Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1984, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1984, Blaðsíða 28
DV. FÖSTUDAGUR15. JUNI1984. 36 DAVID GILMOUR - ABOUT FACE: nenaT í leit að alþjóðlega markaðinum Einhversstaöar las ég þaö nýlega aö V-Þjóðverjar heföu uppgötvaö nýja út-1 flutningsvöru þar sem væri þýska j söngkonan Nena sem sló svo rækilega í gegn meö lagi sínu 99 luftballons fyrir ekki svo löngu. Þetta getur staðist og vissulega er þessi plata ekkert annaö en þreifingar Nenu og hljómsveitar hennar á alþjóðlegum markaöi enda öll lögin á fyrri hliö plötunnar á ensku. I mínum huga er lagið 99 luftballons eitt besta popplag síðastliöins árs en á þessari piötu er það í Club mix og kall- ast 99 Red balloons. Hefur lagið veriö tekiö og framkvæmd á því kviðrista, ef svo má aö orði komast, er komiö í ein- hverja ömurlega bandaríska diskóút- gáfu, langa og leiðinlega, og þaö sem verra er, allt gos er farið úr því. Önnur lög á ensku eru yfirleitt meö hressu og léttu yfirbragöi en þýsku lög- in á seinni hliðinni í rólegri kantinum, ef undan er skilið fyrrgreint lag. Seinni hliöin er um margt sterkari en sú fyrri enda hefur Nena til aö bera i fallega og netta rödd sem nýtur sín1 mun betur á frummálinu heldur en því alþjóðlega. Röddin fer þó ekki alveg í vaskinn í enskum útgáfum og senni- lega eiga stórfyrirtæki auövelt meö aö kýla henni niður um hálsa jaröarbúa ef þeir vilja svo vera láta. -FRI GILMOUR KEMUR Á ÓVART Þaö er nokkuö um liöiö síöan boöuö var í Helgarpoppi umfjöllun um nýja sólóplötu gítarleikara Pink Floyd, David Gilmours. Dregist hefur úr hömlu aö gera alvöru úr þessum orð-' um og eru hlutaðeigandi beönir vel- viröingar á drættinum. En ekki meira um það; breiöskífa Gilmours heitir About Face. Oþarfi er aö kynna David Gilmour sérstaklega enda voru honum gerö skil í áðurnefndu Helgarpoppi fyrir um mánuði. Gilmour hefur áöur gefið út sólóplötu sem mæltist ágætlega fyrir en síöan hefur fariö fremur lítiö fyrir honum. Sem aörir meðlimir Pink Floyd hefur hann staöiö í skugga Rog- er Waters. About Face kom mér skemmtilega á óvart. Satt að segja naut ég hennar betur en sólóplötu Waters sem gerö eru skil annars staðar á síöunni. Kannski aö þaö hafi eitthvaö aö gera meö mis- miklar væntingar. Á About Face eru tíu lög, öll eftir Gilmour, en tveir text- anna eru eftir Pete Townsend. Lögin eru mörg mjög góð, sérstaklega þau rólegri. Eg nefni fyrst Cruise og síöan You Know You’re Right, Murder og Near The End. Þaö er sem Gilmour sé í essinu sínu þegar hann slær á rólegri nóturnar. Hröðu lögin eru nefnilega síðri; All Lovers Are Deranged gæti til dæmis verið á plötu meö Loverboy, Foreigner eöa einhverri annarri ame- rískri graöhestasveit. Ljótt aö segja en engu aö síöur satt. Annað lag sem aö ósekju hefði mátt tapa sér er eina leikna lag plötunnar, Lets Get Meta- physical. Þar viröist Gilmour vera aö fá útrás fyrir einhvern misskilinn gít- ar fíling og umbúðirnar eru ekki af lak- ara taginu í oröi: National Philharm- onic Orchestra. Otkoman á boröi er slök. Sintónían kemur víðar viö en þaö dæmi gengur tæpast upp. Ýmsir merkir tónlistarmenn aö- stoöa Gilmour á plötunni, til dæmis Jeff Porcaro, Steve Winwood, Bob Ezr- in, Ray Cooper og Jon Lord, en gjarn- an hefðu mátt fylgja upplýsingar um í hvaða lögum hver og einn kemur fram. Hljóðfæraleikur er með ágætum sem vænta mátti. Hér hefur fremur veriö staönæmst við galla About Face en kosti. Því er rétt aö árétta að About Face er mjög frambærileg plata sem kemur örugg- lega fleirum á óvart en mér. I lokin langar mig til að nefna aö Gilmour er fyrirtaks söngvari og skrítið aö hann skuli ekki fá aö spreyta sig meira á þeim vettvangi meö Pink Floyd. Sama má raunar einnig segja um lagasmíö- arnar. -TT. SOFT CELL/THIS LAST| NIGHTIN SODOM: Viö hlustun þessarar plötu náöi ég í fyrsta sinn nokkuö föstum tökum á Soft Cell sem annars hefur yfirleitt veriö svo mjúkt aö þaö hefur runniö um greipar manns eins og sápa á blautu flísagólfi. Þeir Marc Almond og David Bell hafa í gegnum tíöina haft á sér ákveðið avant garde yfirbragð, sem ekki er svo út í hött þegar höfð eru í huga atriði eins og sanistarf Marc viö Psychic TV, svo dæmi séu tekin. En í sjálfu sér eru þeir aöeins aö leika létt hljóögervla- popp í eigin útgáfum eins og þessi plata ber glögglega meö sér. Tónlist Soft Cell er ákaflega ýtin og ágeng á köflum, tælir heilasellurnar inn í sína eigin sérstöku hrynjandi eins og t.d. lagið Down in the Subway, en Mjúkir inn á milli koma svo hálfgerö „fingur- brot” (t.d. L’Esqualita) þótt þau séu teljandi á fingrum annarrar handar. Þótt tónlistin sé aö megninu til létt hljóðgervlapopp eins og fyrr segir eru þeir félagar óhræddir við aö prófa ýmislegt í tónlist og söng. Oft á tíðum eru þeir ótrúlega frjóir og tónlist þeirra á köflum svoldið á skjön við þann raunveruleika sem viö búum viö. Textar þessarar plötu eru yfirleitt fremur dökkir og svartsýnir eins og laganöfn bera meö sér, Mr. Self De- struct, Meet murder my Angel, The best way to kill o.sv.frv. en þó er sam- ræmiö milli tónlistar og texta ágætt og kalla mætti tónlistina diskó gáfu- manna ef út í það er farið. -FRI ROGER WATERS — THE PROS AND CONS OF HITCH HIKING: Waters veldur vonbrígðum Aö minum dómi er Roger Waters snillingur. Um það þarf ekki aö fjöl- yröa. Og þegar músíkantar meö snilli- gáfu senda frá sér sólóplötur eru vænt- ingarnar miklar. Þannig var það meö The Final Cut, síöustu plötu Pink Floyd, en hana átti Waters nær einn. Final Cut stóö fyllilega undir þeim von- um sem viö hana voru bundnar og var þó tekið miö af meistarastykkinu The Wall. Raunar voru TW og FC keimlík- ar en engu að síður stóðu þær traustum fótum sín í hvoru lagi. Undirritaöur valdi FC enda bestu breiöskífu síöasta árs er hann var spurður álits þar að lútandi um áramótin. En þaö verður aö segjast eins og er: The Pros and Cons of Hitch Hiking, sólóplata Waters, olli mér nokkrum vonbrigðum. Fyrir það fyrsta er hún allt of mikiö í ætt viö FC. Þaö er ekki aö undra því Waters hóf upptökur á TPACOHH í febrúar 1983, áöur en upptökum á FC lauk. Það er eins og öll sterkustu fram- lögin hafi veriö valin á FC en restinni síöan skellt saman á sólóplötuna. Nú hefur þaö tæpast verið þannig en þetta er sú tilfinning sem grípur hlustand- ann. Sömu stefum bregöur meira aö segja fyrir á TPACOHH og FC. I fljótu bragði mætti halda aö þetta væri meö ráðum gert, eins konar tilvitnanir, en þá ætti einnig aö vera einhver skírskot- un til textans. Svo er ekki eftir því sem ég best sé. Annars treysti ég mér ekki til aö textagreina TPACOHH; sem oft áöur er ekki gjörla ljóst hvað Waters er aö fara en pabbi hans og stríðið eru fjarlægari en áöur. Þó er aldrei langt í svipaðar pælingar og á fyrri plötum. TPACOHH er eitt samræmt verk. Þaö voru The Wall og FC einnig en hér er flatneskjan mun meiri. Sömu stefin endurtaka sig aftur og aftur, sérein- kenni einstakra „laga” eru í lágmarki („lögin” teljast raunar vera 12 en renna meira og minna saman í eitt). Eina lagið sem stendur sjálfstætt er 5.01 AM (titillagið) og þaö er einmitt sá hluti verksins sem leikinn er í útvarp. Sterkustu hliðar plötunnar eru hljóðfæraleikur og upptaka. Tónlistar- menn hafa síöur en svo verið valdir af handahófi: Eric Clapton, Michael Camen, Andy Newmark og David San- born svo nefnd séu þekktustu nöfnin. Enda er unun aö hlýöa á þennan fríöa flokk fremja sitt verk. Og upptak- an er hrein og tær sem mest má veröa, fáguð meö afbrigðum. Þetta getur tæknitrassi á borð við undirritaöan meira að segja fullyrt. En heildareinkunnin veröur alltaf sú aö Waters hafi í fyrsta sinn í langan tíma valdiö vonbrigöum. Lagasmíöar hans aö þessu sinni eru flatar og lítt áleitnar. Tæknilega hliöin er hins veg- ar eitthundraðogtíu prósent. -TT. Yazoo lagoi upp laupana í fyrrasumar illu heilli hefur Vince Clarke sem kunnugt er stofnaö nýja hljómsveit, The Assemblys, en fáar fréttir og stopular hafa verið af söng- konunni frábæru, Alf Moyet. Hún lenti í útistöðum við fyrri útgáfu sína, Mute, og því hef- ur dregist á langinn að hljóö- rita ný lög. En nú hefur hnút- urinn veriö leystur og komin er út fyrsta smáskífa stúlk- unnar vænu, lagið Love ^ Resurrection, en breiðskífa !. fylgir svo í kjölfarið í septem- ber. Upptökustjórar eru þeir Steve Jolly og Tony Swain sem meðal annars bera ábyrgð á plötum Spandau Ballet og Imagination. Sum- sé: góðir gæjar... Eins og við sögðum frá um daginn hefur David Sylvian, fyrrum Jap- ari(i), leyst frá söngskjóðunni nýveriö en hann lætur ekki þar við sitja. Ut er komin bók eftir pilt, ljósmyndabók, með myndum þriggja síöustu ára (myndavélin; PolaroidSX— 70) og Sylvian opnar í mánuð- inum sýningu á nokkrum mynda sinna í galleríi HámOt- ons í Lunöúnum... Trommu- leikari Queen, Roger Taylor fetar í fotspor félaga sinna í hljómsveitinni og gefur út sólóplötu. Það mun vera önn- ur sólóplata trymbilsins og heitir nýja skífan Space Frontier... Annar trymbUl úr þekktri hljómsveit, Zeke úr Orange Juice, er í sömu hug- leiðingum. Sólóplata hans, smáskífa, heitir Heaven Help Us (Try)... A toppi annarra vinsældalista en þeirra sem birtast á síöunni hér á móti má nefna þessa: Heaven Knows I’m Miserable Now númer eitt á lista óháðu fyrir- tækjanna yfir smáskífur, hljómsveit: The Smiths, breið- skífur: From Here to Etemity meö Nick Cave. Videolistinn: Making Michael Jackson’s ThrUler... Sæl nu! Helstu tiðindi vik- unnar úr rokkpressunni... Ro- bert Smith hefur sagt skUið við Siouxsie og Banshees flokkinn eftir alvarlegan ágreining innan hljómsveitar- innar. Smith þarf þó ekki aö óttast atvinnuleysisvofuna því hann lék jafnframt með tveimur öðrum sveitum og heldur því trúlega áfram, The Cure og The Glove... Eftir að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.