Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1984, Blaðsíða 14
14 Spurningin Hvernig líst þér á sumarið? Björg Sigurðardóttlr, vinnur í þvotta- húsi: Vei. Eg býst viðað það verði eins og veðrið er í dag. Alveg dásamlegt. Guðbrandur Erlingsson: Bara vel. Eg fer eitthvað út úr bænum í sumarleyf- inu með mömmu og pabba. Ólafur Már Tryggvason: Ég held að það verði gott. Eg er ekki alveg búinn að ákveða hvert ég fer í sumarleyfinu en fer sennilega í útilegu með mömmu og pabba. ÓIi Þorvaidsson blaðasali: Vel. Eg held að það verði eins og núna, sól og gola. Eg ætla til útlanda í sumarleyf- inu en veit ekki hvert. Guðrún Tómasdóttir: Það verður al- veg stórkostlegt. Ég fer til Ameríku í sumar aö heimsækja syni mína. Jóhann Guðmundsson flugmaður: Mér h'st vel á það. Ég verð hér innanlands í leyfinu. DV . FÖSTODAGUR15. JUNÍ1984. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur ODYRTILITLU KAFFISTOFUNNI Regína skrifar: Við hjónin komum í Litlu kaffistof- una í Svínahrauni um daginn en þar hefur alltaf verið ódýr og góö þjónusta enda er það mikil heiðurskona sem byggt hefur staðinn upp. Við h jónin báöum um toppís og miðl- ungsstóra kók og þetta kostaöi okkur ekki nema 29 kr. sem okkur fannst ódýrt. Eg vil ráðleggja öllum þeim sem standa í hótelrekstri, sérstaklega yfir sumarmánuðina, og ætla sér að græöa mikið, að selja nú ódýrt því þegar fólk sér hótehn er bensíngjöfin stigin í botn og f ólk forðast að koma nálægt þessum stöðum vegna þess hve rándýr þjónust- an er. Mættu þau heldur fara að ráöi Kristbjargar Kristjánsdóttur í Litlu kaffistofunni. Þá myndu gestir drekka framsóknar- og sjálfstæðiskaffiö sitt með ánægju. SAMSKIPTIVIÐ VARNARLIÐIÐ: SKAKKUR PÓLL TEKINN Samherji skrifar: Það er nú loks að renna upp fyrir mönnum að Islendingar hafa alltaf tekið skakkan pól í hæðina í sam- skiptum viö vamarliðið eins og best kemur fram í samningum varnar- liösins við amerískt skipafélag um flutninga fyrir það. Við verðum að endurskoða afstöðu okkar til varnar- liðsins á hverjum tima og þá í ljósi þeirra staðreynda sem Uggja fyrir og gæta þess í hvívetna að íslenskir hagsmunir verði ekki fyrir borö bornir í þessu sambandi. Þetta er að sjáhsögðu verkefni fyrir ríkis- stjómina og þá sérstaklega utan- ríkisráðherra en okkar hlutverk, almennings, er að halda þeim við efnið með ábendingum og umræðum. Það gerði Aron heitinn Guðbrands- son í KauphölUnni á sínum tíma en hann er nú falUnn frá, því miður, en skrif hans vöktu alltaf athygli svo og málflutningur aUur. Þess vegna er ég þakklátur fyrir þarfa kjallaragrein Ásgeirs Hannesar Eiríkssonar í DV 5.júní og vU biðja DV að koma á framfæri þakklæti mínu við greinarhöfund og skora jafnframt á hann aö láta ekki deigan síga því meirihluti þjóðar- innar er á sama máli þó að Alþingi spegli ekki þjóðarvUjann, því miöur, í þessu máli frekar en í svo mörgum öðrum. Við megum ekki sýna undan- látssemi í viðskiptum okkar við stór- veldin hvorki í austri né vestri. Endurskoða verður afstöðuna til varnarliðsins öðru hvoru. GLEYMiÐ EKKI FORTÍD SAKHAROVS Gunnar skrifar: Ekki skU ég hvað menn eru að æsa sig út af Sakharov og konu hans þessa dagana. Það er litið á þennan mann sem píslarvott hér vestan við jámtjaldið. Eru alUr búnir aö gleyma að þessi maður er kallaöur „faöir vetnis- Sovóski andófsmaðurinn Andrei Sakharov. sprengjunnar”. Og nú hefur hann gert yfirbót og em honum fyrir- gefnar syndimar. Já, það er margt skrýtið í kýr- hausnum. T.d. fann Alfred Nobel upp sprengiefni en stofnaði síðan til nóbelsverðlaunanna í friðarmálum. Nú em aUir búnh- að gleyma því aö hann fann upp efni til að eyða friði en aUir muna verðlaun hans í þágu friöar. Engintækifæris- FötíKefíavík Kristín B. Ingimarsdóttir hringdi: Eg er búsett í Keflavík og finnst það alveg hneykslanlegt að konur skuli ekki geta keypt á sig tækifærisföt á staðnum. Hér eru hvorki meira né minna en 8 verslanir sem selja föt en óléttar konur verða að leita aUa leiö til Reykjavíkur til að kaupa föt til að ganga í. Þetta finnst mér lélegt í svona stóru bæjarfélagi. LÆKURINN VERÐI OPINNÁ DAGINN Lækur skrifar: Lækurinn í fréttum. Þetta er árviss viðburður og gott betur. AUtaf sýður upp úr. Einhver siglir á holdi sínu út á haf í einhverri vitleysunni. Fólk fækk- ar fleiri fötum en oftast er gert á al- mannafæri og aUt trylUst. Stóðlif segir lögreglan og lækurinn er tæmdur sínu tæra afgangsvatni. Síöasta vígi sól- dýrkandans og það ein.a er fokið úí í veðurog vind. Leyfum fólki að vera á Evuklæðun- um og Adams ef það bara vUl. Allt ger- ist í fylUríi en á nætumar er engin sól. A daginn kemur annað fólk í stað nátt- hrafnanna sem flestir sitja af sér vit- leysuna i Hverfissteini. Sóldýrkendur eiga ekki að gjalda fyrirgerðirþeirra. Jóhannes NordaI ásamt Jónasi Haralz í veislunni góðu. GJAFIRNAR DYRU: JÓHANNESER GÓDURDRENGUR Austanmaöur skrifar: Töluvert er búið að skrifa um af- mæUsgjafimar alræmdu tU Jóhannes- ar í Seðlabankanum. Fá mál af skyld- um toga hafa vakið jafnmikla hneyksl- un á því siðleysi sem virðist ríkja hjá alltof mörgum valdamönnum í kerfinu í umgengni við fjármuni almennings. Kaldhæðnin í sambandi viö þetta síö- asta hneyksU er auðvitað sú aö fjár- málaeinvaldur landsins síðustu ára- tugina skuU verða fyrir slUtri árás frá samstarfsmönnum sínum og sú furðu- lega brenglun að þeim skuli finnast að þeir séu á einhvem hátt að heiðra manninn með slíkum flottræfilshætti. Auðvitað er ósæmilegt og algjör óþarfi að vera á nokkum hátt að vega aö persónu Jóhannesar eða gera hon- um upp iUar hvatir. Við megum ekki efast um að þar fari góður drengur sem v;U vel þótt hann hafi máski ekki varað sig á því aö jafnóskorað vald í höfuðmálaflokkum, sem hann (og þá aðrir) hefur taUð sig færan um axla, getur reynst handhafa hættulegt og vandmeðfarið. Konur í Keflavík vorðe að leita tH Reykjavíkur eftir kiæðnaði verði þær ófrískar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.