Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1984, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1984, Síða 8
8 Útlönd Útlönd Útlönd DV. MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLl 1984. Danmörk: Minni breyt- ingar á ríkis- st jóminni en búist var við Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, fréttarit- ara DVíSvíþjóð: Afsögn Hennings Christophersen, fjármálaráðherra Danmerkur, hafði ekki eins miklar breytingar á ríkis- stjórninni í för með sér eins og búist hafðiverið við. Ihaldsmaðurinn Palle Simonsen, fyrrverandi félagsmálaráðherra, var skipaður f jármálaráðherra í hans staö en styrkleikahlutföll flokkanna í ríkis- stjórninni verða þau sömu og áöur. Ihaldsflokkurinn og Vinstri flokkurinn eiga átta ráðherra hvor í ríkisstjóm- inni. Else Bethkoch Petersen tekur nú við embætti félagsmálaráðherra en hún var áður kirkjumálaráðherra og mjög umdeild í því embætti. Við embætti kirkjumálaráöherra tekur Metta Madsen úr Vinstri flokknum. Poul Schliiter forsætisráðherra lagöi á það mikla áherslu að frekari breyt- inga á ríkisstjóminni væri ekki að vænta. Fjársöfnun fyrir Brady, blaðafull- trúa Reagans Ronald Reagan Bandaríkjaforseti Fjáröflunin fyrir Bradysjóöinn hefur stofnaö sjóð og hafist handa verður meö sölu á drykkjarkönnum um fjársöfnun fyrir James Brady, sem eiga að kosta 500 dollara hver. blaðafulltrúann úr Hvíta húsinu, sem Kannan verður í líki Reagans með fékk skot í höfuöið þegar forsetanum uppvafinn Bandarikjafána fyrir var sýnt banatilræði fyrir þrem handfang. Era þær framleiddar í árum. Englandi. Er ætlunin að sjóðurinn komist Brady hlaut örkumi af heilaskað- fljótlega upp í 2,5 milljónir dollara og anum sem hann beið af skotsárinu í á raunar að verða jafnframt til mars 1981, þegar John Hinckley aðstoðar háttsettum opinberum reyndi að ráða Reagan af dögum. starfsmönnum, sem framvegis Hann er enn lamaður aö hluta þótt kunna aö hijóta meiösi í tilræöum, ef læknar segi aö hann hafi hlotið lygi- fleiri verða. legan bata. Forsetahjónin og Brady blaðafulltrúi í fyrstu heimsókn hans á gamla vinnu- staðinn eftir að hann fór að komast um í hjólastói. Utlönc Utlönd Stuðningsmenn Likud bandalagsins bíða kosningaúrslitanna í fyrradag. ísraelsku kosningarnar: Úrslitin valda vvða vonbrigðum Urslit kosninganna í Israel, þar sem enginn flokkur fékk meirihluta á þingi, hafa valdiö ráöamönnum i Banda- ríkjunum nokkrum áhyggjum vegna þess að ekki eru taldar likur á að unnt verði að vinna bug á hrikalegum efna- hagserfiðleikiun í landinu. Embættis- menn í Washington sögðu í gær að sam- steypustjórn margra flokka væri van- máttug í utanríkismálum og því væru minni líkur á aö varanlegur friður kæmist á í Mið-Austurlöndum. Einnig virðist þaö vera skoðun manna að ýmis ríki araba séu líkleg til aö notfæra sér þennan veikleika Israelsmanna með árásum á landið. Areiðanlegar heimildir herma að Egyptar hafi orðið fyrir miklum von- brigðum með úrslit kosninganna og að þeir hafi vonað að Verkamannaflokk- úrinn fengi hreinan meirihluta þar sem sá flokkur sé iiklegri til aö failast á friðarviöræður við Palestínumenn, með milligöngu Egypta og Jórdaníu- manna, heldur en Likud bandalagið. I kosningunum fékk Likud bandalag- ið 42 þingsæti en Verkamannaflokkur- inn 46 þingsæti. 120 þingmenn eiga sæti áísraelska þinginu. Reagan byrjar kosn- ingabaráttuna Ronald Reagan hóf kosningabaráttu sína fyrir endurkjöri í embætti forseta Bandaríkjanna meö árásum í garö Walters Mondales í gær. Reagan sagði að ef Mondale næði kjöri yrðu skattar í landinu stórhækk- aðir og að Mondale mundi horfa aðgeröalaus á kommúnista sölsa undir sig ríki latnesku Ameríku. Reagan kom fram á fréttamanna- fundi sem haldinn var í Hvíta húsinu í gær og svaraöi hann þar ýmsum árás- um demókrata sem fram komu á flokksþingi þeirra í síðustu viku. Það sem virtist fara mest í taugamar á Reagan voru staðhæfingar Mondales um að stefná forsetans í utanríkismál- um væri hættuleg heimsfriðnum. Einnig hafnaði hann þeirri fullyrðingu demókrata að nauðsynlegt væri að hækka skatta í Bandaríkjunum til aö mæta gífurlegum halla á f járlögum. Reagan sagði það vera hlægilegt þegar demókratar segðust hafa sér- stakt dálæti á fátæklingum og að repúblikanar gerðu allt til að hygla þeim ríku. Hann sagði að nýafstaðið flokksþing demókrata benti til annars þar sem menn gátu keypt sér sæti fyrir 5000 dollara og fengið að snæða meö frambjóöendum demókrata fyrir 100.000 dollara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.