt kæruleysi í þessu máli, enda hefur hann gripiö til ýtrustu varúðarráðstafana til þess aö koma í veg fyrir aö erlendir ríkisborgarar geti unniö nátt- úruspjöll á landi Swaza. Þannig hefur veriö reist þreföld gaddavírs- giröing, fimm metra há, umhverfis bústaö ræöismannsins og gryfjur, fylltar glerbrotum, grafnar í skjóli viö runna sem liggja næst girðingunni. Aö lokum má geta þess, sem eftir síöustu atburði má vera öllum ljóst, aö sjálfvirkar, léttar vél- byssur, tengdar ratsjá, hafa verið settar upp til aö verja land Swaza og náttúru fyrir siölausum villi- mönnum. Það er afdráttarlaus krafa konungs Swazilands, Ljóns ljónanna, Hins mikla fíls, Mbungo Bango, ríkisstjórnar hans og fulltrúa hans hér, Bwana Banana (áöur Leópold Nikulásson), aö íslensk yfirvöld sjái til þess aö árásum á yfirráðasvæði Swazilands í Reykjavík veröi hætt, Bwana Banana ræöismanni bættur sá skaöi sem orðið hefur á beitar- löndum hans og settur veröi lögregluvöröur viö ræöismannabú- staðinn til þess aö hindra aö af frekari árásum geti oröiö. Ljón ljónanna, Hinn mikli fíll, Mbungo Bango, konungur Swaza, treystir því aö íslensk yfirvöld fallist á eölilegar og sjálfsagöar kröfur Swazaþjóöarinnar í þessu máli, en mun íhuga frekari og harkalegri aögerðir veröi ekkert aö gert. Virðingarfyllst, Bwana Banana, ræðismaður Swaza á íslandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.