Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1984, Qupperneq 6
.(•3QÍ ÍJU(. .81 HUOAdUJiiVGIM .VG
DV. MIÐVIKUDAGUR18. JULI1984.
T
6
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Tilraunaeldhús DV
Vorrúllur,
fylltar
pönnukökur,
nautatunga
Tilraunir dagsins má segja aö
séu þrír smáréttir. I fyrsta lagi
eru það vorrúllurnar sem sagt er
aö séu frá Kínverjum komnar
upphaflega. Við höfum heyrt aö
þessi réttur hafi á árum áöur verið
áramótaréttur, en þar í landi eru
áramótin í febrúar. Þá var mikiö
matartilstand, eins og víst alls
staðar, og vorrúllumar með nýju
grænmeti ómissandi réttur. I
Austurlöndum eru vorrúllumar
snæddar sem forréttur. Nú eru
rúllurnar matreiddar á götum úti
þar austur frá líkt og „ein meö
öllu” pylsurnar hér. Hér á landi
eru vorrúllur orönar mjög vinsæl-
ar, þær em matreiddar á
nokkrum veitingahúsum og einnig
er hægt aö kaupa þær frosnar í
matvöruverslunum. Þaö má
benda á aö vorrúllur tilraunaeld-
hússins má frysta meö fyllingunni
(ósteiktar).
Fylltu pönnukökurnar era dálít-
iö frábragðnar þessum venjulegu
með þeyttum rjóma og ávaxta-
mauki. Þessar er hægt aö bera
fram sem kaffibrauð eða sérstak-
an heitan rétt. Og þá er það
nautatunga. Hún er afbragösrétt-
ur ein og sér, en einnig ásamt
fleiri réttum á hlaðborði.
Yfirskrift tilrauna dagsins er
því sitthvað smátt úr ýmsum átt-
um. -ÞG
Vorrúllur bornar fram með hrísgrjónum, soju og hrásalati í guðs grænni náttúrunni.
VORRULLUR
Vorrúllur
4 dl hveiti
1/2 tesk. salt
11/2 dl vatn
Fylling
1— 2 matsk. olía
250 g lamba-, svína-, kálfa- eða
nautahakk
100—150 g sveppir
200 g rækjur
180 g kínakál
1/2 paprika
1/2 búntsteinselja
2 stilkar seUeri
100 g baunaspírur
2 matsk. maizenamjöl
2— 3 matsk. kínversk soja
salt og pipar
1 matsk. kinverskt hrísgrjónavín,
sérri eða edik
Verklýsing
1. Blandið saman hveiti og salti,
vætið í með vatni, hnoðið saman
og látiö deigið bíða á köldum stað.
2. Hitið oliuna í potti (djúp-
steikingarpotti ef til er).
3. Saxið sveppina og rækjumar og
setjiö á pönnuna, einnig hakkið,
og brúnið.
Takið af pönnunni.
4. Hreinsiðgrænmetiöogsaxið.
5. Bætið olíu á pönnuna og léttsteikið
grænmetið, bætið kjötinu,
sveppunum og rækjunum út í.
6. Stráið maizenamjölinu yfir,
hrærið saman við. Bragðbætið
með salti, pipar, kínasoju, örlitlu
ediki (sérríi eða hrísgrjónavíni ef
til er). Látið fyllinguna bíða
meðan deigið er flatt út.
7. Fletjið deigið þunnt út. Athugið að
hnoða ekki mikið því þá verður
deigið seigt. Skerið deigið í 10—12
ferninga.
8. Setjið fyllinguna á femingana og
lokiðþeim.
9. Steikið í heitri olíunni, færið siðan
rúllurnar upp úr olíunni á smjör-
pappír sem drekkur í sig olíu.
Vorrúliurnar eru bomar fram með
hrísgr jónum, kínasoju og ef viU salati.
Vinnutími er ca 1 klukkustund.
Hráefniskostnaður 208 krónur.
-ÞG
« « ú r, a I Zf ® * «
***ÍUm*:
%* a ú4*i* rrí* * 4
Pönnukökur, fylltar með nautahakki og grænmeti, og síðan bakaðar stutta stund í ofni, rifnum ostl stráð yfir áður.
Pönnukökur
m/fyllingu
Fylltar pönnukökur
3 dl hveiti
2egg
1/2 tesk.salt
2 1/2 dl kaffirjómi
11/2 dl pUsner
3 matsk. smjörliki
Verklýsing
1. Blandið saman hveiti og saiti í
skál.
2. Hrærið út í kaffirjóma, pilsner og
eggjum.
3. Bræðið smjörUkið á pönnuköku-
pönnunni og helhð því út í sopp-
una.
4. Steikið ca 12 stk. af frekar
þykkum pönnukökum.
Fylling
1 stór laukur, saxaður
250 g hakkað nautakjöt
1 lítil paprika, söxuð
2—4 stönglar seUerí
2 matsk. oUa
1 dl tómatkraftur
1 tesk. salt
1/2 tesk. paprika
1/4 tesk. pipar
örlítið timian og merian
Verklýsing
1. Hreinsiðogsaxiðalltgrænmetið.
2. Steikiö kjötið og grænmetiö í olí-
unni. Hrærið vel í. Lækkið hitann
niöur og bætið í tómatkraftinum
og kryddinu. Látið maUa við
vægan hita í ca 10—15 mínútur.
Bætið ef til viU k jötkrafti út í.
3. Skiptið fylUngunni á pönnu-
kökumar og rúUið þeim upp. Setj-
ið í smurt eldfast mót og hitið þær
í nokkrar mínútur í 200°C heitum
ofni. Gott er að strá rifnum osti
yfir.
Vinnutími ca 1 kluKkustund.
Hráefniskostnaður 150 krónur.
-ÞG