Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1984, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1984, Page 21
DV. MIÐVIKUDAGUR18. JtJL! 1984. 21 óttir • íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Sigurður Pálsson, Þórsari, sést hér skora jöfnunannark Þórs i leiknum gegn KR i gærkvöldi. Á litlu myndinni tO vinstri er knötturinn á leið i KR-markið án þess að Stefán markvörður komi við vörnum. Og á myndinni litlu til hægri mótmælir Stefán. Taldi Sigurð rangstæðan þegar hann fékk knöttinn. DV-mynd Brynjar Gauti Sveinsson. „VERÐUM EKKIBIKARMEIST- ARAR MEÐ SVONA LEIK” sagði Hólmbert Friðjónsson, þjálfari KR, eftir að KR vann Þór 2:1 íbikamum „Ég er mjög óhress með leik minna manna. Það var litil knatt- spyrna í þessum leik og við verðum ekld bikarmeistarar með svona leik,” sagði Hólmbert Friðjónsson, þjálfari KR-inga i knattspymu, eftir að KR INN RÆTAST! Draumaferð ungra knatt- spyrnumanna. Aldur 8 til 16 ára. Skólinn er frá 20. til 27. ágúst. AUSTURSTRÆT117. SÍMI26611. hafði sigrað Þór frá Akureyri 2:1 i leik liðanna i 8-liða úrslitum bikarkeppni KSt í gærkvöldi. KR-ingar léku þama sinn fyrsta helmaleik á grasvelllnum við Kaplaskjólsveg að viðstöddum um 300 áhorfendum. Leikurinn var ákaflega illa leikinn af beggja hálfu og lítið sem ekkert sem gladdi augað. Mjög mikil harka ein- kenndi leikinn og dómari hans, Gísli Guðmundsson, sýndi fimm leik- mönnum gul spjöld. KR-ingar náðu forystunni á 27. mínútu. Gunnar Gíslason gaf þá mjög góða sendingu á Björn Rafnsson sem skaut föstu skoti sem markvörður Þórs, Benedikt Jónasson réð ekki við. Þórsarar jöfnuðu síðan metin rétt fyrir leikhlé og var Sigurður Pálsson þar að verki. Sigurður fékk knöttinn rétt innan vitateigs KR-inga og skot hans hafnaöi i stönginni og þaðan fór knött- urinn i netið. Staðan í leikhléi var því 1:1. Síöari hálfleikur var svipaður þeim fyrri. Lítið reynt að spila og mikiö um kýlingar. Nánast engin marktækifæri og barátta leikmanna í fyrirrúmi. Þegar venjulegum leiktíma var lokið var staðan enn jöfn og þurfti því að framlengja leikinn. Ekkert mark var skorað í fyrri hluta framlengingar- innar en þegar sex mínútur voru til vitaspymukeppni tókst KR-ingum að skora sigurmarkið. Góð fyrirgjöf kom fyrir mark Þórsara og Gunnar Gísla- son var á réttum stað og skallaði óverjandi í markið. Með þessum sigri tryggðu KR-ingar sér rétt til að leika í f jögra liða úrslitunum en Þórsarar eru úrleik. Gísli Guömundsson dæmdi leikinn. Mjög erfitt var að dæma hann en Gísli komst vel frá sínu starfi. Hann veifaði gula spjaldinu fimm sinnum í leiknum. Þeir sem fengu gul spjöld voru: Sæ- bjöm Guðmundsson og Jakob Péturs- son, KR, og Þórsararnir Nói Bjöms- son, Guðjón Guðmundsson og Einar Arason. -SK. Ottó brot- Ottó Guðmundsson, fyrirliði KR, varð fyrir því óhappi í leik KR og Þórs í gærkvöld að lenda í slæmu samstuði við einn norðanmanna. Varð að flytja Ottó á slysavarðstofuna og óttaðist læknir sem á vellinum var í gærkvöldi að hann hefði brotnað, að sprunga Ottó Guðmundsson, fyrirliði KR-lnga. hefði komlð i sköflung. Ef satt reynist erþaðmikiðáfallfyrir KR-inga. -SK. SÍMUM 27195 OG 26611 þróttir Einar nú í sjötta sæti — á afrekaskránni íspjótkastiíár Einar Vilhjálmsson er nú i sjötta sæti hvað besta árangrlnum í spjótkasti i helmlnum í ár viðkemur. Tveir Austur-Þjóðverjar, sem ekki keppa á ólympíuleikunum i Los Angeles, tveir Bandarikjamenn og einn Finni hafa kastað lengra. Bestu afrekin eru. 99.52 — Uwe Hohn, A-Þýskal. 93,68 — Tom Petranoff, USA 93,44 — Detlef Michel, AÞ 93,43 — Duncan Atwood, USA 92,42 — Raimo Manninen, Finnl. 92,40 — Elnar Vilhjálmssen 90,66—Rod Ewaliko, USA 90,10 — Klaus Tafelmeier, VÞ 90,06 — Gerald Welss, AÞ -hsim. ítalinn varpaði 21,50 m Alessandro Andrei setti nýtt italskt met i kúluvarpi á ítalska meistaramótinu sem háð var á ólympíuleikvanginum i Róm i síðustu viku. Andrei varpaði 21,50 metra, sem er tiundi besti árangurinn i kúluvarpi á þessu ári. Þá hljóp heimsmethafinn í 200 m hlaupi, Pietro Mennea, 200 m á 20,35 sek. Það er besti timi Evrópumanns i ár. Mennea varð ólympíumeistari i Moskvu 1980. Besti árangur i kúluvarpi i ár er þannig. 22,19 — Brian Oldfield, USA 22,04 — Udo Beyer, AÞ 21,92 — John Brenner, USA 21,76 — Mike Carter, USA 21,73 — AugieWolf, USA 21,67 — Janis Bojars, Sovét 21,60 — Dave Laut, USA 21.52 — Uif Timmermann, AÞ 21,50 — A. Andrei, ltaliu Borg steinlá Sænski tennisleikarinn frægi, Björn Borg, fékk heldur betur slæma útreið þegar hann tók þátt i Grand Prix tennismótinu i Stuttgart i gær. Lék við Frakkann Henri Leconte og tapaði í tveimur lotum, sem aðeins tóku 49 mínútur. 6—3 og 6—1. Þetta er fyrsta keppni Bjöms á móti i 16 mánuði og það var elnmitt þessi sami Frakki, Leconte, sem sigraði hann í siðasta leiknum sem Björn lék áður en hann tilkynnti að hann væri bættur keppni. Bjöm var eins i útliti og þegar hann var upp á sitt besta sem besti tennisleikari heims en öll tilþrif vantaði. Enginn neisti. Hann fór i þetta mót í Stuttgart „til að vita hvar ég stend nú” og svarið var ákaflega neikvætt. 1 opna Monte Carlo mótinu fyrir 16 mánuðum sigraði LeconteBjöm4—6,7—5og7—6. -hsim. Auðveldur sigur Ovett í1500 m Enski stórhlauparinn Steve Ovett sigraði auðveldlega í 1500 m hlaupi á stórmóti í frjáls- um íþróttum í Edinborg i gærkvöldi. Geysi- góður endasprettur heimsmethafans á vega- lengdinni en timinn var ekkert sérstakur, 3:36,90 min. Colin Reitz varð annar á 3:38,86 mín. Mikla athygli vakti að heimsmeistarinn, Steve Cram, tapaði öðra sinni á 5 dögum i 1000 m hlaupi. Graham Williamson sigraði á 2:16,82 min., Cram varð annar á 2:17,58, rétt á undan Bandarikjamanninum James Mays, sem hljóp á 2:17,67 min. Ólympiumeistarlnn skoski, Alian Wells, sigraði i 100 m hlaupi á 10,18 sek. Martin Krules, USA, annar á 10,37 sek., svo greinflegt er að Weils kemur til að keppa að verðlaunum í Los Angeles. Mike Paul, Trinidad, sigraði í 400 m á 46,06 sek., Duane Evans, USA, í 200 m á 20,56 en Wefls varð annar á 20,58 sek. hsím. 8íleikbann Enginn leikmaður úr 1. og 2. deild vora dæmdir i leikbann á fundi aganefndar KSI i gær. Skýrsla um mál Guðm. Torfasonar, Fram, sem rekinn var af velli á sunnudag, barst þegar fundi var lokið. Átta leikmenn úr 3. og 4. deild voru dæmdir i eins lelks bann. Elís Viglundsson, HV, Guðmundur Mariusson, Víkverja, Guðmundur Kristjánsson, Víkingi, Ólafsvik, Hflmar Áraason, Fylki, Valur Sigurðsson, Njarðvik, Ólafur Ragnarsson, Hveragerði og Vignlr Garðarsscn, Hrafnkeli. -hsim.' 'immm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.