Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1984, Blaðsíða 2
2 TILBOÐ VIKUNNAR Varahlutir í Dodge Ramcharger og Dodge pickup 74-'80. Frambretti Mopar demparar std. Mopar demparar hd. Framfjaðrir Klukkur JÖFUR kr. 13.580,- kr. 950,- kr. kr. kr. HF. 1.150,- 6.200,- 1.800,- Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600 Varahlutadeild ¥a AriTrausti Guðmundsson kennari: „Segir ekkert umaðra valkosti” „Þessar niöurstöður koma mér ekkert á óvart, þær sanna að fólki þykir gott aö hafa einhverja hlutlausa músík í eyrunum á meöan það vinnur. Þaö sem mér finnst persónulega vanta er aö blanda saman tali og tónum í miðli sem þessum og hafa eitt- hvað á dagskrá til að fræða fólk, eitt- hvað sem það gleymir ekki. Til þess að þetta sé framkvæmanlegt verður að sýna meiri metnað í þessu máli en hingaö til hef ur verið gert. Eg tel að það efni sem er nú á rás 2 tilheyri frekar staðbundinni útvarps- stöð sem rekin yrði af félagasam- tökum eða einhverju slíku. Annars finnast mér niðurstöður þessarar könnunar ekki segja neitt um aðra val- kosti sem mögulegir eru í útvarps- málum.” SigA Guðmundur Jónsson, framkvæmdastjóri útvarpsins: „Ótrúlega góð útkoma’’ „Þetta finnast mér ótrúlega góðar niðurstöður og það gleöur mig mikið að heyra þetta. Eg vona að þessi stöð sé sífellt á uppleið. Hlustendakönnun Hagvangs kom mér aöallega á óvart vegna þess að meirihluti fólks er við vinnu þann tíma sem stööin sendir út. Ef við gerum ráð fyrir að þau 26% sem ekki tóku afstöðu hafi ekki hlustað á stöðina þá finnst mér það lítill hluti en ég myndi sennilega tilheyra honum. Eg hlustaði þó á eina næturdagskrá fyrir stuttu er ég lá andvaka og líkaöi vel, það var þægilegt að hafa þetta í eyrunum. Að öðru leyti hef ég ekki aukið mínahlustun.” SigA DV. FÖSTUDAGUR15. JUNl 1984. Niðurstöður skoðanakönnunar DV: ÁsgeirTómasson útvarpsmaður: „Svipað og ég bjóst við” „Mér h'st bara vel á þessar niöur- stöður, þetta er ósköp svipað og ég bjóst við að kæmi út úr slíkri könnun. Mér finnst það ekki óeðlilegt aö tala óákveðinna sé svona há því þessi út- varpsstöð er alls ekki sniðin fyrir alla aldurshópa, hún höfðar fyrst og fremst til fólks upp að miðjum aldri. En fólk getur þóallavega valið á milli. Eg hefði viljað fá samanburð hlustenda á rás 1 og 2, en eins og út- koman úr þessu er þá held ég að við rásarfólk getum verið ánægt því þessi stöð er jú ennþá á tilraunastigi.” SigA Meirihlutinn er á- nægður með rás 2 Almenningur á Reykjavíkur- svæðinu er ánægður með dagskrá rásar 2. Þetta sýnir skoöanakönnun DV, sem gerð var fyrir skömmu. Könnunin náöi eingöngu til Stór- Reykjavíkursvæðisins. Urtakið var 300 manns og var jafnt skipt milli kynja. Spurt var: Ertu ánægður eða óánægður með dagskrá rásar 2? Af öllu úrtakinu kváðust 55,3 prósent vera ánægð með dagskrána. Aðeins 9,7 prósent lýstu óánægju. Oákveðin voru 26,3 prósent, og voru í þeim hópi ýmsir, sem aldrei höfðu hlustað á rásina. Loks vildu 8,7 prósent ekki svara spurningunni. Þetta þýðir að hinir ánægðu eru í yfirgnæfandi meirihluta meöal þeirra sem taka afstöðu. Af þeim reynast 85,1 prósent ánægð en 14,9 prósent óánægö. „Meiri breidd" „Eg er mjög ánægð með rás 2. Dagskráin er mjög góð,” sagði kona ein, er hún svaraöi spurningunni í skoðanakönnuninni. „Mætti vera f jöl- breyttari, annars er hún góð, ” sagði kona. „Mjög ánægð, allt annað hf,” sagði önnur. „Æðislega ánægð með hana,” sagði kona. „Agæt, en það Frá fyrsta útsondingardegi rásar 2. Forráðamann útvarpsins fylgjast með er fyrstu bylgfumar eru sendar út í loftið. mættu gjarnan vera góðir gaman- þættir,” sagði karl. „Ég hlusta tölu- vert á rás 2 og er ánægður með hana, ” sagði karl. „Ég er yfirleitt ánægð með dagskrá útvarps og sjónvarps,” sagði kona. „Rásin hefur mjög breyst til batnaðar,” sagði önnur. „Eg hlusta htið á rásina, en mér finnst ágætt það sem ég heyri, ” sagði kona. „Þetta er kærkomin viðbót. Meiri breidd, ” sagöi karL „Ég er komin á áttræöisaldur en hlusta stundum á stöðina og líkar vel við,” sagði kona. „Eg er ánægður með þetta framtak en hef ekki hlustað mikið,” sagöi karl. „Rás 2 er ljómandi góð,”sagðikarl. Ttekni um allan heím ITT mmm u 6vwan ITT Ideal Color 3304, -íjárfesting í gæöum á stórlækkuöu veröi. Vegna sérsamninga viö ITT verksmiðjurnar í Vestur Þýskaíandi, hefur okkur tekist að fá takmarkað magn af 20" litasjónvörpum á stóríækkuðu verði. 23.450. VERÐ A 20" ITT LiTASJÓNVARPI ! Sambærileg tæki fást ekki odyrari ITT er fjárfesting í gæðum. D)H mmnm SKIPHOLTI 7 • SIMAR 20080 & 26800 Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar: Ánægðir Óánægðir Óákveðnir Vilja ekki svara 166 eða 55,3% 29 eða 9,7% 79 eða 26,3% 26 eða 8,7% Ef aðeins eru teknir þeir, sem tóku afstöðu, verða niðurstöðurnar þessar: Ánægðir Öánægðír 85,1% 14,9% „Garg og læti" „Mér hundleiöist rás 2, ” sagði karl á hinn bóginn. „Dagskráin er ótta- lega rýr, sérstaklega á morgnana,” sagði karL „Þetta er bara garg og læti,” sagði kona. „Of mikið af léttri músík. Mætti vera meira blönduð músík, ” sagði karl. „Reyni að hlusta sem minnst á þetta bull, ” sagði karl. „Rásin er einhhða á margan hátt,” sagði kona., ,Mér finnst hún vera aUtaf eins, þessi rás,” sagði karl. „Mér leiöist svona ræpumúsik. Eg kýs heldur þjóð- legan fróðleik og annað í þeim dúr,” sagði karl. „Rásin er leiðigjöm, ein- tóm síbylja, ” sagði karl. _„Öþarfa kostnaður,”sagðikona. —HH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.