Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1984, Síða 4
4
DV. MIÐVIKUDAGUR 25. JULI1984.
Undirbúnmgur Viðeyjarhátíðar gengur vel:
Þurfa að fá minnst
2000 manns í eyjuna
—til þess að endar nái saman f járhagslega
„Það eru allir endar komnir
saman og við erum komnir yfir
stærsta þröskuidinn,” sagði Magnús
Kjartansson tónlistarmaður í viötali
við DV í gær. Lögreglan í Reykjavík
hefur nú veitt samþykki sitt fyrir
Viðeyjarhátíðinni um verslunar-
mannahelgina.
Magnús sagði að mótmæli
Náttúruverndarráös og þjóðminja-
varöar hefðu ekki vegiö nógu þungt
til að lögreglan sæi ástæðu til að
setja sig upp á móti hátiðarhaldinu.
Magnús benti á að sjálft mótssvæðið
hefði ekkert náttúruverndargildi,
væri langt frá Viðeyjarstofu og að
auki hefði alltaf verið gert ráð fyrir
sérstakri gæslu um Viðeyjarstofu og
kirkjuna.
Hjálparsveit skáta verður með
sjúkraþjónustu á staðnum og gúm-
báta til eftirlits kringum eyna. Snar-
fari, félag sportbátaeigenda, mun
annast aöra strandgæslu. Viðræður
eru í gangi við Fáksmenn um eftirlit
á hestum og er stefnt að því að 10
manna hópur hafi það með höndum
á tvískiptum vöktum. Magnús sagði
að því mætti ekki gleyma að þó svo
einhverjir myndu fara sér að voða,
þá væri ekki nema nokkurra
mínútna ferð á næsta sjúkrahús og
þar að auki yrði lögregia til taks og
reiðubúin aö gripa inn í ef þess gerð-
istþörf.
Smíða palla og salerni
Nú er byrjað að smíöa tvo hljóm-
leikapalla og útisalerni í Viðey og
einnig er veriö að skipuleggja tjald-
svæðið. Ferðir hef jast út í eyna eftir
hádegi á föstudaginn 3. ágúst en
fyrsti dansleikurinn verður þaö
sama kvöld til ki. 3 um nóttina. Dans-
leikur verður aftur á laugardags-
kvöldið og þann dag munu Kukl,.
Vonbrigði, Oxsmá og fleiri fram-
sæknar hljómsveitir leika frá 1—7 en
Grammið stendur fyrir þeirri dag-
skrá. Kvöldvaka verður það kvöld og
fjölskylduhátíð daginn eftir.
Magnús sagöi að 2000 manns væri
sá f jöldi sem þyrfti til að fyrirtækið
gengi upp en greinilegt væri aö áhugi
væri mikill, meira aösegja hjá Vest-
manneyingum, þjóðhátíð þeirra er
um sömu helgi. -pá
Poppað í Bolungarvík
Hér í Bolungarvík er að fæöast
athyglisverö popphljómsveit sem
nefnist Prósent. Meðlimir hljóm-
sveitarinnar eru háþróaðir tónlista-
menn. Þeir Hrólfur Vagnsson og
Þjóðverjinn Larzlo Gulyas eru í tón-
listarháskóla í Hannover. Prósent
ætlar að byrja að spila í Félagsheim-
ilinu í Bolungarvík laugardaginn 21.
júlí. Kváðust féiagamir ætla að
framleiða tónlist og stuð eins mikið
ogþeirgætu.
Söngvari hljómsveitarinnar er
Jóhann Sigurðarson, ieikari hjá
Leikfélagi Reykjavíkur, og einnig
hefur hann leikiö í nokkrum kvik-
myndum svo að ekki þarf hann að fá
sviðsskjálfta þegar þeir byrja að
spila á laugardaginn.
-KF
Hljómsveitinn Prósent á œfingu. Frá vinstri: Hrólfur
Vagnsson, hljómbord, Eyjólfur Gunnlaugsson, bassi,
Larzlo Gulyas, gítar, Jóhann Sigurðarson, söngur,
Haukur Vangsson, trommur. Á myndina vantar Pálínu
Vagnsdóttur söngkonu. DV-mynd KF.
SUMARMYNDIR!
Fyrstu verð/aun i báðum fíokkum sumarmyndakeppninnar eru Nikon
EMfíefíexmyndavéiar, meðSOmm 1,7standard-linsu.
SENDIÐ FLEIRI
Sumarmyndakeppni DV stendur
nú yfir og hafa þegar borist allmarg-
ar myndir. Lesendur mættu þó vera
enn duglegri við aö senda afuröir
sínar inn en keppt verður bæði um
bestu litmyndirnar og bestu svart-
hvítu myndina. Heimilt er að senda
fleiri en eina mynd. Allar myndir á
að merkja með nafni og heimilis-
fangi ljósmyndarans á bakhliðinni.
Myndimar skulu sendar ritstjórn
DV, Síðumúla 12—14,105 Reykjavík,
merktar „Sumarmynd”. Áríðandi er
að hverri sendingu fylgi frímerkt
umslag með utanáskrift sendanda,
svo hægt verði að endursenda allar
myndimar.
Sumarmyndakeppni DV 1984
stendur til loka ágústmánaöar en
skilafrestur síðustu mynda er þó til
10. september. Áhugaljósmyndurum
gefst hér gullið tækifæri að taka þátt
í spennandi keppni og vinna glæsileg
verðlaun. DV mun á næstunni birta
sýnishorn af þeim myndum sem
þegar hafa borist. -pá
Hafnarfjörður:
Hið árlega kassabíla-
rall háð á föstudag
Ungir „húsasmiðir” í Hafnarfirði
munu efna til hins árlega kassabila-
ralls á föstudaginn. Eins og undanfar-
in ár veröur keppnin háð af miklum
móð, með blöðrum og tilheyrandi á
hroni Strandgötu og Linnetsstígs. Allir
Gaflarar á aldrinum 6—12 ára mega
taka þátt í keppni þessari, eigi þeir á
annað borð keppnisbílinn. Vegleg verð-
laun verða handa sigurvegaranum.
Það eru smíðavellirnir í Hafnarfirði
sem sjá um keppnishald og geta þeir
sem vilja tilkynnt þátttöku sína á þeim
á fimmtudagsmorgun milli9ogl2.
í dag mælir Dagfari______________j dag mælir Pagfari___________í dag mælir Dagfari
SEX UPP UM ALLA VEGGI
Einhver merkilegasta frétt sem
Dagfari hefur lengi lesið birtist i
laugardagsblaöi DV nú um helgina.
Þar er upplýst að „sexið hafi slæmar
afleiöingar”. Fram kemur í fréttinni
að þetta eigi einkum við í Breiðholt-
inuákvöldin.
Dagfara hefur löngum boðið í grun
að sexið væri hættulegt venjulegu
fólki. Því verður að stilla í hóf ef hér
á ekki allt að „korlslutta” í einu alls-
herjar raflosti. Eða hvernig áhrif
halda menn að það hafi á heilsuna,
svefninn og vökuna þegar menn
stunda sex upp um alla veggi kvölds
og morgna og þurfa að notast við það
ítimaogótíma.
Póstur og sími hefur nefnilega af
illkvittni sinni tekið upp á þeim f jára
að kref jast þess að sexið sé notað við
jafnsaklausar athafnír og símhring-
ingar milli húsa. Samkvæmt áður-
nefndri frétt hefur töluvert af sím-
notendum kvartað undan þessu sexi
og sumir vilja halda þvi fram að
lengi geti vont versnað, ástandið sé
enn verra eftir að sexið komst í spil-
ið.
Þetta eru skiljanlegar kvartanir.
Nóg er nú slæmt að koma sexinu við í
láréttum stellingum með hefðbundn-
um hætti þótt ekki sé i ofanálag ætl-
ast til að fólk stundi sex þegar það
hringir í kunningjana. Enda kemur í
ljós að afleiðingarnar eru verstar á
kvöldin. Þá er álagið mest. Hins veg-
ar áttar maður sig ekki á þvi i fljótu
bragði hvers vegna álagið er mest í
Breiðholtinu, vegna þess að hingað
til hefur ekkert bent til þess að Breið-
hyltingar ættu erfiðara með sexlíflð
en annað fólk í öðrum hverfum, ef
dæma má eftir bamafjöldanum í
Breiðholtinu. En þetta er samt full-
yrt og ástæðulaust að vefengja þess-
ar kvartanir. Ættu þeir, sem enn
hafa ekki fengið sex inn á númerið,
að bjóða sig fram sem sjálfboðaliða í
Breiðhoitinu ef það gæti orðið til þess
að einhverju álagi megi létta af
Breiðhyltingum. Ennfremur má
benda Breiðhyltingum á þann lif-
fræðilega möguleika að þeir geta
einnig hringt í iáréttum stellingum,
en þá má heidur ekki stunda annað
sex á meðan. Bara eitt sex í einu, það
er eindregin ráðlegging til að koma í
veg fyrir álag.
Brandur Hermannsson tæknifræð-
ingur, sem hefur yfirumsjón með
sexinu, segir í samtali við DV að
hann vonist til að hér sé aðeins um
timabundna erfiðleika að etja. Gott
ef svo væri. Hins vegar er það nýtt að
tæknifræðingar hafi meira vit á sexi
en annað fólk, eins og til dæmis fé-
lagsfræðingar, kynsjúkdómalæknar
eða sálfræðingar og þess vegna
verður að taka því með fullkomnum
fyrirvara þótt tæknifræðingur hjá
Pósti og sima haldi að sexið valdi að-
eins timabundnum erfiðleikum.
Dagfarl veit um margt fólk sem
aldrei hefur borið sitt barr af sexi og
það löngu áður en Póstur og simi inn-
leiddi sex inn á reykvísk heimili.
Það sem er jú alvariegast við þetta
uppátæki Pósts og sima er sá galli á
gjöf Njarðar að ekkert tillit er tekið
tii aldurs, kyns eða aðstæðna. Böm-
um og unglingum innan lögaldurs er
gert að skyldu að nota sexið og jafn-
vel einstæðum mæðrum, sem eru búnar
að fá nóg af slíkum uppákomum og
uppáförum, er ennfremur gert skylt
að taka sexið i þjónustu sína. Hvers á
þetta fólk að gjalda? Fær enginn að
vera i friði með sitt privatlif ?
Svo ekki sé nú talað um hjarta-
sjúklinga, sem ekki mega við neinu
sexi vegna þess áiags sem þvi fylgir.
Dagfara finnst að fólk eigi að fá að
ráða sínu sexi sjálft og vorkennir
þjóð sem þarf að hafa sex með i spil-
inu þegar simtólið er tekið upp. Það
er álag sem engin þjóð þolir til iengd-
ar.
Dagfari