Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1984, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1984, Blaðsíða 36
36 DV. MIÐVIKUDAGUR 20. JONI1984. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Sérstæð málaferíi Tíkin umdeilda ásamt Judisem er tiihægriá myndinni. Hex hnugginn á svip með hvoipunum sem tikin eignaðist með Labra- dorhundinum. Rex og Judi Wheatland voru gift í fjögur ár en skildu svo. Búinu var skipt og ekki kom til neinna árekstra um skiptingu eignanna nema þau urðu ósátt hvort skyldi halda þriggja ára gamalli poddletík sem þau áttu. Magnaöist rifriidi hjónanna svo mjög aö til málaferla kom út af tík- inni. Lyktaöi j>eim svo aö hvort þeirra skyldi hafa hundinn í einn mánuðisenn. Gekk svo i eitt ár aö þau skiptust á aö hafa hundinn en svo neitaöi Judi skyndilega aö láta hann af hendi. Ástæðu þessa sagði hún vera þá aö Rex hafði leyft risastórum Labra- dorhundi aö komast í tæri viö poodle- tíkina meö þeim óhjákvæmilegu af- leiðingum aö hún varö hvolpafull. Mál þetta fór enn einu sinni fyrir dómstóla og sagði Judi að Rex væri ekki treystandi fyrir tíkinni og hefði það komið í ljós er hann hleypti Labradorhundinum á hana. Þessi málaferli gengu alveg fram af dómaranum sem þó var sagður ýmsu vanur. I dómsforsendum sagði aö þetta væri mál sem frekar ætti aö leggja fyrir dýralækna en dómstóla. Ennfremur sagöi aö svona fólk ætti að reyna að leysa mál sin án aöstoð- ar dómstóla, málin væru rekin á kostnað hins aimenna skattborgara og væri út í hött aö eyða fé í svona barnaskap. Máiinu var vísað frá. Rex og Judi voru ekki á því að gefast upp heldur fóru með málið í blöðin. Birtust hjartnæmar myndir og frásagnir þar sem þau röktu raunir sínar fyrir les- endum. Til að alls hlutleysis sé gætt bá þykir rétt að birta frásagnir beggja aðila í von um að það varpi ljósi á af hverju farið var út í þessi fáránlegu málaferli. Rexsegir svofrá: „Það er alveg satt, ég elska dýrið, þ.e. tíkina, hundinn. Hundurinn er það eina góða sem kom út úr þessu vonlausa hjónabandi. Eg bauð Judi 4.000 dollara fyrir hundinn en hún hafnaði því tilboði. En hundurinn er mér meira virði en það. Það var engu tauti við hana komið. Tíkin er eins og manneskja. Það besta sem hún fær er humar, rækjur og stórar steikur með salati og Roquefort sósu. Tíkin var alitaf hjá mér og svaf jafnvel við hliðina á mér. Eg tók hana með í vinnuna og hafði hún sinn eigin stól á fundum.” Judi segirsvofrá: „Hún er bamið mitt, ég myndi ekki láta hana hvað sem 1 boði væri. Þess vegna hafnaði ég tilboði Rex. Ég vil ekki að neinn fái skepnuna, ég ól hana upp. Þegar hún var hvolpafull þá varð ég að vera hjá henni, því- ekki gat ég látið Rex fá hana í þvi ástandi, hún varö að vera hjá móður sinni. Eg haföi ætlað mér að giftast aftur og flytja til Oklahoma en það litur út fyrir að af því verði ekki vegna þess að Rex vill ekki að ég taki hanameð mér.” Hvfldu í friði, seppi Þegar gæludýr gefa upp öndina er tunnu. Þeir sem eru svo lánsamir að þaö mál afgreitt. það vaninn hjá flestum aö henda eiga garö grafa kisulóru eða seppa Bandaríkjamenn eru þekktir fyrir að hræinu eftir látlausa athöfn út í rusla- gamia í blómabeðinu, og þar með er gera hlutina ööruvisi. Fyrir utan borgina Baltimore er kirkjugarður sem í upphafi var aðeins ætlaður undir gæludýr. William Green, eigandi garðsins, sagöi aö frá upphafi heföi einungis átt að grafa dýr í garðinum en fljótlega fóru eigendur dýranna að falast eftir skika fyrir sig við hliðina á gæludýrinu heittelskaða. Leyfi fékkst fyrir sliku og sagði Green að nú hvíldu um 100 manns í garöinum við hliðina á hundum, hestum, köttum og jafnvel einum fíl. Green sagöi að einn maður hefði látið taka frá skika fyrir sig og sex veðhlaupahesta sem hann ætti. Hafi einhver áhuga á því að láta grafa sig og gælurottuna sína þarna úti þá upplýsist það að legstaður undir mann kostar 30.000 krónur en legstaður fyrir rottuna er helmingi ódýrari. „Heyrðu, Nancy, fá þú þór fyrst bita. Smakkararnir eiga fri i dag." Hór má sjá hana Bonnie L. Fisher við tiivonandi gröf hennar sjálfrar. Þegar er búið að jarða hennar heittelskaða poodiehund, hann André. AF SMÖKKURUM FORSETANS Frá því var greint í Sviðsljósinu fyrir skömmu að Ronald Reagan væri af írsku konungakyni og kom sú fregn flestum á óvart. Sá nafntogaðasti þeirra mun hafa heitið Brjánn og var hann kaliaöur bora. Rikti hann yfir skika nokkrum á Irlandi á elleftu öld og mun hann hafa snúið upp tánum í þeirri sælu trú að eftir hann kæmu fleiri borur sem haida myndu nafninu á lofti. En auðvitað glutruöu afkom- endur öliu úrhendi sér nokkrum árum eftir að sá gamli var huslaður. Það mun hafa verið til siðs hjá Brjáni boru, meðan hann var og hét, að láta konungslega smakkara bragða á öllu því ómeti sem borið var á borð fyrir hann. Það var auövitað gert til þess að tryggja að ekki yrði laumað eitri í kartöflustöppuna hans Brjáns. Hér er einmitt komið aö kjama máls- ins því fregnir herma að afkomandi Brjáns, hann Ronald bora, hafi einnig smakkara á sínum snærum. Þeir eru hvortki fleiri né færri en fimm. Þessi lífsleiðu átvögl hafa fleiri störf en að narta í mat forsetans, þeir fylgjast með hverju því sem aðhafst er meðan krásimar em meðhöndlaðar. Ef einhverjum komúnistanum tækist að lauma svo sem einniverk-og vind eyðandi í hafragraut forsetans, þá yrð smakkarinn að gera sitt besta og reyn, að tóra. Oþarft er að taka fram að þei drengimir em mjög vel líftryggðir Menn geta því andað rólega þót smakkarar falli dauðir niður hver un annan þveran í eldhúsinu, eini afleiðingarnar fýrir Ronald yrðu þæ: að hann myndi senda eftir einum ham borgaratilaðseðjasárasta sultinn. Málshátturdagsins Mig hrollir við, sagði Rippill.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.