Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1984, Side 11
DV. FÖSTUDAGUR 29. JUNl 1984.
11
Júlíus K. Valdimarsson, formaður Flokks mannsins:
Samhygð er líka
fjör, grín og glens
„Ég vil líkja framtíðinni við veörið
eins og það hefur verið undanfarna
daga, bjart, hlýtt og hressandi,”
sagði Júlíus/K.Valdimarsson, fram-
kvæmdastjóri Vinnumálasambands
samvinnufélaganna og formaður
bráðabirgðastjómar Flokks manns-
ins, sem nýverið var stofnaður á
vegum Samhygðar.
Júlíus er 41 árs að aldri, samvinnu-
skólagenginn og hefur gegnt fram-
kvæmdastjórastarfi hjá Vinnumála-
sambandinu frá 23 ára aldri. „Nei,
ég fékk þetta starf ekki í gegnum
neina klíku, engin skyldmenni mín
hafa verið í forystusveit SlS, faðir
minn var húsamálari og hefur aldrei
málað hús fyrir Sambandið, mér
vitanlega. Eg var í verslunarskóla í
Bretlandi þegar mér var boðið fram-
kvæmdastjórastarfið og hef í sann-
leika sagt aldrei vitað hvers vegna,”
sagði Júlíus.
Samhygð kynntist Július áriö 1980
þegar hann fór á streitunámskeiö hjá
Pétri Guðjónssyni og nánari kynni
hans af Pétri leiddu hann inn á braut-
irSamhygðar.
„Eg var eins og svo margir aðrir
stre:saður kerfiskarl og hafði ákaf-
lega mikið gagn af því að kynnast
Pétri, námskeiöum hans og svo loks
Samhygð. Að vísu held ég að sumir
hafi orðið hissa þegar ég fór að
starfa meö samtökunum, en það er
alltaf sama sagan þegar eitthvað
nýtt er á ferðinni, þá fyllist fólk for-
dómum. Þó held ég ekki að ég hafi
orðið meira fyrir barðinu á þeim en
aörir félagar mínir í Samhygð.”
Aðspurður um áhugamál sín segir
Júlíusað þar sé tónlistin í fyrsta sæti.
Hann er liðtækur klarinett- og
harmóníkuleikari og kemur það sér
vel á fundum Samhygðar því þar
situr alvaran ekki alltaf í fyrirúmi
eða eins og Júlíus oröar það sjálfur:
,,Samhygð er líka fjör, grín og glens.
Mér finnst það skipta miklu máli í lífi
hvers og eins að hann skemmti sér;
aö lífið sé skemmtielgt. ’ ’
Júlíus K. Valdimarsson er fráskil-
inn og á tvö böm, strák og stelpu, 17
ogl8ára.
-EIR.
Július K Valdimarsson, formað-
ur bráðabirgðastjórnar Flokks
mannsins: — Faðir minn hefur
aldrei málað hús fyrir Sambandið.
Slitlagí
Homafirðí
Slitlagsbundnir vegir verða stöð-
ugt stærri hluti af þjóðvegum lands-
ins. Um miðjan júlí næstkomandi
verður væntanlega hægt að aka á
slitlagi meginhlutann af leiðinni frá
Höfn í Homafirði vestur að Hólmsá á
Mýrum. Nokkrir stuttir malarkaflar
verða þó eftir.
Að sögn Hilmars Finnssonar, um-
dæmistæknifræðings Vegageröar-
innar á Austurlandi, verður slitlag
lagt á 16,1 kílómetra alls í Homafiröi
í sumar. Austan viö Hoffellsá verða
3,7 kílómetrar klæddir sex metra
breiöu slitlagi. Frá Hoffellsá aö
Grjótá á Mýrum verður lagt á 5,9
kílómetra. Frá Djúpá að Hölmsá
verða 6,4 kílómetrar klæddir.
Breidd slitlagsins á Mýrum verður
fjórir metrar en ráðgert hafði verið
að breiddin yrði sex metrar. Meö því
Verið var að slétta þjóðveginn á Mýrum i Hornafirði i síðustu viku með
þessum tækjum. Þessa dagana er verið að klæða hann slitlagi.
DV-mynd: GVA.
aö mjókka verður slitlagiö þess í stað mikil. Mjórra slitlag er jafnvel talið
látiö ná lengra. Ohætt var talið að betra í hálku á vetuma.
mjókka þar sem umferð er ekki -KMU.
Nauðunqaruppboð
sem auglýst var í 92., 97. og 99. tbl. Lögbirtingablaos 1982 á húseigninnl
verslunarhús Kaupfélags Svalbarðseyrar, þingl. eign Kaupfélags
Svalbarðseyrar, fer fram eftir kröfu Póstgirostofunnar og fl. á eign-
inni sjálfri þriðjudaginn 10.7.1984 kl. 16. Uppboðið er annað og síðasta
uppboð.
Sýslumaður Þingey jarsýslu,
bæjarfógeti Húsavíkur.
MYNDBANDALEIGA
til sölu af sérstökum ástæðum. Er á besta stað í bænum. Engin
útborgun, söluverð lánað til langs tíma. Þeir sem hafa áhuga
sendi nafn og síma á augld. DV Þverholti fyrir þriðjudag
merkt: m-20.
ísafjarðarkaupstaður
ÚTBOÐ
Tilboð óskast í að fullgera u.þ.b. 2.500 fm lóð fyrir dagheimili
og leikskóla á Isafirði. Verkið er jarðvinna, girðingar, hellu-
lögn o.fl. ásamt smíði og uppsetningu leiktækja. Útboðsgögn
verða afhent á tæknideild ísafjarðarkaupstaðar, Austurvegi
2, gegn 1000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama
stað 3. júlí nk. kl. 11.
Áskilinn er réttur til aö taka hvaða tilboöi sem er eða hafna
öllum.
Bæjarstjórinn ísafirði.
KVARTMÍLUKEPPNI
Kvartmílukeppni verður haldin laugardaginn 30. júní og hefst
hún kl. 14.00 á brautinni við Straumsvík.
Komið og sjáið nýja bila og spennandi keppni.
KVARTMÍLUKLÚBBURINN
Rafsuðu
vélar
SINDRA
STÁLHF
Jafnstraumsrafsuðuvélar, 300 og 400 A.
Nota þriggja fasa straum 220/380/420 V
Sjóða rafsuðuvír allt að 6.3 mm
Auðvelt að breyta í hlífðargasrafsuðuvélar með
föstu skauti TIG
Akaflega auðveld suða, jafnvel fyrír byrjendur
vegna góðs kveikjueiginleika
Vélarnar eru á hjólum og með handföngum
— ótrúlega smávaxnar vélar
BOC TPANSARC DC300 OG 400
Pósthólf 881, Borgartúni 31, 105 Reykjavik, simi: 27222, bein llna: 11711.
TIL SÖLU
Willys Renegate Cj 5 árg. 75,
8 cyl., 304, ekinn 52 þús. mílur
frá upphafi. Allur nýupptekinn.
Tilboð óskast.
Uppl. í símum 68-77 66, Eggert 68-64-77. Blik og 96-23952, heimasími.