Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1984, Blaðsíða 18
18
DV. MIÐVIKUDÁGUR20. JÚNÍ 1984.
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
Tryggvi
hefur
skorað
lí mörk
— fyrirÍR-inga
ÍR-ingurmn Tryggvi Gunnars-
son hcfur heldur betur verið á
skotskónum í sumar. Tryggvi
hefur skorað 17 mörk á kcppnis-
timabilinu, 15 i 4. deildar
keppninni og tvö í bikar-
keppninni.
Tryggvi hefur eitt sinn gert
fjögur mörk í leik, gegn Gróttu,
og þrisvar hefur hann skorað
þrennu. Það var gegn Stefni,
Reyni frá Hnlfsdal og Bolung-
arvík. Þá skoraöi hann tvö mörk
gegn Grundarfirði í 4. deild.
Tryggvi hefur skoraö tvö mörk
gegn FH i bikarkeppninni. -SOS.
4. deild
Staðan er nú þessi í 4. deildar
keppninni i knattspymu:
A-RIÐILL:
Armann 5 4 1 ð 9-2 13
Haukar 5 3 1 1 13-7 10
Víkverji 5 3 1 1 10-4 10
Augnablik 5 2 1 2 10-10 7
Árvakur 5 2 0 3 6-8 6
Afturelding 5 2 0 3 5-8 6
Hafnir 5 1 0 4 5-9 3
Drengur 5 1 0 4 5-15 3
Markahæstumenn:
SigurðurGunnarsson, Víkverja 6
Práinn Asinundsson, Armanni 5
B-RIÐILL:
Hildibrandur 5 3 2 0 13-5 11
iÆttir 5 3 11 14-5 10
Stokkseyri 4 3 0 1 12-6 9
ÞórÞ. 4 2 0 2 10-7 6
Eyfellingur 4 112 8-10 4
Hvcragerði 4 1 0 3 7—14 3
Drangur 4 0 0 4 2—19 0
Markahæstumenn:
Halldór Viðareson, Stokkseyri 6
Armann Einareson, Þór 5
AndrésKristjánsson,Létti 5
C-RIÐII.L:
ÍR 5 5 0 0 28-5 15
ReynirHn. 6 2 13 13-14 7
Bolungarvík 4 2 0 2 9—11 6
Grótta 4 2 0 2 8-11 6
Grundarfjörður 6 2 0 4 11—19 6
Leiknir 4 112 9-11 4
Stefnir 3 1 0 2 3-10 3
Markahæstumenn:
Tryggvi Gunnarsson, IR
15
D-RIÐILL:
ReynirÁ 3 3 0 0 14-1 9
Skyttumar 3 1 0 2 8—9 3
Hvöt 2 10 12-9 3
Geislinn 10 0 11-2 0
Svarfdæiir 10 0 13-7 0
Markahæstu menn:
GuðmundurHermannsson.ReyniÁ 5
JóhannHalldóreson.Skyttunum 5
E-RIÐILL:
Vaskur 2 2 0 0 7-3 6
Vorboðinn 3 111 6—4 4
Árroðinn 3 111 4—5 4
Tjömes 2 10 14—2 3
Æskan 2 0 0 2 2—9 0
Markahæstumenn:
Vaidimar Júiíusson, Vorboðanum 4
F-RIÐILL:
læiknirF 4 3 1 0 8—1 10
Sindri 5 3 11 10-7 10
Höttur 4 3 0 1 9-4 9
Súlan 5 2 1 2 8-10 7
Neisti 5 2 0 3 11-12 6
Borgarfjörður 5 2 0 3 9—10 6
Hrafnkell 5 2 0 3 8-10 6
EgiUrauði 5 0 1 4 5—14 1
Markahæstumenn:
Gunnlaugur Bogason, Neistanum 3
Þrándur Sigurðsson, Sindra 3
ÁrsæUHafsteinsson.SúIunni 3
Oskar Tómasson, Leikni 3
Enn vinnur
AIK
Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, frétta-
manni DVí Svíþjóð:
Stokkhólmsliðið AIK hefur öragga
forastu 1 1. deUdinni sænsku i knatt-
spymunni. t tíundu umferðinni um
helgina sigraði AIK Brage á útlvelli,
2—1, og hefur 18 stig af 20 mögulegum.
IFK Gautaborg hefur verið i mlkUli
sókn að undanförau, sigraði Norr-
köping, 3—0 á útivelli um heigina.
Hefur nú 14 stig, eða sama stigafiölda
og Hammarby. GAJ/hsím.
Tony Knapp—landsliðsþ jálf ari.
Tony Knapp verður á Laugardalsvellinum:
Knapp kynnist mörgum
nýjum leikmönnum
— aðeins þrír leikmenn íslenska landsliðsins, sem leika gegn Norðmönnum
í kvöldf hafa leikið undir hans stjórn
Þess má geta að Island lék fjóra
landsleiki gegn Norömönnum undir
stjórn Knapps — vann tvo, geröi eitt
jafntefli og tapaði einum.
Tony Knapp, landsiiðsþjálfari ís-
lands í knattspyrnu, mun ekki stjórna
landsliöinu gegn Norömönnum á
Laugardalsvellinum í kvöld, en aftur á
móti verður hann meðal áhorfenda.
Knapp, sem er nú þjálfari í Stavanger í
Noregi, kemur til Iandsins í dag. Hann
fékk sig ekki lausan til aö geta séö um
undirbúning islenska liösins og þá
hefur hann ekkl haft tækifæri til aö
fylgjast meö islenskri knattspyrnu í
sumar — og því eðlilegt að hann væri
ekki með iandsUðið.
Knapp mun aftur á móti stjórna
landsliöinu í HM-leikjunum gegn
Wales og Skotlandi í haust. Hann
kemur hingað til lands í sumarfríi sínu
í sumar og mun hann þá nota tímann
og „njósna” um íslenska knattspymu-
menn.
Knapp þekkir fáa
Þaö veröa ekki margir leikmenn Is-
lands sem leika gegn Norðmönnum
sem koma Knapp kunnuglega fyrir
sjónir, því aö flestir íslensku leikmenn-
irnir voru ekki byrjaöir aö leika meö
félagsUöum sínum 1977 þegar Knapp
var landsliösþjálfari síðast. Aðeins
þrír leikmenn hafa leikiö undir hans
stjórn: Karl Þóröarson, Guðmundur
Þorbjömsson og Janus Guölaugsson.
Janus er eini maðurinn sem lék undir
stjóm Knapps í Beifast 1977 gegn N-
Irlandi, en sá leikur var sá síðasti þar
sem Knapp stjórnaöi íslenska landsliö-
inu.
Filbert Bayi, fyrrum heimsmethafi, á fullri ferð:
Keppir á tveimur
vegalengdum f LA
Frægasti hlaupari heims fyrir
nokkrum árum, Filbert Bayi, veröur
meðal keppenda á ólympíuleikunum í
Los Angeles. Tanzaníumaöurinn Bayi,
fyrrum heimsmethafi í 1500 m hlaupi,
mun keppa í 3000 m hindrunarhlaupi
og 5000 metrum í Los Angeles.
Fyrir ólympíuleikana í Montreal í
Kanada 1976 var Filbert Bayi talinn
öraggur með sigur í 1500 m hlaupinu,
ósigrandi á vegalengdinni og heims-
methafi. Ekkert varö þó af gullverð-
launum hjá honum þar. Fjölmargar
Afríkuþjóðir hættu viö þátttöku á
leikunum í Montreal til að mótmæia að
Nýsjálendingar kepptu þar. Nýja-
Sjáland haföi ekki sinnt aö setja
keppnisbann á Suöur-Afríku eins og
flestar þjóöir heims.
Bayi varö því af gullverðlaunum en
Nýsjálendingurinn John Walker hlaut
þau, hlaupari sem Filbert Bayi haföi
Verða að fá
fjarvistar-
sönnun
ífimm ár
Frá Árna Snævarr, fréttamanni DV í
Frakklandi:
— Það var sagt frá mjög sérstæöum
atburði hér í gær í blöðum en bann átti
sér stað á ítalíu. Tveir áhangendur
Roma, sem voru handteknir á dögun-
um fyrir að valda skemmdum á lang-
feröabifreiö þeirri sem leikmenn
Juventus feröast i, voru dæmdir í sér-
stætt bann.
Þeir mega ekki koma til að sjá
Roma leika á heimavelli næstu fimm
árin og til aö koma í veg fyrir aö þeir
komist á völlinn, þegar Roma er að
keppa, eiga þeir að mæta, rétt eftir aö
heimaleikir Roma hefjast, á lögreglu-
stöö langt frá Olympíuvellinum í Róm
til aö láta stimpla í sérstakan passa
sem sýnir að þeir séu ekki nálægt vell-
inum þegar leikir hefjast.
Já, þeir veröa aö hafa fjarvistar-
sönnun!
-ÁS/-SOS
sigraö auöveldlega í 1500 m á bresku
samveldisleikunum. Bayi hætti um
■tíma keppni vegna vonbrigða í sam-
bandi viö Montrealleikana og einnig
settu meiösli strik í reikninginn. En
síðan fór hann aö keppa á ný. Náöi ekki
sama árangri og áöur í 1500 m eöa
míluhlaupi. Fór þá að reyna sig á
lengri vegalengdum með þeim árangri
að hann hefur verið valinn í ólympíulið
Tanzaníu.
Bayi vann í Svíþjóð
Fyrir nokkrum dögum keppti Bayi
í 3000 m hindrunarhlaupi í SoUentuna í
Sviþjóð. Vann þar auöveldan sigur en
tíminn var heldur slakur, 8:30,97 mín.
Spjótkastaramir Per Erling Olsen,
Noregi, og Kent Eldebrink, Svíþjóö,
sem köstuöu um og yfir 90 metra á
síöasta keppnistimabiU, hafa ekki náö
sér á strik nú. Per Erling sigraöi á
mótinu í Sollentuna, kastaði 81,16 m en
Kent 80,76 m. Þá má geta þess að
Sören Tallhem, Svíþjóö, sigraöi í kúlu-
varpi, 19,58 m, og Patrik Sjöberg, Sví-
þjóö, í hástökki. Stökk 2,26 m. hsím.
FUbert Bayi, fyrrum heimsmethafi í
1500 metra hlaupi.
Knapp sá ísland leika í Osló
Tony Knapp sá íslenska landsUöiö
leika síðast 1980 — gegn Norðmönnum
í Osló. Þá stjórnaöi Guöni Kjartansson
Uöinu, sem tapaöi 1—3. Guöni stjómar
íslenska liðinu í kvöld.
Fimm af þeim leikmönnum sem eru
nú í landsUðshópi Guöna léku í Osló —
Trausti Haraldsson, Sigurður
Halldórsson, Pétur Ormslev, Guð-
mundur Þorbjömsson og Sigurður
Grétarsson, sem lék þá sinn fyrsta
landsleik.
Norömenn hafa staðiö sig vel að
undanförnu — gert jafntefU viö Ung-
verja, 0—0, í Ungverjalandi og unniö
Wales, 1—0, í Noregi. Þaö má búast viö
fjöragum leik á LaugardalsveUinum í
kvöldkl.20. -SOS.
„Albert kenndi
mér galdra
knattspyrn-
unnar”
Frá Árna Snævarr, fréttamanni DV í
Frakklandi:
— Eftir að ég hafði séð Dani vinna
stórsigur 5—0 yfir Júgóslövum kom
einn Frakkl tU mín og spurði hvort ég
væri Dani. Ég sagði svo ekld vera.
Sagðist vera íslendingur. Maðurinn
tókst aUur á loft við þá frétt og spurði
hvort ég þekkti Álbert Guðmundsson.
— Eg sagöist vita hver maðurinn
væri og sagöi honum að hann væri nú
fjármálaráðherra íslands. Frakkinn
varð hissa þegar ég sagöi honum þær
fréttir og sagöi svo: „Guðmundsson
kenndi mér galdra knattspyrnunnar.
Hann var frábær knattspymumaöur
og þegar hann lék meö Racing Club
Paris kenndi hann ungum strákum í
París ýmsa galdra knattspymunnar,”
sagðimaðurinn.
Þaö er greinilegt aö margir eldri
Frakkar muna vel eftir Albert Guð-
mundssyni sem var hér á árum áöur
einn besti knattspymumaður Frakk-
landsogjafnframtEvrópu. -ÁS/-SOS
Svfínn reyndi við
hástökks-heimsmet
en tókst ekki. Ricky Bruch bitur að hafa ekki verið valinn
ísænska ólympíuliðið
Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, frétta-
mannf DV í Svíþjóð.
Svíar unnu öruggan sigur í þrlggja
landa keppni í frjálsum íþróttum í
Malmö um helgina. Hlutu 164 stig,
Norðmenn 130,5 stig og Grikkland 116,5
stig. f keppninni reyndi Patrik Sjöberg
við nýtt heimsmet í hástökki, 2,40 m,
og var mjög nærri aö fara yfir rána í
einni tilrauninni.
Patrik stökk 2,23 m og hafði þá
sigraö. Lét síðan hækka beint í 2,40 m
eöa einum sentímetra hærra en heims-
met Kínverjans Jianhua. I kringlu-
kasti náöist ágætur árangur. Norð-
maöurinn Knud Hjeltnes sigraöi,
kastaöi 65,54 m. Stefan Fernholm, Sví-
þjóö, annar með 63,72 m og kappinn
frægi, hinn 38 ára Ricky Bruch, þriöji
meö 62,86 m. Ricky er mjög bitur út í
sænsku ólympíunefndina aö hafa ekki
valið hann enn í sænska ólympíuliðið.
Sviinn Kent Eldebrink sigraði í
spjótkasti í landskeppninni, kastaöi
84,46 m. Hjeltnes sigraði einnig í kúlu-
varpi, 19,91 m. Jafnframt fór fram
kvenna-landskeppni Svíþjóðar og
Noregs. Sænsku stúlkumar sigmöu.
Hlutu 81 stig en Noregur 72. Linda
Haglund, sænska hlaupakonan kunna,
keppti þar í síðasta sinn. Sigraði á 11,73
sek. og lýsti síðan yfir aö hún væri hætt
keppni. GAJ/hsím.
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir