Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1984, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1984, Side 17
DV. FÖSTUDAGUR 29. JUNl 1984. 25 jró ttir íþróttir íþróttir íþróttir Dan Cornelíusson. „Undir Stutt- gart komið” — Como vill fá Svíann Dan Corneliusson Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, frétta- manni DV í Svíþ jóð: „Það er allt undir Stuttgart komið hvort ég fer til Como. Ég á enn tals- verðan tíma eftir af samningi minum við þýska liðið. Hins vegar hef ég rætt við forráðamenn Como, sem hafa hug á því að fá mig. Como vann sæti í 1. deildinni ítölsku í vör,” sagði sænski landsliðs- miöhcrjinn Dan Corneliusson við Expressen í gær. Talsveröar likur eru á því að Corne- liusson fari frá Stuttgart. Hann stóð sig þar nokkuð vel framan af síðasta keppnistímabili en síðan fór að halla undan fæti. Þá hefur Stuttgart líka keypt landsmiðherja Belgíu, Nico Claesen frá Seraing. Metþátttaka íMinolta golfmótinu Fjölmennasta golfmót sumarsins til þessa fór fram á Grafarholtsvellinum nú í vikunni — Minolta Million golfmótið. 147 kylfingar mættu til leiks og var keppnin með forgjöf. Hafþór Olafsson úr GR varð sigurvegari — lék á 60 höggum netto (84 — 24). Jón Öm Sigurðsson, GR varð í öðru sæti á 65 höggum (76 —11), Bjöm Karlsson, GK varð þriðji á 66 högg- um (83 — 17) og Árni Oskarsson, GOS varð fjórði á 66 höggum (89 — 23). Besta skori í mótinu náði Magnús Jonsson GS sem lék 18 holumar á 72 höggum. Teiturleikur með Rudi Krol Frá Kristjáni Bernburg — fréttamanni DV íBelgíu: — Hollenski knattspyrnukappinn, Rudi Krol, sem er fyrrum fyrirliði holl- enska liðsins og Ajax, og hefur leikið með Napolí á ítalíu undanfarin ár, gekk í gær til liðs við franska félagið Cannes, en með því félagi leikur Teitur Þórðason. -SOS Stef án á skotskónum Keflvikingar unnu sigur 3—0 yfir Fram á íslandsmóti eldri knattspyrnu- manna í Keflavík í gærkvöldi. Rúnar JúUusson skoraði fyrsta mark Keflvík- inga, en hann skoraði sigurmark þeirra 1—0 gegn KR á dögunum — og siðan skoraði Stefán Jónsson tvö mörk, með vinstri- og hægrifótarskoti. Ástráður Gunnarsson, bakvörðurinn knái, lék i markf Keflavíkurliðsins og bjargaði hann heimamönnum oft á undraverðan hátt. -emm/-SOS þróttir íþróttir íþróttir íþróttir Sebastian Coe. >kot frá Sverri Herbertssyni, af stuttu færi. GlæsUega gert. DV-mynd: Brynjar Gauti Sveinsson. Hver tryggir sér ferð til Ipswich? knattspyrnuskóli PGL og KR hefst á þriðjudaginn. Hver tryggir sér ferð með Útsýn til Ipswich á PGL-skólann? — Það er mikUl áhugi fyrir knatt- spyrnuskólanum, sem hinir kunnu ensku knattspyrnumenn PhU Thompson frá Liverpool og Arsenal- leikmaðurinn Brian Talbot munu stjórna hér í næstu viku, sagði Stein- þór Guðbjartsson, framkvæmda- stjóri knattspyrnudeUdar KR, en KR-ingar sjá um skólann I samvinnu við hinn kunna enska knattspyrnu- skólaPGL. KnattspyrnuskóUnn er fyrir unga knattspyrnumenn á aldrinum 6—16 ára, stúlkur og drengi. Þetta er ein- stakt tækifæri tU aö læra knatt- spyrnu af frægum leikmönnum og þá verða einnig tvelr unglingaþjálfarar 1. deUdarUöa í Englandi kennarar við skólann. SkóUnn hefst á þriðjudaginn og stendur hann tU 7. júlí. Kennt verður alla daga frá kl. 10 tU 16.30. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í skólanum eru beðnir að tilkynna þátttöku í síma 27181 i dag og einnig verður tekið á móti þátttökutilkynn- ingum á mánudaginn, eða svo framarlega að ekki verði þá orðið fuUsetið í skólanum. 100 börn og ungUngar hafa möguleUca á að læra galdra knattspymunnar — undir stjóm Thompson og Talbot. Ýmsar viðurkenningar verða veittar i sambandi við skólann og fær „besti nemandinn”, aö mati kennara, ókeypis ferðir tU Englands og þátttöku i PGL-skólanum þar. Það verður á tímabUinu 20.—27. ágúst. Knattspyrnuskóli í Ipswich PGL-skólinn í Ipswich er einn kunnasti knattspymuskóli Evrópu. Ferðaskrifstofan Utsýn hefur ákveö- iö að gefa islenskum unglingum kost á að sækja skólann í Ipswich — á fyrrnefndum tima — en við skólann í Ipswich kenna leikmenn eins og Paul Mariner, Arsenal, Terry Butcher, Ipswich, John Robertson, Brian Talbot, Phil Thompson og Amold Muhren. Þclr sem hafa áhuga á að taka þátt i skólanum I Ipswich geta fengið nánari upp- iýsingar um skðlann hjó Útsýn i sima 26611. Verð cr kr. 15.000 og InnifaUð er: flugfar- gjald, gisting, beM, flutningur innan Brct- lnnds, skoðunarferðir og þjáifun. islenskur fararstjóri vcrður með í ferðlnni. -SOS ígt heimsmet tristiansen enna á Bjslett-leikunum í Osló í gærkvöldi örugglega,” sagði hann eftir hlaupið. James Robinson frá Bandaríkjunum var annar á 1:45,12 min. og þriðji var Rob Harrison frá Bretlandi á 1:45,39 mín. • Ovett vann einnig öruggan sigur — í 1500 m hlaupi. Kom í mark á 3:34,50 min. Spánverjinn Jose Gonzales varð annará 3:34,61 mín. • Bandaríkjamaöurinn Albert Robinson varð sigurvegari í 100 og 200 m hlaupi á 10,64 og 20,82 sek. • Breskar stúlkur röðuðu sér í þrjú fyrstu sætin í 400 m hlaupi. Kathy Cook varð sigurvegari á 51,48 sek. — hennar bestitímiíár. • Portúgalinn Fernando Mamede varö sigurvegari í 5000 hlaupi karla — 13:12,83 mín. Finninn Martti Vabiio varð annar og Portúgalinn Carlos Lopezþriðji. -SOS ..Laudrup tekur við af Platini” - segir Bobby Robson, landsliðseinvaldur Englands — Frá Gunnlaugi A. Jónssyni — fréttamanni DV í Svíþjóð: — Bobby Robson, landsliðs- einvaldur Englands, sem var í Frakklandi á meðan EM stóð yfir, sagðist hafa vonast eftir að sjá Dani leika gegn Frökkum í úrslitaleiknum. — Danir eru nú með eitt sterkasta landslið Evrópu og með því leika margir mjög snjallir leikmenn. Hinn 19 ára Michael Laudrup er frábær leik- maður og ég er viss um að eftir tvö ár verður hann orðinn besti sóknarleik- maður Evrópu — verðugur arftaki Michel Platini, sagði Robson. — Robson sagöi aö knattspyrnan í Evrópu væri í mikilli framför — væri orðin betri en knattspyrnan í S.- Ameríku. Portúgalar hefðu komiö skemmtilega á óvart fyrir snjalla leiki og væru þeir með marga frábæra leik- menn, eins og Chalana, miðvallarspil- arann snjalla. Þá eru Spánverjar með gott lið. Vörn þeirra er sterk, en nú þurfa þeir að leggja kapp á að gera sóknarleikinn beittari, sagði Robson. -GAJ/-SOS. Michael Laudrup. Bandaríska úrtökumótið ísundi: Nýja stjaman sigraði á ný Nýja sundstjarnan i Bandaríkj- uinum, Mike Heath, heldur áfram að koma á óvart á úrtökumótinu í Indianapolis. í gær sigraði hann í 100 m skriðsundi á snjöilum tima, 49,87 sek. og sigraði heimsmethafann Rowdy Gaines. Sá síðarnefndi komst þá í banda- ríska ólympíuliðið. Varð annar á 49,96 sek. Chris Cavanaugh þriðji á 50,04 sek. en sá tími nægði ekki. Heath sigr- aði einnig í 200 m skriðsundi á úrtöku- mótinu. Sundkonan fræga, Cynthia Wood- head, komst ekki í 400 m skriðsundið á ólympíuleikunum. Varð í þriðja sæti í gær á 4:09,94 mín. Tiffany Cohen sigr- aði á 4:08,73 mín. Hún er 18 ára. Bandaríski methafinn Kim Linehan varðönnur á4:09,57mín. Rick Carey bætti heimsmet sitt í 200 m baksundi þrátt fyrir slæmt viðbragð. Synti á 1:58,86 mín. eða 7/100 úr sekúndu betur en á bandaríska meistaramótinu í Kaliforníu. Gamli kappinn Jesse Vassallo komst einnig í ólympíuliðið. Annar á 2:02,15 mín. -hsím.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.