Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1984, Qupperneq 1

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1984, Qupperneq 1
DAGBLAÐID —VÍSIR 164. TBL. — 74. og 10. ÁRG. — MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1984. ígœrdag heimsóttu hjólreiðamennirnir norsku Vigdísi Finnbogadóttur á Bessastöðum. Eins og kunnugt er hefur hópur hjólreiðamanna frá Noregi verið í löngu hjólreiðaferðalagi hér um landið. Þeir hjóluðu frá Reykjavík til Egilsstaða, sem er um 700 km leið. fþessum hópi eru fatlaðir einstaklingar. Þeir hjóla á tvímenningshjólum þar sem annar er ekki fatlaður og hjálpa hvor öðrum á þennan hátt við hjólreiðarnar. Ferðin hefur gengið vel og eiga norsku hjólreiðamennirnir ekki orð yfir þá gestrisni og þœr móttökur sem þeir hafa fengið á leið sinni til Egilsstaða. Þeir senda þakkir til allra sem hafa greitt götu þeirra l ferð- inni. APH/DV-mynd E. Ó. Norðmenn svara mótmælum íslendinga: ENGINN VEIÐI- KVÓTITIL DANA Norðmenn hafa fallið frá því að veita Dönum loðnuveiðikvóta á Jan Mayen-svæðinu og hafa fallist á að hafa þar eftirlit, bæði úr sjó og lofti. Þetta kemur fram í svari norskra yfirvalda, sem barst í fyrradag, við mótmælum Islendinga um sam- komulag Norðmanna og Dana um loðnuveiðar hinna siðarnefndu. í svarinu er einnig lögð áhersla á samráð Islendinga og Norðmanna, eins og kveðið er á um í Jan Mayen- samkomulaginu. Geir Hallgrímsson utanríkisráð- herra sagði í samtali við DV í morgun að eftir sem áöur stæði sá ágreiningur milli Dana og Norð- manna að Danir halda fram 200 mílna efnahagslögsögu frá Græn- landi en Norðmenn halda sig við svo- nefnda miðlínu milli Jan Mayen og Grænlands. „Við höfum tilkynnt utanríkisráðherra Dana og forsætis- ráðherranum, er hann kom hingað, að við stöndum með Norðmönnum í þeirri deilu. Ég hygg að við verðum að fylgjast mjög vel með framvindu málsins og það er trúlegt, eins og við höfum haldið fram sjálfir, að við verðum að eiga hlut að máli í sambandi við lausn á þessari deilu um efnahags- lögsöguna. Við höfum líka lagt áherslu á að hafa stjórn á veiðum í loðnustofninum og til þess þurfum við að ná meira en samningi milli Norðmanna og okkar,” sagði Geir Hallgrímsson. -pá. Austfirðingar sigla í land 24. júlí: Sé ekki hvaða hagsmunum það þ jónar að stöðva nú — segir sjávarútvegsráðherra ,,Ég skil ekki hvaða hagsmunum það þjónar að stöðva veiðar nú, áður en þær leiðir sem við viljum reyna til að lagfæra stöðu sjávarútvegsins hafa verið reyndar til þrautar,” sagði Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra er DV innti hann álits á þeirri ákvörðun útgerðarmanna á Austfjörðum að hætta veiðum hinn 24. júlink. Halldór sagði að ekki yrði gripið til gengisfellingar til að bæta stöðu sjávarútvegsins, en til að viöhalda gengisstefnu ríkisstjómarinnar yrði sjávarútvegurinn að njóta forgangs við banka og peningastofnanir. „Eg hef beint þvi tii banka og ann- arra stofnana að þær aöstoöi við endurskipulagningu mála sjávarút- vegsins með tilliti til skuldbreytinga og búið er að ákveða endurskoöun afurðalána, en ég er satt að segja mjög óánægður með hvað þessi mál gangaseint.” „Það er mjög varasamt að stöðva veiðamar nú. Fólk missir atvinnuna og erfitt getur reynst að koma atvinnutækjunum í gang aftur. En því miður hefur viöleitni okkar til úrbóta gengið allt of seint,” sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra að lokum. -ÞJH RMYNDAKEPPNIDY

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.