Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1984, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1984, Blaðsíða 37
DV. MÍÐVÍKUDÁGÚR 20.'jtINIÍÖ84. Sviðsljósið Sviðsljós Isól ogsjó — eða þoku eftiraðstæðum Hór sóst Kristinn Einarsson, kafari og sundkappi, hlaupa niður Langasand á Akranesi og út i sjó. Fyrir utan voru kafarar á æfingu. Kristni þótti vissara að gefa þeim nokkur ráð. Þoka var á Akranesi þegar DV bar að garði á dögun- um. Fyrr um daginn hafði fjöldi fólks legið i sólbaði á sandinum og varpað sór í sjóinn þess á milli — til kælingar. En svo kom þoka og allir fóru heim, nema Kristinn 5. Hverfur og kafararnir fyrir utan. 6. A kaf EA /D V-mynd Arinbjörn. Carrera atvinnulaus Iitið hefur frést af leikkonunni Barbara Carrera sem lék á móti Roger Moore í Bondmyndinni Never say never again sem sýnd var hér á landi í fyrra. 1 kvikmyndaiðnaðinum eru litlar fréttir slæmar fréttir því þær þýða það einfaldlega að viðkom- andi hefur ekkert að gera. Barbara lét það ekki aftra sér frá því að mæta á kvikmyndahátíðina í Cannes í Frakklandi, þar sem hún hafði ekkert betra að gera en að rif ja upp minningamar frá því í fyrra. ... . . Lítíð eitt um Roberto Roberto Rossellini, sem hér í eina tíö var fastur fylgisveinn Karólínu í Mónakó, er enn slúðurdálkamatur, furðulegt nokk. Roberto er sonur Roberto 6 kvöldgöngu með einni ónafngreindri. Ingrid Bergman sem lést fyrir skömmu. Vinurinn hefur ekkert annað fyrir stafni, að þvi best er vitað, en að eyða peningum og svalla og er hann sagður stunda það starf af mikilli alvöru. Roberto hefur ekki alveg sagt skilið við furstaliðið eða spilavítið, því hann er sagður stunda veiöar með Albert bróður Karólínu. Ekki er átt við kvenna- veiðar heldur alvöruveiðar með rifflum, skotum og svoleiðis nokk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.