Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1984, Blaðsíða 6
6
DV. MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNI1984.
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
TilraunaeldhúsDV
Melóna og aörir ávextir
og nokkur kramarhús
I tilraunaeldhúsi DV í síöustu viku,
þegar við dunduöum okkur við úti-
grill og rabarbarakökubakstur, datt
út eitt þýöingarmikiö atriði. Tvær
uppskriftir voru af rabarbarakökum
eða bökum sem báöar á aö fylla meö
rabarbara, aöra meö eplum aö auki,
hina kókosmjöli og þekja meö
marens. En þar kom skekkja.
Fyllingin var ekki meö og ekki
heldur uppskrift að því sem á aö nota
í marensinn yfir kökuna. Viö verðum
aö biöjast velviröingar á þessum
mistökum. Uppskriftin af rabar-
bara-eplakökunni var rétt en hin
ekki og því birtum viö þá uppskrift
afturhér.
Rabarbarabaka
með marens
Botn:
3 dl h veiti
1/2 dl sykur
125 g sm jörlíki
1eggjarauöa
1 matsk. kalt vatn
Verklýsing:
1. Blandiö saman sykri og hveiti,
myljið smjörlíki út í.
2. Geriö holu í miöjuna, setjiö vatnið
og eggjarauöuna þar í og hnoöiö
saman meö snöggum handtökum.
Kæliö deigiö vel, helst í nokkrar
klukkustundir.
Fylling:
1 kg rabarbari
1 dl. sykur
1 matsk. kartöflumjöl
3—4matsk. kókosmjöl (másleppa) .
Marens:
2 eggjahvítur
1 tesk. edik
100 g sykur
Verklýsing:
1. Fletjið deigiö út eða þrýstið því út
meö höndum, í mótiö. Fletjið deigið
vel yfir allan botnrnn og upp með
börmunum.
2. Pensliö deigið meö eggjahvítunum
(hluta af marenseggjahvítunum).
3. Skolið af rabarbaraleggjunum og
skeriö þá í 3—5 cm bita. Skeriö
þykka leggi í tvennt. Raöið þeim yfir
deigiö.
4. Blandið saman kartöflumjöli,
sykri og kókosmjöli og stráiö því yfir
rabarbarann.
5. Bakiö í ofni viö 225° C hita í 20
mínútur, neðarlega í ofninum.
6. A meðan þeytiö þið marensinn. Þá
eru eggjahvíturnar þeyttar stífar.
Síöan bætiö þiö helmingnum af
sykrinum út í og síðan edikinu.
Þeytið áfram þar til marensinn er
oröinn seigur. Blandið sykrinum sem
eftir er út í meö sleikju.
7. Takið bökuna út úr ofninum og
setjið marensinn ofan á miðjuna.
Epli vínber, melónubitar og sneiðar ásamt skinkusneiöum og sósu.
Rabarbarabökurnar sem bakaðar voru i síðustu viku; tH vinstri er sú sem gleymdist aö fylla og viö gerum
bragarbót á í dag.
D V-mynd Bj. Bj.
Fallegt er aö setja nokkrar möndlur
ofan á.
8. Bakið síðan áfram við 175° C hita í
10—12 minútur. Bakan borin fram
með þeyttum rjóma.
Þá skulum við vona aö mistök fyrri
viku séu úr sögunni.
Og áfram höldum við með tilraunir
í dag. Á þessum bjarta árstíma þykir
vel viö hæfi aö neyta léttra máltíöa
og mikils af grænmeti og ávöxtum.
Viö erum sannfæröar um,
matseljurnar þrjár sem í eldhúsinu
starfa, aö þessir litlu, ljúfu réttir,
sem viö berum nú fram, smakkist
enn betur undir berum himni — og á
björtu sumarkvöldi.
Skinkurúllur
6—10 sneiðar skinka
6—10 þunnar sneiðar af vatnsmelónu
1/2 dós sýrður rjómi
4 matsk. majónsósa
2epli (frekarsúr)
100 g vatnsmelóna
250 g vínber
1/4 agúrka
Verklýsing:
1. Hræriö saman sýrðum rjóma og
majónsósu.
2. Flysjiö eplin og saxið smátt, saxið
vínberin og takið úr þeim steinana.
Saxiö 100 g af melónunni og saxiö
agúrkuna smátt.
3. Hræriö þessu saman viö sósuna.
4. Leggiö skinkusneiöamar í kram-
arhús og fyllið þau með salatinu.
5. Leggið kramarhúsin á fat og
þunna melónubáta á milli. Beriö
afganginn af salatinumeð.
Fyllt melóna
— Ávaxtasalat
1 frekar stór melóna
lepli
1 kiwi-á vöxtur
nokkur vínber
lpera
1 lítill banani
1—2 mandarinur
nokkur kokktellber
ef tll vUl súkkulaði
og nokkrar hnetur
Verklýsing:
1. Þvoið alla ávextina úr köldu vatni.
2. Skeriö melónuna í tvennt. Ef á aö
vera tennt mynstur er best aö
teikna þaö á áöur og skera síðan (sjá
mynd). Hreinsið kjarnann burtu og
takið melónukjötið úr og brytjið
niöur.
4. Brytjið allt niöur og blandið
saman. Setjið aftur í melónuna.
Beriö fram meö ís og/eða rjóma og
einnig kemur vanillusósa vel til
greina sem ljúffeng ábót. Gott er að
hella örlitlu sherríi yfir en annars er
safinn úr ávöxtunum látinn nægja.
Gætiö þess að safinn fari ekki til
spillis.
Og þá er komið aö því aö athuga
hvaö „kruðeríiö” allt kostar. Við
erum nokkuö dýrar í rekstri í dag —
en líklega er þaö þjóðhátíðar-
stemmning siöustu helgar og Jóns-
messutilhlökkun næstu helgar sem
losað hafa gripiö um pyngjuna.
Skinkurúliumar meö fyllingunni
kosta um 175 krónur og heila
melónan meö ávaxtafyllingunni
kostar um 230 krónur. (Is eöa rjómi
ekki reiknað meö.) Rúmar fjögur
hundruð krónur samtals — og dugar
sem létt máltiö fyrir 3—4 manns.
Dýrt er það en gott. Setjum aftur upp
svuntumar eftir viku — og mætum á
samastað. .pQ
Þegar ávextirnir eru komnir i sósuna er skinkusneiðunum rúllað í kramar- 3. Flysjið mandarínumar, bananann Kramarhúsunum raðað á fat og þunnum melónusneiðum á milli.
hús ásamt ávaxtasalati. og kiwiávöxtinn. Ávaxtasalat borið fram með iskál.