Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1984, Qupperneq 35
35
l Akureyri—KA Akureyri—KA Akureyri—KA Akureyri—KA Akureyri — KA
Lið KA keppnistímabilið 1984.
„STEFNUM AÐ SIGRI í
HVERJUM EINASTA LEIK”
—segir Gústaf Baldvinsson þ jálfari KA en hann er yngsti þjálf arinn í
1. deildinni í sumar
„Ég er svona þokkalega ánægður
með árangurinn hjá okkur til þessa.
Það hefur verið stígandi í liðinu og
þetta á aUt eftir að koma hjá okkur,”
sagði Gústaf Baldvinsson, þjálfari KA
frá Akureyri, í samtaU við DV.
Gústaf er kornungur af þjálfara hjá
1. deUdar félagi að vera, aðeins 26 ára
gamall. Hann er yngsti þjálfari í 1.
deUdinni í sumar og líklcga sá yngsti
frá upphafi. Gústaf hefur fengist
nokkuð við þjálfun áður, þjáUað yngri
flokka hjá ÍBV og i fyrra þjáUaði hann
Einherja frá Vopnafirði með góðum
árangri.
„Það gefur augaleið að þetta er stórt
stökk frá því aö þjáUa 3. deildar lið og
Gústaf Baldvinsson, þjálfari KA.
ég verð að segja eins og er að það kom
mér nokkuð mikið á óvart þegar ég var
beðinn um að taka KA-liðið að mér.
Þetta er mjög krefjandi starf og á hug
manns aUan. Eg var frekar smeykur
við þetta í byrjun en það er allt að
lagast. Strákarnir eru mjög skemmti-
legir, stjórnin mjög góð og það er ekki
lítið atriði.”
„Reynsluleysið verst"
Hverjir eru helstu veUdeUtar hjá KA
og um leiö helstu kostir liðsins?
„Það háir Uöinu kannski nokkuð
hversu leikmenn Uðsins eru ungir að
árum og reynsluUtUr. En ég kvíöi
engu. Strákarnir hafa lagt ótrúlega
mikið á sig, sýna virkUega mikinn
áhuga og það er á aUan hátt gaman aö
vinna með þeim. Það er kannski
stærsti kosturinn. KA-liðið á fram-
tíðina fyrir sér og ég hef trú á því að
Uðið verði mjög gott eftir svona eitt til
tvöár.”
„Svipuð og í fyrra"
Hvemig hefur þér fundist knatt-
spyrnan í sumar?
„Knattspyman er ekki verri en hún
var í fyrra. Það er alveg á hreinu. Ef
eitthvað er þá er hún betri. Annars
finnt mér svona á heUdina litiö hún
vera svipuð og hún var í fyrra. Ég hef
þá trú að hún eigi enn eftir að batna og
leikimir sem eftir eru í sumar verði
bæði jafnir og skemmtUegir. Eg held
að þriggja stiga reglan eigi ekki eftir
að hafa mikil áhrif á knattspymuna
ein og sér. Það þarf meira til að breyta
knattspyrnunni.”
„Stefni að sigri í hverjum
einasta leik"
Hvað um leikskipulag KA-liðsins,
Umsjón: Stefán Krístjánsson
leikið þið varnarlcik eða setur þriggja
stiga reglan strik í reikninginn?
„Þriggja stiga reglan hefur ekkert
með leik okkar að gera, nema þá að við
fáum þrjú stig fyrir leik sem við
vmnum. Eg stefni að sigri í hverjum
emasta leik, sama hver and-
stæðingurmn er. Ég hef aUtaf meiri
áhyggjur af mínum mönnum en and-
stæðingnum og reyni eftir fremsta
megni að láta þá frekar hafa áhyggjur
af okkur. Viö leikum yfirleitt leik-
aðferöina 4—4—2 en annars er það svo-
lítiö breytUegt eftir því hverjir leika
hverju sinni.”
„Skaginn og Blikarnir sterk-
astir"
Nú veit ég að þú hefur séð marga
leiki í sumar. Hvaða Uð telur þú að hafi
mesta möguleikana á íslandsmeist-
aratitlinum?
„Ég hef trú á að Skaginn verði með
sterkt lið í sumar eins og fleiri.
BUkarnir eru líka með gott lið og þetta
hlýtur að fara að koma hjá þeim. I
liðinu eru margir mjög góðir leUanenn
sem eiga eftir að gera það gott í
sumar. Spurningin er bara hvenær
liðið fer í gang. Svo finnst mér alveg
furðulegt hvaö ValsUðið er dapurt uppi
við mark andstæðinganna. Eg trúi ekki
öðru en þeir nái sér á strik. Eg vil engu
spá um röð liðanna, hvorki um það
hvaöa lið stendur uppi sem sigurvegari
í lokin eða hvaöa lið falla. Eg vil
engum liðum svo iUt að falla í 2. deild.
En það er ljóst að eitt lið vinnur og tvö
faUa. Þetta ræðst aUt saman í síðustu
leikjummótsins.”
Að lokum, Gústaf. Hvernig líkar þér
dvöUn á Akureyri?
„Mér hefur liðið alveg ljómandi vel.
Hér er gott að vera og allir hafa tekiö
mér vel. t stuttu máli sagt: Ég er mjög
ánægður,” sagði Gústaf Baldvinsson
aölokum. -sk.
I
I
I
I
ERLINGUR MEÐ
FLESTA LEIKI
Vamarmaðurinn snjalU, ErUngur
| Kristjánsson, er leikjahæstur KA-
Imanaa en hann hefur leikið 103 leiki
með liðinu.
IÁsbjörn Bjömsson stendur honum
ekki langt að baki, hefur leikið 95
9 leiki. Ormarr Örlygsson hefur leikið
■ 59 leiki, Hinrik ÞórhaUsson 72 leiki,
I Friðfinnur Hermannsson 39 og Þor-
_ valdur Jónsson 32 leiki.
Þetta ero ekki háar tölur en undir-
* strika ungan aldur leikmanna liðs-
| ins.
I
I
Eriingur Kristjánsson.
Samtals sex leikir |
Leikmenn þeir sem leika meö KA í
sumar hafa leikið samtals sex lands-
leiki með A-landsliði, fimm lands-
leiki undir 21 ára aldri, 14 unglinga-
landsleiki og einn drengjalandsleik.
Þeir Erlingur Kristjánsson og
Hinrik Þórhallsson hafa báðir leikiö
L____________________________________
tvo A-landsleiki, Ásbjöm Björnsson
og Njáll Eiðsson einn hvor.
Einn leikmaöur liösins, Erlingur
Kristjánsson, hefur leikið í landsliði
21 árs og yngri, samtals fimm leiki.
Asbjörn Björnsson hefur leikiö flesta
unglingalandsleiki eða sex, Stein-
grímur Björnsson fimm, Mark I
Duffield tvo og Hinrik Þórhallsson J
einn. |
Og Ásbjörn Björnsson hefur einn .
leikmanna liðsins leikiö i drengja-^ |
landsliði.einnleik. ■
-sk. I
_______________________________________I
A Akureyri—KA Akureyrí—KA Akureyri—KA Akureyri—KA Akureyri—KA_