Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1984, Blaðsíða 3
DV. FÖSTUDAGUR15. JUNl 1984. 3' Bflaleigukostnaður f iskeftirlitsmanna: Þrjár milljónir í Mlaleigu- kostnaö þaö sem af er árinu Bílaleigukostnaður fiskeftirlits- manna Framleiöslueftirlits sjávaraf- uröa hefur mjög boriö á góma aö und- anförnu. Hefur bílaleigukostnaöur margra þeirra keyrt úr hófi fram. Tveir eftirlitsmenn og fjölskyldur þeirra stofnuðu sérstakar bilaleigur í tengslum viö starf þeirra og urðu sum- ir uppvísir aö mikilli misnotkun þar á. Rétt fyrir síöustu áramót fór ríkis- endurskoöun ofan i saumana á þessum útgjaldaliö Framleiöslueftirlitsins eft- ir að beiöni kom frá sjávarútvegsráöu- neyti þar að lútandi. I kjölfar þess var önnur bílaleigan lögö niður og allt eft- irlit með útgjöldum þessum var hert til muna. Þá var og ákveöið aö keyptir yrðu bílar undir fiskeftirlitsmennina svo draga mætti úr bílaleigukostnaöi. Viö fórum þess á leit viö Jónas Bjamason, forstjóra Framleiöslueftir- lits sjávarafuröa, að fá uppgefið hversu margir eftirlitsmenn störfuðu á hans vegum, hve mikill bílaleigukostn- aöur þeirra heföi verið á síðustu árum og þaö sem af væri þessu, svo og hvernig sá kostnaöur skiptist milli landshluta. Fiskeftirlitsmenn eru fjórtán. Á Austurlandi eru 3, á Norðurlandi eystra 2, á Noröurlandi vestra 1, á Vestfjöröum 2, á Snæfellsnesi 1, á Suö- urnesjum 2, í Vestmannaeyjum 2 og 1 fer á milli Reykjavíkur og Akraness. Auk þessara eru nokkrir í Reykjavík. Hér á eftir fer tafla sem sýnir bíla- leigubíla tekna á leigu af eftirlitsmönn- um árin 1978 til 1984 samkvæmt fram- vísuðum reikningum til greiöslumeö- feröar hjá rikisféhiröi á verölagi hvers árs í nýkrónum: hversu oft bílaleigubílar voru teknir. Þaö er misjafnt hversu lengi bílnum er haldiö í hvert sinn, getur veriö frá 3—4 dögum og upp í einn mánuð. Ástæöan fyrir þessari miklu útgjaldaaukningu milli áranna 1982 og ’83 er sú aö þá minnkuðu eftirlitsmennirnir mjög notkun sína á einkabílum sínum. Hér fer á eftir akstur bílaleigubif- reiöa hjá stofnuninni á árinu 1984 (til 6. 6J samkvæmt framvísuöum reikning- um til greiöslumeöferöar hjá ríkisfé- hiröi, skipt á landshluta eftir búsetu viðkomandi starfsmanna: hina. Þá er rétt aö taka fram aö vegna ársins 1984 er nokkur hluti kostnaöar- ins, eða um 15 prósent, þaö er um 450 þúsund, tilkominn vegna síðustu mán- aða ársins 1983. Mesta reikningsupp- hæð fyrir einstakan mánuö til greiöslu- meöferöar ’84 vegna eins starfsmanns er krónur 60.550. Á síðasta ári hins veg- ar áöur en ráöuneytið og endurskoðun kippti í spottana var þaö um hundraö þúsund krónur. „Það er rétt aö í fyrra var nokkuö um misnotkun aö ræöa,” sagöi Jónas Bjarnason í samtali viö DV. „Hins veg- Fjöldi skipta: Heildarupphæð: 1978 47 34 þús. 1979 54 46 — 1980 45 61 — 1981 73 203 — 1982 71 654 — 1983 195 2.976 — 1984 (tU6.6.) 163 2.898— Svæði: Upphæð: íprósentum: Austurland 919 þús. 31.71 Norðurl. eystra 835 — 28.81 SV-land 557 — 19.22 Norðurl. vestra 405 — 13.98 Vestfirðir jg2 _ Samtals 2.898 þús. 6.28 Fjöldi skipta þýðir hversu margir aksturssamningar voru gerðir, það er Á árinu 1983 munu upphæðirnar og prósentan vera mjög svipaðar og nú, nema aö útgjöldin á Sv-landi voru minni þá og dreifðist mismunurinn á ar verður þaö að segjast þessum mönnum til málsbóta að þaö eru ekki einungis fiskeftirlitsmennirnir sem bera ábyrgð á þessu. Þar spila ýmsir þættir inn í. Viö hér berum til dæmis einhverja ábyrgö og svo kerfið. Stiröbusaháttur- inn þar er hróplegur. Svo má ekki gleyma því aö eftirlitsmennimir eiga oft í miklum erfiðleikum meö að kom- ast á milli staðanna. Þeir þurfa aö vera til taks hvenær sem er sólar- hringsins. Svo hringja þeir kannski til okkar og spyrja, hvernig þeir eigi aö komast á milU, viö hringjum aftur í ráöuneytið meö sömu spurningu og þar fást engin svör. Hvaö eiga blessaöir mennirnir aö gera? Skipin bíöa ekki eftir þeim og samkvæmt lögum eiga þeir aö vera á staðnum til að sinna sín- um störfum. Þessir menn hafa fyrir löngu sagt upp samningum varðandi not á einka- bilum sínum. Þetta er mikill akstur og bílarnir því fljótir aö ganga úr sér. Þeim gekk misjafnlega vel aö sann- færa skattayfirvöld um þessa notkun á bílunum en þar er stiröbusahátturinn ekki sístur í kerfinu,” sagöi Jónas Bjarnason. -KÞ ER NÝ STJÓRN AÐ FÆÐAST?: Enginn kannast við krógann I kjallaragrein sem Magnús Bjarnfreðsson skrifar í DV í gær er því haldið fram að miklar viðræður hafi staðið að undanförnu á milli hluta Sjálfstæðisflokksins, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks um myndun nýrrar ríkisstjórnar, . .en í öllum þessum flokkum hafa menn lengi gengið með það í maganum að endur- reisa hið svokallaða nýsköpunarmynstur, það er samsteypustjóm þessara þriggja flokka, ’ ’ eins og segir orðrétt í kjallaragrein Magnúsar. DV þreif aði aðeins á þingmönnum af þessu tilefni. -EIR. hef ekkert heyrt um slíkar viöræður. Þaö hefur ekkert verið leitað til mín,” sagði Guðrún Agnarsdóttir alþingismaöur 1 gær, aðspurð um meintar viöræöur um nýja rikis- stjóm. Gurörún kvaöst nýkomin úr hring- ferö um landiö á vegum Kvenna- listans og hafði þar aö auki ekki lesið grein Magnúsar Bjamfreössonar er rættvarviðhana. -pá Magnús H. Magnússon, varaformaður Alþýðuflokksins: Maður heyrir ýmislegt „Því er ekki aö neita að maöur heyrir ýmislegt en þó ekki neitt þaö sem hönd er á festandi,” sagöi Magnús H. Magnússon, vara- formaður Alþýöuflokksins, þar sem hann situr í pólitískri útlegö í Vest- mannaeyjum að eigin sögn og kemur því vart viö aö mæta á flokks- fundum. Guðrún Agnarsdóttir, Kvennalisti: Ekkert heyrt um slíkar viðræður Eg er eini þingmaöur Kvenna- listans sem staddur er á landinu og ég iins væru meö einhverjar þreifingar um stjómarmyndun en þegar ég kannaði þaö nánar kom á daginn aö allt var þaö úr lausu lofti gripið,” sagöi Ragnar Amalds aöspuröur um kjallaragrein Magnúsar Bjamfreðs- sonar í DV í gær þar sem því er haldið fram aö ný ríkisstjórn sé aö fæöast. „Ég er á því aö Magnús hafi heyrt þennan oröróm niörí í bæ og sé þarna aö moða úr þessum sögusögnum,” sagöi Ragnar. „Meira get ég ekki sagt, í fyllstu hreinskilni, því ég hef ekki orðið var viö neinar þreifingar í þessa veruna.” Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokks: tírlausu lofti gripið „Ég tel þetta alveg úr lausu lofti gripiö,” sagöi Friörik Sophus- son, varaformaður Sjálfstæöisflokks ins, í samtali viö DV um kjallara- grein Magnúsar Bjamfreðssonar í blaöinu í gær. „Það er rétt aö rifja þaö upp aö fyrir einum og hálfum mánuöi birtist frétt í Helgarpóstinum um að slikar viöræöur stæðu yfir og í beinu fram- haldi af því birtist útsíöufrétt 4 DV þar sem þessu var haldið fram. Því er ekki aö leyna aö Sjálfstæöismenn eru misánægöir meö stjórnar- samstarf þessara flokka en meðan samstarfsgrundvöllur er fyrir hendi veröa engar viöræður viö aöra flokka.” Friörik nefndi einnig aö ýmis mál sem hefðu orðið útundan í stjórnar- samstarfinu yröu rædd í sumar og kvaö hann enga ástæöu til aö ætla að ekki fengist niöurstaöa úr þeim viö- ræöum. —pá Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra: Sit sem fastast... „Ég sit sem fastast í mínum ráð- herrastóli þar til mér verður tilkynnt að nú eigi aö víkja,” sagði Alexander Stefánsson félagsmáia- ■ ráðherra, spuröur um þann orðróm aö ný ríkisstjóm væri í burðar- liðnum. ,^)g hef ekki minnstu hugmynd um þær þreifingar sem hér er um rætt nema hvaö aö ég las þetta fyrir skömmu í einhverju blaði og þá var þaö í slúðurstíl. Ætli menn séu ekki meö þessar vangaveltur sér til gamans í aögeröarleysinu.” —EIR Ragnar Arnalds, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins: Gamall kvittur vakinn upp „Það kom upp kvittur fyrir um það bil mánuöi eða svo að ákveðnir forystumenn Sjálfstæðisflokksins og áhrifamenn innan Alþýðubandalags- Stefán Benediktsson, Bandalagi jafnaðarmanna: Ekkert í kortunum ,,Ég held aö það sé fjarlægur draumur aö Sjálfstæöisflokkurinn og A-flokkarnir fari aö mynda stjóm saman,” sagöi Stefán Benediktsson. „Þaö er ekki í kortunum núna. Aftur á móti var vilji fyrir því hjá ýmsum öflum innan Sjálfstæðis- flokksins fyrr í vor en þau öfl urðu undir innan flokksins.” Stefán var þeirrar skoöunar aö töluvert vatn þyrfti að renna til sjávar áöur en núverandi stjómar- mynstur breyttist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.