Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1984, Side 11
DV. MIÐVIKUDAGUR 25. JULI1984.
11
DV yfirheyrsla
DV-yfirheyrsla
DV-yfirheyrsla
DV yfirheyrsla
Það þarf nýjan viðskipta-
samning við Bandaríkin
I kjölfar skoöanakönnunar
öryggismálanefndar um afstööu
fólks í utanríkismálum hafa spunnist
líflegar umræöur í blööum og útvarpi
um niðurstöður könnunarinnar.
Einkum hefur vakið athygli hve
margir styðja svonefnda aronsku,
þ.e. aö taka leigugjald af herstöðinni
á Miðnesheiði. Á fimmtudagskvöld í
liðinni viku stýrðu þeir Albert Jóns-
son og Helgi Pétursson umræðuþætti
í Ríkisútvarpinu, Fimmtudagsum-
ræðunni, þar sem Einar Karl Har-
aldsson, ritstjóri Þjóðviljans,
Kjartan Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri Sjálfstæðisflokksins, og Ásgeir
Hannes Eiríksson verslunaimaður
skiptust á skoðunum á beinni línu við
hlustendur. Málflutningur Ásgeirs
vakti athygli margra hlustenda og er
hann þvi nú til y firhey rslu h já DV.
Þú talaðir í útvarpsþættinum um
ný viðhorf til varnarmála í staðinn
fyrir orðið gjaldtaka sem jafnan
hefur verið notað. Hvernig stendur á
þessari óvæntu orðalagsbreytingu?
— Oröið g jaldtaka gefur ekki rétta
mynd af mínum skoðimum og er ekki
frá mér komið. Þess vegna hef ég
ekki breytt neinum nöfnum en það
gerðu aðrir á sínum tíma.
Hverjir þá og hvenær?
— Það var 19. nóvember 1977 sem
fór fram skoðanakönnun samfara
prófkjöri Sjálfstæöisflokksins í
Reykjavík fyrir alþingis-
kosningarnar árið eftir. Þá lagði ég
fram spuminguna: Eruö þér hlynnt-
ur því að vamarliðið taki þátt í
kostnaði við þjóðvegagerð hérlend-
is? I þessari spurningu er hvergi
minnst á gjald, leigu eða sölu. Samt
sem áður birti Morgunblaðið stærsta
leiðara Islandssögunnar á sjálfan
prófkjörsdaginn og kallaöi: Fyrir
Island — Gegn landsleigu. Þar með
var orðið komið á prent í opinbemm
málflutningi Morgunblaðsins. I
þessum fræga leiðara lögðust þeir
gegn öllum breytingum á varnar-
sáttmálanum við Bandaríkin og jafn-
framt byrjaði leigurausið fyrir al-
vöru í blaðinu og jókst dag frá degi.
Hver var niðurstaða þessarar
skoðanakönnunar?
— Hún var í öfugu hlutfalli við
erfiðið. 7254 kjósendur Sjálfstæöis-
flokksins í Reykjavík voru hlynntir
þátttöku vamarliðsins en aöeins 1510
voru á móti, þrátt fyrir leiðarann
góða hjá Mogganum.
Hvað felst í þessum orðum þimun,
ný viðhorf til vamarmála?
— Einfaldlega það að hætta að líta
á þessa vinaþjóð okkar, sem Banda-
rík jamenn óneitanlega eru, sem hús-
bændur eða yfirstétt. Við verðum að
segir Ásgeir Hannes Eiríksson í DV-yf irheyrslu
umgangast þá sem uppréttir jafn-
ingjar þeirra, því annars hrynur
utanríkisstefna okkar eins og spila-
borg. Við höfum þegið þakksamlega
ölmusugjafir frá þessari þjóö sem
nemur margföldu verðmæti
Keflavíkurflugvallar, án þess að
nokkuð hafi komið á móti frá okkar
hendi. Eg vil að þessu betlilífi linni
og við semjum við þá í eitt skipti
fyrir öll, samhliða nýjum vamar-
samningi við NATO og Bandaríkin.
Hvemig á að gera það?
— I fyrsta lagi þarf að fá skýrar
línur í vamarsamninginn við
Bandaríkin. Núverandi orðalag er
víða alltof loöiö og það læðist að
manni grunur um að þaö sé með ráð-
um gert til að eiga undankomuleið ef
til tíöinda dregur.
Nefndu dæmi um þetta.
— Gott dæmi er sjálf aðalgrein
NATO-sáttmálans, númer fimm.
Þessa málsgrein túlka íslensk
stjórnvöld þannig að það sé okkar að
eiga frumkvæðið að því að biðja um
aöstoö ef i haröbakkann slær og að
við eigum einnig völina um hvaða
afli eða vopnum sé beitt. Mér sýnist
aftur á móti að setningin: „sem hann
telur nauðsynlegar” leggi í hendur
varnarliðinu í landinu aö ákveða
hvaða aðgerðir það telur nauðsyn-
legar á hverjum tíma. Enda reyndi á
þetta ákvæði þegar Bretar marg-
brutu óumdeilda landhelgi okkar og
Bandaríkjamenn töldu ekki ástæðu
til aðgerða. Telja þeir yfirhöfuð
nokkra ástæöu til aögerða á meðan
bara er ráðist á Island eitt? Þaö
verður að skera úr þessu með þeim
hætti að ég trúi og treysti orðalaginu.
I annan stað verður sjálft
Bandaríkjaþing að staðfesta heimild
til herja sinna að bregðast umyrða-
laust við árás á Island, án skilyrða
eða undantekninga af nokkru tagi.
Þú hefur nefnt að herinn eigi að
borga sömu skatta og íslendingar og
að koma eigi á nýjum viðskipta-
samningi við Bandaríkin. Hvers
vegna?
— I vamarsamningi okkar við
Bandaríkin eru undanþágur fyrir
vamarliðsmenn og þeirra fólk um
greiðslur á tollum, söluskatti, vega-
gjaldi og ýmsum fleiri gjöldum sem
viö Islendingar berum sjálfir. Eg
held fast við þá skoðun Þorgeirs
Ljósvetningagoða að landiö skuli
bygg ja með einum lögum fyrir alla.
Eg vil taka upp þráðinn þar sem
Jónas frá Hriflu hvarf frá honum.
Hann vildi gera samkomulag við
Bandaríkin til jafnlangs tíma og her-
verndarsamningur um óheftan að-
gang að bandarískum markaði,
þannig aö tollar yrðu felldir niður af
okkar framleiðslu. Þetta yrði okkur
það öryggi sem þarf nú í dag á erfið-
um tímum.
Nú hefur komið fram að allir is-
lensku stjórnmálaflokkarnir eru
andvígir því að taka gjald af
hernum. En tæplega tveir þriðju
hlutar islenskra kjósenda eru hlynnt-
ir þessu, samkvæmt skoðanakönnun
öryggismálanefndar. Hvernig má
þetta vera?
— Það er greinilegt að flokkakerf-
ið hefur gengið sér til húðar. Fólk
hlýtur að fjarlægjast forystu sem
Texti:
PéturÁstvaldsson
Myndir:
EinarÓlason
kallar það landssölufólk á hverjum
degi, forystu sem umgengst almenna
flokksmenn með hroka og fyrirlitn-
ingu. Það eru ekki nema eölileg við-
brögð hjá venjulegu fólki sem vill
landi sinu og þjóð vel. Enda er það að
verða æ fleiri Islendingum ljóst að
allt þetta vamartal snýst fyrst og
fremst um peninga hjá valdhöfun-
um.
Hefur þú, sem og aðrir stuðnings-
menn þessarar gjaldtöku, hugsað
þessa hugsun til enda?
Það er fullkomlega ómaklegt að
ætla að tveir þriðju hlutar upplýstrar
þjóðar geti ekki myndað sér skoðun
hjálparlaust og sé í vandræðum með
að hugsa hugsanir sínar til enda.
Almenningur á Islandi er stöðugt að
velta fyrir sér því sem betur mætti
fara og kemst að einlægri niður-
stöðu því hann er yfirleitt óbundinn
af annarlegum sjónarmiöum og
hugsar því út frá hagsmunum
heildarinnar. Islenska þjóðfélagið
rambar á barmi gjaldþrots þrátt
fyrir meiri háttar góðæri síðustu ára-
tugi. Athafnir ráðamanna okkar
bera þess engin merki að fyrir-
hyggja eða djúp hugsun ráði ferð-
inni.
Hugmyndin um viðskiptasamning-
inn er fengin beint að láni frá Jónasi
Jónssyni frá Hriflu. Er til nokkur
maður sem segir að Jónas hafi ekki
hugsað sínar hugsanir til enda, þessi
langframsýnasti og þjóðræknasti
stjómmálamaöur síns tíma?
En felst ekki í þessu hættuleg lin-
kind gagnvart erlendu valdi, menn
hugsa sem svo að herinn verði hér
um ókomin ár og eins gott að sætta
sig við það? Að menn fari að líta á
dvöl hersins hér sem eitthvað óum-
breytanlegt?
— Nei. Allavega ekki frá minum
bæjardyrum séð. Herinn er búinn að
vera hér í rúm þrjátíu ár og ekkert
fararsnið á honum ennþá. Það er
ekki óráðlegt aö halda að ástandiö
verði nokkuð svipað á pólitíska og
herfræðilega sviðinu næsta aldar-
fjórðunginn eða svo. Því er óhætt að
gera nýjan hervemdarsamning til
næstu 25 ára. Ég hef líka bent á að
orðið gjaldtaka á ekki við í þessu
sambandi, ég vil ekki láta setja ein-
hvem stöðumæli á Keflavíkurstöðina
sem dælir peningum í ríkissjóð. Hins
vegar mun viðskiptasamningurinn
blása nýju lífi í þá sem vilja spjara
sig sjálfir og geta það. Að 25 árum
liðnum endurskoöum við síðan
varnarsamninginn en þá mun landið
verða bjargálna og ekki í vandræð-
um með að afla nýrra markaöa.
Ert þú á því að Island eigi meiri
samleið með Bandaríkjunum en
Evrópu?
— Ekki endilega. Tengsl okkar
vestur á bóginn eru engin smávegis
tengsl, því við fundum nú þessa
heimsáifu og héldum úti nýlendum
bæði á Grænlandi og Vínlandi. Þá
eigum við ekki síður samleið með því
volduga lýöræðisríki sem Bandarík-
in eru. Þegar Evrópa var í rústum
eftir stríðið réttu Bandaríkin henni
hjálparhönd og kölluðu Marshallað-
stoð. Við nutum góðs af þessum gjöf-
um þó að við ættum ekki um sárt að
binda eins og fiest önnur ríki álfunn-
ar. Þannig gáfu Bandaríkjamenn
okkur Marshallgjafir sem námu 10—
25% af heildarinnflutningi landsins
árin 1948—1953 og 74% í Laxárvirkj-
un, Sogsvirkjun og Áburðarverk-
smiðjunni. Og þegar þessum
Marshallgjöfum lauk tók við P.L. 480
prógrammið og næstu tólf árin gáfu
Bandaríkjamenn okkur allan tóbaks-
innflutning til landsins, ásamt allri
sekkja- og fóðurvöru þaöan. And-
virði gjafanna var lagt í sérstakan
sjóð, Framkvæmdasjóð, sem síðan
varð Byggðasjóður hjá Fram-
kvæmdastofnun ríkisins.
Nú nefndir þú i Flmmtudagsum-
ræðunnl í útvarpinu að stofna félag
eða grasrótarsamtök um gjaldtöku-
hugmyndina?
— Já, þeirri hugmynd skaut upp í
útvarpsþættinum að stofna félag um
ný og breytt viðhorf til varnarmála
en gjaldtaka var ekki nefnd í því
sambandi. Enda má öilum vera ljóst
af viðbrögðum viðmælenda minna í
þeim þætti, sem báðir mættu fyrir
hönd miklu voldugri hagsmuna, að
þetta útbreidda sjónarmið á að
kveða í kútinn, hvað sem það kostar.
Hve mikill hljómgrunnur er fyrir
slikum samtökum?
— Hann er mjög mikill. Mun meiri
en mig óraði fyrir. Þannig hefur
fjöldi fólks haft samband við mig á
götu og í síma, bæði úr Reykjavík og
utan af landi. Meira að segja hafa
heilu félögin tjáð sig reiðubúin til að
ganga í svona samtök, og mér kemur
á óvart fjöldi alþýöubandalagsfólks í
þeim hópi.
En nú nefndir þú einnig í útvarpinu
að stofna flokk sem byði fram einu
sinni með það verkefni eitt að koma
gjaldtökumálinu í gegn. Þeir sem
þar um ræddi myndu siðan snúa
aftur til sinna gömlu flokka.
— Eg ræddi ekki um að stofna
flokk, enda hef ég enga löngun til að
yfirgefa Sjálfstæðisflokkinn sem ég
hef verið í frá 15 ára aldri. Hitt er svo
annað mál að ég stakk upp á sér-
stöku framboði við næstu þingkosn-
ingar til að freista þess að koma
þessu máli í höfn. Enda er ég þess
fullviss að flokkamir taka ekki við
sér i þessu máli, þeir eru allir bundn-
ir á klafa hjá hernum og ætla ekki
Bandaríkjamönnum þann byrjenda-
brag í utanríkispólitík að þeir hafi
ekki strax við inngöngu okkar í
NATO tryggt sig gagnvart réttu
bolsunum í Alþýðubandalaginu. En
eins og allir vita er þaö aldrei
reiðubúið að láta herinn fara í alvöru
og því eru Samtök herstöðvaand-
stæðinga ekkert annað en ein alls-
herjarflugeldasýning.
Hvers lags framboðshugmynd er
þetta eiginlega?
— Ég lít ekki á stjómmál sem at-
vinnugrein og tel aö inn á þing eigi að
veljast forystumenn úr atvinnulífinu
en ekki framleiddir atvinnumenn úr
flokkunum einum saman. Þingmenn
eiga að hafa stuttan stans á þingi og
hverfa fljótt aftur út í atvinnulífið.
Þannig nýtast ferskir kraftar þeirra
á þingi og þeir koðna ekki niður í
meðalmennskunni. I þeim anda gæt-
um viö boðið fram lista um land allt
með þetta eina mál á dagskrá. Að
öðm leyti yrðu frambjóðendur háðir
samvisku sinni áfram eins og lög
geraráðfyrirmeðalþingismenn. -pá