Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1984, Síða 19
DV. MIÐVIKUDAGUR18. JULÍ1984.
19
Fríða Halldórsdóttir, fyrrverandi tslandsmeistari, ók af miklu öryggi i gegnum brautina og náði besta árangri í
kvennariðli í sumar.
Ökuleiknin í Kópavogi:
METIÐIKVENNA-
RK>U SLEGIÐ
Nítjánda keppni Bindindisfélags
ökumanna og DV í ökuleikni var haldin
í Kópavogi fimmtudaginn 12. júlí sl.
Keppendur voru 10 talsins og keppti
þar sem gestur í kvennariðli sigur-
vegarinn í Reykjavik, Kristín Bima
Garðarsdóttir. Hún bætti fyrri árangur
sinn um 29 refsistig og er því nú meðal
5 efstu keppenda í kvennariðli.
Sigurvegari í kvennariðli var hins
vegar fyrrverandi lslandsmeistari,
Fríða Halldórsdóttir. Hún keppti á
Autobianchi og náði frábærum
árangri, fékk aðeins 133 refsistig. Hún
bætti met Auðar Yngvadóttur frá Isa-
firði, sem nú er Islandsmeistari, um 2
refsistig. Fríða er því efst yfir landið í
kvennariðli og munu þær stöllur
eflaust keppa um efstu sætin í kvenna-
riðli í úrslitunum í haust. Þær geta
hvorugar unnið utanlandsferðina í
kvennariöli, þar sem þær hafa báðar
unnið sh'ka ferð áður. Þær geta
einungis keppt um Islandsmeistara-
titilinn.
Kristín Birna Garðarsdóttir varð
önnur í Kópavogi, en þar sem hún
keppti sem gestur, gat hún ekki unnið
til verðlauna og fór því silfrið til Lindu
Dísar Guðbergsdóttur. Hún fékk 291
refsistig. Hún keppti á Porsche 911E.
1 karlariðli sigraði Arni Oli Friðriks-
son á Suzuki með 136 refsistig. Hann er
nú meðal 10 efstu keppenda yfir landið
í karlariðli, nánar tiltekiö í 9. sæti. Arni
er fyrrverandi Islandsmeistari og
Noröurlandameistari i ökuleikni.
I öðru sæti varð núverandi Islands-
meistari í ökuleikni i karlariðli. Það
varð Jón S. Halldórsson á Porsche 911
E. Jón fékk 149 refsistig. 1 þriðja sæti
varð Halldór Sigþórsson á Saab 900.
Hann f ékk 150 refsistig, eöa aðeins einu
refsistigi lakari árangur en sjálfur
Islandsmeistarinn. I keppninni í Kópa-
vogi voru 17 keppendur skráðir til
leiks, en aöeins mættu 10 keppendur
eins og fyrr var getið. Gefandi verð-
launa í báðum riðlum í Kópavogi var
Smurstöðin íStórahjalla í KópavogL
-EG.
ITT Ideal Color 3304,
-fjárfesting í gæöum
á stórlækkuöu veröi.
Vegna sérsamninga viö
ITT verksmiðjurnar í
Vestur Þýskalandi, hefur
okkur tekist aö fá
takmarkað magn af 20"
stórlækkuðu verði.
SKIPHOLTI 7 • SÍMAR 20080 & 26800
SAMRÖÐUN
HEFTING
BROT
SKURÐUR
LÍMING
FRÁGANGUR
STEMSILL
NÓATÚN! 17 SÍMI 24250
ÞAÐ ERU AÐ MINNSTA KOSTITVEIR HLUTIR
ÓMISSANDI FYRIR ÞIG Á FERÐALÖGUM