Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1984, Blaðsíða 10
10
DV. MIÐVIKUDAGUR 25. JULl 1984.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
PAKISTAN:
RÚSSNESKI BJðRNINN ER
VOLDUGUR NAGRANNI
Eftir því sem líöur á veru Sovét-
manna í Afganistan eru yfirmenn í
Pakistan famir að gera sér grein fyrir
því aö Sovétmenn geta veriö þar til
frambúöar ef þeir vilja. Skæruliöar
munu ekki sigra þá og Bandaríkin
munu ekki koma þeim þaöan. Meöal
valdastéttarinnar er því sú hugsun far-
in aö gera alvarlega vart viö sig að ef
til vill sé ekki ráðlegt aö ergja Sovét-
menn um of með daöri viö Bandaríkja-
menn.
Vandamál Pakistans
Pakistan á viö þr jú stór vandamál aö
stríða. Eitt er vera Sovétmanna í
Afganistan, annaö er vera afganskra
flóttamanna í Pakistan og þaö þríöja er
stirt samband viö Indland. Stór hluti
stjómarandstöðunnar og jafnvel hópar
innan hersins eru sannfæröir um aö til
að leysa eitt vandamálið veröi aö leysa
hin tvö um leiö og að þetta sé einungis
hægt aö gera meö beinum samningum
viö Sovétmenn. Ymislegt bendir til aö
innan stjómarinnar séu til menn sem
hugsa eins.
A samkomum og í einkaviðræöum
eru þær raddir orðnar háværar sem
kalla á lausn flóttamannavandamáls-
ins, jafnvel þó að þaö þýði viðurkenn-
ingu á Karmalstjórninni og beinar viö-
ræður við Sovétmenn. Það sem ekki er
talað um, en myndi óumflýjanlega
fylgja slíkum aðgerðum, er aö Pakist-
an yröi einhvem veginn aö loka landa-
mærunum viö Afganistan þannig aö
vopn gætu ekki borist yfir þau til
skæruliöanna i Afganistan.
Vill sættir við Rússa
„Hinar þrjár milljónir afganskra
flóttamanna í landi okkar er stærsta
vandamáliö sem viö stöndum frammi
fyrir á þessari öld,” sagði Zulfikar
Ali Khan, fyrrverandi yfirmaöur flug-
hersins i Pakistan, á fundi meö
pakistönskum ráöamönnum fyrir
skömmu. „Við höfum hlustaö á
draugasögur og rangar kenningar.
Sovétrikin sækja ekki í íslausar hafn-
ir Pakistans til aö fá aögang aö
Persaflóa eða Indlandshafi, jafnvel
þó að Rússland saranna hafi viljaö
þaö á 19. öld. Sovétríkin standa ekki
frammi fyrir hættu frá islam. I öllu
falli er lykillinn að því að koma
afgönsku flóttamönnunum aftur til
Afganistan ekki hjá Bandaríkjamönn-
um. Hann er í jámgreipum Sovét-
ríkjanna... Viö veröum að fara til
Sovétmanna til aö leita að lausn
vandans. Viö veröum aö tala við
Sovétmenn. Viö veröum aö fá þá til
að draga her sinn til baka, í áföngum
og bæta Kabúl-stjómina. Þannig aö
fleiri geti sætt sig viö hana og hjálpa
okkur viö aö koma flóttamönnunum
til baka.”
Zia tekur Bandaríkjum með
varúð
Zia U1 Haq, herstjóri Pakistans,
gerir sér grein fyrir því að Sovét-
menn em handan landamæranna en
Bandaríkin eru 10.000 kilómetra í
burtu. A fundi meö ritstjórum í Pak-
istan tóku menn eftir því að hann
virtist ekki sérlega ákafur í aö styðja
áætlanir Bandarikjamanna í Persa-
flóanum eða Miðausturlöndum. Zia
sagði þeim aö Bandaríkjamenn hefðu
boöist til að staðsetja Pershing II
flugskeyti i Pakistan en hann heföi af-
þakkað boðiö og gert Bandaríkja-
mönnum þaö alveg ljóst að hann
myndi ekki veita þeim neina aðstoð
fyrir aögeröir í Persaflóanuin eöa
Miðausturlöndum.
Samband Pakistana og Sovétmanna
viröist þegar hafa skánað undanfarið.
Sovétríkin hafa gert góöan viðskipta-
samning við Pakistan og hafa boðiö
Pakistönum þróunaraöstoð viö olíu-
leit, byggingu orkustööva og viö upp-
byggingu þunga- og léttaiðnaðar.
Sendiherra Sovétríkjanna er aö-
gengilegur fyrir pakistanska
blaðamenn og hann er vinsæll fyrir-
lesarí í háskólum landsins. Daginn
sem Andropov dó haföi hann ráögert
aö fara á fuglaveiöar með Zia hers-
höföingja.
Sambúðin við Indland
Ef Pakistanar bæta samband sitt
við Sovétmenn má búast viö vina-
legri samskiptum við Indverja. Aöal-
umkvörtunarefni Indverja er aö
vopnakaupum Pakistana sé beint
gegn þeim. Ef Sovétmenn draga heri
sína frá Afganistan er óþarfi fýrir
Pakistana aö halda vopnakaupum
sínum áfram í þeim mæli sem þeir
gera nú. Þaö myndi gleðja Indverja
og minnka spennuna á landamærun-
um verulega. (A hinn bóginn er auð-
vitaö mögulegt að hið gagnstæða
myndi gerast ef Pakistanar senda
herina sem nú eru við landamæri
Afganistans upp í Kashmir, en þaö er
önnur saga.)
Besti vinur Bandarikjanna í Pakist-
an í augnablikinu er Zia herstjóri.
Hann stendur á traustum grunni sem
forseti landsins. Ef hann getur bælt
niöur andstööu gegn sér innan hersins
getur hann haldiö í forsetaembættiö
lengi enn. Það veröur engin bylting a
la Iran í Pakistan.
Óeirðir í Sind
„Fólk er ekki endilega ánægt með
Zia. En það er ekki nógu óánægt til aö
fara út á götu og mótmæla,” sagöi
mér ríkur viöskiptamaður í Islama-
bad. Eg heyröi þaö sama annars staö-
ar.
Þaö eru helst deilur milli hinna
fjögurra sýslna Pakistans sem angra
herstjórann. Langflestir yfirmenn
hersins, þar með talinn Zia, eru
Punjabbúar. Zia, eins og allir her-
stjórar á undan honum, launar gæö-
ingum sínum meöal þessara yfir-
manna með jarðeignum og þessar
jaröir eru oft í Sindsýslu. Þetta eru
íbúar Sind ekkert ánægöir meö og
margir hafa farist í óeiröum þar und-
anfarið. Bhuttofjölskyldan er frá Sind
og þaðan kemur helsti stuðningur
hennar. Sá stuöningur mun hins veg-
ar ekki verða Zia aö falli. Hann er of
lítill til þess.
Dóttir Bhuttos
Hin sterka staða Zia hefur oröiö til
þess aö Bandaríkjamenn veröa að
reiöa sig aö mestu leyti á hinn per-
sónulega í þessum heimshluta. En ef
Zia heldur kosningar innan árs, eins
og hann hefur lofaö, standa Banda-
ríkjamenn tómhentir ef þeir biðla
ekki líka til annarra hópa. Þeir virö-
ast hafa kosið Benazir Bhutto, dóttur
hins fýrrverandi forseta sem Zia lét
hengja. genazij. er enln helsti leiötogi
stjómarandstöðunnar og hún býr
núna í London. Zia sleppti henni ekki
alls fyrir löngu úr stofufangelsi til aö
gangast undir læknisaðgerð í Bret-
landi. Meðal ferðalaga hennar var 10
daga ferð til Bandaríkjanna og þar
talaði hún við helstu frammámenn.
Aöalafrek hennar þar var að sann-
færa Bandaríkjaþing um aö hætta viö
áætlun um að krefjast staöhæfingar
frá Bandaríkjaforseta um að Pakist-
anar ætli sér ekki aö framleiða kjam-
orkuvopn. Þingiö haföi ákveöiö aö
binda fjárhagsaöstoö viö Pakistan
þessu skilyröi en eftir viöræður við
Benazir ákváöu þingmenn aö slíkt
væri hvorki Bandaríkjunum né Pak-
istan i hag. Zia fékk þarna skrítinn
samherja í konunni sem hann haföi
haldið í stofufangelsi. En meira mál
er hvað Benazir og ráöamönnum í
Washington fór í milli varðandi stefnu
hennar gagnvart Afganistan. Stjórn-
arandstööusamtökin, sem Benazir er
í forsvari fyrir, hafa aðhyllst viöræð-
ur viö Karmal-stjórnina. Menn hafa
tekið eftir þvi að Benazir hefur lagt
litla áherslu á þetta atriði undanfarið.
Bandaríkjamenn hafa kannski nýjan
bandamann í Pakistan.
Þórir Guðmundsson, Nýju Delhi.
Benazir Bhutto, dóttir Aii Bhutto fursta, fyrrum forseta Pakistans, sem dæmdur var tH dauða zia fji-Haq, hershöfðingi og forseti Pakistans, hefur föst tök á 'andi og þjóð.
og tekinn aflífi fyrir óljósar sakir.