Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1984, Qupperneq 32
32
DV. MIÐVIKUDAGUR 25. JULI1984.
SKIPPER
CS112 - LIT-DÝPTARMÆLAR
Hagstætt verð
og greiðsluskilmálar
2ja ára ábyrgð
Friðrik A. Jónsson h.f.
Skipholti 7, Reykjavík,
Simar 14135 — 14340.
Reinald Relnaldsson lést 11. júli sl.
Hann fæddist 27. apríl 1958. Foreldrar
hans voru Reinald Brauner og Þor-
björg Björnsdóttir. Reinald lauk
stúdentsprófi frá Flensborg og var
einn vetur í grísku og latínu við Há-
skóla Islands. Siðan lá leiöin til Þýska-
lands þar sem hann stundaði guöfræði-
nám við kaþólskan háskóla. Utför
Reinalds verður gerð frá Kristskirkju í
dagkl. 13.30.
Andlát
KERTAÞRÆÐIR
Leiðari úr stálblöndu. Sterkur og þolir
að leggjast í kröppum beygjum. Við-
nóm aðeins 1/10 af viðnámi kolþráða.
Margföld neistagæði.
Kápa sem deyfir truflandi rafbylgjur.
7mm & 8mm MONO-MAG'*
Nú fáanlegir í passandi settum fyrir
flestar tegundir bila.
rn háhfrcmf
Skelfunni Sa — Siml 8»47*88
VAIMTAR BLAÐBERA
VÍÐSVEGAR UM
BORGINA STRAX.
Vinsamlegast hafið samband við afgreiðsluna í
síma 27022.
SÖNGSTJÓRIÖSKAST
Starf söngstjóra (organista) hjá Seljasöfnuði í Reykjavík er
laust til umsóknar. Starfiö veitist frá 1. sept. nk. Umsóknir
skulu berast formanni sóknarnefndar eða formanni kirkju-
kórsins fyrir 25. ágúst. Nánari upplýsingar veita formaöur
sóknarnefndar, Gísli H. Ámason Fífuseli 28, sími 77163, eða
formaður kirkjukórsins, Olafur W. Finnsson Engihjalla 1,
sími 41243.
SÓKNARNEFND SELJASÓKNAR.
Agnes Pétursdóttlr lést 17. júlí sl. Hún
fæddist á Akureyri 24. júní 1923. Agnes
starfaði síðustu árin sem matráðskona
á dagheimilinu Furugrund. Agnes var
gift Jóni Guðjónssyni. Eignuðust þau
fjögur börn. Agnes og Jón slitu sam-
vistum. Utför hennar verður gerð frá
Háteigskirkju í dag kl. 15.
Gunnar Tryggvason frá Skrauthólum
lést 15. júlí sl. Hann fæddist 1. desem-
ber 1924 að Barkarstöðum í Miöfirði,
Vestur-Húnavatnssýslu. Foreldrar
hans voru hjónin Tryggvi Stefánsson
og fyrri kona hans, Guðrún Sigurðar-
dóttir. Gunnar var einn af stofnendum
Hestamannafélagsins Harðar i Kjósar-
sýslu og var formaður félagsins árið
1953 en lét af því starfi er hann flutti til
Reykjavíkur ári síðar. Þar starfaði
hann lengst af hjá Hestamannafélag-
inu Fáki og síðan sem umsjónarmaður
við ölduseisskóla í Breiðholti. Eftirlif-
andi eiginkona hans er Hallfríður
Steinunn Ásmundsdóttir. Eignuöust
þau tvo syni.
Þórhallur Einarsson, Selási 4 Egils-
stöðum, fyrrum bóndi á Kirkjubóli,
Norðfirði, verður jarðsunginn frá
Egilsstaðakirkju fimmtudaginn 26. júlí
kl. 14.
Steingrímur Þórðarson, bygginga-
meistari, Efstasundi 37, andaöist 24.
júlí að Asi, Hveragerði.
Gunnar S. Astvaldsson lést 13. júlí sl.
Hann fæddist í Hafnarfirði 11. septem-
ber 1930. Foreldrar hans voru hjónin
Sigríður Benjamínsdóttir og Astvaldur
Þorkelsson. Eftirlifandi eiginkona
Gunnars er Svanfríður Eyvindsdóttir.
Þau eignuðust fjögur börn. Áöur hafði
Gunnar eignast eina dóttur. Gunnar
stundaöi lengst af sjómennsku. Utför
hans veröur gerð frá Hafnarfjarðar-
kirkju í dag kl. 15.
Ema A. Friðriksdéttir f. Zierke, lést
16. júlí sl. Hún fæddist þann 22. júni
1913. Erna var gift Sigurjóni Kristjáns-
syni, sem lést árið 1972. Hún starfaði í
mörg ár á Hótel Sögu eða þar til í mars
síðastliðnum að hún veiktist og var
flutt á spítala og átti ekki afturkvæmt
þaðan. Hún verður jarðsett frá Foss-
vogskirkju fimmtudaginn 26. júlí kl.
10.30.
Helga Sveinsdóttir, Sæbóli, Kópavogi,
andaðist í hjúkrunarheimilinu Sunnu-
hlið 23. júlí sl.
Guðmundína Jóhannesdóttir Adams
frá Brekkholti, verður jarðsett frá
Fossvogskirkju fimmtudaginn 26. júlí
kl. 15.
Geir Sigurðsson frá Skerðingsstööum
er látinn.
Sigurjón Sigurgeirsson, HIið.Austur-
Eyjafjöllum, verður jarðsunginn frá
Eyvindarhólskirkju laugardaginn 28.
júlíkl. 14.
Hallgrímur Hallgrimsson, Faxatúni
30 Garðabæ, lést á gjörgæsludeild
Borgarspítalans mánudaginn 23. júlí.
Tilkynningar
Málverkasýning í Eden
Jóna Rúna Kvaran opnar málverkasýningu í -
Eden Hverageröi fimmtudaginn 26. júlí kl.
17.30. Hún sýnir þar 40 akrýlmálverk. Sýning-
in veröur opin til 7. ágúst.
Hallgrímskirkja
Náttsöngur í kvöld kl. 22. Guðrún Birgisdóttir
og Martial Nardeau leika samleik á fiölu.
Ferðalög
Ferðafélag íslands
Helgarferöir 27.-29. júli:
1. Hvítámes. Bátsferð í Karlsdrátt. Gist í
sælúhúsi Fl og tjöldum.
2. Hveravellir—Þjófadalir. Gist í sæluhúsi Fl
á Hveravöllum.
3. Landmannalaugar—Eldgjá. Gist í sælu-
húsi Fl.
4. Þórsmörk—Skógá—Kvemá. Gist í Skag-
fjörðsskála. Dagsferð m/Skógá, ennfremur
gönguferðir um Mörkina.
Farmiðasala og upplýsingar á skrifstofu FI,
öldugötu 3.
Miðvikudagur 25. júli:
Kl. 8, Þórsmörk. Dagsferð/og fyrir sumar-
leyfisgesti.
Ki. 20, Tröllafoss (kvöldferð). Verðkr. 200,-
Útivistarferðir
símar: 14606 og 23732.
Helgarferðir 27.-29. júlí.
1. Þórsmörk. Gönguferðir f. alla. Kvöldvaka.
Góð gisting i Otivistarskálanum Básum.
2. Fjallaferð út i buskann. Ferð um nýjar og
lítt þekktar slóðir. Hús og tjöld.
3. Eldgjá—Landmannalaugar. Hringferð um
Fjallabaksveg nyrðri, einn fjölbreyttasta
fjallveg landsins. Gönguferðir.
4. Skógar—Fimmvörðuháls—Básar. Brottför
kl. 8.30 laugardag. 2 dagar. Ca 8 tima ganga.
Gist í Utivistarskálanum.
Uppl. og farm. á skrifst., Lækjarg. 6a.
Sjáumst.
Sumarleyfisferðir
Útivistar
2. 9 daga Háiendishringur 4.—12. ágúst.
Margt áhugavert skoðað, þ.á.m. fáfamar há-
lendisslóðir: Kjölur—Mývatn—Kverkfjöll—
Herðubreið—Askja—Gæsavötn. Tjöld og hús.
Fararstjóri: Kristján M. Baldursson. Fá sæti
laus.
3. Hoffellsdalur—Lónsöræfi—Alftafjörður, 9
dagar, 11,—19. ágúst. Bakpokaferð.
4. Lónsöræfi. Dvalið í tjöldum við Illakamb
og gengið um þetta margrómaða svæði.
1. Horastrandlr—Horavík. 5 og 10 daga ferð-
ir, 3.-7. ág. og 3.—12. ág. Tjaldferðir með
gönguferðum.
5. Hestaferðir á Arnarvatnsheiði. Vikuferðir í
ágúst.
Nánari uppl. og farm. á skrifst., Lækjargötu
6a, símar 14606 og 23732. Sjáumst.
Ferðafélagið Utivist.
Tapað -fundið
Svartur köttur
týndur frá Skipholti
Þessi köttur týndist frá Skipholti 40 sl. sunnu-
dag. Hann er svartur með hvíta bringu, hvitt
á trýni og hvítt á loppum. Hann er með rautt
hálsband með blárri tunnu. Þeir sem vita um
hann vinsamlegast láti vita í síma 29183 eða í
Skipholt 40 (jarðhæð) Funarlaunum er heitið
fyrirkisa.
Karlmannstölvuúr
tapaðist
Gullhúðaö karlmannstölvuúr tapaðist í leið 2
(SVR) eða frá sjónvarpinu að Lækjartorgi.
Skilvís finnandi hringi í síma 12970. Fundar-
laun.
80 ára afmæli. Á morgun, fimmtudag-
inn 26. júlí, er áttræður Sveinn Er-
lendsson, hreppstjóri í Garðshomi á
Alftanesi. Hann og kona hans, Júlíana
Bjömsdóttir, taka á móti gestum á
heimili sínu eftir kl. 15 á afmælisdegi
Sveins.
t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda vináttu, hlýhug og samúð við
andlát og útför
EIIMARS JÓHANNSSONAR
SKIPSTJÓRA,
ÍSAFIRDI.
Elísabet H. Jóhannsson
Lovísa Einarsdóttir Óskar Karlsson
Elisabet Einarsdóttir Hörður Högnason
Einar Einarsson Sverrir Magnússon
Margrét Einarsdóttir Anna Jónsdóttir
Konráð Einarsson Sigríður Jónsdóttir
Kristinn Einarsson
Barnabörn og aðrir vandamenn.
OPIB COPENHACEN
hann var í forsvari fyrir til 1925. Og
einn vordag árið 1896 setti Georg
konungur 1. nýju ólympíuleikana á
hinum endurreista leikvangi í
Aþenu sem rúmaði 50.000 manns í
marmarasæti og 20.000 í stæði.
VAKTIR TILLÍFSÁNÝ
Sá sem átti heiöurinn af endur-
reisn ólympíuleikanna var franski
baróninn Pierre de Coubertin
(1863—1937). Hann smalaöi saman
fulltrúum tólf þjóöa i nefnd sem