Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1984, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1984, Síða 13
DV. MIÐVIKUDAGUR 25. JOLl 1984. 13 Stefna íslenska sionvarpsms „Segjum nú sem svo að þessir menn hefðu einhverja vitglóru í kollinum. Hefðu þeir þá ekki komið með eitthvaö álíka vinsælt efni í staðinn fyrir Dallas- þættina?” Kjallarinn kvöld sem mig hefur langað til aö horfa á sjónvarp í miðri viku. Þá vegna þess að ég hef ekkert annað haft að gera. Þvi miður hefur ekkert efni verið nógu spennandi svo ég hafi enst til að horfa á það. Ein og ein bíó- mynd hefur þó slæðst inn í dag- skrána um helgar, sem ágæt hefur verið. Af hverju mega þær einungis vera á föstudags- og laugardags- kvöldum? Miklar gagnrýnisraddir hafa látið í sér heyra á undanförnum vikum vegna dagskrár íslenska sjónvarps- ins. Blöðin skrifa gagnrýni, lesendur blaðanna skrífa gagnrýni og þekktir menn í þjóðfélaginu eru einnig famir að gagnrýna. Mjög margir eru sam- mála um það eitt að varía þurfi aö kveikja á sjónvarpinu. Garðræktin blómstrar í görðum á kvöldunum og enginn þarf að hafa áhyggjur af því að hann sé að missa af skemmtilegu efniísjónvarpinu. Sjónvarpið tapar Vel getur verið að þetta sé alls ekki svo slæmt. Ef sjónvarpið er svona hundleiðinlegt þá er hægt að nota kvöldin til svo margs annars, sem annars hefði kannski setið á hakanum. Hins vegar er sú stefna sjónvarpsins aö hafa sjónvarpsdag- skrána þaö þunga og hreint út sagt leiðinlega öllu alvarlegra mál. Þessi leiðinlega dagskrá, sem allir virðast kvarta yfir, er nefnilega hreint f jár- hagslegt tap fyrir ríkiss jónvarpið. Ennþá er þaö ekki oröiö svo að fólk láti innsigla hjá sér sjónvarpið til að þurfa ekki að greiða afnota- gjaldið. En ef heldur áfram sem horfir þá má búast viö að þess verði ekki langt að bíða. Þá fer videoeign landsmanna að verða jafnalmenn og sjónvarpseign og sjálfsagt kemur þaö í hlut bensínstöðva og videoleiga að sjá landsmönnum fyrir skemmti- efni. Venjulega erþaðsvoaðráðamenn sjónvarpsins svara því til, ef þeir þá láta svo lítið sem að svara gagnrýni eða óskum frá notendum sínum, að fjárhagur íslenska sjónvarpsins sé svo bágborinn að ekki sé til reiðu fé til að kaupa þætti sem njóta al- mennra vinsælda. Þarna held ég að þessir háttsettu menn innan fyrirtækisins séu að bíta í rassinn á sjálfum sér. Hver heilvita maður hlýtur að sjá það í hendi sér að ef fólk ekki horfir á sjónvarpið þá er ekki til neins að vera að auglýsa í því. Engum dettur í hug að auglýsa vörur sínar í blaði sem ekki er lesið. Ef upp hafa komið augljós viðbrögð notenda sjónvarps um gott efni hefur það ætíð veriö segin saga aö auglýs- ingatími sjónvarpsins verður um leið yfirfullur af auglýsingum. Ljóst er að fólk situr fyrir framan tækin sín og bíður eftir hinum vinsæla þætti og þá er ekkert sjálfsagðara en not- færa sér það vilji menn á annaö borö koma einhverju til skila til f jöldans. Því miður er það þó ekki þessi stefna sem er ríkjandi hjá ráða- mönnum sjónvarps, því að þeir drepa alla auglýsingatíma niður með lélegu efni. Ef svo heppilega vill til að vinsæll þáttur lítur dagsins ljós og skoðanakannanir sýna svo ekki verður um villst að meirihluti þjóðarínnar horfir á þann þátt, þá „nei takk”. Ekki meira af þessu efni í þjóðina. Niðurdrepandi Segjum nú sem svo að þessir menn hefðu einhverja vitglóru í koll- inum. Hefðu þeir þá ekki komið með eitthvað álíka vinsælt efni í staðinn fyrir Dallas þættina? Það heföi ég gert og um leið sannfært þá marga sem sjúklega voru orðnir ástfangnir í DaUas að hægt væri að fá annað efni ekki síður vinsælt. Nei, koma þá ekki þessir menn með eitthvert þaö mest niðurdrepandi efni sem sést hefur á skjánum í staö vinsælasta þáttar sjónvarpsins. Guð hjálpi þeim. Ef sjónvarpið væri ekki ríkisfyrir- tæki hefði þá ekki stjóm fyrirtækis- ins rekið þann mann sem tæki slíka stefnu sem þessa. Og væri þar af leiðandi beint fjárhagslegt tap fyrir ELÍN ALBERTSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR. fýrirtækið. Að minnsta kosti hefði hann verið færður til í fyrirtækinu. Nú hefði ég haldið að einhver glóra væri í þeim mönnum sem sitja í útvarpsráði. Einnig hef ég haldið að þeir samþykktu eða höfnuðu þátt- um sem keyptir eru. Er stefna út- varpsráðs sú sama og ráðamanna sjónvarpsins aö sýna einungis þætti eða myndir sem fólk hefur ekki áhuga fyrir, heldur fer frekar út og slekkur á sjónvarpinu. Eða fær sér videospólu. Nú er meira að segja hægt að fá Dallas, með íslenskum texta, fyrir hundrað kaU. Þó að ég sjálf sé hvorki s jónvarps- eða videosjúklingur, þá finnst mér, á meðan ég greiði afnotagjald af sjón- varpi, að ég eigi heimtingu á því að fá eitthvert afþreyingarefni, þegar mig langar til að horfa á sjónvarp. Upp á síðkastið hafa komið nokkur Nokkrar spurningar Hvemig stendur á því aö dagskrá sjónvarpsins þarf að vera heföbund- in aUa daga vUcunnar? Af hverju mega bíómyndir ekki vera sýndar á virkinn dögum? Af hverju eru léttir grínþættir einkaeign laugardaga kl. 20.35? Hvers vegna fá börn aöeins fimm mínútur á dag fyrir sig í sjón- varpinu? Hvemig stendur á því aö grínþættir t.d. með Chaplin og fleir- um sem hafa verið á föstudögum eru svo seint á dagskránni að börn sem vilja horfa á þá em sofnuð fyrir framan tækin áður en þættirnir byrja? Hvaða vit er í því að hafa ruslakistu sjónvarpsins á undan þeim þáttum? Þessar spurningar em ekki bara lagðar hér fram fyrir mig. Eg hef heyrt svo ótal marga ræða þetta sín á mUli og mér finnst alveg vera kom- inn tími til að svarað verði frá sjón- varpinu af einhverri skynsemi. Vænti ég þess fyrir mína hönd og margra annarra aö þessum spum- ingum og svo aftur, hvers vegna sjónvarpið okkar íslenska þarf endi- lega að vera svo menningarlegt og um leiö þungt og leiðinlegt, veröi nú svaraö. Helst frá einhverjum í út- varpsráði. Elín Albertsdóttir STEFÁN SNÆVARR, CAND. MAG. Frjálshyggjumenn tala stundum eins og grillufangarar og skýjaglóp- ar beri ábyrgð á öllu samanlögðu ofbeldi mannkynssögunnar. Dæmið um þrælasöluna sýnir að saga of- beldisins er ekki síður saga „hags- munaofbeldis” en „hugsjónaofbeld- is”. Blálandsþáttur Að lokum vil ég nota tækifærið og óska Hannesi til hamingju með þá hreinu og tæru íslensku sem hann skrifar. Við þessir óþjóölegu tölum um „Afríku” en Hannes hinn málvísi notar hið fomnorræna orö „Blá- land”. Ég vil beina þeirri spurningu til Hannesar hvort hann geri sér grein fyrir þeirri staðreynd að orð- skrípið „fíll” er af serkneskum toga spunnið. Eftir miklar vangaveltur komst ég að þeirri niðurstöðu að skepna þessi væri réttnefnd „ran- dýr”. Eða hvemig líst mönnum á setninguna „randýr búa á Blálandi hinu mikla” sem útlagt þýðir „fílar búaí Afríku”? Og hverrar ættar eru svo orð eins og „fáfræði” og „ofstæki”? Stefán Snævarr. Hannes og hefðarspekin Maður er nefndur Hannes og er Gissurarson. Hann er hugmynda- fræðari af hugsjón ef ekki atvinnu. Hannes fer nokkuö geyst í hug- myndafræðslu sína og gefur stundum rangar eða villandi upplýsingar um kenningar spakvitr- ingaaf ýmsutagi. Þannig talar Hannes eins og Bauer nokkur, aðalsmaður og hagfræðingur, eigi einkarétt á þeirri skoðun að þróunaraðstoð sé vanþróuðum til óþurftar og skattgreiöendum til ama. En staöreyndin er sú að marxistar af ýmsum stærðum og gerðum hafa löngum taliö þróunar- aöstoð af hinu illa og fiokkað hana með bellibrögöum „borgarastéttar- innar”. (Hvaða skepna er nú það?) Einhvem tímann las ég grein eftir Marxhollan mann sem fann þróunar- aðstoð flest til foráttu. Hann tók dæmi af korngjöfum Bandaríkja- manna til Tælendinga sem leiddu til verðiækkana á tælenskri matvöm og bændur flosnuöu upp í tugþúsunda tali. Hvað sem því líður sé ég ekkert syndsamlegt við þaö aö kenna fiski- mönnum á Grænhöfðaeyjum að veiða á nútímavísu, tæpast er öll þróunaraðstoð af hinu illa. Hverju reiddust goðin? önnur er sú skoöun Bauers og Hannesar sem ég tel hæpna, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Það er sú skoðun aö stjórn Evrópumanna hafi ekki valdið nýlendubúum teljandi búsifjum. Þeir félagar ættu að bregða sér til Zaire og tjá þarlendum þessa skoöun sína. Á fyrstu tuttugu árum nýlenduveldisins fækkaði Zairebúum um tvo þriðju. Belgíska námufélagið, sem átti landið, þrælk- aði innfædda með þessum afleiðing- um. (Lifi séreignin, Hannes!) Síðar varð Zaire krúnunýlenda en ekki batnaði ástandið viö það. Rétt fyrir fyrri heimsstyrjöldina tók belgiska þingið nýlenduvaldiö úr höndum konungs enda blöskraði siðuðum mönnum framferöi kóngsa. Ekki em samskipti Frakka og Alsír- búa þeim fyrrnefndu til sóma. Frakkar réðust inn í Alsír um 1830 og herjuðu á landsmenn af fádæma hörku. Um 1860 var búið að „friða” landið og sölsuðu þá franskir land- nemar undir sig besta ræktarlandiö með þeim afleiðingum að hálf milljón serkja féll úr hor. Hverju reiddust goðin, Hannes? Bresku „séntilmennirnir” fylgdu sömu stefnu í Zimbabwe og bættu um betur því þeir gerðu hjarðir inn- fæddra upptækar. Af einskærri góð- mennsku leyfðu Bretar bamafjöl- skyldum að halda einni belju. Það fylgir sögunni að Milton nokk- ur Friedmann telur sér trú um að nítjánda öldin, blómaskeiö frjáls- hyggjunnar, hafi verið einstakt friðarskeið. Hann hefur augljóslega ekki gert minnstu tilraun til að kynna sér sögu nýlendustríðanna enda fádæma fáfóður um mannkyns- sögu. Mér skilst að víða um lönd hafi nýlenduherrarnir lagt skatta á inn- fædda sem þeir gátu aðeins greitt með því að selja evrópskum kaup- mönnum „nýlenduvörur”. Matjurtir máttu víkja fyrir baömull, kakói og jarðhnetum og bændur uppskáru hungursneyð. Sú einhæfni efnahagslífsins sem gerir mörgum þriðjaheimslöndum svo erfitt fyrir er bein afleiöing af skattastefnu nýlenduherranna. Þess má geta að flestar nýlendur bjuggu við einokunarverslun likt og Islendingar forðum daga. Ef einokunarverslun er af hinu illa hljóta nýlendubúar að hafa tapað á nýlendustefnunni, ef ekki verða þeir Bauer og Hannes að endurskoða af- stöðu sína til frjálsrar verslunar! Þrælahald Það er vissulega rétt hjá þeim „Eftir miklar vangaveltur komst ég að þeirri niðurstöðu að skepna þessi væri réttnefnd „randýr”.” Hannesi og Bauer að Evrópumenn fundu ekki upp þrælahaldið og urðu manna fyrstir til að banna það og skerða þannig frelsi markaðarins en áður var frjáls markaður fyrir blá- menn. En þess ber að gæta að Evrópumenn voru öörum stórtækari við þrælasölu, talið er að milli sjö og tuttugu milljónir manna hafi verið hnepptir í ánauð af evrópskum mönnum. Ekki komst allur þessi skari vestur um haf, milljónir dóu úr vosbúð á leiðinni eða voru hreint og beint myrtir af þrælasölum. Líklega bera evrópskir þrælahöndlarar ábyrgð á dauða jafnmargra manna og Hitler síðar. I bókinni um Mið- Afríku sem A.B. gaf út á sínum tíma er talan „tíu milljónir” nefnd í þessu sambandi. Kjallarinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.