Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1984, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1984, Side 13
Kjallarinn DV. FÖSTUDAGUR 29. JUNI1984. AÐALHEIÐUR BJARNFREÐSDOTTIR, FORMAÐUR SÓKNAR við munum sýna að við getum tekiö á ef ekki verður hlustað á okkur. Sóknarfélagar hafa aldrei verið spurðir milliliöalaust um hvernig þeim líki þessar breytingar. Bréf, sem skrifuð eru af yfirmönnum, eru marklaus nema staöið sé viö þau í framkvæmd Við höfum mikið veriö að tala um atvinnulýðræði. Er það lýðræði að hlusta á annan aöilann? Við höfum samninga í gildi. Er það réttlætanlegt að skeröa laun fólks svo grimmilega sem nú er verið að gera þó uppsögnum sé beitt. Eg spyr ykkur, viðsemjendur okkar: Finnst ykkur það heiöarlegt? Getið þið ekki tilkynnt okkur í samningum hverserað vémta? Við ykkur, félaga mina, hef ég þetta að segja: Nú dugar ekki að við berj- umst hvert við annað. Nú verðum við að snúa bökum saman. Sameinuð erum við afl og getum hrint af okkur hvaða árás sem er. Það gengur ekkert sjúkrahús eða bamaheimili nema við séum mættar til leiks. Munið það og beriö höfuöið hátt. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir. 13 Af görðum og veitingahúsum Nú skartar Reykjavík sínu feg- ursta. Aratugastarf Hafliða garð- yrkjustjóra er að skiia skartinu og þar er óiikt að sjá Miklatúnið nú en þegar það var tún og kennt við Klambra, þótt það tilheyrði Sunnu- hvoli. Sama er um Hljómskálagarð- inn og í Laugardal er skrúðgarðurinn fagri sem Eiríkur gaf Reykvíkingum eftir að hafa yrkt hann um áratuga- skeið með konu sinni. Svo höfum við öskjuhliðina og Heiðmörk, — það er mikið af grænum svæðum, — græna byltingin sem Birgir Isleifur Gunnarsson tal- aði um og beitti sér fyrir er að koma fram. En þó vantar nokkuðá Á sínum tíma var Hljómskálinn reistur af homaleikurum í Reykja- vík og þar átti að æfa í skálanum en fara síöan upp á þak á góðviðrisdög- um og leika fyrir almenning. Ekki man ég eftir því aö slíkt hafi verið gert en mér er hins vegar í bams- minni þegar lúörasveitirnar komu í miðbæinn á sólardögum og léku. Það varð sérstakt andrúmsloft á þessum dögum, — meiri hátíðablær en á venjulegum sunnudögum, svipað eins og ég heyrði seinna þegar ég fór að mæta á setningu Landsfundar Sjálfstæöisflokksins. Eg man ekki eftir því að lúðra- sveitir hafi tekið hornin sín að spila undanfarin ár, — vel getur verið að þaðhafifariðframhjámér.En þetta er góður siður sem mætti rækja vel. Eina tónlistin sem ég heyri úr miðbænum er djöflamúsík raf- magnshljómsveitanna þar sem lagt er mest upp úr hávaöa eins og enn sé nauðsynlegt að æra burtu drísildjöfla ■frumskógarins. Raunar er þaö ein af hræðilegum afleiðingum ósigursins í fyrri heims- stjTjöldinni að afróamerísk tónlist hefur orðiö ails ráöandi i Evrópu, en ekki hin tónþýða evrópska músík samin í tónahefð Schuberts, Weyse, Grieg eða Lehars. Því það var vissu- lega svo að Evrópa beið ósigur 1917, en sigur Þýskalands og Austurrikis þá hefði komið í veg fyrir bæði ógnir kommúnismans og hörmungar nasismans, og ekki síst varðveitt evrópska menningu. Og hliðarverkanir koma síðan fram i tónsmíðum skallapoppara og hljóðfæraiðkun rokkhljómsveita, — einkanlega koma þessar hörmungar vel fram síðustu mínútumar fyrir sjónvarpsfréttir þegar tónmennta- deild sjónvarpsins reynir að eyði- leggja fimmtíu ára starf tónlistar- deildar ríkisútvarpsins. Það vantar vertingahús Reykjavík verður falleg borg á sumrin. Garðarnir í blóma og trén. Hér er landsins stærsti skógur. En þó notfæra of fáir sér útivistina. Og ég held að þaö sé vegna þess að það vantar veitingar í skemmtigörðun- um. Hvarvetna í Evrópu eru veitingahús tengd skrúðgörðunum. Ef það er fallegur garður í einhverri borg er ævinlega veitingahús í grenndinni, þar sem hægt er að fá einhverja hressingu, t.d. bjór eða kaffi og ís handa bömum. Og þegar> veitingahús em talin nauðsynleg í miklu hlýrri löndum, af hverju þá ekki hér, þar sem ævinlega er ein- hver gjóla, sem gerir það erfitt að drekka kaffið sitt úti, — fýrir utan þaö að enginn hleypur heim að sækja kaffibrúsa að drekka af í Hljóm- skálagarðinum, — miklu frekar að hispurslausir menn fari i ríkið og skjóti hvitvínsflösku á milli sín á einhverjum bekknum. Ég veit ekki af hverju vantar veitingahús. Gæti þó trúað því að heilbrigðiseftirlitið eigi einhverja sök á því en sú stofnun hefur hamast gegn öllu því sem heilbrigt er í sam- skiptum manna, svo lengi sem ég man eftir. (Eðlilegar sóttvamir hafa aldrei verið í verkahring þessarar stofnunar heldur hitt að banna sölu grænmetis á torgum, hamast gegn íspinnasölu upp úr kælivögnum og vera á móti pylsuvögnum). Það má taka Heiðmörk sem dæmi. Reykvíkingar fara þangað oft á góðviðrisdögum með nesti. Þar er grillað og gengið um. Hins vegar er þar enginn staður sem fólk getur drukkiö kaff ið sitt eða keypt sér mat, — staöur eins og t.d. Valhöll á Þing- völlum. Miklu eðlilegra væri að gefa einhverjum einstaklingi færi á að reisa veitingahús í Heiðmörk, þar sem jafnframt væri hægt að fá að- gang að útigrillum til þess að minnka eldhættu, — setja upp smáleiksvæði fyrir böm svo að f ullorðna fólkið hafi frið. Kjallarinn HARALDUR BLÖNDAL LÖGFRÆÐINGUR Til hliðsjónar geta menn velt því fyrir sér, hvemig aðkoman væri á Þingvöllum ef veitingarekstur legð- ist þar niður. Bláfjöll tóku stakkaskiptum Ég er ekki áhugamaður um skíði. Hins vegar hafa fróðir menn sagt mér hversu miklum stakkaskiptum aðstaöa tók þegar veitingahúsið var reist í Bláfjöllum. Og alls staðar er sama sagan. Til þess að menn njóti útivistarinnar verður að vera afdrep (nema þá fyrir sérstaka göngufúsa menn), þess vegna er þaö svo að skemmtigarðarnir verða ekki notaöir fyrr en komið er veitingahús í tengslum við þá. Kjarvalsstaðir hafa því miöur aldrei tengst Miklatúni. En það er vel hægt. Lúðrasveitin gæti t.d. spilaö þar á stéttinni á góðum sunnu- degi, — þar mætti hafa litla hljóm- sveit á fögm sumarkvöldi. En vitan- lega þarf fyrst að útvega staðnum vínveitingaleyfi svo að menn átti sig á því að húsiö sé menningarsetur. Haraldur Blöndal lögfræðingur í verði (ca 25%) heldur en brottför í fyrstu viku maí, sbr. íslensku fjöl- skylduna. Munurinn minnkar með auknum barnaafslætti í maí en er þó um kr. 3.000 fyrir fjölskylduna. Þar sem Urval bauð ekki upp á brottför þessa siðustu viku í aprfl er saman- burður byggður á verði OSL fyrstu viku í maí. Einnig má koma með sparðatining svo sem ónákvæmni í meðferð gengis krónunnar og flugvallarskatts. Samanburður Að öllu þessu samanlögöu þarf því ekki að koma á óvart að niðurstöður hafa nokkuö breyst. Með tilvísun í meðfylgjandi töflu þá hefur 3ja manna fjölskyldan sem feröast í maí sparaö sér kr. 1.167 með viökomu í London og er þá miðað við að hægt sé að komast af með eina gistinótt þar. Sé sama fjölskylda á ferðinni í júli breytist dæmiö enn og er nú rúmlega ellefu þúsund krónum ódýrara í leigu- flugimeð Urvali. Viðkoman í London verður enn ódýrari þegar um 4ra manna fjöl- skyldu er að ræða en þá er leiguflug Urvals ódýrara sem nemur kr. 7.841 í maí. I fréttinni 6. júní fullyrðir frétta- maðurinn að ekki sé um sérstaka af- sláttarferð að ræða. Viðmælendur mín- ir hjá Callers Pegasus og OSL stað- festa lúns vegar að verðið sé ekki sam- kvæmt verðskrá, án þess að gefa upp um hvers konar afslátt sé að ræða. Það gefur augaleiö að slík afsláttargjöld eru ekki samanburðarhæf við verð skv. verðskrá. Islenskar ferðaskrif- stofur hafa einnig auglýst sértilboð eða veitt afslátt þó slxkt sé í lágmarki í ár. Þjónusta Hér að ofan hefur einungis verið fjallað um verðsamanburð en ekki gæði. Það verður hver að gera upp við sig hvort hann vill stoppa i London til lengri eða skemmri tíma með tilheyr- andi kostnaði eða fljúga með íslenskri vél á áfangastað. Sömuleiðis er erfitt að meta til fjár það öryggi að geta treyst á daglega aðstoð íslensks far- arstjóra í stað vikulegrar heimsóknar ensks fararstjóra. Ég læt aðra um að dæma þaö. Niðurstaða Niðurstaðan er sú að hér hafi verið ómaklega og aö lítt rannsökuöu máli veist að íslenskum ferðaskrifstofum. Staðreyndin er nefnilega sú að íslensk- ar ferðaskrifstofur hafa í gegnum árin sýnt ótrúlega útsjónarsemi, hug- myndaflug og áræði í þeirri viðleitni sinni að bjóða Islendingum upp á sem hagkvæmasta og fjölbreyttasta ferða- möguleika. M.a. ferðir til Mallorca um London fyrir þá sem það hentar. Þáttur sjónvarpsins Þegar efni þessarar greinar var kynnt 19. júní sl. fyrir fréttamanni sjónvarps, Páli Magnússyni, virtist hann skilja það sem hér er sett fram og ekki vefengja að rétt væri með farið. Tveimur tímum síðar eru samt í sjón- varpi slitin úr samhengi mikilvæg at- riði en öðrum sleppt þannig að útkom- an verði sem neikvæðust fyrir íslensk- ar ferðaskrifstofur. Ekki veit ég hvort hér er þyrlað upp ryki vegna þess að fréttamanninum er um megn að viðurkenna að honum hafi orðið á í tilbúningi „fréttarinnar” 6. júní. Eða hvort fullyrðing eins kollega míns sé rétt að sjónvarpiö fjalli helst ekki um íslenskar ferðaskrifstofur öðruvísi en neikvætt. Hver svo sem skýringin er er ljóst að sjónvarpið hefur illilega brugðist frumskyldu sinni um hlutlausan frétta- flutning. Þetta er þeim mun alvarlegra að hér er um ríkisstofnun að ræöa sem hefur einkaleyfi á beitingu þessa mátt- ugasta fjölmiöils sem þekkist i dag. Þannig er stjórnendum og starfsmönn- um íslenska sjónvarpsins faliö í hend- ur geysiöflugt tæki til mótunar al- menningsálits í landinu til góðs eða ills fyrir þá hagsmunaaðila sem hlut eiga að máli hverju sinni. Ekki er hægt að segja um á þessu stigi máls hvort eða hve mikiö þessi fréttatilbúningur hefur skaðað íslensk- ar ferðaskrifstofur. Slíkt er erfitt að meta en félag íslenskra ferðaskrifstofa mun taka afstöðu til hvort frekari að- gerða er þörf. Karl Sigurhjartarson. SAHANBURÐUR Á ÞRIGGJA VIKNA SÓLARLANDAFERÐ TIL MALLORCA, ÞAR SEM GIST ER í ÍBÖÐ Á HÓTELINU ROYAL MAGALUF. A. Hjón með ei.tt 9 ára barn. Brottför í byrjun maí Brottför í byrjun júlí 1. I leiguflugi með Úrvaii Kr. 58.305 Kr. 63.710 2. í áætlun ti.l London, þaðan með enskri. ferðaskrifstofu Kr. 57.134 Kr. 74.858 \ Mismunur Kr. 1.171 Kr. 11.148 Sem er ódýrara um London Sem ei' ódýrara með Úrvali. B. Hjón með tvö börn 9 ára og 13 ára. ’l. í lei.guflugi. með Úrváli Kr. 65.412 Kr72.036 2. í'áætlun til London, þaðan með enskri. ferðaskri.fstofu Kr. 73.253 Kr. 89.733 Mi.smunur Kr. 7.841 Kr. 17.697 Sem með er ódýrara Úrvali Sem er ódýrara með Örvali. Forsendur: 1. Verð á leiguflugi. hjá Úrvali með 8% staðgreiðsluafslætti. samkv. verðskrá. 2. Innifalið: Fargjald Reykjavík-London-Reykjavík: Grænt apex. Verð London-Mallorca-London með gisti.ngu á Royal Magaluf samkv. verðskrá OSL. Dvalarkostn. London: Gisti.nótt £ 35.- fyri.r 2ja manna herberg.i Aukarúm £ 10.- Matarkostn £ 10.- pr. mann Akstur ca. £ 25.- ^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.