Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1984, Page 12
12
DV. FÖSTUDAGUR 3. ÁGUST1984.
■■MH m Frjálst.óháð dagbiað
ÖV
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöurog Otgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvaemdastjóri og ótgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI
27022.
Afgreiðsla,áskriftir,smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022.
Stmi ritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍOUMÚLA 12.
Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19.
Áskriftarverð á mánuöi 275 kr. Verð í lausasölu 25 kr. Helgarblafl 2iy<r.
Ekki bjóða Bakkusi með
Landsmenn munu leggjast í ferðalög um þessa helgi.
Vonandi verða veðurguðirnir vinsamlegir. Fátt er
ömurlegra en að kúldrast í tjöldum í grenjandi rigningu
eða aka um þjóðvegina í aurslettum. Sunnlendingar eiga
það að minnsta kosti inni, eftir rigningartíð í júlímánuði,
að veðrið eyðileggi ekki fyrir þeim verslunarmannahelg-
ina með kulda og vosbúð.
Um fátt er mönnum tíðræddara en veðurfar. Það er
skiljanlegt. íslenska sumarið er ekki langt og strax að
lokinni verslunarmannahelgi er haustið á næsta leiti.
Sólardagar hafa ekki verið margir sunnanlands á þessu
sumri, frekar en í fyrra, og þegar menn sjá loks til sólar
kætast borgarbömin, götulíf springur út og sum fyrir-
tæki sýna starfsmönnum sínum það umburðarlyndi að
loka vegna sólar. Það ættu fleiri að gera, enda hlýtur sá
starfskraftur að nýtast betur sem fær að sjá til sólar og
sumars stöku sinnum.
Enginn vafi er á því að hin mikla ásókn Islendinga í
ferðalög til sólarlanda er sprottin af þeirri þörf hvers og
eins að njóta tilbreytingar í veðri. Veturinn getur verið
langur og kaldur og dimmur og sumarið er eins og víta-
mínsprauta og lífsnæring. Mannfólkið er eins og
náttúran, það þarf yl og birtu til að springa út og skarta
sínu fegursta.
Stundum sækjum við langt yfir skammt eftir sólar-
blíðu og hita. Norður í landi er einmunatíð orðin fastur
liður og á Austfjörðum njóta menn tuttugu til þrjátíu
stiga hita viku eftir viku. Hvernig væri að ferðaskrif-
stofur efndu til sólarferöa fyrir Sunnlendinga til þessara
héraða? Og hvers vegna beina Islendingar ekki ferða-
löngun sinni að sínu eigin landi þegar hægt er að ganga að
veðurblíðunni vísri hinum megin við heiðina? Fegurð
íslenskrar náttúru lætur engan ósnortinn, hvergi er
kyrrðin og hvíldin betri en í fjallasölum, birkilautum eða
grænum vinjum hinna íslensku óbyggða. Sá sem kynnist
landi sínu kynnist sjálfum sér um leið og kemur betri
maður aftur heim.
Um verslunarmannahelgina eru útihátíðar auglýstar
af miklum móð. Flestar sýnast þær sniðnar fyrir ungl-
inga. Að minnsta kosti eru þeir einkum boðnir velkomnir
með uppákomum sem ekki eru við hæfi fullorðinna.
Allt er það gott og blessað ef æskan er löðuð í Atlavík,
Þórsmörk og Þjórsárdal, svo einhverjir staðir séu
nefndir, ef hún fær um leið tækifæri til að njóta umhverfis
og útivistar á fögrum staö. En verra verður það ef úti-
skemmtunin verður að allsherjarsamkundu ölvunar og
óspekta.
Þess eru því miður alltof mörg dæmi.
Enginn skyldi ætla sér þá dul að stöðva útiskemmtanir
eða banna unglingum að sækja þær. Boö og bönn koma að
litlu gagni.
En mikið væri það ánægjulegt ef unga fólkið upp-
götvaði að vínið þarf ekki að vera förunautur á slíkar há-
tíðar til að þær verði skemmtilegar. Mikið væri það
ánægjulegt ef Bakkus fengi að hvíla sig heima þegar lagt
er í ferðalagið og lífsgleðin fengju að njóta sín allsgáð.
Hvernig væri að reyna? Ekki verður dansinn daufari,
hláturinn lægri, umhverfið ljótara eða félagarnir leiðin-
legri. Ekki verða slysin eða slagsmálin meiri.
Við ráðum ekki við veðrið. En við ráðum við Bakkus.
Eigum við ekki að sameinast í því að njóta verslunar-
mannahelgarinnar, útivistarinnar og félagsskaparins án
þess að bjóða Bakkusi með? ebs.
„ Og þá er miklu nær að hlífa börnunum við lærdómi en leyfa þeim i staðinn að leika sér eða fara að vinna
eftir fermingu. Það gerðu margir áður fyrr án þess að giata sálu sinni."
llrslit í hverri grein
Viöbrögð foreldra við grein minni i
síöasta mánuöi um samræmdu próf-
in í Reykjavík sannfærðu mig um að
reykvískir foreldrar vilja fá að vita
hvernig niöurstaða þessara prófa
varð. Þeir vilja fá að vita hvemig
kennslan I skólunum er og þeir hafa
áhyggjur af námi barna sinna. Mjög
margir foreldrar hafa staöfest að
kennslumál séu of lítið reifuð við þá
af skólayfirvöldum, — við vitum
nánast ekkert hvernig kennslan fer
fram og litlu svarað þegar við spyrj-
um.
Nú kunna menn að spyrja: Geta
foreldrarnir ekki lesið kennslubæk-
umar og séð? Vissulega, — en vita
foreldrar að sögubókum fylgja sér-
stakar heimulegar kennsluleiöbein-
ingar sem börn fá ekki afhentar held-
ureinungis kennarinn?
Niðurstöður í einstökum
greinum
I dag birti ég niðurstöður í einstök-
um greinum samræmdu prófanna.
Niðurstaðan er svipuö og í heildar-
meöaltalinu, þ.e. veruleg fylgni er
milli einstakra greina. En þar sem
röðin er ekki alltaf sú sama er
skólunum raöaö eftir stafrófsröð:
Það skal undirstrikað að meðal-
einkunn skólanna í Reykjavík er allt-
af hærri en landsmeðaltal. Er það
vitanlega gleðiefni fyrir Reykvík-
inga en að sama skapi áhyggjuefni
fyrir landsbyggðina.
Undarleg viðbrögð
Mér þóttu í meira lagi undarleg
Kjallarinn
HARALDUR BLÖNDAL
LÖGFRÆÐINGUR
viöbrögö formanns prófanefndar og
fræðslustjórans í Reykjavík þegar
þau vom spurð um álit á hinum
mikla mismun milli einstakra skóla.
Bæði lögðu áherslu á að hér væri um
að ræða trúnaðarmál, þ.e. einkamál
nokkurra útvalinna manna, og enn-
fremur að töflumar segðu ekkert um
gæði kennslu í einstökum skólum,
námsgáfur nemenda eða skólabrag.
Mér er þá spum: Af hver ju er verið
að eyða opinberu fé til þess að gera
þessar töflur ef ekkert er að marka
þær?
Vitanlega er það rétt að ekki má
hnýta skólana alfarið við einkunnir
samræmdu prófanna. T.d. mun Rétt-
arholtsskóli fá til sín nemendur úr
hinum fræga tilraunaskóla i Foss-
vogi þar sem fræðslustjórinn var
kennari. Nú veit ég ekki hversu
margir nemendur eru úr þessum
skóla í Réttarholtsskólanum en
bendi á að sá skóli er undir meðaltal-
inu í öllum samræmdu greinunum.
Getur verið að tilraunin mikla í Foss-
vogsskóla hafi að einhverju leyti
mistekist? Æfingaskóli Kennarahá-
skóla Islands sker sig ekki úr um ein-
kunnir.
Á röngum tíma
Reyndir skólamenn segja mér að
samræmdu prófin séu tekin á röng-
um tíma, nemendur þreyta þau í
febrúarmánuði en ekki að vori. Þess
vegna nota skólastjórar framhalds-
skólanna vorprófseinkunnimar til
hliösjónar, enda eðlilegt aö taka
mark á því sem kennarinn prófar
sjálfur.
Reynslan af samræmdu prófunum
hefur alls ekki verið góð, frekar hafa
kennarar kvartað yfir því að fá þessi
próf í miðju starfi sínu, enda miklu
eðlilegra að í verkalok séu launin
reidd fram. Hins vegar mun speking-
nm þykja slíkt bera of mikinn keim
af landsprófinu sæla. Allar tilraunir
til þess að fá þessu breytt hafa þó
verið tilgangslausar, enda hafa
kennarar ekki haft aögang að
upplýsingunum, — foreldrum verið
haldið frá þeim en ráðherrar hingaö
til sinnulitlir um framkvæmd
i ræðslumála í landinu.
Er það fagnaðarefni að Ragnhild-
ur Helgadóttir hefur tekið á skóla-
málunum. Þau mál eru síður en svo
einkamál sjálfskipaöra sérfræðinga
niðri í ráðuneyti.
Nú eru kennarar að gera launa-
kröfur. Vitanlega verður að greiða
þeim réttlátlega fýrir vinnu sína. En
hvernig á að mæla afköst þeirra? Á
að miöa launin við fjölda nemenda?
Mér er sagt að framleiðni kennara
mæld á þann hátt hafi minnkað
ískyggilega undanfarin ár. A aö
miða launin við námsárangur, þ.e.
framför í námi? Mér er sagt að kenn-
arar á æðri skólastigum kvarti und-
an slæmri undirbúningskennslu. Of
mikið sé kennt í yngri bekkjunum í
stað þess að gera börnin vel læs og
skrifandi og leikin í talnameðferð.
Og það vita allir að stirðlæs maður
verður alla ævi útundan því allt les-
efni vex honum í augum.
Eg sé ekkert athugavert við það að
kennarar fái kaupuppbót, tengda
námsárangri nemenda sinna. Slíkar
aukagreiðslur eru smápeningar hjá
þeim fjármunum sem glatast ef
fræöslan í skólunum fer forgörðum.
Og er þá miklu nær að hlífa börnun-
um við lærdómi en leyfa þeim í staö-
inn að leika sér, eða fara að vinna
eftir fermingu. Það gerðu margir áð-
ur fyrr án þess að glata sálu sinni.
Haraldur Blöndal
Skóli Fjöldi nem. íslenska Stærflfr. Enska Danska
Álftamýrarskóli 46 63,0 59,0 67,1 66,6
Árbæjarskóii 70 56,3 60,5 54,9 51,1
Austurbæjarskóli 40 58,3 57,2 64,9 63,5
Breiðholtsskóli 86 59,5 59,6 63,8 53,5
Fellaskóli 104 50,6 41,4 52,6 45,1
Hagaskóli 182 66,9 66,0 71,2 67,1
Hlíöaskóli 39 56,5 59,2 69,0 65,9
Hólabrekkuskóli 81 54,9 58,5 61,1 54,1
Hvassaleitisskóli 55 62,8 63,6 70,7 68,4
Langholtsskóli 74 59,9 57,5 65,6 63,7
Laugalækjarskóli 49 62,9 55,6 62,4 61,1
Róttarholtsskóli 116 56,5 55,0 62,3 57,2
Seljaskóli 65 57,1 55,4 61,8 53,6
Vogaskóli 42 56,0 55,8 56,5 56,5
Æfingaskóli K.H.Í. 49 57,4 60,1 68,6 58,3
ölduselsskóli 72 63,9 69,3 65,1 62,6
Reykjavik 1170 59,3 58,5 63,7 58,8
Allt landifl 3658 55,5 55,2 56,0 53,9
„Ég sé ekkert athugavert við það að kennarar
fái kaupuppbót tengda námsárangri nemenda
sinna.