Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1984, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1984, Side 6
6 DV. FÖSTUDAGUR 29. JUNl 1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Bandaríkin: /Etlaði að selja írönum hergögn —og einnig írska lýðveldishernum Bandarískur vopnasali hefur veriö sekur fundinn um tilraun til aö selja Irönum vopn fyrir tvo milljarða Bandaríkjadollara. Abbott van Backer, 63 ára gamall, hugðist meöal annars selja frönum 25 þyrlur ætlaðar til árása, 100 skriðdreka og 60 Hawk stýriflaugar. Var van Backer dæmdur í 11 ára fangelsi fyrir tiltækið og er það hæsta refsing sem hugsanleg er fyrir slíkt brot í Bandaríkjunum. Auk þess var van Backer gert aö greiða 40.000 dollara í sekt. Van Backer var handtekinn í júlí á síðasta ári ásamttveimur félögum sínum grunaður um að ætla að selja Irönum mikið magn vopna. Höföu þeir af því tilefni reynt aö múta opin- berum starfsmönnum í Bandarik jun- um til aö fá þá til að gefa út fölsuð vottorð fyrir vopnakaupum. Þeir félagarnir voru einnig sak- felldir fyrir að ætla að selja vopn til írska lýðveldishersins (IRA) og var andvirði þeirra um 15 milljónir doll- ara. Er þetta talið umfangsmesta mál sinnar tegundar sem komið hefur upp í Bandaríkjunum á síðustu árum. Opinberar heimildir frá Bandaríkjunum herma að hvorki stjómvöld í Iran né írski lýðveldis- herinn hafi verið beinir kaupendur, heldur hafi viðskiptin átt að fara fram í gegnum milliiiði. Pólland: Frakki dæmdur fyrir að smygla áróðri Pólskur dómstóll hefur dæmt 28 ára gamlan Frakka í tveggja ára fangelsi fyrir að reyna að smygla bókum og f jölritunarvélum inn í landiö. Auk þess var Frakkanum, Jacques Challot, gert aögreiöa 4.500 dollara sekt. Pólska fréttastofan PAP sagði að Challot hefði reynt að smygla til Pól- lands 778 bókum og bæklingum sem hefðu verið andkommúnískur áróður. Auk þess heföi hann reynt aö koma inn í landið fimm fjölritunarvélum, vara- hlutum í þær og blekl Fyrr í þessum mánuði stóðu frönsku leikararnir Yves Montand og Gerard Depardieu fyrir mótmælum fyrir utan pólska sendiráðið í París. Þar mót- mæltu þeir handtöku Challots. 6 mánaða ábyrgð BILABORG HF Smiðshöföa 23 sími 812 99 Aldrei höfum við getað boðið eins gott úrval af 1. flokks notuðum MAZDA bíl- um og núna. Allir bílarnir eru gaum- gæfilega yfirfarnir og þeim fylgir 6 mánaða ábyrgð frá söludegi. Sýnishorn úr söluskrá: Bifreiðakaupendur! Komið við hjá okkur um helgina, trygg- ið ykkur úrvals notaðan MAZDA bíl og stuðlið þannig að ánægjulegu sumri. Langar þig í nýrri bíl fyrir sumarið? Komdu þá til okkar með þann gamla og skiptu honum upp í nýrri MAZDA. Opið laugardag frá kl. 10-4 GERÐ ÁRG. EKINN 929 LTD 2 dyra HT v/s '83 20.000 6 mán. áb. 929 LTD 4 dyra v/s '83 32.000 6 mán. áb. 929 LTD 4 dyra sjsk.v/s '82 20.000 6 mán. áb. 929 LTD 2 dyra HT m/öUu '82 53.000 6 mán. áb. 929Sedan4dyrasjsk.v/s '82 46.000 6 mán. áb. 929 Sedan 4 dyra sjsk.v/s '80 92.000 6 mán. áb. 929 Sedan 4 dyra '79 63.000 6 mán. áb. 626 GLX Hatchb. sjsk.v/s '83 16.000 6 mán.áb. 626 2000 4 dyra v/s '82 39.000 6 mán. áb. 626 2000 2 dyra HT v/s '82 47.000 6 mán.áb. GERÐ ARG. 626 2000 4 dyra sjsk. '82 626 2000 4 dyra sjsk. '81 626 1600 4 dyra '81 323 1300 3 dyra '82 323 1300Saloon4 dyra '82 323 1300 5 dyra sjsk. '81 323 1400 5 dyra '80 323 1400 SP 3 dyra '80 RX 7 2 dyra m/öllu '81 RX 7 '80 EKJNN 45.000 22.000 20.000 38.000 23.000 2.700 40.000 58.000 47.000 62.000 6 mán. áb. 6 mán. áb. 6mán. áb. 6 mán. áb. 6mán. áb. 6 mén. áb. 6 mán. áb. 6 mán. áb. 6mán.áb. 6 mán. áb. John Barron er sérfræðingur í málefnum KGB. Hann hvetur Vesturlönd til að setja reglur um f jölda sovéskra sendiráðsstarfsmanna. KGB-sérfræðingur: Telur Rússa hafa gert mistök í máli Treholts John Barron, bandarískur sérfræð- ingur í málefnum sovésku leyni- þjónustunnar KGB, segir aö Sovét- menn hafi gert mikil mistök í máli norska njósnarans Arne Treholts. Barron segir í viötali, sem nýlega birt- ist í norska Dagblaðinu, að Sovétmenn hafi verið of bráðir. Þeir hafi átt að bíða meö aö nota Treholt þar til hann hefði náö hærra i metorðastiganum innan norska embættismannakerfis- ins. Hefðu þeir gert það heföi Treholt komið þeim aö miklu meiri notum en raun varð á að sögn Barrons. Barron, sem nú er staddur í Noregi til að kynna nýja bók sem hann skrifaöi um starfsemi KGB, sagði að Treholt hefði veriö í miklum metum hjá Sovétmönnum. Hann studdi það meöal annars þeim rökum að Treholt skyldi hitta tvo háttsetta menn innan KGB í Vín en venjan sé sú að KGB sendi aðeins einn mann til slíkra funda. Barron sagði að Sovétmenn hefðu allt of marga sendiráðsstarfsmenn í lýðræðisríkjunum. Barron sagði það einkennilegt að Sovétmenn hefðu 33 sendiráösstarfsmenn í Osló en Norð- menn þyrftu aðeins sex fulltrúa í sendi- ráði sínu í Moskvu. Varpaði Barron síðan þeirri spurningu til blaöamanns hvort hann teldi líklegt aö þeir sovésku' skiluöu fimm sinnum minni afköstum í starfi. Barron sagöi að um það bil helmingur sendiráðsstarfsmanna Sovétmanna væri tengdur KGB. Að lokum taldi hann rétt af Vesturlöndum að setja reglur um fjölda sovéskra sendiráðsstarfsmanna. Ætti fjöldi þeirra aldrei að vera meiri en viðkom- andi ríki hef ði í Moskvu. Sovéskir félagsf ræðingar: ÞRIÐJUDAGINN BER AÐ LEGGJA NIÐUR Eru dagar þriðjudagsins í Sovét- ríkjunum taldir? Við því má búast ef tveir sovéskir félagsfræðingar fá vilja sínum framgengt. Félagsfræðingamir segjast hafa komist að þeirri niður- stööu í rannsóknum sínum aö núver- andi fyrirkomulag að hafa 52 sjö daga vikur í árinu með tólf mismunandi löngum mánuðum sé afar óhentugt. Það fullnægi ekki þörfum þróaðra iðn- ríkja. Félagsfræðingarnir, Maria Nits og Sergei Pyatnik, hafa hannað sitt eigið tímatal og birtist það nýlega í tímariti sem sovéska visindaakademían gefur út. Þau leggja til að sex dagar verði í hverri viku og fimm vikur í mánuðin- um. Mánuðimir tólf veröi þá ailir jafnlangir eöa 30 dagar. Með þessu verða dagarnir í árinu 360 og fær það ekki staðist miðað við hið hefðbundna sólár. Það tekur jú jörðina 3651/4 daga að snúast umhverfis sólu. Or þessum galla vilja félagsfræðingarnir leysa með því að bæta viö nýja árið sitt einni fimm daga viku (sex daga viku þegar hlaupár er) sem yrði almenn frívika. Hér yrði um að ræða viku í nýjum skilningi — viku án mánaöar. Þau segja að allir útreikningar muni verða auðveldari í nýja tímatalinu. Auk þess myndi sömu mánaðardaga ávallt bera upp á sömu vikudaga. Félags- fræðingarnir segja að í tímatali sínu muni verða 15 vinnudögum færra en í því sem nú er stuðst við. Ekki er kunnugt um viðbrögð sov- éskra ráöamanna viö þessum nýstár- legu tillögum. En síðustu fregnir herma að enn sé þar notaður þriðjudagur. Utanríkisráöherra Kanada segirafsér Utanríkisráðherra Kanada, Allan Maceachen, hefur ákveðið að segja af sér embætti. Hann hefur lengi verið hægri hönd Pierre Trudeau sem vikið hefur fyrir John Tumer sem forsætis- ráðherra Kanada. Maceachen sagði við fréttamenn að lann hefði engan áhuga á að starfa í stjórnmálum eftir að Trudeau er hættur. Maceachen hefur auk starfa sinna sem u mmrm tók fyrst sæti á þingi árið 1953 og er 62 ára gamall. Maceachen sagði að honum hefði verið boöin staða í ríkisstjóm Turners en hafnaö því. Telja fréttaskýrendur líklegt aö hinn vinsæli orkumálaráð- herra Kanada, Jean Chretien, muni ganga Turner næstur að völdum í ríkis- stjórninni. Tumer mun verða settur formlega í embætti forsætisráðherra á morgun, laugardag. Verður hann 17. forsætis- ráðherra Kanada.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.