Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1984, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1984, Síða 14
Spurningin SP.U r iIAT;i ,k* .t:>rl/,/ n vv,t DV. PÖSTtlDAtittR 29. JÚNt 1984. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Býstu við miklu af íslensku keppendunum á ólympíu- leikunum á Los Angeles í júlí? Eiríkur Einarsson: Þaö er helst að viö getum veriö framarlega í lyftingum og kastgreinum. Ég býst einna helst við aö Einar Vilhjálmsson spjótkastari geti náð góöum árangri. Halldór Einarsson offsetljósmyndari: Ætli viö veröum ekki svipaöir og áöur. Eg reikna þó meö aö Einar Vilhjálms- son eigi góöa möguleika. Slgríöur Sigurjónsdóttir neml: Eg er ekki mikið inni í íþróttum en ætla þó að fylgjast með ólympíuförunum. Eg vona bara að þeim gangi vel. Jóhanna Harðardóttir húsmóðir: Eg held að þeir standi sig vel. Eg reikna með að Oskar Jakohsson komist langt og þá jafnvel á verðlaunapall. Karen Maria Jónsdóttir: Þeim gengur ábyggilega vel. Eg ætla að fylgjast meö þeim þvi ég hef mikinn áhuga á íþróttum og er sjálf i fimleikum i Gerplu. Eg vona að ég eigi lika eftir að keppa á ólympíuleikunum. Gylfi Birgisson nemi: Eg reikna með að Einar Vilhjálmsson komist á pall en aðrir verða fremur neöarlega. Vantrú Islend- inga á eigin orku Sigurður Ammundsson skrifar: Getur það staöist að ein orku- auðugasta þjóð í heimi, sem getur talist eiga þau varanlegustu auöæfi í heiminum í dag, falbjóði þessi verð- mæti sin til handa auölindasöfnurum og landvinningamönnum? Og ekki nóg með það heldur kaupir þessi þjóð síðan dýrari orku, svo sem olíu og gaS, og brennir henni út i loftið: 70% sem mengun. Og árangurinn er sá að togararnir leggja upp laupana. Jú, þetta ku vera tilfellið og þjóðin erum við Islendingar. Það er fleira orka en olía en að at- huguðu máli má telja til efs að hægt sé aö koma þjóðinni i skilning um það eftir það sem á undan er gengið. Islendingar þurfa ekki svo mikið sem flytja inn bensin, orkan er til staöar hér á landi en fólkið í iandinu hefur svo mikla vantrú á henni að tæpast er hægt að nefna tæknilegar að- ferðir til úrlausnar, ekki einu sinni ráðamenn trúa. Þessi dæmalausa vantrú Islendinga á sjáifa sig fær mann til að trúa að það eina sem íslenskir hugvitsmenn geti gert til að koma hugmyndum sínum á framfæri sé að flytja úr landi. Það er ekki góðs viti því án hugvits og gáfna gæti mannfólkið alveg eins verið á steinaldarstigi. Brófritari segir ísiendinga þjást af vantrú á eigin orkuiindir. Hór er myndaf Ljósafossvirkjun. Ótrúlegir danshæf ileikar Hulda Guðrún Hallsdóttlr skrifar: ,,I apríl í vor varð „sprenging” í Danskennarasambandi Islands og nýtt félag var stofnaö, Félag íslenskra danskennara. Stofnendur þess eru kennarar frá níu dansskólum og þaö er ekki í Danskennarasambandi Islands. Danskennaranám tekur fjögur ár og tvö próf eru tekin á tveggja ára fresti, samanber frá sveinsprófi upp í meistarapróf. Laugardaginn 10. júni las ég viðtal i NT við nýútskrifaðan danskennara frá — eða auglýsingabragð? Dansskóla Heiðars Astvaldssonar og hafði hann tekið próf frá Danskennara- sambandi Islands. Dansskóli Heiðars er nú einn af örfáum samkvæmis- dansaskólum í því sambandi. Það kom fram í viðtalinu við hinn nýja dans- kennara að hann fékk tíu í einkunn fyrir svokallaða tækni sem er að hann lýsir hverju spori fyrir sig frá grunni og að s jálf sögðu dansar sporið um leið. Brófritari vili fá aö vita hvernig hægt er aö fá tfu i einkunn fyrir að dansa. Nú langar mig til að spyrja próf- nefnd DSI hvemig nemandi getur fengið tíu í einkunn fyrir þaö sem hann er að gera meö líkamanum. Eg hélt að enginn væri svo fullkominn, að minnsta kosti hefur prófnefndin haldiö því fram til þessa. Aldrei hefur ein- kunnin tíu verið gefin á þessu sviði fyrr hér á landi. Eða er það vegna stofnunar hins nýja félags sem próf- nefndin hefur talið að hún þyrfti að slá i gegn með því að gefa næsta nema, ’sem tekur próf, tíu? Að sjálfsögðu er það svo auglýst í blööunum. Er þama um aö ræða ótrúlega danshæfileika viökomandi danskennara eða aug- lýsingabragð? — Persónulega vorkenni ég aðeins þessum danskennara að verða fyrir þessu augljósa bragði. Hvenær fór prófnefndin að gefa ein- kunnir skiptar — það er sérstaklega fyrir dansprógrammið og síðan tæknina, því það kom fram í viðtalinu að nýi danskennarinn fékk 9,8 fyrir dansinn. Áður fyrr fengu nemendur ekki að vita hvað þeir fengu í einkunn nema samanlagt, ekki sérstaklega fyrir tækni eða sérstaklega fyrir dans. Hefur þessu verið breytt nú, það er að nemendur fái einkunn fyrir hvern einstakan dans? Ef svo er þá er það vissulega tilbóta”. Sjónvarpið á að þóknast neytendum 8387—7553 skrifar: Á lesendasíðu þessari hef ég oft séö kvartanir um lélegt sjónvarpsefni. Dæmi er þegar Dallas hætti að birtast á skjánum um tíma. Þá sáust margar kvartanir. Svo kom Dallas aftur en hefur nú kvatt á nýjan leik og i staðinn kom einhver þýskur framhaldsþáttur sem mörgum finnst leiðinlegur, að þvi erég bestveit. Ef sjónvarpið hefur ekki efni á að sýna fleiri Dallasþætti þá finnst mér að það ætti að sýna eitthvaö sem fólk hefur beðiö um. Poppunnendur væru t.d. fegnir að sjá Grammy-afhendinguna en þar tóku þekktir tónlistarmenn við viður- kenningum og skemmtu í leiðinni. Það er líklega dýrt aö kaupa þáttinn en ef viljinn er fyrir hendi er það sennilega hægt. Mig langar í lokin til að koma með nokkrar uppástungur um efni í sjón- varpið: Alheimskeppnin sem Unnur Steinsson tók þátt i, Dynasty, Happy Days (gamanþættir), General Hospitalo.fl. o.fl. Úr Generai Hospital, en hann er einn þáttanna sem brófritari rnæiir með að verði sýndur i sjónvarpinu hór. Úrsólinni. Myndirúrsólinni Birna skrifar vegna greinar Sólfara 20. júní 1984: j Sólfari góöur. Undarlegum augum þykir mér þú líta dagsins ljós. Gleður það ekki auga þitt að sjá fólk ánægt með lífið og tilveruna? Hví ekki að koma með myndir í dagblöðum fré sólardögum? Nóg er víst af drunga í lofti og hinum sívinsælu rigningar- og rokmyndum. Mér persónulega finnst gaman að sjá myndir frá þessum dögum. Litil börn, léttklædd í sólinni, og yfirleitt myndir af fólki á förnum vegi eiga fullan rétt á sér. Þessar myndir lífga upp á blöðin, fyrir utan það að fólki finnst alltaf gaman að fá myndir af sér i blöðin, ég tala ekki um litlu börnin. Eg hrósa alltaf góðu veðri og vona að það endist lengur en einn dag, ef ekki þá getum viö engu um þaö ráðið. Þú ert að tala um fólk með barnatrú á gott sumar, er það ekki líka hálfgerö barnatrú að halda aö við séum að storka náttúrunni? Njótum góðu daganna, þeir eru ekki of margir. Ljósmyndarar, takið sem flestar myndir af mannfólkinu í góða veðrinu, þær eru einfaldlega skemmtilegar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.