Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1984, Page 40
FRETTASKOTIÐ
6878*58
SIMINN
SEM
ALDREI
SEFUR
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá i
síma 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað í DV, greið-
ast 1.000 krónur pg
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið i
hverri viku.
Fullrar nafnleyndar
Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum
k allan sólarhringinn.
Skattakóngarnir:
GunnarB. Jensson
húsasmíðameistari:
Kemur mjög
áóvart
„Þetta kemur mér mjög á óvart,”
sagði Gunnar B. Jensson húsasmíða-
meistari þegar DV tilkynnti honum í
gær aö hann væri þriðji hæsti skatt-
greiðandi í Reykjavík. „Eg verð
greinilega að ræða við endurskoðendur
mina.
EA
„Ánægður”
— segirGunnar
Snorrason
„Ja hérna, er ég annar hæstur?”
sagði Gunnar Snorrason, kaupmaður í
Hólagarði, er DV tilkynnti honum að
hann væri næsthæsti skattgreiðandi
einstaklinga í Reykjavík, með tæpar
2,7 milljónir. „Eg er ánægður með
þetta. Þetta ber vott um að fyrirtækið
er traust og að fólk kann að meta þessa
þjónustu sem hér er boðið upp á. Ég er
ánægður meö þetta aö öðru leyti en því
aö ég sætti mig illa við tvo skatta: að-
stöðugjaldið og skattinn á verslunar-
og skrifstofuhúsnæði.”
ás
Benedikt Sigurðsson,
Keflavík:
Eins og ég
átti von á
Benedikt Sigurösson, lyfsali í Kefla-
vík, er þriöji hæsti skattgreiðandi í
Reykjanesumdæmi á þessu ári, greiðir
um 2,3 milljóna krónur samtals.
„Þetta er eins og ég átti von á,”
sagöi Benedikt í samtali við DV. „Það
er auðvelt að reikna þetta út fyrir-
fram.” Hann vildi ekki tjá sig um mál-
iöaðöðruleyti. EA
— sjá bls. 3 og 5
LUKKUDAGAR
25. júlí
06620
REIÐHJÓL FRÁ
FÁLKANUM AD
VERÐMÆTI KR. 10.000,-
LOKI
Ég vil fá apótek og
græða/
Ævintýri í Breiðholti:
Fann tvíburana
sína eftir 40 ár
„Eg hef alltaf lifað í voninni um að
sjá tvíburana mína aftur og nú hefur
það tekist eftir 40 ár. Eg get ekki
lýst tilfinningunni, þetta er líkara
draumi en veruleika.”
Þetta segir María Yankasky sem
fæddi tviburana Stellu og Selmu í
Reykjavík fyrir heilum 40 árum. Því
miður höguðu aðstæður því þannig
að María treysti sér ekki til að ala
dætur sínar upp og voru þær því ætt-
leiddar hvor í sína áttina. Stella varð
Sigurðardóttir og Selma Haralds-
dóttir. Árið 1950 flutti María móðir
þeirra til Bandarikjanna, giftist þar
Bandaríkjamanni og býr nú í Seattle
í Washington-fylki. Hún hefur
þrívegis komið til Islands í leit að
dætrum sínum, 1965, í fyrra og svo í
ár.
„Eg byrjaði á því aö fara á
Manntalsskrifstofuna í von um ein-
hverjar upplýsingar en það var þó
helst fyrir milligöngu kunningjakonu
minnar að ég hafði upp á stelpunum
mínum,” segir María þar sem hún
situr í Breiðholtinu og drekkur kaffi
með dætrum sínum og það er aug-
ljóst að þessu ævintýri fylgir meiri
gleði en orð fá lýst. Þær Stella og
Selma vissu alltaf að þær ættu móður
í Ameríku en höfðu ekki hugmynd
umhvar.
„Við vorum ákaflega stressaðar
þegar okkur varð ljóst að nú ættum
við að hitta mömmu okkar í svo til
fyrsta sklpti, en endurfundirnir hafa
verið dásamlegir,” segja fertugu
tvíburarnir einum rómi. Þær gátu
líka glatt móöur sína með því að nú
ætti hún 4 bamaböm og 5 bama-
barnabörn. Og nú er Ameríkuferð
Stellu og Selmu næst á dagskrá því
að þær langar að sjálfsögðu til að sjá
hvernig mamma býr í Ameríku.
-EIR.
Stella SigurOardóttir, Maria Yankasky og Selma Haraldsdóttir: — iikara draumien veruleika.
úV-mynd Kristján Ari
Líkur á að starfsemi DNG flytjist til Færeyja:
SEGJA UPP FLESTUM
5
*
STARFSMÖNNUM SÍNUM
Líkur eru á að stofnað verði fyrir-
tæki í Færeyjum til að framleiða
færarúllur frá rafeindafyrirtækinu
DNG á Akureyri. Þetta er niðurstaða
ferðar þriggja manna frá DNG sem
eru nýkomnir þaðan.
Málið er á byrjunarstigi en von er
á mönnum frá Færeyjum eftir
nokkra daga til frekari viðræðna.
„Við kveiktum alveg í Færeying-
unum,” sagði Davíð Gíslason, for-
stjóri DNG, í samtali við DV. „Þetta
þyrfti þó ekki að þýða að framleiðsl-
unni á Akureyri verði hætt.”
Miklir erfiðleikar hafa verið í
rekstri fyrirtækisins hérlendis vegna
skorts á fyrirgreiöslu. Er nú svo
komið að framleiðsla hefur stöðvast
og sagði Davíð að í dag yrði flestum
af 20 starfsmönnum þess sagt upp.
Hvorki væri til f é til að leysa út f ram-
leiðsluvörur né borga laun. Það gerð-
ist á sama tíma og tæpar 100 pantan-
ir lægju fyrir í íærarúllumar.
„Menn vita að við getum útvegaö
40—60 manns atvinnu á stuttum tíma
ef við fengjum eðlilega fyrir-
greiðslu,” sagði Davíð. „Þetta virð-
ast vera of litlar upphæðir sem við
förumframá.”
Bæjaryfirvöld í einum bæ í
Færeyjum hafa lofað DNG stuðningi
til að hefja framleiðslu. Sagði Davíð
að stór markaður væri í Færeyjum
og möguleikar á útflutningi þaðan yf-
ir á meginlandið, til dæmis væri
Noregsmarkaður í athugun.
JBH/Akureyri
i
i
i
i
á