Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1984, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1984, Blaðsíða 31
DV. MIÐVIKUDAGUR18. JULI1984. 31 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Sighvatur smyglari? Kratar smygla Fjölmiðlar hafa að undan- íörnu sýnt forystuvandræð- um krata töluverðan áhuga og hefur Þjóðviljinn ekki látið sitt eftlr liggja. Enda mun vera einhver samgangur á milll vissra krata og vissra ritstjóra þar á blaði. Nóg um það. Þegar Sighvatur Björg- vinsson lét að þvi liggja í hinu frjálsa og óháða dagblaði landsmanna skutu kratar saman fundi og ortu aUir sem einn: Andófsmennirnir austan tjalds ákaUa frelsið og góðvUjann meðan Sighvatur sér tU halds smyglar fréttum í ÞjóðvUj- ann. Hundur í Hong Kong Flugleiðir gefa út tímarit sem nefnist „Við sem fljúg- um” og er þvi dreift í aUar flugvélar félagsins og stað- sett við hUðina á œlukoppn- um. Kennir þar ýmlssa grasa, þ.e.a.s. í timaritinu, auglýsingar, fræðandi grein- ar og lífsreynslusögur ferða- langa. t siðasta tölublaðl er sagt frá hjónum sem flugu tU Hong Kong og tóku hund sinn með þvi þelm þótti svo ofur- vænt um hann. t Hong Kong fór ÖU fjölskyldan á veitinga- hús en þar sem hvorki hjónln né hundurinn skUdu kín- versku urðu þau að ræða við þjóninn með handapati. Tókst þeim að koma þjónin- um í skilning um að þau ætl- uðu að fá eitthvað að borða og bentu svo á hundlnn þannig að hann fengl eitthvað líka. Þjónninn lét sér þetta vel líka, klappaði hundinum, tók hann upp og saman fóru þeir vinlrnir inn i eldhús. Hjónin héldu að hundurinn fengi að borða í eldhúslnu þangað tU þjónninn birtist með skepn- una heUstelkta á fatl og lagði fyrir þau. Þjóninum tU mlkUl- ar furðu brutu íslensku ferða- langamir aUt og bröjnluðu inniiveitingahúsinu. Það er ekki aUtaf gaman að græða, jafnvel þótt gróðinn sé mikUl. Það hefur Stúdenta- leikhúsið fengið að sannreyna að undanförau því að um þessar mundlr sýnir það leik- rltið Láttu ekki deigan siga, Guðmundur vlð þvílíka að- sókn að færri komast að en vUja og peningarair flæða í kassann þannig að við liggur að hann springi. Hjá Stúdentaleikhúslnu hafa menn vanist því að sýna leik- rit með tapi, greiða ekkl laun og þar af leiðandi ekki þurft að hafa áhyggjur af aurum. En nú er aUt orðið vitlaust, aUir vUja hlut í gróðanum og englnn veit hveraig skipta á. Lita sumir með söknuði tU þeirra tíma þegar enginn kom i lelkhúsið og engin vandræðl spunnust út af pen- ingum. Eru nú uppi ráðagerðlr um að sýna næst leikrlt sem öruggt er að stórtap verði á tU að leysa vandann. Bjórinn búinn Þessl klausa er úr Víkur- fréttum i Keflavík: „íslensk- ir starfsmenn á Keflavíkur- flugveUi blóta nýjum yfir- manni hersins i sand og ösku þessa dagaua. Astæðan fyrir þvi er ákvörðun hans að taka aUar bjórvélar eins og þær leggja sig úr „blokkunum” vegna ásóknar Islendinganna imjöðinn. Starfsmenn hersins hafa ekki haft við að fylla vélaraar og að því er heimUdir herma þá mun yfirmaðurinn hafa komist að því að það væru ekki varaarUðsmenn sem keyptu bjórinn heldur ts- lendingaralr.” Skrýtið skóla- hald Vlð sögðum frá þvi hér á dögunum að i skólanum i Gufudal væru aðeins 4 nem- endur og spUakvöldin á fimmtudögum helsta upplyft- ingln — gott ef ekki bridge. Nú herma nýjustu fréttir að verið sé að byggja nýjan skóla i Gufudal og það þrátt fyrir að nemendurnir séu að- etns orðnir 2. Elnnig mun vera i smiðum ibúð fyrir skólastjóra. Sögunni fylgir að á Reykhólum sé þessi lika fina heimavist en þangað eru aðeins um 20 kUómetrar úr Gufudal. Við seljum þetta ekki dýr- ara en við keyptum og það er langt frá fréttaskotaverði. Umsjón: Eiríkur Jónsson. Kvikmyndir Kvikmyndir Háskólabíó — 48stundir: Karl- remba Hóskólabió. 48 hours/48 stundir. Leikstjóri: Waltor Hill. Aöalhlutvork: Nlck Nolto, Eddio Murphy. Þetta er myndin, strákar. Hraði, spenna, læti, ofbeldi, blóð, léttur húmor, andliti Nick Nolte breytt í hamborgara af Eddie Murphy, skot- glaðir bófar sem freta á allt sem hreyfist, „mano a mano” tungumál- ið óspart notað. Það er gaman að vera karlremba á svona mynd. Walter HUl keyrir þessa mynd í gegn af álika krafti og persónur hennar keyra byssukúlurnar í hvor aðra, aldrei dauður punktur og Murphy fer á kostum sem harðsoð- inn, svartur nagU sem gefur skít í aUt nema eigið sjálfstraust. Nolte hefur útlitið sem er nóg tU að fleyta honum í gegnum 48 stundimar á sómasamlegan hátt. Nick Nolte leikur hér Jack, sjúskaðan lögreglumann sem á í vandræðum með viðhaldið. Hann lendir í því að sjá tvo bófa skjóta ' v samstarfsmann sinn meö hans eigin byssu en bófarnir, annar þeirra flú- inn úr fangelsi meö hjálp hins, eru á höttunum eftir peningum sem rænt var þremur árum áður. Jack ákveð- ur aö taka einn að sér aö hafa uppi á bófunum en til þess fær hann aöstoð fanga sem var með bófunum í gengi í „den tid”. Sá heitir Hammond (Murphy) og gengur samstarf þeirra fremur skrykkjótt framan af þar sem Hammond hefur mestan áhuga á aö ná sér í drátt enda búinn að sitja inni í tvö og hálft ár. Samstarfið lagast eftir því sem á líður og saman halda þeir inn í Kínahverfið í San Fransico til lokauppgjörs við bófana. Myndir Walter Hill hafa hingað til einkum fjallað um karlmennsku- imyndina í fjölbreyttum útgáfum. Eftir hann liggja myndir á borð við Driver, The Long Riders og Southern Comfort þar sem komið er inn á þettá svið á einn eða annan hátt svipað og gerist í 48 stundir. I 48 stundir fær áhorfandinn eigin- lega aldrei að ná andanum frá upp- hafi til enda. Hill heldur honum stööugt við efnið, ef ekki með látum þá með hörkulegu orðbragði aðalper- sónanna. Ég held ég hafi aldrei heyrt orðið „fuck” notað jafnoft í neinni kvikmynd í þessum gæðaflokki en þrátt fyrir það verður enginn svikinn af því að berja myndina augum. Bara leikur Murphys er þess virði eins og til dæmis senan er hann tekur einhvern kántrístað, þar sem negrar eru litnir sömu augum og í Jóhannesarborg og snýr honum við með aðra höndina í rassvasanum. -FRI. Það var rólegtum að litast við Ölfusá um helgina og laxinn tregur. En menn lifa í voninni. DV-mynd: G. Bender. Laxá í Aðaldal: Veiðst hafa 525 laxar — Fréttirvíða... „Fór inn eftir að kíkjaá laugardag og veiddi 3 laxa á smátima í Vatnsá, 5, 8 og 10 punda. Daginn eftir veiddist einn lax og svo i gær fékkst enginn, svo það eru komnir 4 laxar,” sagði Þórir N. Kjartansson, formaður stangaveiði- félagsins Stakks í Vík í Mýrdal, en þeir hafa Kerlingadalsá og Vatnsá á leigu. Vatnsáin er tær og margir skemmti- legir veiöistaðir í henni, en Kerlinga- dalsá er eins og súkkulaði og fáir veiði- staðir í henni. Ur Tungufljóti eru heldur litlar frétt- ir og hefur enginn lax fengist ennþá. Eitthvaö hefur veiðst af bleikju en hún erfrekarsmá. Fjarðarhomsá í Kollafirði hefur gef- ið lax og eitthvað er farið að sjást af bleikju. Fengust á sunnudaginn 9 bleikjur fyrir neðan brú. Af Móru á Baröaströnd eru heldur litlar fréttir en eitthvað hefur veiðst af laxi þar. I Eyjafjarðará hefur verið góð bleikjuveiði og eru bleikjumar frá 2-4 punda. Einn lax hefur veiöst. Anni er skipt í f jögur svæði og em tvær stangir á hver ju svæði, stöngin kostar 580 kr. I Hörgá hefur verið þokkaleg bleikju- veiði líka og veiðst vænar. Enginn lax hefurveiðstennþá. Laxá í Aöaldal er komin í 525 laxa og sagði veiðimaður einn, sem renndi þar nýlega, að töluverður lax væri í ánni. En áin hefur veriö með hátt hitastig og getur það haft sitt að segja. En veiði- menn við Laxá era öllu hressari en síð- ustu sumur og fá fleiri kippi núna. Það var núkominn tími til. Að sögn veiðimanna, sem við hittum við ölfusá um helgina, hefur veiðin verið heldur treg og hafa kannski veiðst um 30 laxar. Einn og einn lax sáat koma upp til að láta vita að þeir væra á svæðinu. Aðalbeitan hjá veiði- mönnunum var maðkur og ýmsar túp- ur. G. Bender.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.