Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1984, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1984, Síða 2
2 DV. FÖSTUDAGUR 29. JUNl 1984. Ný skýrsla um hitunarkostnað hjá nokkrum hitaveitum: Enn mikill munur á hitunar- kostnaði eftir hitaveitum Meginniðurstaöa skýrslu san iðnaðarráöuneytið hefur látiö gera um vatnsnotkun og hitunarkostnað hjá nokkrum hitaveitum er sú að hið svokallaða hemlakerfi sé ekki nógu skilvirkt. Og það skili ekki þeim tekjum til hitaveitna sem megi gera ráð fyrir. Það var Guðrún Zoéga, verkfræðingur hjá Fjarhitun hf., sem vann skýrsluna fyrir ráðuneytiö og voru niðurstöðurnar kynntar á aöalfundi Sambands íslenskra hita- veitna á Akureyri í gær. Hitaveita Reykjavíkur selur vatn til húsahitunar eftir mæli, Orkubú Vestfjarða notar bæði vatns- og orku- mæla. Hinar hitaveiturnar sem tóku þátt í könnun sem skýrslan byggir á hafa aliar hemla. Það eru hitaveitur Borgarness og Akraness, Akureyrar, Dalvíkur, Húsavíkur Suðúreyrar, Suðurnesja og Sigluf jarðar. Með hemlum er stilltur ákveðinn hámarksskammtur sem fólk greiðir fyrir, þannig er greitt fyrir vatniö eftir mestu aflnotkun. Vatnsmæiar mæla hve mikið vatn fer um þá og greitt er fyrir tonn. Hjá Orkubúi Vestfjaröa er bæði mælt vatnsmagn og hitafell, það er að segja orkan sem fæst úr vatninu. Gengið er út frá 400 rúmmetra einbýlishúsi í skýrslunni og fundinn hitunarkostnaður þess. Einnig er reiknað afl- og orkuverð. 1 ljós kemur að orkunotkun er mjög háð stærö húsa. Vatns- og orkunotkun 400 riúnmetra húss er til dæmis mun meiri á rúmmetra en 700 rúmmetra húss. Fram kemur líka að neyslu- venjur eru allt öðruvísi hjá hemla- veitum en mælaveitum. Aflhámark er mun lægra en notkun jafnari, heildarvatnsnotkun á ári er meíri en hjá mælaveitum. Helstu niðurstöður Helstu niðurstöður eru dregnar saman í byrjun skýrslunnar: Fjórir þættir eru taldir hafa áhrif á vatnsnotkun: Veðurfar, vatnshiti, verö og söluaöferðin, hemill eða mælir. Þess verður ekki vart að mis- munandi veðurfar á landinu hafi áhrif á vatnsnotkun eða hámarks- vatnsskammt. Munur á vatns- kaupum fyrir 400 rúmmetra hús eöa 800 rúmmetra er talinn 20—70%. Minna húsið notar hlutfallslega mun meira vatn á rúmmálseiningu og á það jafnt viö um mæla og hemia. Hjá mælaveitum er vatnsnotkun 400 rúmmetra húss meiri en reiknaö hefur verið meö, en hámarks- skammtur hjá hemlaveitum lægri en álitiöhefurverið. Raunverulegur hitunarkostnaöur þessarar sömu hússtæröar er frá 74% af áætlun iðnaðarráðuneytis, og er þar átt við Hitaveitu Akureyrar, upp í 125% hjá Hitaveitu Reykja- víkur. Orkuverð er hins vegar 54% hjá Hitaveitu Akureyrar upp í 100% þar sem er Orkubú Vestfjarða, miöað við áætlun ráðuneytisins. Þegar hitunarkostnaður húsa er borinn saman verður að taka tillit til þess hvemig greitt er fyrir neyslu- vatn. Það er ýmist innifalið í vatns- skammti eða utan hemils og kemur sem viðbót við þann hámarks- skammt sem greitt er fyrir. Þannig jafngilda 2,9 1/mín. á Suðumesjum Guðrún gerir grein fyrir niður- stöðunum á fundinum á Akureyri igær. DV-mynd: JBH Akureyri. 2,51/máAkureyri. Vatnsnotkun er jafnari yfir árið hjá hemlaveitum en mælaveitum. Hámarksnotkun er mun minni og yfirleitt ófullnægjandi í mestu kuldum hjá dýrari hitaveitum. Nýtingartími hámarksafls er mjög hár sem veldur því að orkuverðiö er lágt. JBH/Akureyri Guðrún Zoega verkf ræðingur: Mælikerfið hent- ugra en hemlarnir „Tilgangur með þessari athugun var að finna raunverulegan hitunar- kostnað húsa og niðurstööurnar eru í mjög stuttu máli þær að hitunar- kostnaður hjá hemlaveitum er yfir- leitt mun lægri en reiknað hefur verið meö,” sagði Guörún Zoéga verkfræðingur í samtali við DV. „Þetta þýðir fyrir veiturnar að vatnsþörfin er ekki eins mikil og einnig lækkaðar tekjur. Afltoppur er lægri hjá hemlaveitum og nýtingar- tímihærri.” Guðrún sagðist í skýrslu sinni ekki leggja til neinar breytingar í sam- ræmi viö þær niöurstöður að hemla- veitumar komi verr út en mæla- veitur, það væri annarra. Hún taldi að ekki væri verið að sfá hemlakerfiö rothögg en mælakerfiö væri þó hentugra, bæði fyrir notendur og seljendur. „Eg held að þessar niðurstöður komi mönnum kannski ekki á óvart,” sagði Guðrún um þann mun sem reyndist vera á útreiknuðum hitunarkostnaði íbúða sem iðnaðar- ráðuneytið hefur notað og því sem skýrslan leiðir í Ijós. „Raunverulegt orkuverð er kannski ekki nema upp undir 60 aurar eða rúmur helmingur af því sem reiknað hefur verið með. Munurinn á hitunarkostnaði er hins vegarekkieinsmikill.” JBH IONAOAHBAOUNIYTIO SAMAMBURDUn MITAKOSTMAOAR 3UNI 26.06.84/KH/gh:niðurgrd 1. HITAVEITUR .01 Reykjavik .02 SeltJirnirnes .03 Mosfel1shreppur .04 Bessdstdððhreppur .0S Suóurnes .06 Porldkshofn .07 Eyrar .08 Selfoss .09 Hverígerói .10 Ldugdrðs .11 Fluóir .12 Brautarholt .13 Vestmannaeyjdr .14 Akranes og BorgarfJ .15 Reykholar .16 Suðureyn .17 Hvammstangi .18 Blönduos .19 Sauðarkrokur .20 Siglufjörður .21 Olafsfjörður ,22 Daivlk .23 Hrisey .24 Akureyri .25 Husavik .26 Reykjahlið .27 Egilstaðir .28 Rangeinga 2. VARMAVEITUR .01 Orkubu Vestfjarða % á óniöurgreiddri olíuhitun. >»»»»>»»»»»»»»»»»>»»»»»»»»»> 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 .02 SeyðisfJorður .03 Hofn Hornaf. 3. RAFHITUN .01 Vestmannaeyjar .02 Akranes .03 Orkubu Vestfjarða .04 Siqlufjorður .05 Akureyri .06 ReyðarfJorður .07 Rafmagnsveitur rikis HH 4. OLIUHITUN .01 An oliustyrks .02 Með oiiustyrk MN: Með, niðurgreislum Ail: An niðurqreíðs 1 na 10 20 30 40 !HVER • 3AFNCIL0IR 2\ 60 70. 80 90 100 Þetta yfiriit sýnir hitunarkostnað i júni 1984. Oliuhitun án iækkunar vegna oliustyrks er sett á 100%. Hitunarkostnaður hjá Hitaveitu Reykja- víkur er aðeins 22%. Hverpunktur i yfiriitinujafngildir 2%. ' VEIÐIVON Gunnar Bender Hraíiik '! Kjartansson með tvo fallega laxa nr ármótum Miðfjarðarár og Vestb. ár, 18 og 14 punda laxar. 18 punda laxinn er sá stærsti sem veiðst hefur ennþá í Miðfirðinum. DV-mynd G. Bender. Miðfjarðará: Síðasta holl fékk 48 laxa — mjög góð stærð á laxinum, 8-18 pund Miðfjarðará hefur um langt árabil verið talin með betri laxveiðiám þessa lands en árið 1938 var áin friðiuð fyrir ádráttaveiði sem nær hafði gert hana að tómum pytti en sem betur fer var því afstýrt Þegar talað er um Miðfjarðará er átt við allt veiðisvæðið í Miðfirði, það er Miðfjaröará sjálfa, Austurá, Vesturá og Núpsá, sem mynda Miðf jarðará eða falla í hana. Hafa allar þessar ár sína skemmtilegu eiginleika og er gaman að veiða í þeim. Veiðin í Miðfjarðará það sem af er hefur verið þokkaleg og var kominn á land 141 lax á hádegi á miövikudag og var sá stærsti 18 pund. Holliö sem yfirgaf ána þá um hádegi og hafði veitt i ánni í þrjá daga, var með 48 laxa, frá 8—18 punda laxa. Mest hefur veiðst af laxinum á maðk, en flugan hefur þó gefið einn og einn lax. I Vesturánni virðist vera mest af laxi núna og segja reyndir veiðimenn að áin sé ,,gull” að veiða í henni þessa dagana. Austuráin hefur gefið nokkra laxa og virðist vera eitthvað af laxi í henni. Núpsáin hefur gefið töluvert af laxi og eru þar efri og neðri Núpsfossar fengslæastir eins og er. En það getur breyst á stuttum tíma. Þó var þetta alls engin mokveiði, langt frá því, en reytingur engu að síður. Eldri veiöimenn muna ána betri en hún er núna orðin en þetta breytist vist allt. Mikið af þessum löxum sem veiddust í hollinu síðasta voru með lús og sumir með margar. Veiðisvæði Miðfjarðarár er um 60 km og víst eru nafngreindir um 150 veiðistaðir, svo af nógu er að taka. Gaman er að renna fyrir fisk í ánum og fá hann tO aö taka þó meira mætti vera af honum í þeim. G. Bender. Sendiherra Þýskalands í bréfi til Jóns Hákonar hjá Hafskipi: ^ UMMÆLIÞIN ÓSANNGJÖRN Sendiherra Vestur-Þýskalands á Islandi hefur sent Jóni Hákoni Magnússyni, framkvæmdastjóra hjá Hafskipi, bréf vegna ummæla sem sá síðarnefndi haföi i viötali við DV á þriðjudag í sambandi viö flótta Miroslav Peter Baly. I áðurnefndu viðtali segir Jón Hákon meðal annars aðhonumþyki ekki laust við að þaö gæti tvi- skinnungs í þessu öllu. „A sama tima og þýsk yfirvöld eru að heiöra Islend- inga fyrir frækin björgunarafrek, bjarga þeir dæmdum þjófi úr landi.” Þessi ummæli þykja sendi- herranum Jörg R. Krieg ósanngjörn. Hann segir að Jón Hákon hefði með einu simtali til sendiráðsins getað komist að því að þeir þar hefðu engan þátt átt í flótta Miroslav Peter. Og auk þess styddu þeir vfija islenskra yfirvalda í hvívetna í þessu máli. Hann segir ennfremur að viðurkenningamar til björgunar- mannanna hafi farið fram í fullri vin- semd í fullvissu þess að samband þjóðanna tveggja væri í stakasta lagi. „Við þessa hátíðlegu stund hvarflaði ekki að nokkrum að hún gæti síðar verið notuð í þeim tilgangi sem þú gefur í skyn,” segir í niður- lagi bréfsins. . —KÞ Hæstiréttur: Máli Baly og f rúar f restað Máli fálkaeggjaþjófanna Miro- slav Peter Baly og Gabriele Uth Baly sem flytja átti fyrir Hæstarétti í dag hefur verið frestað til hausts. „Vegna farbannsins sem Baly var í til 5. júlí átti að ljúka málinu fyrir þann tíma og áöur en Hæstiréttur færi í réttarhlé,” sagði Bjöm Helga- son, ritari Hæstaréttar, i samtali við DV. „Nú þegar Baly er sloppinn úr landi virðist það skipta litlu máli hvort dómurinn er kveðinn upp nú eðaíhaust.” Bjöm sagði að málflutningi fyrir Hæstarétti væri lokið fyrir réttarhlé. Hann sagði einnig að á sumrin væru einungis þau mál tekin fyrir sem væru mjög aökallandi og þyldu enga bið. —KÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.