Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1984, Síða 1
DAGBLAÐIÐ — VISIR
14B. 1 Bi. — 74. ogio.
— FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ1984.
í
„Lokuðumst fyrr en
varði inni í ísnum”
— sagði skipstjórinn, Jón Marteinn Guðröðarson
„Vi5 vorum á fullu stími á leiöinni
á miðin er aöalvélin drap skyndilega
á sér, og skömmu síðar drapst á
ljósavélinni. Þar meö var báturinn
orðinn stjórnlaus, við gátum ekkert
gert og fyrr en varði rak okkur inn í
isinn og báturinn lokaðist innL”
Þetta sagði Jón Marteinn Guð-
röðarson, skipstjóri á vélbátnum
Siguröi Pálmasyni HU 333, í
gærkvöldi, er skuttogarinn Sigurfari
II SH 105 frá Grundarfiröi var með
Sigurð í togi, um 15 sjómílur norður
af Straumnesi, á leið til Isafjarðar en
þangaö komu skipin á fjórða
tímanumínótt.
„Ástæðan fyrir því að vélarnar
stönsuöu var sú að það komst vata
í olíuna. Það er mér gjörsamlega
óskil janlegt hvernig þaö gat gerst. ”
Jón sagði að þeir hefðu verið um
eina og hálfa sjómflu frá ísröndinni,
um 32 sjómflur út af Straumnesi, er
þetta geröist. Klukkan var þá tólf á
hádegi. „Það var svo mikil ferö á
ísnum, þetta voru stórir jakar, að við
vorum orðnir innilokaðir mfldu fyrr
enégáttivon á.”
Sex manna áhöfn var á Sigurði og
sakaði engan í óhappinu. „Það eina
sem við getum núna kvartað yfir er
að það er orðið nokkuö kait um borð.
Getum ekki einu sinni hitað okkur
kaffi. Söknumtíudropanna.”
— Er báturinn skemmdur?
„Mér þykir ólíklegt annað en að
hann hafi skemmst eitthvað, en það
er enginn leki kominn að honum.
Þetta kemur allt betur ljós á
morgun, en þá verður kafað undir
hann.”
„Ég vil bara nota tækifæriö og
þakka þeim á Sigurfara aðstoöina.
Þeir brugöust fljótt viö, og þetta eru
eldklárir sjómenn,” bætti Jón við.
DV náði einnig tali af Gunnari
Hjálmarssyni, skipstjóra skuttog-
arans Sigurfara II. „Taugin slitnaði
einu sinni, en að öðru leyti gekk
ljómandi vel að ná bátaum úr
ísnum,” sagði Gunnar.
„Við komumst aldrei nær honum
en 50 metra, og því urðum við að
skjóta línunni á milli. Það gekk
vandræðalaust. Sennilega tók mest-
an tima í þessu öllu saman að finna
leið aö bátnum í gegnum ísinn.”
Þess má geta að Sigurður
Pámlason er 300 tonna stálskip. Það
er í eigu rækjuverksmiðjunnar Mel-
eyrar á Hvammstanga, og var á leið
á rækjuveiðar er óhappið varö í gær.
-JGH.
Tvísýnar
kosningar
á Nýja-Sjálandi
sjá bls. 10
Samhygðer
líkafjör,grín
ogglens
— sjá Viðtalið við
Júlíus P.
Valdimarsson
bls.ll
Ennmikill
munurá
hitunarkostnaði
eftirhitaveitum
— sjá bls. 2
MáliBalysog
fruarfrestað
sja bls. 2
40laxafékk
holliðf
Miðfiarðará
- sjá bls. 2
Ekið vará unga stu/ku á Vatnsveituvegi ígær. Stúikan, sem varað störfum fyrír vinnufiokka borgarinnar, ersiysið áttisérstað, meiddist a/lilla íbaki
og háisi. D V-mynd: HS
UTANLANDSFERÐIR FLUGMÁLASTJÓRNAR:
810 DAGAR Á NÆSTA ÁRI
„A erfiðu ári þarf ég að vera í út-
löndum á vegum stofnunarinnar allt
upp í 60 daga. Á venjulegu ári eru það
um 45 dagar,” segir Pétur Einarsson
meðal annars í samtali við DV.
Þar kemur fram að fyrstu sex mán-
uði þessa árs hafi ferðalög starfs-
manna stofnunarinnar veriö 571 dagur
eða um hálft annað ár. Ekki er alveg
ljóst hver kostaaður vegna þessa er.
Hins vegar var kostaaður vegna ferða
starfsmanna rúmar 2,3 milljónir í
fyrra. Fargjöld og dagpeningar fyrir
einstaka starfsmenn á því ári nema frá
20 til 30 þús. kr. fyrir hverja ferð í rúm-
ar 200 þúsund krónur.
Á næsta ári verða starfsmenn Flug-
málastjómar í útlöndum í 810 daga eða
í um tvö og hálft ár. Kostaaður við það
er áætlaður tæpar 4,5 milljónir.
„Við höldum öflu í lágmarki, hvað
þetta varðar,” sagði Pétur Einarsson,
„og 80 prósent af okkar ferðum er bein-
linis vegna flugumferðarþjónustu.”-KÞ
Ferðablað
fylgir
á morgun
32 siðna innlent ferðablað fylgir D
á morgun. Meðal efnis í blaöinu i
heimsókn í sumarbústaöi, á tjaldstæ
og fjölmarga þá staði sem ferðamer
gista. I blaðinu eru uppiýsingar ui
ferðir og ferðalög innanlands sem öl
um ættu að koma að gagni.