Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1984, Side 12
12
DV. FÖSTUDAGUR 29. JUNI1984.
Frjálst, óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aóstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI
27022.
Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12.
Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19.
Áskriftarverð á mánuði 275 kr. Verð í lausasölu 25 kr.
Helgarblað28 kr.
Könnunin um bjórínn
I skoðanakönnun DV um bjórinn, sem birt var fyrir
viku, kemur skýrt í ljós vilji meirihlutans. Munurinn milli
fylgjenda og andvígra er langt umfram skekkjumörk í
skoðanakönnun. Vafalaust fá þingmenn bjórmálið til
meöferðar enn á næsta þingi. Þeir þurfa ekki að fara í
grafgötur um, aö meirihluti landsmanna vill láta leyfa
sölu á áfengu öli. En hvernig?
I ummælum fjölmargra í könnuninni kemur fram vilji
til að leyfa sölu bjórs eingöngu í áfengisverslunum ríkis-
ins og á almennum vínveitingastöðum. Þyngdarpunktur-
inn virðist liggja þar. Almennur vilji er ekki til þess, að
áfengt öl verði selt í matvörubúðum.
Það er einmitt hið mikla „bjórflóð”, sem margir, sem
erutregirtil að samþykkja bjórinn, óttast. Margir and-
stæöingar bjórsins nefna hættuna á, að „unglingar muni
ánetjast honum” eða „menn drekki í vinnutíma”.
Vafalaust væri rétt að fara af stað með mikilli gát.
Sumir viðmælendur DV í skoöanakönnuninni töldu rétt,
að „tilraun” yrði gerð með bjórsölu. Slík tilraun stæði
takmarkaðan tíma og eftir hann bæru menn saman bæk-
ur sínar um, hvernig til hefði tekizt og hvort rétt væri að
leyfa bjórsölu lengur.
I könnuninni sögðust um 60 prósent þeirra, sem tóku af-
stöðu, vilja leyfa bjór, en um 40 prósent voru því andvíg.
Okkur mun þykja þaö lýðræði, að meirihlutinn ráði.
Einnig má færa fram þau rök, að þaö séu „mannréttindi”
að hafa aðgang aö áfengu öli, jafnvel í tilvikum þegar
meirihlutinn sé því andvígur.
Fyrir síðasta þingi lá frumvarp um að leyfa áfengt öl og
tillaga um, að þjóðaratkvæði færi fram um, hvort það
skyldi leyft.
Hvorugt kom til atkvæðagreiðslu. Olli þar mestu þver-
móðska ákveðins nefndarformanns.
Sú málsmeöferð hlýtur að teljast slysni og ætti ekki að
þurfa aö koma fyrir aftur. Það kom í ljós í skoðanakönn-
unum DV í vetur, að mikill meirihluti landsmanna vildi
láta þjóðaratkvæði skera úr í málinu. Sem sagt vilja mjög
margir andstæðingar bjórsins sætta sig við þá málsmeö-
ferð. Landsmenn meta lýðræðið mikils og mun meira en
Alþingi gerir, ef marka má, hvernig það fór með bjórtil-
lögurnar.
Þótt skoðanakönnunin um bjórinn sýndi greinilegan
meirihluta með bjór, ber að undirstrika, að andstaðan
gegn honum er mikil.
Andstaðan er mest meðal kvenna. I rööum kvenna utan
Reykjavíkursvæðisins voru fleiri konur andvígar bjórn-
um en fylgjandi.
Það eru hinir öflugu andstöðuhópar, sem hafa árum
saman haft þau áhrif á þingmenn, að þeír hafa ekki þorað
að fylgja lýðræðinu fram.
Könnun á afstööu þingmanna til tillögunnar um þjóðar-
atkvæði sýndi, að hún naut stuðnings meirihluta þings.
Undirstrika ber í framhaldi af þessum könnunum, að
þetta mál fái lýðræðislega afgreiðslu eins og önnur. Þing-
menn geta til dæmis valið þann kostinn að láta fara fram
þjóðaratkvæði um, hvort leyfa skuli sölu áfengs öls í
ákveðinn „reynslutíma,,. Síðan verði að nýju borið undir
þjóðina, hvort leyfið skuli framlengt. Þetta mál verður
aldrei mál flokka, sem fólk getur að marki kosið um í
þingkosningum. Hátt hlutfall þeirra, sem taka afstöðu til
þess í skoðanakönnunum, sýnir mikinn áhuga. Síðasta
könnun DV er áminning til þingmanna.
Haukur Helgason.
OV
GJAFIR ERU
YÐUR GEFNAR
I öllu því umróti sem nú er í þjóö-
félaginu sýnist mér það hafa farið
fram hjá flestum að nú, i u.þ.b. ár, hef-
ur hið veraldlega almætti verið að gera
aðför að starfsfólki á sjúkrahúsunum.
Fyrst og fremst að þeim sem sannar-
lega hafa lægstu launin. Það viröist
vera náttúrulögmál hjá því opinbera
að þegar á að spara skuli byrjaö á
þeim lægst launuðu.
Það sem er nokkuð sérstakt við
þennan sparnað nú er að jafnframt
því að laun eru skorin niður, jafnvel
um allt að þriðjung, er vinnuálagið
aukið svo aö vinna sem var ærið erfið
fyrir er gerð að þrældómsoki. Hvernig
má þetta vera spyrja einhverjir. Eg
skal rey na aö s vara því.
Sérfræðingar ráðast
á ófaglært starfsfólk
Stofnanir ríkis og bæjar, sem alltaf
eru að bæta við stöðuheitum, hafa
komið sér upp einskonar hag-
ræöingum. Þeir verða að sýna hvað
þeir geta og þá er næst að ráðast á þá
sem þeir þora, ófaglærða starfsfólkið
sem er næstum eingöngu konur. En
þeir þurfa hjálp. Enginn getur ætlast
til að þeir stígi sjálfir niður til almúg-
ans. Þeir kalla þá niður til sín konur,
oftast lítið menntaðar og stundum lítið
verkvanar. Þeim er gefið starfsheiti og
þær eru sendar sem opinberir starfs-
menn til bræðraþjóðanna til „náms”.
Þaðan koma þær svo eftir svo sem
hálfan mánuö svo sprenglæröar aö þær
taka öll völd á sjúkrahúsinu.
Fólk með margra ára menntun,
jafnvel háskólamenntun, er ekki spurt
ráða. Því finnst kannske að málið komi
því ekki viö. Þó rís ein og ein Sóknar-
konum til vamar en því miður ekki
nógu almennt, en þökk sé þeim sem
það gera.
Nú þegar hafist er handa mega
íslenzkir hagfræðingar hvergi nærri
koma. Það eru sóttir sænskir og
danskir menn sem stika og mæla hve
mikla vinnu megi kreista út úr slitnum
erfiðiskonum. Sumir efast um þekk-
ingu þeirra. Eitthvað finnst fólki
undarlegt þegar þeir gleyma að fólk
deyr stundum á sjúkrahúsi.
En áfram er haldið. Ný tæki keypt.
Sumir segja nú reyndar að bræðra-
þjóðirnar hafi losað sig við þau en þau
teljast ágæt hér. Svo er allt endur-
skipulagt. Fólki er sagt upp með
löglegum fyrirvara og gefinn kostur á
sömu vinnuprósentu. Oft bregður svo
við að á því reynast ýmsir annmarkar.
Það sem fyrst og fremst kemur í ljós
er að vinnuálagið er miklu meira, m.a.
af því að þeir sem hafa meiri völd á
deildum en Sóknarkonur sætta sig
ekki við hvernig verkin eru unnin,
kalla á meiri vinnu frá þeirra hendi.
Sóknarfélagar
aldrei spurðir
Guðrún Jónsdóttir' borgarfulltrúi
skrifaði kjallaragrein um þessi mál í
DV. Eg get tekið undir allt sem hún
sagði þar. Aðrar kvennastéttir á
sjúkrahúsum koma á eftir, ajn.k.
sjúkraliðar. Því liggur mikið viö að aflar
konur sem starfa á sjúkrahúsum standi
saman. Og þar er kannske ennþá meiri
þörf á því ai áður því að nú kemur fram
enn meiri tilhneiging aö ná meiri vinnuaf-
köstum út úr fólki, einkum konum
En ef það bregst að aðrir styðji
okkur Sóknarkonur þá eigum við vopn
ef við stöndum saman. Við höfum
kannske verið einum of þolinmóðar en
Ómaklega veist
að ferða-
skrifstofum
I fréttum sjónvarps 6. júní sl. var
slegið upp frétt um hve óhagstætt það
væri Islendingum aö ferðast í beinu
leiguflugi til sólarlanda. Niöurstaða
fréttamannsins var að hjón með eitt
barn gætu sparað sér 25 þúsund krónur
með því einfaldlega að fljúga í áætlun-
arflugi til London, síðan með enskri
ferðaskrifstofu til Mallorca og gista
þar á Royal Magaluf í þrjár vikur.
Á vegum ferðaskrifstofunnar Ur-
vals hafa þúsundir Islendinga á undan-
förnum árum flogið í leiguflugi og gist
þetta fyrsta flokks hótel. Þó fréttamað-
ur hafi kannski ekki ætlað að beina
spjótum sínum að Urvali sérstaklega
þá vita þessir viðskiptavinir okkar og
fjölmargir aðrir að Urval hefur einka-
umboð á Islandi fyrir þetta vinsæla
hótel. Því hljótum við að taka upp
hanskann.
I viðtali við Mbl. 8. júní sl. ásakaði
ég sjónvarpið fyrir óvönduö vinnu-
brögð meö því aö afla sér ekki nauö-
synlegra gagna áður en fréttin var
birt, þrátt fyrir ábendingar þar um.
Það er nefnilega ógerningur að gera
alvarlegan samanburö á verði tveggja
aðila nema verðskrá liggi fyrir frá
báðum, ekki síst ef um ferðalög er að
ræða en þar spilar margt inn í, s.s. á
hvaða tíma er ferðast, barnaafsláttur,
staðgreiðsluafsláttur o.fl.
Að kynna sór málið
Með því að kynna sér verðskrá og
KARL
SIGURHJARTARSON,
FORSTJÓRI FERÐA-
SKRIFSTOFUNNAR ÚRVALS
bækling Urvals hefði fréttamaður upp-
götvað að Úrval veitir 8% staðgreiðslu-
afslátt sé greitt með 3ja vikna fyrir-
vara en ensku hjónin áttu að hafa
greitt með a.m.k. tíu vikna fyrirvara
skv. kvittun.
Með því að kynna sér bækling og
ferðaáætlun OSL (sem er sá aðili sem
sér um framkvæmd þessara ferða þó
svo Callers Pegasus hafi í þessu tilfelli
selt feröina) svo og skilmála á rauöum
apex-gjöldum til London, hefði frétta-
maðurinn séð að til að koma við rauðu
apex-gjaldi þurfti vikudvöl í London,
sem er gott og blessað fyrir þá sem
vilja stoppa viku í London en afleitt
fyrir hina sem ekki hafa áhuga eöa
tíma eða peninga til slíkra hugguleg-
heita. I mínum samanburði hef ég því
notað grænt apex svokallaö, sem er um
4.000 kr. hærra fyrir fullorðinn en stytt-
ir dvölina í London um sex nætur og er
því ódýrari í reynd.
Með því að skoöa verðskrá OSL
hefði fréttamaðurinn einnig séð að
brottför í síðustu viku apríl, sbr.
bresku fjölskylduna, er verulega lægri