Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1984, Blaðsíða 3
DV. MIÐVIKUDAGUR 20. JUNl 1984. MINNA ATVINNU- LEYSIEN BÚIST VARVID Atvinnuleysi í júní veröur væntanlega svipað og í júni í fyrra eða í kringum 20 þúsund atvinnu- leysisdagar. Einnig bendir alit til þess að atvinnuleysi þessa árs verði svipað og í fyrra og er það minna atvinnuleysi en búist var við í upphafiársins. Samkvæmt upplýsingum vinnu- máladeildar félagsmálaráöu- neytisins var atvinnuleysi í mai 24 þúsund atvinnuleysisdagar sem er um 0,9 prósent af áætluðum mannafla á vinnumarkaðnum. Samsvarandi tala fyrir maí í fyrra var 18 þúsund atvinnuleysisdagar. Talið er að landsbyggðin eigi um 60 prósent af þeim atvinnuleysisdögum sem skráðir hafa verið á þessu ári. Þar er mest um atvinnuleysi hjá verkafólki að ræða, fólki er starfar í fiskvinnslu. A Reykjavíkursvæðinu, sem á um 40 prósent atvinnuleysisdaganna, hefur mest gætt atvinnuleysis í þjónustugreinum eins og í verslun. Þaö sama er uppi á teningnum á Akureyri. Byggingariðnaðurinn mun hins vegar hafa staðið sig mjög vel það sem af er árinu og lítils atvinnu- leysis gætt í þeirri grein. I upphafi árs var því spáð aö atvinnuleysi þessa árs yrði um 2 prósent. Nú hefur þessi spá breyst og er reiknað með um 1 prósent atvinnuleysi. Það er svipað og í fyrra. Ástæðan fyrir þessari breytingu er sú að þjóðarframleiðsla og þjóðar- tekjur dragast minna saman en í upphafi var gert róð fyrir. Munar þar mestu um að botnfiskafli verður meiri en gert var ráð fyrir. — gert ráð fyrir um 20 þúsundat- vinnuleysis- dögumíjúní sem ersvipað ogífyrra Allar spár þessa stundina ganga út á að ekkert óvænt gerist í atvinnu- málum landsmanna það sem eftir er árinu. Ymsar blikur eru þó á lofti, sérstaklega í sjóvarútveginum. Hér fara ó eftir skráðir atvinnu- leysisdagar þessa árs eftir mánuöum. Árið 1984 Árið 1983 Janúar 84000 51000 Febrúar 56000 36000 Mars 38000 30000 Apríl 25000 21000 Maí 24000 18000 Júní (spú: 20000) 20000 JGH. Búðir vegagerðarmanna við Fossá í Hvalfirði. Nýja brúin verður nær fossinum en súgamla. DV-mynd: Arinbjörn. Slysagildra hverfur brátt „Hún er mjó og hún er slysagildra,” segir Jónas Gíslason, verkstjóri hjá Vegagerðinni, um gömlu brúna yfir Fossá í Hvalfirði. „Og hún er hætt að geta annað umferðinni semhér er.” Ellefu manna hópur frá Vega- gerðinni vinnur þessa dagana við aö reisa nýja brú yfir Fossá. Þá gömlu þekkja allir sem ekið hafa Hvalfjörð. Hún liggur í dalverpi sunnanmegin fjaröarins og er aðkeyrslan brött frá báðum hliöum. „Menn koma á fleygi- ferð niður brekkurnar fyrir ofan til að veröa á undan þeim sem koma á móti yfir brúna,” segir Jónas. „Mætist þeir á miðri leið er voöinn vís. ” Framkvæmdir við nýju brúna hófust um miðjan mai. Gert er ráð fyrir að þeim ljúki einhvern næstu daga. Nýja brúin verður öilu breiðari en sú gamla og eiga bílar hæglega að geta mæst á henni miðri. Hún mun standa aðeins ofar í ánni, þannig að færa þarf veginn og setja á hann beygjur. Er vonast til að þær hægi á umferö niður brekk- umar og yfir brúna. Jónas var ekki viss hvort ráöist yrði í að færa veginn i sumar þannig að vera má aö brúin standiveglausframánæstaár. _ea. UNO ER FALLEGUR, FISLÉTTUR, FÍLSTERKTJR, FRAMTÍÐARBÍLL ALLTR VEJA EIGNAST BESTA BÍLINN kauptu mmsm w EKKI SÆTTA ÞIG VJÐ ANNAÐ EN ÞAÐ BESTA AFBURÐABÍLL Á AFBURÐA GÓÐU VERÐI Viö höíum barist hart í því aö halda innkaupsverði á UNO í lágmarki. Auk þess heíur gengisþróun veriö hagstœö undaníarna mánuöi, þess vegna getum við boöiö þennan afburöabíl, vandaöan, glœsilegan og vel hannaöan á mjög góöu veröi, langbesta verði sem þekkist á sambœrilegum bilum. HVERGIBETRIKJÖR Bíll ársins 1984 Uno! 1929 JEGILL 1 VILHJÁLMSSON HF. /F ÍTaTtÍ 1984 Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77202

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.