Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1984, Blaðsíða 10
DV. FÖSTUDAGUR 29. JUNI1984. 10 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Nýja-Sjáland: Tvísýnar kosning- ar í næsta mánuði Sir fíobert Muldoon, forsætisráðherra Nýja-Sjátands, er sigurviss. Ibúar Nýja-Sjálands munu ganga til kosninga 14. júlí næstkomandi. Veröur þar kveöinn upp úrskurður um stjórnarstefnu Sir Roberts Muldoons forsætisráöherra sem setið hefur i rikisstjóm frá árinu 1975. Muldoon er formaður Þjóöar- flokksins og gegnir ennfremur stöðu fjármálaráðherra. Muldoon, sem er 62 ára, þykir nokkuð hrokafullur og ákvarðanir hans í efnahagsmálum hafa oft vakið reiði. Stjóm Muldoons missti naumar meirihluta á þinginu 14. júní síöast liðinn. Stjómin haföi aðeins eins atkvæðis meirihluta sem féll þegai auðmaðurinn Bob Jones sagöi skiliC við flokk sinn og greiddi atkvæði gegn tillögum stjórnarinnar í efna- hagsmálum. Jones stofnaði síöar sinn eigin flokk — Nýsjálenska flokk- inn — og boðar hann minni ríkis- afskipti en Muldoon getur fallist á. Ekki er þó talið að flokkur Jones fái mikið fylgi og benda skoðana- kannanir til að flokkurinn fái einn þingmann kjörinn af 92 sem sæti eiga áþinginu. Skýrsla ríkissaksóknara Italíu um morðtilræðið við Jóhannes Pál páfa mun sennilega leiða til þess að þrír Búlgarar og sex Tyrkir veröi ákærðir sem hlutdeildarmenn í verknaði skotmannsins tyrkneska, Ali Agca. Agca skaut á páfa og særöi hann 13. maí 1981. Hann situr nú í fangelsi á Italíu og afplánar lífstíðar dóm fyrir morðtilræði við páfann. Samkvæmt heimildum frá Italíu leggur ríkissaksóknarinn, Antonio Albano, það til í skýrslu sinni að ákæra verði gefin út á hendur mönnunum þar sem hann telur ótví- rætt að þeir hafi verið þátttakendur í samsæri um aö myrða páfann. Hætt í Póllandi Albano hefur unnið að skýrslu sinni í fimm mánuði. Hefur hann stuðst viö rannsóknir Ilario Martella dómara sem stjórnaði frumrannsókn málsins. Síðan verður það Martellas að ákveða hvort ákæra skuli gefin út. Að öllum líkindum mun sú ákvörðun liggja fyrir nú í sumar. Skýrsla saksóknarans flokkast enn sem komiö er sem leynilegt plagg. Hins vegar hefur bandarísk blaða- kona, Claire Sterling, komist yfir eintak af henni. Sterling hefur skrifað um skýrsluna í mörg blöð víðs vegar um heim. Hún hefur fylgst náið með málinu frá því skot- árásin var gerð fyrir þremur árum. Sterling segir að í skýrslunni komi fram 'að „valdamikill stjórnmála- maður” hafi álitið mikla hættu stafa Persónulegt fylgi ráðherrans Síðustu skoöanakannanir gefa Muldoon forsætisráðherra ekki til- efni til mikillar bjartsýni. Sam- kvæmt þeim fær Verkamanna- flokkurinn, sem er í stjórnarand- stööu, 46 prósent atkvæða en Þjóðar- flokkur Muldoons 39 prósent. Hins vegar vildu helmingi fleiri fá Muldoon sem forsætisráðherra heldur en formann Verkalýðs- flokksins, David Lange. Á þetta hefur Muldoon lagt mikla áherslu í j málflutningi sínum að undanförnu. Lange er 41 árs lögfræðingur. Hann tók við formennsku Verka- mannaflokksins af Bill Rowling eftir að flokkurinn hafði tapað kosningum þrisvar sinnum í röö. Lange er talinn hafa sett ferskan svip á flokk sinn. Hann hefur bent á að þrátt fyrir að persónulegt fylgi sitt sé mun minna en Muldoons þá fari það vaxandi meðalkjósenda. Muldoon hefur verið gagnrýndur mest fyrir stefnu sína í efnahagsmál- um. Andstæðingar hans hafa gagn- rýnt hann fyrir miklar erlendar lán- Ítalía: af Einingu, hinni bönnuðu pólsku verkalýöshreyfingu. Hafi þessi valdamaður talið heppilegt aö drepa hinn pólska páfa sem verið hefur óþreytandi við að lýsa yfir stuðningi við baráttu Einingar fyrir frelsi og mannréttindum í Póllandi. Þetta er þó aðeins skoðun Albanos en ekki stutt ótvíræðum sönnunar- gögnum. Hefur Albano sjálfur staö- fest það í viðtölum við fréttamenn. öruggu hæli lofað Að sögn Sterling er því lýst í smá- atriöum í skýrslunni hvers konar að- stoð Agca hlaut við framkvæmd ódæðisins og einnig hafi verið ætlun- in að hjálpa honum að morðinu loknu. Agca fullyrðir að gert hafi verið ráð fyrir að hann kæmist undan í flutningabíl merktum búlgarska sendiráðinu á Italiu. Hefur hann lýst þessari áætlun mjög nákvæmlega að sögn Sterling. I fyrstu neitaði þó Agca því að nokkur hefði verið honum til aðstoðar við verkið og hann hefði átt frum- kvæðið sjálfur. I skýrslunni segir að þegar hann hafi gert sér grein fyrir því að vitorðsmenn hans hafi enga aðstoð getað veitt honum hafi Agca tekið þá ákvörðun að hefja samvinnu við lögregluna. Samkvæmt skýrsl- unni hefðu Búlgarar lofað Agca 400.000 dollurum fyrir að drepa páf- ann og auk þess hefðu þeir heitið honum öruggu hæli einhvers staöar utan Italíu. Einn Búlgaranna hefur verið í tökur, lítinn sem engan hagvöxt, vit- lausa vaxtastefnu og fyrir að lög- binda hækkun launa og verðlags. Auk þess gagnrýna þeir hann fyrir að vera andvaralausan gagnvart at- vinnuleysi í landinu sem nú er um það bil fimm prósent. A sjötta ára- tugnum þekktist atvinnuleysi ekki á Nýja-Sjálandi og þjóðartekjur á mann voru þær hæstu sem þekktust í veröldinni. Lange, formaöur Verkamanna- flokksins, segir aö stefna flokks síns sé skýr. Hann hefur boðað aögerðir til að auka hagvöxt og koma í veg fyrir atvinnuleysi én þetta eru að sjálfsögðu markmið sem allir flokkarnir hafa sett í stefnuskrár sínar. Hagstæð erlend lán Muldoon skorar á kjósendur lands- ins að athuga sinn gang og hvetur þá til að breyta ekki breytinganna vegna. Hann mótmælir því að efna- hagsstefna ríkisstjómarinnar sé fangelsi frá því í nóvember 1982. Sergei Antonov var þá handtekinn og grunaður um aðild að tilræðinu. Verjandi hans, Guiseppe Consolo, hefur sagt að Sterling segi ekki nema hálfan sannleikann. Hún sleppi veigamiklum atriðum sem styrki þá fullyrðingu skjólstæðings síns að hann sé ekkert við málið riðinn. Auk þess sakar verjandinn Sterling um ónákvæm vinnubrögð en hann hefur neitað að fara út í smáatriöi með þeim rökum að skýrsla saksóknar- ans sé enn leynilegt plagg. Pólitísk nauðsyn Sterling hefur vísað þessum ásökunum lögfræðingsins algjörlega á bug. Hún segir að í skýrslu Albanos komi það viðhorf hans fram að mikill stuðningur páfans við Einingu hafi leitt til þess að búlgarska leyni- þjónustan hafi skipulagt tilræðið. Litið hafi verið á verknaðinn sem pólitiska nauðsyn til að viðhalda ró í ríkjumVarsjárbandalagsins. Sterling segir að með því að full- yrða að „valdamikill stjórnmála- maður” hafi fyrirskipað að páfi skyldi myrtur sé Albano að ásaka Sovétmenn um að standa aö baki verknaðinum. Hún bætir því við að þama sé Albano kominn út á hálan ís. Hann setji ekki fram neinar ótvíræðar sannanir fyrir staðhæf- ingu sinni heldur sé um persónulega skoðun hans að ræða. Sterling segir því að Albano hafi farið út fyrir verk- svið sitt sem saksóknari. Sterling getur sér þess til að með þessu sé Albano að lýsa þeirri sann- röng. Muldoon hefur hafnað því að erlend lán séu of há. Hann bendir á að Nýja-Sjáland njóti mikils trausts á alþjóðlegum Iánamörkuðum og styður þá fullyröingu með því að ný- lega hafi verið tekið lán meö hag- stæðum vöxtum og einnig bendi f jöldi þeirra sem lána vilji Nýja-Sjá- landi til þess að menn beri traust til landsins. Ráðherra til æviloka Verkamannaflokkinn vantar fjögur til fimm prósent fylgisaukn- ingu til að ná meirihluta ef marka má síðustu skoðanakannanir. Ef Jóhannes Páll páfi II. særður eftir skotárásina. færingu sinni að engar líkur séu til þess að búlgarska leyniþjónustan hafi tekiö þaö upp hjá sjálfri sér aö skipuleggja morð á páfanum. Einhver annar og valdameiri aðili hljóti að hafa komiö þar við sögu. Þessi háttur hafi hins vegar verið á hafður í öryggisskyni ef eitthvað skyldi fara úrskeiðis eins og raunin varð á. Samsæri CIA Búlgarar hafa staðfastlega neitað öllum ásökunum um að leyniþjón- usta þeirra hafi verið viðriðin verknaðinn. Þeir segja aö banda- hvorki þjóðarflokkurinn né Verka- mannaflokkurinn ná hreinum meiri- hluta kunna tveir litlir flokkar að ná oddastöðu eftir kosningamar. Það eru annars vegar flokkur Bobs Jones og hins vegar lítiU félagshyggju- flokkur sem hefur nú tvö þingsæti. Muldoon forsætisráðherra er hins vegar ekki á þeim buxunum að hætta. Hann er sigurviss og segist eiga eftir langan tíma sem forsætis- ráðherra. „Líklega verð ég forsætis- ráðherra til æviloka,” var haft eftir honum nýlega. Vitaskuld er það ekki á hans valdi að ákveða það. Kjósend- ur munu kveða upp sinn dóm þann 14. júlí næstkomandi. Tilræðismaðurinn tyrkneski, Ali Agca. ríska leyniþjónustan CIA hafi spunnið þá sögu upp. Og að um sé að ræða samsæri bandarískra heims- valdasinna gegn Búlgaríu. Consolo, verjandi hins búlgarska Antonovs, heldur því statt og stööugt fram að Antonov sé saklaus. Hann fullyrðir að Ali Agca hafi aldrei sagt sannleik- ann. Framburður hans sé lygi frá rótum. Búist er við að dómur falli í málinu í lok þessa árs eða byrjun þess næsta. Mun þá væntanlega skýrast hvort Tyrkinn Ali Agca tók það upp hjá sjálfum sér að ráða Jóhannes Pál páfa af dögum eða hvort fleiri aðilar hafiátthlutað máli. Saksóknari vill ákæra Búlgara —fyrir þátttöku í tilræðinu við Jóhannes Pál páfa Umsjón: GunnlaugurS. Gunnlaugsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.