Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1984, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1984, Qupperneq 31
DV. MIÐVIKUDAGUR 25. JUU1984. 31 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Vinstri og hœgri álma Kjarvalsstaða. Kúnst til hægri og vinstri Nú er bitist um starfs- laun þau er Reykjavíkurborg úthlutar á ári hverju til lista- mansa og í fyrstu deild glima þeir J6n Gunnar Arnason myndlistarmaður og Valtýr Pétursson iistmálari. Jón Gunnar tekur spor sín á vinstri vængnum en Vattýr skrifar sem kunnugt er myndlistargagnrýni i Morgunblaðið. Það er stjórn Kjarvals- staða sem úthlutar laununum sem nema árslaunum kennara og auk þess fylgir ókeypis sýningaraðstaða fyrir afurðirnar. Er iíklegast talið aö pólitiski meirihlutinn í stjórn Kjarvalsstaða, Einar Hákonarson og Hulda Valtýsdóttir, hafi sinn mann i gegn sem er Valtýr Péturs- son. Er töiuverð óánægja meðal myndlistarmanna vegna þessa og telja þeir að aurunum sé betur varið til að launa einhvern ungan lista- mann sem enn er blankur og án viðurkenningar. Valtýr Pétursson er aftur á móti á grænni grein og löngu viður- kenndur málari. Ljót hjón Það var einu sinni ljótur maður sem kvæntist enn ljótari konu. Attu þau barn saman sem var enn ljótara þannig að þau hentu því... Þaó stóð í blöó* unum BSRB hefur ákveðið að segja upp launaliðum samn- ings sins við fjármálaráðu- neytið. Þau rök eru færð fyrir uppsögninni að þvílíkt launa- skrið sé í landinu að ijóst sé að opinberir starfsmenn bafi dregist langt aftur úr öðrum starfsstéttum i launum. Séu þeir reyndar að verða lág- launamenn í öllum saman- burði. Aöspurður hvaðan upplýsingar um allt þetta launaskrið væru fengnar sagði einn forystumanna BSRB: — Við lásum það i blöðunum. Enda ekki ástæða tU að stunda sjálfstæðar rann- sóknir á meðan dagblöðin eru svonapottþétt. Ekki karlmaður Barnið stökk út úr rút- unni og fleygði sé í faðm föður sins mcð eftirfarandi orðum: „Þú ert ekki karlmaður, pabbi!” Barnið hafði verið í lands- reisu í kvennarútunni svo- köUuðu en þar fóru kvenna- framboðskonur og kynntu málstað sinn. Benda orð barnsins tU þess að ekki hafi verið talað aUt of vel um karl- menníþeirrl ferð. Úr villta vestrinu. Sprittið í villta vestrínu Þó kántribátið HaU- björns á Skagaströnd hafi farið prúðmannlega fram og lítið borið á ölvun fengu nokkrir kúrekar sér þó í staupinu svona siðasta kvöldið. Þeirra á meðal var Johnny King frá Húsavík, löngu landsþekktur kúreki, og bauð hann upp á heima- lagaðan mjöð sem var þeirrar náttúru að engir timburmenn fylgdu. Bauð hann óspart og fengu færri en vUdu. Þetta ódýra eldvatn leyndi þó á sér þvi þegar Johnny og félagar vöknuðu morguninn eftir voru þeir eins og steingervingar... Umsjón Eiríkur Jónsson. Ljósmóður vantar á Sjúkrahúsið á Egilsstöðum tímabilið ágúst — desember 1984. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 97-1631 eða 97-1400. Er bíllinn þinn rydgadur ? ? ? Hefur hann tapað þyngd með árunum ? ? Þarfnast hann viðgerð- ar ? ? E.t.v. þarftu ekki að iesa lengra! Eigum fjölbreytt úrval af boddívarahlutum í flestar teg undir bifreiða. Bíllinn» Skeifunni 5, símar 33510 og 34504. Bíóhöllin — í kröppum leik: LAUSIR ENDAR UGGJA Heiti: The Neked Fece. Þjóðerni: Bandarískt. Árgerö: 1984. Leikstjóri: Bryan Forbes. Handrit: Bryan Forbes. Kvikmyndun: David Gurfinkel. Aöalhlutverk: Roger Moore, Elliot Gould, Rod Steiger, Art Carney, Anne Archer. Dr. Judd Stevens er mikils metinn og eftirsóttur sálfræðingur. Hann fer mest einförum eftir aö kona hans lést og lifir fy rir vinnu sína. Dag einn er einn af sjúklingum hans myrtur og er hann í regnfrakka sem læknirinn ó. Svo er einkaritari hans myrtur, svo er einkaspæjarinn hans myrtur. Það síðasta gerist þó ekki alveg strax enda fékk Stevens sér ekki einkaspæjara fyrr en sýnt þótti að sá lögreglumaður sem rann- sakaði málið reyndi alit til að koma sökinni yfir á hann enda átti hann honum lambið gráa að launa. Þetta á að vera einhvers konar þriller, spennumynd. Og einum tvisvar sinnum tekst henni að vera spennumynd. Hún á líka að vera ráð- gáta að hætti Agötu Christie en til þess að svo verði eru grunaðir of fá- ir. Lausir endar eru allmargir þarna, ekki veit ég hvort á að kenna um sögu Sidney Sheldon eða handriti BryanForbes. Lögregluforinginn (Rod Steiger) er vægast sagt ótrúverö persóna. Hann þykist eiga lækninum (Moore) grátt að gjalda og gengur strax út frá því að hann sé morðinginn. Hann æsir sig upp út af smámunum og vill ekki nefna að læknirinn sé hugsan- legt fórnarlamb og spýtir á allar þenkingar hans. I lokin kemur svo í ljós að hann er góði gæinn, eða er þaö? Hann var allavega ekki svikari, en samt var hann settur af í málinu og látinn segja upp. En hann heldur áfram að rannsaka málið, að því er virðist með vilja og vitneskju yfirmanns síns. Eða er það? Það er a.m.k. látið liggja að því með leynifundum þeirra tveggja. En svo þegar í ljós kemur að hann er ekki vondur, þótt hann hafi haft rangt fyrir sér, er því ekki gerð frekari skil. Það er senni- lega vegna þess að viðkomandi (Sheldon eða Forbes) vissi ekki sitt rjúkandi ráð hvað gera átti við þenn- an mann. Hann var góöur, vondur og geðveikur, eða látið liggja að þvi öllu, en áhorfandinn verður greini- lega að gera upp við sig hvernig hann vill hafa þennan mann. Endirinn er eitt það mesta klúöur sem ég hef séð, hann er ekki bara op- inn heldur fáránlegur og raunar ætti að vera hægt að sekta menn fyrir að láta svona endi fara frá sér í bíó- mynd eða bók. Slgurbjörn Aðalsteinsson. POWER WAGONEER 200 V6I 8 cyl. 318, Holley blönduhgur, Edellrock milli- húdd, Crame Tork knastás, pústflækjur, splittað drif aftan og framan, spil að aftan, 2 rafgeymar, S x 40" Mudder dekk, ný. Topplúga,opið á milli fram- og afturhúss, útvarp, kassetta, CB talstöð o. fí. Til sýnis og sölu í Bílasölunni Blik. OB BILASALAN BLIK Skeifunni 8, sími 686477. NÝR SÍMI, 68 64-77.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.