Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1984, Qupperneq 5
DV. MIÐVIKUDAGUR 25. JOLl 1984.
5
Hannes Sigurðsson, starfsmaður Kjararannsóknarnefndar:
EKKERTLAUNASKRIÐ
..Svokallað launaskriö hefur ekki
átt sér staö á vinnumarkaðinum aö
undanförnu,” sagði Hannes Sigurðs-
son, starfsmaöur Kjararannsóknar-
nefndar, í samtali við DV. ,,Frétt
sjónvarpsins þar aö lútandi síöastlið-
ið mánudagskvöld var bæði villandi
og röng. Það er ekki nóg að kasta
þessum tölum fram. Það verður að
túlkaþærlíka.”
Hannes sagði að þótt athuganir
Kjararannsóknamefndar sýndu að
kaup hefði almennt hækkað um eitt
prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa
árs, þá væri sú hækkun varla mark-
tæk. ,jVð baki þessari hækkun geta
legið ýmsar skýringar,” sagði
Hannes. „Atvinna er til dæmis meiri
í mars en í janúar og launagreiðslur
fyrirtækja þar af leiðandi hærri.”
I frétt sjónvarpsins var enn
fremur sagt að könnun Kjararann-
sóknarnefndar hefði leitt í ljós að
kaup karia sem vinna skrifstofustörf
á höfuðborgarsvæðinu hefði hækkaö
um niu af hundraöi á fyrstu þrem
mánuöum þessa árs. Hannes sagði
að þetta væri rétt en taldi að alltaf
mætti finna dæmi svipað þessu og að
hér væri verið að slíta mál úr sam-
hengi. .JCarlar í skrifstofustörfum á
höfuðborgarsvæðinu vega ákaflega
lítið þegar á heildina er litið,” sagði
Hannes. ,,Og þótt þetta líti svona út á
pappímum þarf það alls ekki að þýða
að launaskrið hafi átt sér stað hjá
þessum mönnum. Kaup þeirra virt-
ist til dæmis hækka um 7% á fyrsta
ársfjórðungi í fyrra en það lækkaði
aftur á næsta ársfjórðungi. Þessi niu
prósenta hækkun, sem minnst var á í
sjónvarpinu, gæti því verið eðlileg
sveifla eða skekkja milli ársfjórð-
unga.”
Hannes sagði að lokum að búið
væri að gera of mikið úr launaskriði
á vinnumarkaðinum að undanförnu.
„Kjararannsóknarnefnd hefur til
dæmis athugað kaup verkamanna,
iðnaðarmanna og afgreiðslufólks, á
tímabilinu apríl 1983 til mars 1984, og
komist að því að launaskrið hefur
ekki átt sér stað hjá þessu fólki.”
EA
Sama bensín-
verð er
leyfilegt
Mönnum hefur orðið nokkuð tíð- hafa eftir sér að samkeppni sé ekki
rætt um bensínverð hér á landi. nægilega mikil á milli oliufélaganna
Bensínverð hér er líklega það hæsta í og verðið á bensíni sé ákveðið í sam-
Evrópu og jafnvel það hæsta þó að krulli þeirra á mUli. Það er án efa
verð þess sé borið saman við verð á rétt að lítil samkeppni sé á milli olíu-
svokölluðu super-bensíni sem ekki er félaganna hér.
fáanlegt hér á landi, en er með hærri Margir hafa því spurt hvort þessi
oktantölu en það bensin sem fæst hér sameiginlega verðlagning brjóti ekki
ogmundýrara. í bága við lög um verðlag og sam-
Eigandi Botnsskálans hefur nú keppnishömlur. I 21. grein þeirra
selt bensín á niðursettu verði lengi og laga segir að allt samráð milli fyrir-
mun ástæöan vera sú aö hann telur tækja um verð og álagningu sé
að bensínsölurnar fái ekki nógu mik- óheimilt þegar álagning er frjáls. Nú
ið í sinn vasa. Þetta er sem sagt einn er það svo að álagning á bensín er
liður i stríði hans viðfélögin. ekki frjáls og ákveðið hámarksverð
heimilt. Þetta þýðir að olíufélögin
hafa leyfi til að hafa sama verð á
Lítil samkeppni bensíni á meöan álagningin er ekki
Botnsskálaeigandinn hefur látiö frjáls. APH
Við rákumst á þessa tvo brœdur, þá Erlend og Magga Villa, þar sem þeir roguðust
með þennan bát eftir aðalgötunni á Suðuregri við Súgandafjörð fyrir skömmu.
Ætlunin var að sigla í höfninni enda vanir siglingum á Pollinum á Akureyriþar sem
þeir ættu heima. Þeir sögðust ekki setja það fyrir sig að ferðast með bátinn um land-
ið, þetta vœri svo gaman. Erlendur sagðist eiga bátinn sjálfur. Hann hefði unnið sér
fyrir honum með því að passa litla bróður sinn og bera út blöð. Við vöktum athygli
hans á því að hann vœri ekki í björgunarvesti. ,,Já, ég lánaði Magga Villa mitt. Ég
œtla að kaupa annað handa honum bráðum, ” sagði útgerðarmaðurinn og hélt til
sjávar. þjh D V-mynd G VA
Gertklárt fyrir veiðitímabilið við Langavatn.
SILUNGSVEIÐI
í LANGAVATNI
Frá Sigurjóni Gunnarssyni, frétta-
ritara DV í Borgarnesi:
Mörgum vex í auga sá kostnaöur
er fylgir því að hafa veiðidellu og líta
öfundaraugum á fréttamyndir þar
sem stoltir laxveiðimenn halda á
veiði sinni og reyna þar með á bakið
til hins ýtrasta, löngu búnir að
gleyma taugaálaginu við að landa,
hvað þá að munað sé eftir tómri
buddunni.
En fleiri kostir bjóðast fyrir
áhugasama veiðimenn en laxveiði.
I fyrrasumar tók Stangaveiðifélag
Borgarness Langavatn í Mýrasýslu
á leigu og flutti þangað tvö veiðihús
og báta og nú í vor kom salemisað-
staða eins og hún gerist best. Myndin
hér að ofan var einmitt tekin nú í vor
þegar framkvæmdir stóðu yfir.
Við Langavatn er mikil náttúru-
fegurð og er vatnið umlukið f jöllum
og því skjólsælt. Vatnið er aöeins í 32
km fjarlægð frá Borgamesi og þar af
eru um 13 km frá Svignaskarði inn að
vatni.
1 vatninu er bæði bleikja og urriði,
en þó meira af bleikjunni, og er hægt
annaðhvort að veiða frá landi eða
fara á bátunum út á vatnið. Bátarnir
em með svokölluðu „Hvítárlagi” og
em mjög stöðugir og rúma vel 3 til 4.
Stangaveiðifélagið selur 8 stangir á
dag og er verðið frá 150 til 400 króna
fyrir daginn. Ef einhver hefði áhuga
eru upplýsingar að fá hjá Halldóri
Brynjúlfssyni í síma 93-7355.
Það er vissulega þess virði að
leggja leið sína að Langavatni og
dvelja þar, veiða og njóta náttúru-
fegurðar og koma heim með veiði,
aukinn lífsþrótt og afstressaður.
Skattskráin í Reykjanesumdæmi lögð fram í gær:
Gjöld einstaklinga
hækka um 35,89%
Skattskráin í Reykjanesumdæmi,
fyrir árið 1984, var lögð fram í gær.
Álögð gjöld nema alls um 2,2 mill-
jörðum króna og nemur hækkunin frá
því í fyrra 40,8%. Álagningin skiptist
þannig að einstaklingar greiða um 1,8
milljaröa, böm undir sextán ára aldri
um þrjár milljónir en lögaðilar og
aðrir greiða tæplega 400 milljónir.
I fyrra greiddu einstaklingar um 1,3
milljarða króna og hefur álagning
þeirra hækkað um 38,52%. Frádráttar-
liöir frá álögðum gjöldum hafa hins
vegar hækkað um 54,13% frá því í
fyrra þannig að nettó hækkun skatt-
álagningar einstaklinga er í raun
35,89% milli áranna 1983 og 1984. Að
mati Kjararannsóknarnefndar
hækkuðu samningsbundnir kauptaxtar
um 49,7% á sama timabili.
Lögaðilar greiddu í fyrra um 250
milljónir króna og nemur hækkun á
álagningu þeirra 52,63%.
Fjöldi framteljenda í Reykjanes-
umdæmi er 42.516 sem skiptist þannig
að á lögaðilaskrá eru 1.714 en ein-
staklingar eru 40.802, þar af 2.189 böm
undir sextán ára aldri.
Olafur Björgúlfsson tannlæknir
greiðir hæstu skatta í Reykjanesum-
dæmi að þessu sinni en á meðfylgjandi
mynd má sjá lista yfir tíu gjalda-
hæstu einstaklingana í umdæminu á
þessu ári.
EA
Tekjuskattur Útsvar Önnur gjöld Samta'l s
1. óldfur Rjörgúlfsson TJarnarstíg 10, Sel t jarnarnesi 2.216.132,- 549.890,- 207.042,- 2.973.064,-
2. Guðbergur Ingólfsson Carðbraut 13, Cerðahreppi 1.261.000,- 328.200, - 744.733,- 2.333.933,-
3. Uenedikt Sigurðsson Heiðarhorni 10, Keflavík 1 .372.1 57,- 358.290,- 584.744,- 2.315.191,-
4. Sver^ir Magnússon Stekkjarflöt 25, Carðabæ 1.563.697,- 41 1.360,- 267.360,- 2.242.417,-
5. Matthías Ingibergsson Hrauntungu 5, Kópavogi 1.256.706,- 332.790,- 434.138,- 2.023.634,-
6. ólafur Stephensen Hraunhólum 16, Carðabæ 1.306.527 ,- 326.580,- 333.701,- 1.966.808,-
7 . Rjörn R. Rlrnir Hrauntungu 17, Kópavogi 1 .017.539,- 456.030,- 113.579,- 1.587.148,-
8 . Werner I. Rasmusson Rirklgrund 33, Kópavogi 1.072.216,- 290.200,- 205.674,- 1.568.090,-
9. Ingibjörg Röðvarsdóttir 3ófríðarstaðavegi 15, Hafnarflrði 1.000.108 , - 260.420,- 187.268,- 1 .447.796,-
10. Högni Cunniaugsson Cr«nagarði 5, Keflavík 966.053,- 269.230,- 107.822,- 1.343.105,-