Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1984, Blaðsíða 9
■<<C*í$#3lv DV. MIÐVIKUDAGUR 25. JULI1984. 9 ■ Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd | Skýfall fSvíþjóð Skýfall varð víða í Svíþjóð um síðustu helgi. Myndin hér að ofan er frá Vásterás þar sem úrfellið var hvað mest. Vatnsflaumurinn á aðalgötu borgarinnar var allt að eins metra djúpur, enda stífluðust öll niðurföll á augabragði. Höfðu elstu menn á orði að þeir myndu ekki eftir öðru eins. STJORN FABIUS FEKK TRAUSTSYFIRLÝSINGU Franska þingið samþykkti trausts- yfirlýsingu við ríkisstjórn Laurents Faþius forsætisráðherra í gær. Kommúnistar, sem ekki eiga sæti í nýju ríkisstjóminni, sátu hjá við atkvæöa- greiðsluna. Sósíalistar hafa öruggan meirihluta í franska þinginu og greiddu 279 þingmenn atkvæði með stjóminni, 157 voru á móti og 46 sátu hjá. Fabius sagði í ræðu, sem hann hélt í franska þinginu, að stjórn sín myndi halda áfram þeirri aðhaldsstefnu sem forveri hans, Pierre Mauroy, heföi haf- ið. Fabius sagöi ennfremur að afskipti ríkisins af atvinnulífinu yrðu ekki auk- in enda hefðu þau þegar náð hámarki. I ræðu sinni höfðaöi forsætisráðherr- ann mjög til stjórnarandstööunnar og kvaðst vonast eftir hjálp hennar við lausn efnahagsvanda Frakka. Þessi El Salvador: Jose Duarte hótar að hætta sem forseti beiöni hans um samstarf hlaut litlar undirtektir hjá stjómarandstæðing- um. I þess stað ítrekuðu þeir kröfur sínar um að kosningar færu fram nú þegar þar sem stjórn sósíalista hefði ekki stuðning þjóðarinnar lengur. Það vakti athygli fréttaskýrenda að Fabius minntist lítið á sósíalisma i ræðu sinni en í þess stað lagði hann áherslu á efnahagslegar framfarir og einingu frönsku þjóðarinnar. Talið er að með þvi að velja Fabius sem forsæt- isráðherra og hafna aðild kommúnista að stjórninni ætli Mitterrand forseti að styrkja stöðu sína meðal kjósenda á miðju stjórnmálanna. Jose Duarte, nýkjörinn forseti E1 Salvador, hótaöi að segja af sér í gær ef þeir sem gerst hafa sekir um mann- réttindabrot verða ekki dregnir fyrir dómstóla. Mannréttindahreyfing kaþólsku Varnarráðherra hafnar ásökunum á Bandaríkjaher Caspar Weinberger, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, vísaði í gær á bug ásökunum um aö her landsins væri óhæfur til að heyja stríð við Sovét- menn. Þessar ásakanir koma fram í skýrslu sem unnin hefur verið af bandarískri þingnefnd. Skýrsla þessi er unnin á árunum 1982 og 1983 og þar er fullyrt að bandaríski herinn sé óhæfur til að berjast og að viðbragðs- flýtir hans sé alltof lítill. Weinberger sagði á fundi með fréttamönnum í gær að þessar stað- hæfingar væru rangar og hann benti mönnum á aö hafa það í huga að skýrslan væri lögð fram skömmu fyrir kosningar. Weinberger sagði ennfremur að staðreyndin væri sú aö varnarmáttur Bandaríkjanna hefði aukist mjög í tíð ríkisstjórnar Eonalds Reagans og her- inn væri nú mun hæfari til þátttöku í styrjöld heldur en hann var árið 1980. kirkjunnar í E1 Salvador segir að 134 hafi verið drepnir af dauðasveitum hægri manna frá því að Duarte tók við völdum í landinu. Mannréttindahreyf- ingin kvaðst hins vegar ekki geta lagt fram sönnunargögn þessu til staðfest- ingar en hins vegar lægju áreiðanlegar upplýsingar fyrir. Duarete sagði að hann myndi láta rannsaka hvert ein- stakt mál og fylgjast með því að slík rannsókn yrði framkvæmd sómasam- lega. „Viti ég til þess að einhver gangi laus sem gerst hef ur sekur um slík brot á mannréttindum mun annaðhvort hann fara i fangelsi eða ég hætta sem forseti,” sagöiDuarte. Duarte er kristilegur demókrati og þykir maður hófsamur. Hann er fyrsti lýðræðislega kjömi forsetinn í landinu Í50ár. Jose Napoleon Duarte, forseti E1 Salvador, hótar nú að segja af sér nál réttlætið ekki fram að ganga. Danmörk: Ohugnanleg morð upplýst Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, frétta- um að hafa framið ódæðið. ritara DV í Svíþjóð: Lögreglan í Kaupmannahöfn telur sig nú hafa upplýst óhugnanleg morð sem framin voru á tveimur unglings- piltum á Amáger 20. maí siöastliðinn. 35 ára gamall Júgóslavi var í gær handtekinn og er sterklega grunaður Morðmál það sem um ræðir vakti mikinn óhug í Danmörku á sínum tíma enda var um hreina aftöku að ræða. Þrír unglingspiltar er tjaldað höfðu á Amager voru vaktir upp um miðja nótt af manni sem sagöist hafa heyrt þá skjóta og krafðist þess aö fá byssu þeirra. Drengirnir höfðu hins vegar enga byssu. Maöurinn skipaði þeim þá að leggjast niður í grasið og dró siðan fram byssu. Skaut hann tvo drengjanna í hnakkann en þeim þriðja tókstaðflýja. Alls hafa um sex þúsund manns verið yfirheyrðir í morðmáli þessu — þar af um 2500 útlendingar. Bandaríkin: Efna inn batnar Tekjur bandarískra launamanna hækkuðu um 0,8 prósent í síðasta mán- uði og er það helmings aukning frá því ímaí. Um það bil helmingur launahækk- unarinnar er tilkaminn vegna minna at- vinnuleysis þar í landi. Samkvæmt opinberum heimildum fengu 460.000 at- vinnulausir Bandaríkjamenn vinnu í síðasta mánuði og er atvinnuleysið nú 7,1 prósent. Neysla almennings jókst um 0,2 prósent í júní en um 1,1 prósent í maí. Robert Ortner, hagfræðingur hjá bandariska viðskiptaráðuneytinu, seg- ir að minnkandi eyðsla bendi til að eitt- hvert lát sé á hinni miklu þenslu sem einkennt hefur bandariskt efnahagslíf á þessu ári. Hins vegar sagði hann að ekki væri unnt aö fullyrða hvort hag- vöxturinn í landinu færi minnkandi. Fyrstu þrjá mánuði ársins var hag- vöxtur í Bandaríkjunum 9,7 prósent miðað við ár en næstu þrjá mánuði var hagvöxturinn 5,7 prósent. Þóttist sjá Krist og prettaði ungt fólk í söf nuð Kona á Italíu, sem þóttist geta gert kraftaverk, var dæmd fyrir svindl og pretti og með henni tveir kaþólskir prestar. Eba Giorgini, 51 árs kona, sem af safnaðarsystkinum sínum var daglega kölluð Mamma Ebe, var dæmd í tíu ára fangelsi. Annar prestanna var dæmdur í sjö ára fangelsi en hinn níu mánaða. Ákæruvaldið gaf þessum þrem og sjö til viðbótar að sök að hafa prettað ungt fólk til að ganga í sértrúarsöfnuð þeirra. Þóttust þau vera munkar og nunnur. Hirtu þau peninga unga fólks- ins sem framlög til safnaðarstarfa. Mamma Ebe lét eins og Kristur birt- ist henni og aðstoðaði hana við aö gera kraftaverk á hjúkrunarhæli. sem hún og söfnuðurinn ráku á Norður-Italíu. — Kirkjuyfirvöld höfðu neitaö að viður- kenna söfnuðinn og bannað prestum aö eiga samneyti við svindlsöfnuðinn. 3 reknir í útlegð Ríkisstjórn Chile rak þrjá vinstri- sinnaða stjórnarandstæðinga í útlegð í gær og notaði til þess sérstök lög sem heimila slíkt. Mennirnir þrír eru Osiel Nunez, aðalritari Lýðræðishreyfingarinnar, sem kommúnistar ráða, og samflokks- maður hans, Juan Parra. Ennfremur var Rene Largo, kunnur útvarpsmað- ur, rekinn úrlandi. Mennimir þrír voru allir handteknir og fluttir á flugvöllinn í Santiago en þaðan flugu þeir síðan til Argentínu. Largo flúði frá Chile árið 1973 í bylt- ingunni þegar Augusto Pinochet, for- seti landsins, steypti Salvador Allende af stóli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.