Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1984, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1984, Síða 6
6 ;;-vt DV. MIÐVIKUDAGUR 25. JULI1984. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur TILRAUNflELDHÚS DV Feluleikur með blómkál og kjúkling Nú þegar nýtt íslenskt blómkál er komið á markaðinn er sjálfsagt að gera ,,sér mat úr því” á sem flesta vegu. Ngtt blómkál, léttsoðið, borið fram með smjöri er dáindisgott eitt sér en fleira er gott með blómkáli, t.d. súpur, heitir ofnréttir og hrásalöt. Blómkálið er líka gott falið og í dag beinast til- raunirnar að því að fela blómkál. Blómkálinu til samlætis felum við líka einn vœnan kjúkling í stórri salatskál með ýmsu góðu grœnmeti. Aðstandendur feluleiksins eru þrjár huldukonur sem vikulega halda um stjórnvölinn í Tilrauna- eldhúsi DV og hafa gert í tœpt ár. Þœr halda áfram að viku liðinni; meira nœsta miðvikudag. -ÞG Kjötið ásamt eggjum, kryddi og nýju blómkáli. Blómkálið hreinsað. Blöðin tekin af og kross skorinn í stilkinn. Þegar farsið er tilbúið er því smurt á blómkáiið. FAUÐ BLOMKAL Falið blómkál 1 meðalstórt blómkálshöfuð 250 g hakkaökálfakjöt 250 g hakkaðlambakjöt 4 msk. rasp 1/2 tesk. salt 1/4 tesk. pipar 1 tesk. kjötkraftur 1 msk. fínt saxaður laukur 2egg 11/2 dl kalt vatn Verklýsing: 1. Blómkálið hreinsað. Blöðin tekin af. Kross skorinn í stilkinn. Ef notaöur er örbylgjuofn er blómkálshöfuðið sett inn í 3—5 mínútur. 2. Á meöan er hrært fars úr hakkaða kjötinu, raspinu, eggjunum, vatninu og kryddinu. 3. Blómkálið hulið meö farsinu og sett í örbylgjuofn í ca 15 mínútur. Ef notaður er venjulegur ofn er soðið upp á blómkálshöfðinu í nokkrar mínútur í vatni. Síðan er kálhöfuöið tekið upp úr pottinum og smurt með farsinu. Bakað í eldföstu móti í ca 25— 30 mínútur við 200°C hita. Blómkáls-kjötrétturinn er borinn fram með hrásalati. Hráefniskostnaður er um 250 krónur. Kíló af nýju íslensku blómkáli er um 150 krónur. Vinnutími fyrir utan steikingartíma um 15 mínútur. Svona lítur falið blómkál út áður en það fer í örbylgjuofninn. Þar er það bakað í 15 mínútur. í venjulegum ofni er kálið bakað í 25—30 minútúr við 200°C hita. Borið fram með hrásalati. DVmyndú-: Bj.Bj. Kjúklinga- sa/at Kjúklingasalat 1 kjúklúigur eða unghæna 1 dl soðta hrísgrjón 2 tómatar 1/2 agúrka 1/2 paprika, rauð l/2paprika, græn 1—2 msk. saxað sellerí lítill bitisaxaður blaðlaukur (púrra) 100 gr. nýirsveppir Salatblöð 3 msk. olívuolía lmsk.edik 1 tesk. sinnep salt og pipar Verklýsing: 1. Steikið kjúklingúin/sjóðið unghæn- una. Steikingartími kjúklúigsms er 15—20 mínútur í örbylgjuofni / 45— 50 mínútur í venjulegum ofni eða grilli. Ef kjúklingurmn er hlutaður sundur er hæfilegt að glóða bitana í 10—15 mínútur á hvorri hlið. Ung- hænan þarf minnst klukkutíma suðu, fereftústærð. 2. Skeriðkjúklmginn /hænunasmátt. Og síðan allt grænmetið. 3. Hristið saman það sem á að fara í kryddlög yfir salatið, bragðbætið ef þarf. 4. Setjið kjötið, grjónin og grænmetið í frekar stóra skál, hellið krydd- blöndunni yfir. Blandið saman með salatáhöldum. 5. Strngið salatblöðunum niður með skálarbörmunum. I þetta kjúkúngasalat má bæta mörgu fleiru en hér hefur verið skráð á blað. Til dæmis maís, eggjabátum, grænum baunum eða snittubaunum. I staðinn fyrir kryddlöginn yfir salatið má hafa sósu úr sýrðum rjóma, bragð- bætta með tilfallandi kryddi. Kjúkl- ingasalatið getum við borið fram meö snittubrauði. Hráefniskostnaður er um 215 krónur og hann fer eftir stærð kjúklingsins. Hvað vúinutúna snertú tekur dá- góðan tíma að hreinsa og skera aUt grænmeti og eins að skera kjötið af kjúkUngabeinunum, þannig að minnst ein klukkustund fer í salattilbúninginn — fyrir utan steikingartímann. Kjúkimgurinn steiktur, hrísgrjónin soðin, grænmetið breinsað og skorið. ÖUu blandaó saman í stóra salatskál og kryddlegi hellt yfir. Borið fram með snittubrauði. DVmynd: GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.