Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1984, Side 32
FRETTASKOTIÐ
6818*58
SÍMINN
SEM
ALDREI
SEFUR
Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.
Hafir þú ábendingu
aða vitneskju um
frétt — hiingdu þá i
síma 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notafl i DV, greið-
ast 1.000 krönur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið i
hverri viku.
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ1984.
„Fór út um
gluggann”
— Jóhann Hjartarson
með einn vinning og
biðskák á skákmótinu
íLeningrad
„Ég hef unniö eina skák og er með
aöra í biö. Sú fór út um gluggann eins
og viö segjum, er gjörtöpuö eftir aö ég
lék hroðalega af mér,” sagöi stór-
meistarinn Jóhann Hjartarson er DV
náöi tali af honum í Leningrad í
gærkvöldi en þar tekur hann þátt i
geysisterku skákmóti þessa dagana.
Þrjár umferöir eru búnar á mótinu. I
þeirri fyrstu átti Jóhann aö tefla viö
sovéska stórmeistarann Taimanov.
Þeirri skák var þó frestað þar sem
Taimanov komst ekki í tæka tíð til
leiks.
Jóhann var með svart á móti
sovéska alþjóðameistaranum Judasin
í annarri umferö. Þaö er sú skák sem
fór í biö. „Við vorum báöir í rosalegu
timahraki. Fyrst lék hann af sér. Þá
var ég meö gjörunniö, gat unníð bisk-
up. Strax í næsta leik iék ég af mér og
hann er með unniö.” Það var svo í gær
sem Jóhann tefldi á móti Sovétmann-
inum Vorodmikov og vann hann í 40
leikjum.
Fjórtán þátttakendur eru á þessu
móti og því 13 umferöir leiknar.
Jóhann teflir í dag viö Taimanov. „Ég
þori engu aö spá um þá viðureign.
Maöur veit aldrei hvaö gerist.”
Gott veöur er nú í Leningrad,
þægilegur hiti, 20 gráöur á Celsius.
Teflt er í Tikorin-skákklúbbnum og er
fullt hús af áhorfendum þegar teflt er.
Mótinu lýkur 14. júlL -JGH.
Dansað íViðey?
Hópur hljómlistarmanna hefur
óskaö eftir því viö borgaryfirvöld að
fá að halda tónleika eöa jafnvel dans-
leik í Viðey um verslunarmanna-
helgina.
Málið hefur enn ekki verið rætt í
borgarráði, en gert er ráö fyrir aö
þaö verði tekið fyrir á fundi ráösins í
dag. -EA.
LOKI
Svo það er erfitt að vera
borðfáni.
Hálf ur Stöðvarfjörður með niðurgang:
Einsogaövera
með fæðingarhríðir
— segir héraðslæknirinn sem sjálf ur er á sjöunda degi
Vandræöaástand hefur rikt á
Stöðvarfiröi aö undanfömu. Hálfur
bærinn hefur nú þegar legiö í ókenni-
legri pest sem lýsir sér í niöurgangi,
uppköstum og slappleika alls konar.
„Þaö segja mér sumir að helst
megi líkja verkjunum viö fæðingar-
hríöir og dreg ég það ekki í efa því
sjálfur er ég á sjöunda degi í þessari
niðurgangspest,” sagöi Bjöm Logi
Bjömsson, héraðslæknir á Fáskrúðs-
firði, en hann þjónar einnig Stööv-
firöingum. ,Jíg veit ekki enn hvaö
veldur þessum ósköpum en ég hef
látið taka sýni úr vatnsbólinu á
Stöðvarfiröi, sent þau suöur til
Reykjavíkur og bíö nú eftir svari,”
sagöi héröaslæknirinn. Vatnsbólið á
Stöðvarfirði er girt af en fyrir
skömmu lét dýralæknirinn á
Breiödalsvík þau boö út ganga aö því
yrði ekki lengur unað aö aligæsir
væm þar á vappi. Leikur grunur á aö
þær hafi komist í vatnsbólið, sopið á
og afleiöingamar oröiö þær sem aö
framan greinir. Á annaö hundrað
aligæsir munu vera á Stöðvarfirði og
fara þær feröa sinna um bæinn líkt
og mannfólkið. Þegar pestin náöi há-
punkti munu gæsirnar á götum
bæjarins hafa verið fleiri en fólkið aö
sögn heimamanna og sjúklinga. EIR.
Sumarið hefur verið óvenjugott það sem af er og fiestír hafa reynt að njóta sem
mestrar útívistar. Þéssi mynd var tekin íhöfuðborginni. D V-mynd: Arinbjörn.
Stórt gjaldþrotamál:
Skuldirnar um
150 milljónir
„Þaö er enn of margt óvíst í þessu
máli til aö hægt sé aö fullyrða um af
hvaöa stæröargráöu þetta gjaldþrot
veröur. Eg get þó nefnt að bókfæröar
eignir félagsins eru tíu sinnum meiri
en I næststærsta gjaldþrotamáli á
undan á síðustu fimm árum.”
Þetta sagöi Ragnar H. Hall,
skiptaráöandi í gjaldþrotamáli End-
urtryggingafélags Samvinnutrygg-
inga hf., en félagiö var tekið til gjald-
þrotaskipta síðastliðinn föstudag.
„Um síöustu áramót námu eignir
félagsins um 120 milljónum króna en
skuldir voru um 150 milljónir. Ég tel
mjög líklegt að skuldatalan eigi eftir
að hækka,” sagöi Ragnar.
Aö sögn Ragnars sá skilastjómin,
sem skipuö var að tillögu Trygginga-
eftirlitsins, enga leið út úr þessu máli
aðra en þá aö taka félagið til Gjald-
þrotaskipta. -JGH.
Súld í Reykjavík en
sólá Akureyri
Veðurstofan spáir hægri suðvest-
an- og sunnanátt á landinu um helg-
ina. Gert er ráö fyrir súld og rign-
ingu suðvestanlands meö í mesta
lagi tíu gráða hita. Noröaustanlands
er spáö bjartviðri. Þar gæti hitinn
fariö upp í fimmtán stig á stöku stað.
-KMU.
Óvænt sending til þeirra sem skiluðu ólöglegum myndböndum:
Fá senda háa reikninga
frá myndbandaleigunum
Tvær myndbandaieigur borg-
arinnar, Vídeóheimurinn og Vídeó-
sýn, hafa lagt fram háa reikninga á
hendur þeim aöilum sem skiluöu
ólöglegum myndböndum til Samtaka
rétthafa myndbanda í maímánuöi.
Um er aö ræða fjárhæöir upp á tugi
þúsunda, en myndböndin eru á
annað hundraö talsins.
Gunnar Guömundsson, lögmaöur
Samtaka rétthafa myndbanda, sagöi
í samtali við DV aö enginn fótur væri
fyrir þessum kröfum og að samtökin
myndu sækja leigurnar til saka.
Annaöhvort væri aö fara í einkamál
eða afhenda lögreglunni máliö.
„Þeir hefðu getaö athugað hvort
sáttamöguleiki væri fyrir hendi. Þaö
virðist ekki hafa verið reynt til
þrautar eöa vilji veriö fyrir því,”
sagði Gunnar.
Friöbert Pálsson, formaöur
Samtaka rétthafa myndbanda, sagöi
aö samtökin tækju á sig alla ábyrgö
af þessum kröfum og aö
einstaklingar ættu ekki að þurfa aö
bera neinn skaða. „Þessir aöilar
hafa tekiö á leigu myndirsem þeir
skila ekki, heldur koma með þær til
okkar. Leigan sjálf hefur því tvö- og
þrefaldast á þessum tíma. En þessar
myndbandaleigur eru vísvitandi að
leigja úr myndir sem eru ólöglegar.”
Eigandi Vídeóheimsins hefur ekki
viljað tjá sig um máliö og ekki hefur
náöst tÚ eiganda Vídeósýnar. -pá.