Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1984, Page 2
2
Dy..Mip,VIftUDAGUR 18. JULl 1984.,
DNGá Akureyrí:
Háþróuð rafeindatæki framieidd
_ <*•
með heimatilbúnum vélakosti
. DNG sf. á Akureyri er þrátt fyrir
ungan aldur komið í fremstu röð fyr-
irtækja á landinu á sviði hönnunar og
smíöi rafeindabúnaðar. Nú berst
þetta fyrirtæki í bökkum og gæti
horfiö úr landi af þeim sökum. Fær-
eyingar hafa sýnt framleiðslu DNG
mikinn áhuga og eru þrír menn þar
úti við samninga sem gætu leitt til
þess að stór hluti framleiðslunnar
flyttist þangað.
Bræðurnir Davíð og Níls og Gísli
faðir þeirra stofnuðu DNG fyrir
tveimur árum. I mörg ár hafa þeir
verið þekktir nörðanlands fyrir hug-
vitssemi og lagni sem mörgum hefur
komið vel. Þeir stóöu þó ekki fyrir
framleiðslu fyrr en færavindan kom
til. 1 fjögur ár gerði annar
bræðranna lítið annað en vinna að
hönnun hennar, stuðningur var eng-
inn. Otkoman var færavinda með
rafeindabúnaði, mun fullkomnari en
hliðstæðar vindur sem Norðmenn og
Svíar framleiða. I stuttu máli er
vindan svo fullkomin að hún veiðir
sjálf. Það þarf ekkert annað að gera
en beita önglana og taka fiskinn af.
Fyrir ári var farið í framleiðslu á
vindunni og hefur eftirspum veriö
mun meiri en hægt hefur verið að
svara. Út úr verksmiðjunni eru fam-
ar 80 vindur, framleiðslugeta á dag
er 2-3 stykki. Otflutningsmöguleikar
eru taldir miklir og 1000 vindur á ári
sagður ekki fráleitur möguleiki sem
framleiðslumagn.
Vindurnar eru nær algjörlega af-
sprengi hyggjuvitsins sem ríkir hjá
feðgunum og starfsmönnum þeirra
hvað hönnun og smíði varðar. Mótor-
inn í þær er meira að segja búinn til á
Hér sést Snorri með hluta í mótor vindunnar og húsið utan um mótorinn.
staðnum með ótrúlega einföldum
tækjum sem líka vom búin þar til.
Hringlaga borð þar sem raf eindabúnaðinum er raöað á plötu.
Hann er uppfinning DNG og hefur þá
sérstöðu meðal mótora að geta snú-
ist í báðar áttir og að brenna ekki
yfir þótt hann festist. Húsið utan um
hann er úr áli en vegna þess hversu
dýrt hefði verið að kaupa búnað til að
móta álið var tæki til álsteypunnar
smíðaö á staðnum. Þannig er á allan
hátt reynt að finna ódýrar og heima-
tilbúnar lausnir til aö lækka tilkostn-
aðinn. Otkoman er sú að færavindan
stenst fyllilega samkeppnina viö þær
erlendu og verðið er 55 þúsund krón-
ur. Þessa flóknasta rafeindatækis,
sem fjöldaframleitt er hér á landi,
bíða nú ef til vill þau örlög að þurfa
að skipta um framleiðsluland.
Ástæðan: Það vantar smávægilega
aöstoð við að komast yfir skuldir
sem urðu til á löngum þróunartíma
tækisins.
Þótt færavindan sé langviðamesta
tækið sem DNG framleiðir þá hefur
iíka farið mikill tími í að þróa ýmiss
konar annan búnað og fjöldamargar
hugmyndir eru í gangi. Fyrir um ári
byrjaði framleiðsla á aflstýri sem er
algjörlega hannað og smiðað hjá fyr-
irtækinu. Þetta tæki er fyrir þá sem
kaupa ákveðið magn af rafmagni frá
rafveitum. Það jafnar út notkunina
og tekur út álagstoppa. Fyrir venju-
legan sveitabæ til dæmis kostar það
25-30 þúsund og er talið borga sig á
einu til tveimur árum.
Hitavakt kallast nýtt tæki sem
einnig er að öllu leyti hannað og
smíðað hjá DNG. Með því er hægt að
fylgjast með hita, til dæmis í hey-
hlöðum eða mjölskemmum. Ef hiti
frá einhverjum 12 hitaskynjaranna
sem hægt er að tengja við tækið, fer
yfir hættumörk byrjar það að væla
og líka tæki sem eftirlitsmaður getur
haft hjá sér. Þar á milli eru ekki
leiðslur heldur er rafkerfið notað til
að senda merki. Svona tæki kostar 10
þúsund krónur og var verið að setja
það fyrsta upp fyrir nokkrum dög-
nm Þegar liggja fyrir um 100 pant-
anir og innanlandsþörfin ein er met-
in á milli 500 og 1000 tæki á ári.
Að sjálfsögðu fer hljótt um það
sem DNG-menn eru að finna upp
þessa dagana. Þó hefur heyrst um
tæki sem verið er að þróa fyrir hita-
veitur. Með því á að verða auðveld-
ara að verðleggja heitt vatn til not-
enda og komast hjá óréttlátri gjald-
heimtu vegna mismunandi hitastigs
á vatninu. Slíkt tæki er einnig talið
geta haft mikinn spamað í för með
sér fyrir hitaveitur.
JBH/Akureyri
Snorri Hansson, verkstjóri DNG:
„Algjörir snill-
ingar í hönnun
rafeindatækja”
„Þetta eru algjörir snillingar í
hönnun rafeindatækja. Mennimir
em afskaplega frjóir og málin koma
fram mjög skýrt alveg í byrjun,”
sagði Snorri Hansson, verkstjóri
DNG, um hönnuöina í fyrirtækinu.
Hann er einn þeirra starfsmanna
sem ritaöi Atvinnumálanefndinni á
Akureyri bréf á dögunum þar sem
eindregiö var farið fram á aö fjár-
hagsvandi DNG yrði leystur.
Snorri sagði að skuldir DNG væm
nú taldar milli 6 og 7 milljónir króna.
Eðlilegt væri talið að hvert nýtt starf
í iðnaði kostaði 1 milljón og þetta
væri langt innan við, því að 20 manns
ynnu nú hjá DNG. Fyrirtækið hefði
verið stofnað fyrir aðeins tveimur
árum og framleiðslutíminn væri ekki
orðinn nógu langur til að borga hönn-
unarkostnað.
Kostnað við að hanna færavinduna
taldi Snorri ótrúlega lágan. Ástæðan
væri einfaldlega afburöahæfileikar
hönnuðanna. ,,Hún hefði átt að kosta
svo tugum milljóna skiptir í hönn-
un,” sagði hann. „Samt er hún orðin
til.” JBH/Akureyri