Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1984, Qupperneq 48
FRETTASKOTIÐ
6878* 8
SÍMINN
SEM
ALDREI
SEFUR
Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá í
síma 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað i DV, greið-
ast 1.000 krónur pg
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið í
hverri viku.
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1984.
Kjamfóður-
skattinum
aflétt
næsta vor?
, Jíjarnfóðurskattinum verður ekki
aflétt að sinni, en það er stefnt að því
að hann verði tekinn af næsta vor,”
sagði Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, í samtali við DV í
tilefni frétta um að hann hygðist leggja
fram frumvarp þess efnis að kjam-
fóðurskatturinn yrði lagöur niður.
Þorsteinn sagöi að sú ákvörðun
hefði verið tekin að hluti af kjarnfóöur-
skattinum yröi nýttur til þess að niður-
greiða áburð og um leið að stefnt yrði
að því aö afnema kjarnfóðurskattinn í
apríl.
„Við teljum að það sé óheppilegt að
beita skattlagningu til að draga úr
landbúnaðarframleiðslu þar sem
kjarnfóðurskatturinn kemur fram í bú-
vöruverði sem kostnaðarauki við
landbúnaðarframleiðsluna. Önnur úr-
ræði eru heppilegri, eins og t.d. aukin
hagkvæmni í landbúnaði. ” þjh
Besta veðrið
verðuríAtlavík
Þeir sem verða á Austurlandi yfir
helgina verða heppnir með veður og
jafnvel þeir einnig sem verða á
Norðurlandi. Hins vegar mun rigna
öðra hvoru á þá sem ferðast um
sunnan- og vestanvert landið. Búist er
við suðlægri eða suðvestlægri átt á
Suður- og Vesturlandi. Verður þvi
skýjað þar og einhver rigning, þó ekki
samfelld. -ELA
DV kemur ekki út á morgun, laugar-
dag. Næsta blað kemur út þriðju-
daginn eftir verslunarmannahelgi.
Smáauglýsingadeild DV verður opin í
dag, föstudag, til kl. 22. Deildin verður
lokuð laugardag, sunnudag og mánu-
dag. Á þriðjudag verður smáauglýs-
ingadeild DV opin frá kl. 9 til 22. Góða
helgi.
LUKKUDAGAR k
3. ágúst
2374
LEIKFANGATAFL
FRÁ I.H. AÐ VERÐMÆTI
KR. 1000.-
Vinningshafar hringi í síma 20068
LOKI
Þú hýrí Hafnarfjörður!
Bifreiðaeftirlitið í Hafnarfirði kallar ekki allt ömmu sína:
Y-8795 að framan
Y-6193 að aftan
Þeir eru frumiegir í Bifreiðaeftir-
litinu í Hafnarfirði, að minnsta kosti
ef miða skal við reynslu Jóhanns Há-
konarsonar sem lét umskrá bílinn
sinn þar í bæ. Allt gekk vel, númerin
voru sett á sinn staö en þegar betur
var að gáð kom í ljós að framnúmer-
ið hljóðaði upp á Y-8795 en
aftumúmerið var Y-6193.
„Ég tók nú eftir þessu fyrir
tilviljun, ætlaði aö athuga hvemig
númerin færu þegar ljóst varð hvaða
ósköp voru hér á ferð,” sagði
Sigurður í samtali við DV. „En
svona fór billinn í gegnum skoðun í
Hafnarfirði án þess að nokkur gerði
við það athugasemdir. Reyndar var
það Hafnfirðingur sem fór með bíl-
inn fyrir mig í FjÖrðinn, hafnfirsk af-
greiðslustúlka sem afhenti honum
númerin og skoðunarmaðurinn var
að sjálfsögðu einnig úr Hafnarfirði.
Hvort það varpar einhverju ljósi á
málið veit ég ekki,” sagði Sigurður
sem hefur lofað Bifreiðaeftirlitinu í
Firðinum að skila í það minnsta öðru
númerinu hið bráðasta og fá annað
sem passar betur, svona til að hafa
eitthvert samræmi.
-EIR.
Tvö mismunandi númer 6 sama
bilnum Y-6193 að aftan og YS79S
aðframan. DV-myndS.
Sýslumaður bíður eftir rigningu
Jón Isberg, sýslumaöur Húnvetn-
inga, sat í allan gærdag á skrifstofu
sinni og beið eftir rigningu svo að
unnt yrði að hefja yfirheyrslur yfir
þeim bændum sem ráku hross sín á
Auðkúluheiöi í síðasta mánuöi. Eins
og alkunna er þá var þaö bannað.
„Það hefur verið svo votviðrasamt
að undanförnu að ég kann ekki við að
vera að trufla bændurna í þessum
'hressilega þurrki sem verið hefur,”
sagði sýslumaður sem býst við rign-
ingu í dag og þá verða menn yfir-
heyrðir.
I Skagafjarðarsýslu tókst aftur á
móti að ná samkomulagi á miðviku-
dag um hrossin á Eyvindarstaða-
heiði sem var bændum mjög í hag.
Féllust þeir á að sækja hross sín og
færa til byggða fyrir 20. ágúst, aðeins
nokkrum dögum fyrr en ráð hafði
veriðfyrirgert.
-EK.
Stelpurnar hjá Umferðarráði sem
verða á vakt um heigina með vin-
samlega ábendingu til ferðamanna
helgarinnar. DV-mynd Kristján Ari.
„Viögáfum
strákunumfrí”
— segja stelpumar
hjá Umferðarráði
Þær voru eldhressar stelpumar hjá
Umferðarráði sem ætla að vera á vakt
þar um helgina og taka við upplýsing-
um frá lögreglumönnum víðs vegar
um land um umferð, ástand vega og
veður.
Þessmn upplýsingum og gagnlegum
leiðbeiningum til ferðafólks mun síðan
verða miðlað til allra landsmanna í út-
varpi bæði á rás eitt og tvö. Það er
Ragnheiður Davíðsdóttir, ein af
stelpunum þrem, sem mun sjá um þá
hlið mála. Hinar tvær, sem standa
vaktina, eru Sigrún Olafsdóttir, lög-
regluþjónn í Kópavogi, og Ingibjörg
Oskarsdóttir, starfsmaður Umferðar-
ráðs.
Þetta mun vera í fyrsta skipti að
konur sjá algerlega um þessa
upplýsingasöfnun hjá Umferöarráði
um verslunarmannahelgi. Þær byrja
strax í dag og verð@ á vakt eftir
þörfumframámánudag. gj
Kærðirfyrirmis-
notkuná
krftarkortum
Þrír krítarkortahafar hafa verið
kærðir til Rannsóknarlögreglu ríkisins
fyrir misnotkun á Visa-kortum er-
lendis. Samtals hafa þeir svikið út
tæpa hálfa milljón króna, það er tekið
út peninga og greitt vörur og þjónustu
erlendis. Stærsta málið varðar ungan
Reykvíking sem eyddi um 300 þúsund
krónum á nokkrum dögum í Banda-
ríkjunum. Er rannsókn málanna rétt
aðhefjast. -KÞ
Hafnarf jarðarbrandarar taka nýja stef nu:
Varð brátt í brók í Firðinum
—og bfllinn varð fyrir barðinu
„Ég skil ekki hvað er að gerast hér
í bænum, að minnsta kosti getur lág-
kúran vart orðiö meiri,” sagði Sig-
urður Jónsson, starfsmaður Skýrslu-
véla ríkisins, sem býr við AusturgÖtu
í Hafnarfirði. Er hann kom út í gær-
morgun og ætlaði að setjast upp í bif-
reið sína, Mazda 626, sá hann sér til
mikillar hrellingar og furðu að
einhver hafði gengið öma sinna á
vélarhlífinni.
.dlonum viröist hafa orðið brátt í
brók þessum óþokka,” sagði
Sigurður og hristi hausinn. „Ég
hringdi á lögregluna og hún kom og
staðfesti að um mannasaur væri að Sigurður Jónsson við bílinn sinn í
ræða á húddinu. Eins og gefur að Hafnarfirði i gær: — Þakka mínum
skilja er ég ekkert sérstaklega sæla fyrir að óþokkinn teygði sig ekki
hrifinn af því að fara að hreinsa í þvottinn minn.
þetta sjálfur þannig að heilbrigðis- DV-mynd Kristján Arl.
fulltrúinn hér í Firðinum fær líklega
þaðverkefni.”
Sigurður var að því spurður hvort
hann ætti einhverja óvini í Hafnar-
firði og kvað hann svo ekki vera. ,JCn
ég þakka mínum sæla fyrir að þessi
snillingur skyldi láta þvottinn á snúr-
unum hjá mér í friði því að hann
hefði hæglega getað teygt sig í hann
þar sem hann sat á hækjum sínum á
húddinu.” -EIR.
f
f
f
f
f
f
f
f
f
f
f
f
f
f
f
f
f
f
f
f
f
f
f
í
i
i
i
i